Tíminn - 20.11.1977, Síða 21

Tíminn - 20.11.1977, Síða 21
Sunnudagur 20. nóveinber 1977 21 Strokkur og rúmfjöl, haglega útskorin. gripir. Ef ég sé þar eitthvaB, sem mig langar sérstaklega til aö smiða eftir, þá teikna ég hlutinn, eða rissa hann upp mér til minnis. Ég get til gamans sagt eina slika sögu. Heima hjá mér, vesturi Dölum, var til gömul og virðuleg rúmf jöl, útskorin. Hún glataðist, þegar við fluttumst i burtu og nýtt fólk kom á bæinn, og ég sá mikið eftir henni. En svo geröist það eitt sinn, að ég rakst,á aðra rúmfjöl, hér vestur á Þjóðminjasafni, með alveg sama munstri. Ég fékk hana lánaða og skar úr aðra rúm- fjöl eftir henni. — Er það kannski fjölin, sem við vorum að láta mynda áöan? — Nei.ekkier núþað, enhún er samt úr Dölunum lika. Þannig hef ég fengið fyrir- myndir minar, og svo lika úr bók- um, en annars er ekki mjög mikill bókakostur til um þessi efni, þannig að hægt sé að sækja þang- að beinar fyrirmyndir. — Hvenær þykir þér bezt aö Haildór Kr. Kristjánsson. Timamynd GE. ég hafði borið fram fyrirspurnir minar. Og sannleikurinn er nú lika sá, aö þetta verk veröur naumast unnið nema með nánu og góðu samstarfi við margt fólk. Hvorki fjöldafram- leiðsla né gróðafyrirtæki — Mig langarað tala meira um smiðarnar. Gripir þinir virðast bera með sér langa þjálfun, jafn- vel ævilanga ögun. Byrjaðir þú ekki kornungur að smiða? — Ég man varla fyrr eftir mér en að ég væri farinn aö bjástra meö tálguhnif og hamar. Þetta var siður heima, það gerðu allir, og þótti ekki i frásögur færandi. — Hvernig vinnur þú núna? Færðu innblástur — óstöðvandi löngun til.þess aö smlða ask, skera út rúmfjöl eða annað þvi likt? — Ég veit ekki hvort við eigum að nota svo hátiðlegt orð sem inn- blástur. Ég fer oft á Þjóðminja- safniö, þar sem eru margir góðir viipia, — og þá á ég bæöi við árs- tima og hina ýmsu tima sólar- hringsins? — Ég hef heyrt um mann, sem sagðistvera upplagöastur til þess að gera myndir i skammdeginu. Ekki get ég tekiö undir það, þótt ég hins vegar vinni aö þessu á öll- um timum árs. Atvikin hafa hag- aö þvisvo, aöég hef heizttíma til þess að sinna smiðum á kvöldin og um helgar, þegar hlé er á hinu svokallaöa brauðstriti. — Ertu ekki lengi með hvern hlut? — Það er ákaflega misjafnt. Þetta er ekki nein fjöldafram- leiðsla, enda geri ég þetta mest mér til gamans, en ekki til að græða á þvi. Ég reyni að breyta til, hafa mynstrin sem f jölbreytt- ust, en það getur aftur kostað talsverða leit og heilabrot. Auk þess ersjálft verkið seinlegt. Hér erekki hægt að koma neinum vél- um viö, aðalverkfæriö er hnifur. Þetta er alveg eins og flest eða öil önnur handavinna aö því leyti, að að segja að hlutirnir mínir séu svo mjög fallegir, en hitt er rétt, að ég er að fást viö ættfræði á milli þess sem ég föndra við smiðarnar. Þegar ég hittimenn á fömum vegi, spyr ég þá gjarna hvaðan þeir séu. Ég hringi lika talsvert mikiö i fólk til þess að leita upplýsinga um það sjálfteða aðra. Mér finnst, satt að segja, dálitið merkilegt, hve vel fólk tekurslíku kvabbi. Ég manaldrei eftir þvi að neinn hafi svaraö mér ónotalega og sagt að mér komi þetta ekkert