Tíminn - 08.11.1977, Síða 4

Tíminn - 08.11.1977, Síða 4
4 Þriöjudagur 8. nóvember 1977 „Sic transit gloria mundi”, mætti Sömu útreið fékk iitia húsið við Lækjargötu. Hér stendur meginhúsið hálft eftir og brakiðlfkt og sprengja hafi falliðá það. SKIL borvélar meö stiglausum hraöabreyti eru gæddár þeim kosti, að þvi meir sem þú þrýstir á gikkinn, þvi hraðar snýst þorinn. Þannig færðu rétta hraðann fyrir það verkefni sem þú ert að vinna, hvort sem þú ert að bora iflisar, stein, tré eða annað. SKIL borvélar eru fallega hannaðar, kraftmiklar, og auóvelt er að tengja við þær marga fylgihluti. Auk borvéla framleiðir SKIL afsömu alúð og vandvirkni, stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slipivélar og fræs- ara auk hinna heimsfrægu hjólsaga. SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu kröfum nútimans og henta jafnt leikmönnum sem atvinnu- mönnum. Póstsendum myndlista ef óskað er. ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA SML Einkaumboð á íslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri: FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Það er okkur mikil ánægja að geta nú boðið hin margreyndu og viðfrægu SKIL rafmagnshandverkfæri. SKIL verksmiðjurnar voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924 til framleiðslu á nýrri einkaleyfisuppfinningu, rafknúinni hjólsög, hinni heimsfrægu SKIL-sög, sem viðbrugðió var fyrir gæði. Siðan hafa verið framleidd mörg verkfæri og gerðar margar nýjar uppgötvanir á rannsóknarstofu SKIL verksmiðjanna. sem hafa gert SKIL handverkfærin heimsfræg og eftirsótt. RAFMAGNSm HANDVERKFÆRi JH-Reykjavik — Miöbærinn i Reykjavik missti drætti úr svip- móti sfnu nú um helgina, þegar mikilvirkar vélar gengu i skrokk, ef svo má segja, á gömium húsum þar og brutu þau niður i grunn. Annað þessara húsa var Smjör- húsið, eins og fólki hefur verið tamt að nefna það. Þar var nú á siðustu áratugum bókabúð Braga Brynjólfssonar. Þetta hús átti harla fornar rætur, eftir þvi sem gerist hér i Reykjavik, þvi að þarna var upphaflegá reist verzl- unarhús snemma á nitjándu öld, þótt þvi væri siðar breytt og bylt á ýmsa vegu á löngum tima. Hitt húsið stóð við hliöina á byggingu Iönaöarbankans viö Lækjargötu, og var bókabúð Æsk- unnar i þvi þar til fyrir tiltölulega fáum árum. Þessar byggingar, sem máðar voru út um helgina, voru hvorki háar i lofti né skrautlegar. Eigi að siöur er tómlegt að ganga um miðbæinn án þeirra, og svo mun þeim ekki sizt finnast, er hafa vanizt þvi frá blautu barnsbeini að hafa þær fyrir augunum. Þetta voru virðuleg hús á mælikvarða sinnar tiðar og gegndu þvi hlut- verki, að þangað áttu margir er- indi. Hafizt handa um að koma gömlu húsaþyrpingunni við enda Hafn arstrætis fyrir kattarnef. — Tíma myndir: GE Fleiri konur í framboð — segir Kvenfél- aga sambandið Kvenfélagasamband tslands hef- ur sent formönnum stjórnmála- flokka og kjördæmaráða svo- hljóðandi bréf: „Þar sem kosningar til Alþingis og sveitarstjórna fara i hönd á næsta ári, vill Kvenfélagasam- band Islands minna yöur á sam- þykkt, sem gerð var á fjölmennri ráðstefnu kvenna á Hótel Loft- leiðum i júni 1975, þar sem skorað var á alla stjórnmálaflokka i landinu.aö stuðla að þvi, að það margar konur taki sæti á listum þeirra, bæði til alþingis- og sveit- arstjórnarkosninga, að um helm- ingur alþingis- og sveitarstjórn- armanna verði konur. Innan Kvenfélagasambands Islands eru rösklega 24 þúsund konur félagsbundnar og mikill fjöldi kvenna i þeim hópi hefur sannað með störfum sinum á veg- um kvenfélaganna, að hverjum stjórnmálaflokki væri sómi að þvi að bjóða þær fram til trúnaðar- starfa”.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.