Tíminn - 08.11.1977, Qupperneq 2

Tíminn - 08.11.1977, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 8. nóvember 1977 erlendar fréttir Carter frestar heimsókn til níu landa Washington-Reuter. t tilkynningu frá Hvita húsinu var staðfest að Carter forseti yrði að fresta opin- berri heimsókn sinni tii niu landa I þessum mánuði vegna þess að erfiðlega gengur að fá þingið til að samþykkja stefnu hans I efna- hagsmálum. Eitt helzta atriðið i stefnu forsetans er að Banda- rikjamenn verði að draga úr notkun oliu, sem keypt er frá öðr- um rikjum. Sovézkir leiðtogar leggja blómsveig aö grafhýsi Lenins Afmæli rússnesku byltingarinnar Moskva-Reutar. Hátíðahöldum i tilefni af 60 ára afmæli byltingar- innar var fram haldið í gær. Geysimikil hersýning var haidin, og meðal annars var þar sýndur nýr skriðdreki. Eftir hersýning- una fóru Moskvubúar I skrúð- göngu í fylgd hermanna og báru rauö pappirsbióm og myndir af sovézkum leiðtogum. Meðalerlendra gesta, sem voru við hátiðahöldin I gær, var Urho Kekkonen forseti Finnlands og foringjar kommúnistaflokka og vinstrisinna hvaðanæva að úr heiminum, sem komu tilMoskvu i siðustu viku I tilefni af hátiða- höldunum. Alex Kitson frá brezka verka- mannaflokknum var viðstaddur, en ræða hans um helgina þar sem hann hældi Sovétmönnum og gagnrýndi ástandið heima fyrir hefur valdið miklum ritdeilum i Englandi. f ræðu af svölum grafhýsis Lenins sagði Ustinov marskálk- ur, að sovézk vopn væru einvörð- ungu ætluð til varna. FerðCarters átti að hefjast 22. nóvember, en forsetinn hefur nú tilkynnt viðkomandi rikjum frest- unina, og borið við önnum heima- fyrir, að þvi er Cyrus Vance utan- rikisráðherra sagði I gær. Vance sagði að áherzla hefði verið lögð á það við erlendu leiðtcgana að vonazt væri til að i nánustu fram- tið takist að finna heppilegan tima til heimsóknanna. Tilkynning Vance er fyrsta op- inbera staðfestingin á þvi, að Carter er hættur við ferðina til Suður-Ameriku, Afriku og Evr- ópu I nóvember. Löndin sem heimsækja átti, eru Brasilia, Venezúela, Iran, Saudi- Arabia, Indland, Frakkland, Belgia og Pólland. Talið er óliklegt að þinginu tak- ist að ljúka umræðum um stefn- una i orkumálum. Vance sagði, að forsetinn telji orkumálin ákaf- lega mikilvæg fyrir bandariskt efnahagslif, svo og fyrir þær þjóð- ir sem flytja út orkugjafa ekki siður en kaupendur þeirra. Spænskir kommún- istar ætla ekki að minnast afmælis byltingarinnar Madrid-Reuter. Yfirvöld á Spáni hafa bannað Sovétmönnum að setja upp sýningu I tilefni af sex- tiu ára afmæli byltingarinnar að þvi er austur-evrópskar heimildir herma. Samkvæmt heimildunum, munu spænsk stjórnvöld hafa komið þeim boðum til sovézka sendiráðsins, að sovézk vika, sem halda átti væri „óheppileg af stjórnmálalegum ástæðum". Rikin tvö tóku úpp stjórnmála- samband i febrúar siðastliðnum eftir að hafa ekki haft slikt sam- band sin á milli I nær fjörutíu ár. Enn hefur ekki verið undirritað neitt samkomulag um menning- arleg samskipti, en sýning sem þessi mundi heyra undir slik samskipti. Siðast var haldin sovézk vika á Spáni stuttu áður en spænska borgarastyrjöldin brauzt út 1936. Sigurvegararnir I borgarastyrj- öldinni notuðu siðar sovézku vik- una sem sönnun þess, að lýðveld- issinnar hefðu ætlað að innleiða bolsévisma á Spáni. Framámenn spænska kommúnistaflokksins, en hann fékk leyfi til að starfa I april siðastliðnum, segja að ekki verði gerðar neinar ráðstafanir til að halda upp á afmælið. Stefna spænska kommúnistaflokksins er talin algerlega óháð stefnu vald- hafanna I Kreml. Leiðtogi flcícks- ins, Santiago Carillo, einn helzti forvigismaður Evrópukommún- isma hélt tjl Moskvu i siðustu viku, en var meinað að ávarpa Santiago Carillo fundinn I Kreml, sem haldinn var til að minnast afmælis byltingar- innar. Israelsmenn sakaðir um að pynta fanga OPEC hyggur á 5% hækkun olíuverðs Vin-Reuter. Helztu ollufram- leiðsluþjóðirnar hófu að ræða um oliuverð fyrir árið 1978 i gær. MeirihlutiOPEC-rikja hef- ur lýst sig fylgjandi smávægi- legum hækkunum á olluverði. Fregnir