við, Gða eiítnvað i þá áttina. Hins vegar er talsvert al- gengt að kunningsskapur takist á milli min og fólksins sem ég tala þannig við, jafnvel eftir eitt sim- tal. Enda eru Islendingar fróð- leiksfúsir á þessu sviði og hafa gaman af að fræða aðra um þaö sem þeir vita. Þaö hefur nokkuð oft komið fyrir, að fólk, sem ég hafði einhvern tima talaö við, hringir til min og lætur mér i té upplýsingar, sem þvi höfðu áskotnazt, jafnvel löngu eftir að reyna aö leggja það allt á minnið, svo ég settist niður og byrjaði að skrifa. Siðan hef ég verið að spinna við þetta. — Er þetta orðið mikið hand- rit? — Ætliþað séu ekki svona þrjú til f jögur hundruð vélritaöar ark- ir. Þetta er niðjatal, talið frá manni, sem Ormur hét, og var að eignast sinbörn um og fyrir alda- mótin 1800. Fyrsta barn hans fæð- ist árið 1770, en hið siðasta 1805. Hanneignaðist24 börn með tveim konum, og konurnar voru systur. Þessi ætt er orðin geysilega út- breidd um Dali, einkum vestan- verða. Helztu einkenni þessara ættmenna eru hagleikur og kven- semi. Það hefur löngum verið um þá sagt, að þeir væru vel bang- hagir, jafnvel oddhagir lika, en ættin hefur ekki litið mjög stórt á sig, og ég efast um, að það hafi verið talinn neinn sérstakur ljóð- ur á ráði manna, þótt einn og einn þeir byggju til einn og einn lausa- leikskrakka. En hins vegar hefði verið litið niður á hvem þann mann i þessari ætt, sem ekki gat smiðað nema hornskakkan meis. — Mérvirðistþú vera eingöngu með karlmenn ættarinnar i huga. En hvaö um konumar? — Ég býst ekki viö að þær hafi gefið körlunum neitt eftir. Þetta erættarfylgja, sem hvorki fer eft- ir kynjum né i manngreinarálit. Mér finnast þessir eiginleikar bera vott um lifskraft og myndar- skap, —■ og hvorugt lastandi. Sauðskinnsskór, askur, strokkur og tóbaksjárn. Skórnir og illepparnir eru reyndar ekki gerðir af Halldóri, heldur eru þeir verk systur Hall- dórs. — Timamynd GE. — Eigum viö samt ekki að láta ógetið núlifandi einstaklinga i ættinni? — Það getur vel verið — nema að ég er einn þeirra, og er hreyk- inn af! Ég er meira að segja svo rækilega flæktur i þessa ætt, að bæði föður- og móðurætt min liggja þangað, og móðir min var út af henni i tvo ættliði. Ég athugaði einu sinni nem- endaskrá þessa skóla, þarsem ég vinn, og þá voru fimm af hundr- aði nemendanna út af þessari ætt. Ég vona, að nokkrar þúsundir nú- lifandi íslendinga njóti þeirra ágætu kosta, sem fylgt hafa þess- ari ætt um langan veg. Það eru sjöundi og áttundi ættliöur frá Ormi gamla i Langey, sem nú eru að renna sitt skeið I landi voru. Meginsvæði ættarinnar er um vestanverða Dali og Snæfellsnes, Breiðafjaröarmegin. Einn angi ættarinnar lenti samt alla leiö norður á Melrakkasléttu. Það geröist þannig, að maður af ætt- inni gerðist prestur norður þar. Siðan fluttist systir hans þangað norður, giftist þar og varö mjög kynsæl. Af henni er komið margt ágætra manna. Þannig hefur oft mynd- azt góður kunningsskap- ur. — Og i þessu ert þú að grúska i tómstundum þinum á milli þess sem þú smíðar fallega hluti? — Ég veitekki, hvortvið eigum hún getur aldrei orðið fjölda- framleiðsla eða