Tíminn - 20.11.1977, Síða 14

Tíminn - 20.11.1977, Síða 14
14 Sunnudagur 20. ndvember 1977 Tíminn heimsækir Stöðvarfjörð Ég er bjartsýnn á framtið hraðfrysti- hússins og skipsins segir Guðjón Smári Agnarsson forstjóri HSS Stööfiröingar hafa gert stórá- tak i atvinnumálum sinum meö togarakaupum og sameiningu fiskvinnslufyrirtækjanna á staönum og hefur þaö nú þegar oröiö til góös og veröur þeim vafalaust lyftistöng i framtiö- inni. Blaðamaöur hitti Guöjón Smára Agnarsson forstjóra HSS aö máli til aö fræðast nánar um sameininguna og togarakaupin. Fimm fyrirtæki mynda nú HSS — Hvaöa fyrirtæki voru þaö, sem nú mynda Hraöfrystihús Stöðvarfjarðar? — Hér voru fimm fyrirtæki i sjávarUtvegi starfrækt áöur en til sameiningar kom, og skal fyrst nefnt þaö fyrirtæki sem bar sama nafn og þetta samein- aöa fyrirtæki ber nU, þ.e. HSS. Þaö var i eigu ýmissa einstakl- inga,Stöövarhrepps og Kaupfé- lags Stööfiröinga, sem var lang- stærsti hluthafinn. Þá var hér fyrirtæki sem hét VaröarUt- geröin h.f. og rak þaö saltfisk- verkun hér og átti einnig bát sem hét Heimir, en hann hefur núveriö seldur. 1 þriöja lagi var Steöjih.f. sem haföi fiskverkun, bæði saltfiskverkun og eins frysting á humri. í fjóröa lagi var Alftafell h.f. sem geröi Ut samnefndan bát, og I fimmta lagi Saxa h.f. sildarverksmiðja, og var hún i eigu flestra hinna fyrirtækjanna svo og einstakl- inga. Þetta voru þau fyrirtæki sem hér voru fyrir sameiningu. — Hvaö er langt siöan þessi fyrirtæki voru sameinuö? — Þessi sameining átti sér staö i árslok 1975 og I ársbyrjun 1976. — Hvernig nýtist sá húsakost- ur, sem fyrirtækin lögöu til meö sameiningunni? — Þaö má kannski segja, aö hann hafi ekki nýtzt aö fullu fram tilþessa, en eftir aö togar- inn kom og vinnsla eykst væntanlega mikiö, þá sýnist mér i fljótubragði ekki veita af þvi húsnæöi sem fyrir er, og aö jafnvel veröi þörf á meira hús- næbi. — Kom ekki til mikil hagræö- ing viö sameiningu þessara fimm fyrirtækja i eitt? — Ein helzta röksemdin fyrir sameiningu fyrirtækjanna var sú, aö þá yrði hægt aö auká aö mun alla hagræöingu og hag- kvæmni i rekstri. NU getum viö látiö fólkið vinna á hverjum tima þar sem þörfin er mest fyrir þaö, og á vinnuaflið eftir að nýtast miklu betur en var. — Hver er afkastageta húss- ins? — Hún er nú .um 60 tonn á viku.en þegar allt veröur komið I gang og við veröum meö alla starfsemi okkar i frystihúsinu ætti afkastagetan aöveröa um 100 tonn á viku. — Hvernig er tækjakostur? — Hann er svona upp og ofan, sumt eru tæki frá fyrstu árum frystihússins hér, en þaö var byggt á árunum ’46-’47. Sfðan hafa auðvitað veriö keypt tæki, og er reyndar allur gangur á þeim málum. Guöjón Smári Agnarsson for- stjóri HSS á Stöðvarfirði. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og settist að á Stöðvarfirði fyrir tæpum tveimur árum, var áöur búsettur hér I þéttbýlinu, en segist kunna ágætlega við sig á Stöövarfirði. Kaupfélagshúsið á Stöövarfirði, eitt elzta húsiö þar, byggt skömmu fyrir aldamót og hér hefur Kaupfélagiö alla starfsemi sina. A neöri hæö er verzlun en á efri hæð eru skrifstofur. ■ ' Þessir heiðursmenn tóku lífinu með ró á meðan „kellingarnar voru I pásu” og var alveg sama þótt tekin væriaf þeim mynd, t.d. Sighvat- ur Halldórsson og Magnús Gislason t.h. Báðir hafa verið búsettir á Stöðvarfirði um langan aldur. ,Verð hér meðan ég geri eitthvert gagn’ ’ Guðmundur Björnsson er einn þeirra sem alið hefur aldur sinn á Stöövarfirði og gengið i gegnum sætt og súrt á þeim stað. Hann hefur fengizt við ýmislegt um dag- ana, unnið i fiski verið við verzlunarstörf, rekið sildar- söltun verið útgerðarmaður og er núna á skrifstofu hjá HSS. Þó hefur hann ekki verið á sjó nema eitt ár, — var svo sjóveikur að hann hét þvi að fara aldrei framar á sjó og við það hefur hann staðið. Guðmundur hefur séð þorpið vaxa og þróast, hefur lifaö uppgangstima jafnt sem atvinnuleysistima. Og hann ætlar að vera þar svo lengi sem eitthvert gagn er I honum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.