Tíminn - 20.11.1977, Page 17
Sunnudagur 20. nóvember 1977
17
«
gamla Portúgal, þröng sund,
sem liggja aö vífáttumiklum
kirkjutorgum, styttur af göml-
um portúgölskum sæförum,
sem hvfla hönd sina á sverðs-
hjaltinu. Viö fyrstu sýn eru
portúgölsk áhrif hér mest ráö-
andi, en bærinn er kinverskur i
hólf og gólf, með kinverskri
götuverzlun. Byggingar i göml-
um portúgölskum stil, eru
hlaönar kinverskum skreyting-
um, drekum, lukkumerkjum, og
langlifistáknum.
Makaó er einmitt sá staöur
þar sem maöur getur vænzt
þess aö sannprófa muninn á
gömlu evrópsku nýlenduveldi
og nýja Kina, sem hefur barizt
fyrir sjálfstæöi nýlendna i fjar-
lægari heimshlutum.
En þaö er siöur en svo: Lifiö á
þessum staö einkennist af jafn-
vægi og ró. Makaó er eina
portúgalska nýlendan þar sem
„frelsisbarátta” og „andstaða
gegn nýlendustefnu”eru óþekkt
hugtök, þrátt fyrir þaö aö Kin-
verjar gætu frelsaö nýlenduna
og innlimaö hana i kinverska
rikið á nokkrum timum. Ef ein-
hver merki umi baráttu fyrir
frelsi i Makao sæjust, myndu
Portúgalir fara hið skjótasta
burt af eynni.
Astandiöer nokkuö öfugsnúiö.
Eftir portúgölsku byltinguna
hafa Portúgalir boðizt til aö af-
henda Kinverjum nýlenduna, til
aö nýlendutímabilinu verði
lokiö að fullu. En Peking sagöi
nei takk. Þaö eru ástæöur fyrir
þvi aö Kina vill að þessi portú-
galska nýlenda veröi þarna
áfram. 1 Makaó er hiö volduga
Kina næstum alltaf innan sjón-
máls. Landamæri Kina eru
annaö atriðiö, sem hefur aö-
dráttarafl fyrir feröamenn til
Makaó, næst á eftir spilavitun-
um. Landamærahliöið, Porta do
Cerco, litur út eins og róm-
verskur sigurbogi.
Landamærin eru enn til. Old-
um saman hefur Makaó veriö
griöastaöur fyrir flóttamenn
Austrið og vestriö hittast I Makaó — danska kvikmyndin,,Marsúrka
á rúmstokknum” með Ole Söltoft i aöalhlutverki naut einnig mikiila
vinsælda i Makaó.
Makaó-Kinverji með opium-pipu.
Nýlendan hefur á sér vafasamt
ortsem griðastaöur smyglara,
fjárhættuspiiara og opiumneyt
enda.
bæöi frá Kina og annars staöar
frá, og er þáö enn. En þeir
koma ekki um hliöiö, þeir fara
„bakdyramegin”.
Margir komast ekki alla leiö,
þvi aö straumurinn er sterkur
og hákarlarnir og varðbátarnir
margir. Hvaö eru margir flótta-
menn i Makaó? Svarið fer eftir
þvi hvern þú spyrö. „Opinber-
lega" er enginn flóttamaður i
Makaó, sem portúgölsk yfirvöld
gangast viö, til aö halda friöinn
viö Kinverja. Flóttamanna-
hjálpin er aöallega á vegum
katólskra samtaka. Samkvæmt
upplýsingum þeirra er Makaó
lokaáfangi 70 000 kinverskra
flóttamanna, en þaö er einn
fjóröi af ibúum eyjarinnar.
Margir flóttamenn búa um
borð i bátum, eöa i kofahverfinu
niöri viö höfn. Þeir sjá varö-
menn i einkennisbúningum al-
þýðuhersins, aöeins nokkur
hundruö metra i burtu, hinum
megin við litla vik. Landamærin
eru úti i miðr'i vikinni, u.þ.b. 75
metra frá landi.
Ekkert skeður i Makaó nema
opinberir milligöngumenn frá
Peking eigi sinn þátt i spilinu.
Einn af forystumönnum þeirra
er milljónamæringurinn Ho
Yin, áhrifamikill kaupsýslu-
maður I nýlendunni.
Um „Pekingmanninn I
Makaó” má segja, aö hann er
dæmigeröur fyrir þau stjórn-
hyggindi, sem er gamall kin-
verskur eiginleiki, Ho Yin er
örugglega rikasti maöurinn i
Makaó, eiginlega er þetta eini
staöurinn i veröldinni þar sem
kommúnlsk þjóö á sér fulltrúa
sem er gallharður kapitalisti, þó
aö ekki sé hann þaö opinber-
lega.
Ho var eitt sinn I kaupmanna-
sambandi sem rak stærsta
spilaviti I Makaó, og eitt sinn
hafði hann meö höndum aöal-
stjórn sérstakrar tegundar gull-
smygls, sem Makaó var aöal-
bækistöö fyrir I þessum hluta
heimsins. 1 dag er hann forseti
verzlunarráös Makaó og ræöur
yfir stærsta bankanum og
mörgum öðrum stofnunum þar
fyrir utan. Sumir segja aö
einkaeignir hans nemi sem
svarar tæpum sjö milljöröum
islenzkra króna, en aörir halda
að hann láti mikinn hluta fjár
sins ganga áfram til Peking.