gróðafyrirtæki. — Notar þú þá næstum ein- göngu venjulegan tálguhnif? — Það fer nú dálitið eftir þvi, hvaöa merkingu þú leggur i orðið „venjulegur.” Ég nota ekki venjulega vasahnifa, sem fást i búðum, þvi ég smiða hnifa mina sjálfur. Það er langbezt. Mér hef- ur ekki þótt nógu gott stál i þeim hnifum, sem ég heyí keypt i verzlunum. Það er langbezt að smiða hnifana sina sjálfur, úr þjölum, sagarblöðum eöa öðru sliku efni. — Þú átt þá. gott safn hnifa? — Já, og mörg önnur áhöld. Ég held, aö ég hafi verið aö safna verkfærum frá þvi ég man fyrst eftir mér, og enn er ég dálitiö við- kvæmur fyrir, ef ég sé smiöa- áhald sem er fallegt og litur auk þess út fyrir aö vera vandaö. ,,Það getur haft alvar- legar afleiðingar” — Smiðar og ættfræði eru að visu ærið viðfangsefni hverjum manni. Er það hið eina, sem þú hefur gert i tómstundum þinum? — Svo má það nú heita. Þegar ég varð aö alast upp vestur I Döl- um, var mikill siður aö yrkja lausavisur viö hin margvisleg- ustu tækifæri. Þetta lá i landi, það gerðu allir, og sá þótti varla maö- ur með mönnum, sem ekki gat kastað fram sæmilegri og rétt kveðinni stöku, þegar svo bar undir. Ég tók þátt I þessu eins og aðrir, en þó get ég ekki talið vísnagerð með tómstundastörf- um minum núorðið. Menn geta sagt hvort heldur sem þeir vilja, aö ég hafi vaxið upp úr þessari áráttu með aidrinum, eða að ég hafi hrapað niður af þvi menning- arstigi að fást við ljóðagerð. Mér er nokkuð sama hvor skýringin er. Hitt er vist, aö tómstundir minar hafa verið notaðar til ann- ars mörg hin siðari ár. Sjálfsagt er það minnstur skaðinn, þótt ég leggi niður visnagerð. Hitt er verra, að bæöi brageyra og mál- tilfinning eru á undanhaldi með þjóðinni, og þaö getur haft alvar- legar afleiöingar. „Enginn á annað en það sem hann hefur bréf uppá....” — Þá eru þaö aö ldcum smið- arnar. Hefur þú aldrei kennt smiðar, svo hagur maður sem þú ert? — Nei, aldrei. Ég hef ekki tekið próf Scui ainiuaKcunm iy Gg pGaa vegna má ég ekki kenna smiðar. „Enginn á annaö en það sem hann hefur bréf uppá,” segir „kóngsins böðull” I fyrsta kapi- tula Islandsklukkunnar. Við, nú- timamenn, gætum vel breytt þessum orðum ofurlitið og sagt: „Enginn er annað en það sem hann hefur bréf uppá,” eöa ,,eng- inn kannannaö en það sem hann hefurbréf uppá.” Viðlifum á tim- um, þegar ekki er lengur spurt um getu manna og hæfni, heldur hitt, hvortþeirhafieinhvern tima komizt I gegnum einhvers konar próf. Hins vegar gleymist okkur þaö stundum, að prófin eru ekki nærri alltaf öruggur mælikvarði á getu og hæfni, þótt oft veiti þau einhverja vlsbendingu og jafnvel vitneskju um gáfur og starfshæfni fólks. Ég held þvi, að við ættum að temja okkur meira frjálslyndi i þessu efni eins og mörgum öðr- um. Við erum svo fá, aö okkur veitirekkert af þvi að hver vinnu- fær Islendingur starfi á þeim vettvangi, þar sem hæfni hans og hæfileikar njóta sin bezt, hvort sem hann „hefur bréf uppá” það frá einhverjum skóla eða ekki. Og viðs vegar i þjóðfélaginu, — úti um allt land, — eru menn, sem geta margt fleira en þeir „hafa bréf uppá.” — VS.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.