Tíminn - 20.11.1977, Qupperneq 27
Sunnudagur 20. nóvember 1977
27
50 ára
Bent
Jónsson
skrifstofustjóri Akranesi
A síðustu áratugum hefur
Akranes vaxið úr litlu kauptúni i
fjölmennan og myndarlegan
kaupstað með öflugt atvinnulif og
fjölbreytt menningarstarf. Veru-
legur hluti af ibúum bæjarins —
einkum þeirra sem nú eru á miöj-
um aldri — eru aöfluttir, en hafa
tekið virkan þátt i uppbyggingu
bæjarins með ýmsum hætti um
langt skeið. Af þeim munu Vest-
firðingar — þar meö taldir
Strandamenn — vera einna fjöl-
mennastir. Hafa þeir að ýmsu
leyti sett svip sinn á bæinn og
reynzt hinir beztu þegnar.
Or þessum hópi Vestfirðinga á
Akranesi er Bent Jónsson skrif-
stofustjóri, sem fagnar i dag
fimmtiu ára afmæli sinu. Hann er
fæddur i Meiri-Hattardal i Alfta-
firði þann 20. nóv. 1927. Foreldrar
hans voru hjónin Guðrún Guðna-
dóttir, sem látin er fyrir skömmu,
og Jón Bentsson bóndi i Meiri-
Hattardal, sem enn er á lifi. Þau
hjónin voru bæði Norður-fsfirð-
ingar að ætt og uppruna. Þau
eignuðust 5 börn. Eru tvær dætur
þeirra búsettar i Meiri-Hattardal
og tveir synir þeirra eru búsettir i
Reykjavik.
A unglingsaldri fór Bent til sjós
og var i nokkur ár á ýmsum fiski-
skipum, m.a. á togurum i nokkrar
vertiðir. Rúmlega tvitugur að
aldri fór hann til náms i Héraðs-
skóianum á Laugarvatni og það-
an i Samvinnuskólann veturinn
1952-’53. Þegar náminu lauk i
Samvinnuskólanum, réðist hann
til Kaupfélags Hvammsfjarðar i
Búðardal, en haustið 1954 gerist
hann bókari hjá Kaupfélagi Suð-
ur-Borgfirðinga á Akranesi. Sið-
an hefur heimili hans verið þar.
Bent hefur unnið margvisleg
störf á Akranesi og jafnan leyst
þau af hendi með hinum mesta
sóma. Auk bókarastarfa hjá
K.S.B. var hann um árabil lög-
reglumaður á Akranesi og lög-
regluvarðstjóri, en hin siðari ár
hefur hann veriö skrifstofustjóri
hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækinu Haförninn h/f á Akranesi.
Bent kvæntist þann 18. júli 1954,
Gerði Rafnsdóttur frá Bildudal.
Þau hafa eignazt þrjú börn: tvær
dætur — Gyðu og Guðrúnu Eddu
— sem báðar eru við háskólanám
erlendis, önnur i Kaupmannahöfn
en hin i Flórida, og einn son — Jón
Bjarka — sem enn er á bernsku-
skeiði. öll hafa börnin reynzt hin-
ir mestu námsgarpar og góðir
skólaþegnar. Gerður — kona
Bents — hefur tekið mjög virkan
þátt i tónlistarlifinu á Akranesi og
lengi verið i forustusveit i Tónlist-
arfélagi Akraness.
Bent Jónsson hefur lengi starf-
að i Framsóknarfélagi Akraness
og verið ritari félagsins hin siðari
ár. Þetta kjörtimabil hefur hann
verið fyrsti varafulltrúi Fram-
sóknarflokksins i bæjarstjórn
Akraness og tekið verulegan þátt
i störfum bæjarstjórnarinnar og
ýmsum nefndum innan hennar.
Hann á sæti i framtalsnefnd,
byggingarnefnd leiguibúða,
stjórn menningarsjóðs, stjórn
verkamannabústaða o.fl. Þá var
hann um langt skeið endurskoð-
andi reikninga bæjarins.