Enginn veit neitt meö fullri
vissu.
Lifnaöarhættir Ho Yins bera
merki um hvoru tveggja vel-
lystingarog hógværö. Hann býr
i fyrirmannlegu einbýlishúsi, og
hefur marga þjóna, en hann er
einnig maður fólksins, rabbar
viö kerrudráttarkarla bæjarins
eöa boröar meö þeim á venju-
legu kaffihúsi.
Ho Yin hefur veriö frambjóö-
andi kínverska meirihlutans I
Makaó, frambjóðandi héraös-
samtakanna: Leal Senado, sér-
staklega útnefndur af portú-
galska landstjóranum. En á
sama tima hefur hann einnig
setiö á þjóöþinginu I Peking, þar
sem hann er fulltrúi Klnverja
erlendis.
Hann talar aldrei um hug-
myndafræði, einungis um kaup-
sýslu. En hann sér um þaö sem
Kina vill aö gert sé i Makaó,
segir einn leiötogi katólsku
samtakanna.
I augum fólksins er Ho miklu
valdameiri en landstjórinn, og
þaö er sagt að hann eigi alls
staöar itök. Fyrir nokkrum ár-
um átti að byggja byggingar-
samstæöu handa flóttamönnum
og undir byggingarleyfiö skrif-
aöi Ho Yin. En um flóttamenn-
ina var að sjálfsögöu ekki talaö
um sem flóttamenn, þvi „opin-
berlega eru ekki neinir flótta-
menn”, — þó svo að raunin sé
sú, aö fjóröi hver ibúi Makaó er
flóttamaður.
Stjórnhyggindi — segja menn
i Makaó.
ÞýttGV
Eitt spilavitanna i gömlum kinverskum stfl
Mónakó
austursins
Mónakó austursins,
(annaö nafn á Makaó), getur
státaö af stærri og fleiri
spilavitum en Monte Carlo.
Andstætt þvi sem gerist I
Monte Carlo er spilavitunum
aldrei lokaö i Makaó, þar er
opiö 24 tima sólarhrings, 365
daga ársins.
— Þeir loka aldrei, þvi aö
hér eru aldrei jaröskálftar
eöa flóðbylgjur, sagöi einn
Kinverji frá Hong Kong og
gaf ekki aöra skýringu. Hann
var feröafélagi minn á ferj-
unni og trúöi mér brosandi
fyrir þessu. — Viö Kinverjar
erum ólæknandi fjárhættu-
spilarar. Ef til vill erum við
verstu áhættuspilarar i
heimi....
Hann var vanur aö taka
ferjuna tii Makaó um aöra
hvora helgi. í Hong Kong er
skipulagt áhættuspil bannaö,
og þetta er ein grundvalar-
ástæöan fyrir þvi aö rekstur
spilavitanna skipar svo háan
sess i efna hgaslifinu i
Makaó. A ári hverju koma
næstum tvær milljónir Kin-
verja frá Hong Kong til
Makaó til aö spila.
Fáir staöir eiga sér jafn
margbreytilega sögu og
Makaó. Nýlendan var
fremsti útvöröur nýlendu-
veldisins I Austur-Asiu,
Portúgalir hafa verið hér sið
an 1557. Jesúitarnir notuöu
Makaó sem bækistöö triíboöa
sinna i Kina og Japan. Siöar
fékk trúboösstööin á sig það
vafasama orö að vera frfhöfn
smyglara, áhættuspilara og
ópium-neytenda.
Syndabæli á endimörkum
Asiu. HoIIywood hafði mikið
dálæti á Makaó sem synda
borginni ógurlegu, en marg-
ar sagnanna um Makaó eiga
fremur rætur sinar að rekja
til kvikmyndanna en raun-
veruleikans. ,,A sunny spot
for shady people” voru orð
Somcrset Maughams um
spiiavitaborgina Monte
Carlo en það á ekki slður við
um Makaó. Viöskipti sem
ekki er hægt að gera yfir
borðið I Hong Kong er hægt
að gera undir borðið i
Makaó.
Húllettan og bakkaratið
freista manna i hálfmyrkv-
uðum spilasalnum. Keno er
eins konar kinverskt bingó,
sem býöur upp á aöra vinn-
ingsmöguleika en þá venju-
legu: i pottinn i spilavitinu
Lisboa geta safnazt á einu
kvöldi allt aö fimm milljón-
um isl. króna. En milijón-
eraspiliö er bakkarat. Fyrir
nokkrum árum stóð einn af
kaupsýslumönnum Hong
Kong upp frá einu bakkarat-
boröanna og hafði þá unnið
53,2 milljónir isl. króna á
einu kveldi.
En hver talar um brostnar
vonir? Makaó er litið gefið
um þann sem tapar.
ÞýttGV