herma að fáar af þrett- án þjóðum I samtökunum muni vera hlynntar miklum verð- hækkunum á næsta ári. Stjórnir OPEC-rikja munu staðráðnar i að endurtaka ekki deilur sem reyndu mjög á sam- stöðuna á þessu ári. Viðræöurn- ar þá enduðu með að sætzt var á 10% hækkun. Undirbúningur að ákvörðun á verði hófst á fundi efnahagsnefndar OPEC. Nefnd- in er skipuð sérfræðingum, sem ekki hafa ákvörðunarvald, en er ráðgefandi aðili, sem tekið er mikið tillit til. Endanleg ákvörðun um oliuverð verður tekin 20. desember i Caracas á fundi oliuráðherra OPEC-rikja. Verð á oliu var ákveðið 12,70 bandarikjadalir fyrir 159 litra oliutunnu i júli síðastliðnum. Þetta var ákveðið eftir að stærsti oliuútflytjandinn, Saudi- Arabia lagðist gegri 15% hækk- un olíuverðs. Talið er að Saudi- Arabia sé þvi hlynnt að halda oliuverði óbreyttu fram á seinnihluta árs 1978, en þá er sýnt að allmörg oliufram- leiðsluriki muni vilja semja um 5% hækkun. Iranskeisari sagði i viðtali við Newsweekigær, aðhann mundi ekki hafa frumkvæði að hækkunum að þessu sinni, en Iranir hafa veriðjikafir stuðn- ingsmenn hækkunar oliuverðs á undanförnum árum. OPEC-rikin, sem framleiða daglega um 30 milljón tunnur af oliu, reyna vanalega að ná al- gerri samstöðu um verð. Þetta reyndist þó ekki kleift I desem- ber 1976 þegar 11 aðildarriki hækkuðu verðið um 10% en tvö hækkuðu verðið aðeins um 5%. Eftir nokkurra mánaða deilur sættust Saudi-Arabia og U.A.E. á hækkanimar, með þvi skilyrði að hin rikin féllu frá frekari hækkunum á árinu 1977. Stjórnvöld i Bandaríkjunum hafa barizt fyrir verðstöðvun á oliu, og i siðustu viku liktiCyrus Vance, utanrikisráðherra Bandarikjanna, afleiðingum væntanlegra hækkana við náttúruhamfarir. — franskir studningsmenn PLO telja að pyntingar séu leyfðar á föngum frá Palestínu Paris-Reuter. Sex samtök franskra stuðningsmanna Pal- estlnu-Araba sendu I gær frá sér tilkynningu þess efnis aö yfirvöld I tsrael leyfi pyntingar á föngum frá Palestlnu og troði á mannrétt- indum þeirra. Ásakanirnar voru bornar fram á blaðamannafundi sem haldinn var til að koma á framfæri málum Palestinu- manna, sem sitja i fangelsum i ísrael. Meðal þeirra sem studdu þess- ar staðhæfingar var Lea Tsemel, israelskur lögfræðingur sem oft hefur varið palestinska skæruliða fyrir rétti i Israel. Hún hefur lýst sjálfri sér sem andstæðingi Zion- isma og vinstrisinna, en segist ekki vera kommúnisti. Þeir sem skipuleggja fyrirhug- aða herferð, segja að almenning- ur sé nú hlynntari mannréttind- um en áður, og áætlað er að halda útifundi víða um Frakkland til að gera grein fyrir ásökunum á hendur Israelsmönnum. Níu ríki óánægð með árangur öryggisráðstefnunnar Belgrad-Reuter Fulltrúar niu hlutlausra rlkja á evrdpsku ör- yggisráðstefnunni i Belgrad hvöttu i gær til afvopnunarvið- ræðna milli Austur- og Vestur- landanna og sögðu að þörf væri á þvi að stöðva vopnakapp- hlaupið. Fulltrúi Finnlands, sem mælti fyrir hönd þessara niu þjóða, sagði að samhliða þyrfti að slaka á spennu I hernaðar- og pólitlskum mál- um. 1 ályktun þessara niu þjóða sagði að þær væru uggandi um að nokkur árangur næðist á ráö- stefnunia og telja þær, að her- gagnakapphlaupið sé i fullum gangi. Hlutlausu þjóðirnar hvöttu þátttökurikin til afvopn- unar um allan heim og til þess að styðja fund allsherjarþings- ins um afvopnun á næsta ári. Hlutlausu þjóðirnar segjast vera þvi fylgjandi að ráðstefnan geri kunnugt hve gifurleg þörf sé á að einhver árangur náist i takmörkun vopnaframleiðslu og afvopnun. Einn fulltrúi hlutlausu þjóð- anna sagði: „Tilgangurinn er að lýsa ótta okkar vegna þess að engin á- hrifarik skref hafa verið tekin til aö koma i veg fyrir vopna- kapphlaupið. Við teljum, aö á öryggisráöstefnu ætti að ræöa afvopnun, en sú ræðulist sem stunduð er I afvopnunarviðræö- unum geti ekki leitt til árang- ursríkra aðgerða”. Þjóðirnar sem hér um ræðir eru: Austurrikismenn, Kýpur- búar, Finnar, Liechtensteinbú- ar, Möltumenn, San Marinobú- ar, Sviar, Svisslendingar og Júgóslavar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.