Málefni launþega hefur Bent
lengi látið til sin taka og verið i
forustusveit Verzlunarmannafé-
lags Akraness. Þá hefur Bent
verið virkur félagi i Lionsklúbbi
Akraness og Bridgefélagi Akra-
ness. Af þessari upptalningu má
ljóst vera, að hann er mikill fé-
lagsmálamaður — ötull og fórn-
fús — og lætur sér fátt óviðkom-
andi. Hitt skiptir þó meira máli,
að hann er góður félagi og eftir-
sóknarverður, sem hefur það fyr-
ir mark og mið, að láta gott af fé-
lagsmálastörfum sinum leiða.
Hann er drengilegur i öllum sam-
skiptum og vill gjarnan hafa það,
er sannara reynist i hverju máli.
Hann er vel máli farinn og fróður
um marga hluti. Hann hefur rika
samúð með þeim, sem höllum
fæti standa i lifsbaráttunni og er
góður málsvari þeirra.
Bent er mikill unnandi islenzkr-
ar náttúru. Hann er reyndur
ferðagarpur og nýtur þess vel,
þegar tækifæri gefast til ferða-
laga um hálendi landsins. Þá er
hann ótrauöur stuðningsmaður
björgunar og slysavarnamála.
Hér skal svo staðar numið. Ég
vona að þessi ágæti Vestfirðingur
eigi langa og góða framtið á
Akranesi, sjálfum sér og bæjarfé-
laginu til gagns og hagsældar.
Við þessi timamót vil ég þakka
Bent langt og ánægjulegt sam-
starf i Framsóknrfélagi Akraness
og fyrir störf hans að bæjarmál-
um. Ég flyt honum og fjölskyldu
hans beztu árnaðaróskir okkar,
samherja hans og vina, og vænti
þess að hann megi um langa
framtið njóta margra hainingju-
daga. Ég er þess fullviss að undir
þær óskir munu hinir mörgu vinir
og félagar hans taka. Lifðu heill
um langa ævi. Dan. Agústinusson
Frá Hofi
Nýkomið fallegt úrval af gjafavörum úr
capiz skeljum. Takmarkaðar bi rgðir.
Einnig kinverskir listmunir, kristall og
glervörur, púðar i miklu úrvali, dúkar og
löberar, tilbúnir i metratali.
10% afsláttur fyrir elli- og örorkuþega.
Verzlunin Hof
Ingólfsstræti I
Paddington-hreyfimyndabók
Hjá bókaútgáfunni örn og ör-
lygur kom nú nýlega út ný bók um
feita bangsann Paddington. For-
eldrar Lóu finna hann i tösku á
brautarstöðinniog taka hann meö
sér heim. Hann lendir i margs
konar ævintýrum og óhöppum en
bókin endar á þvi.aö hann sofnar
vært heima hjá Lóu, eftir eril-
saman dag.
Bókin er hreyfimyndabók og
eykur þaö á ánægju lesandans.
Paddington á nú þegar stóran að-
dáendahóp meðal vngstu kyn-
slóðarinnar.
Músik Et Sport
Höfum opnað nýja verzlun
með hljómplötur og sportvörur
að Reykjavíkurvegi 60
HAFNARFIRÐI
Verið velkomin!
Músik & Sport
, /), Reykjavíkurvegi 60 —
Sími 5-44-87
Hverfisgötu 25 — w
Sími 5-28-87
HAFNARFIRÐI
F / A T
Ódýr og rúmgóður
125p
ÁRGERÐ
1978
Úrvalsbíll sem hentar sérlega vel íslenzkum
aðstæðum, veðri og vegumJNý sending að koma.
Nokkrum bílum
óráðstafað
FIAT EINKAUMBOÐ Á ISLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
SÍDUMÚLA 35 • SÍMI 85-8-55