Tíminn - 20.11.1977, Qupperneq 36
36
Sunnudagur 20. nóvember 1977
80 ára
Karólína
Árnadóttir
Merkiskonan Karólina Árna-
dóttir, Böömóösstööum, Laugar-
dal, er 80 ára i dag.
Karólina er dóttir hjónanna
Guöninar Jónsdóttur og Arna
Guöbrandssonar. Þau bjuggu i
Miödalskoti I Laugardal, eignuö-
ust fimmtán börn, en átta þeirra
dóu á unga aldri. Karólina fædd-
ist 20. nóvember 1897, I Miödals-
koti. Þar ólst hún upp viö sára fá-
tækt, en mikiö ástriki góöra for-
eldra. Hún dafnaöi vel, óx upp og
þroskaöist i fulltiöa konu. Haustiö
1918 gekk hún aö eiga Guömund
Njálsson, granna sinn f rá Snorra-
stööum, glæsilegan ungan mann.
Fyrsta búskaparár sitt bjuggu
þau meö foreldrum hennar i Miö-
dalskoti. Næstaár fluttust þau aö
Kringlu i Grimsnesi og bjuggu
þar i eitt ár. Þá bauöst þeim jörö-
in Ketilvellir i Laugardal, þar
bjuggu þau til ársins 1924, aö þau
fluttust aö Böömóösstööum I
Laugardal. Þar bjuggu þau siöan
saman i sátt og samlyndi.
Þau eignuöust fimmtán börn.
Komust fjórtán þeirra til fullorö-
insára, og eru þrettán þeirra nú á
lífi. A Böömóösstööum hjá þeim
var einnig ölafia, móöir Guö-
mundar, mikil merkiskona. Oft-
ast var og einnig fleira fólk á Böö-
móðsstööum, svoþarvar aö jafn-
aöi átján til nitján manns I heim-
ili.
Mikiö uröu hjónin aö vinna og
oft litíll timi til svefns. Hann afl-
aöi heimilinu matar, og hún ann-
aöistheimiliö af miklum myndar-
brag, var heimiliö annálaö fyrir
snyrtimennsku og hreinlæti.
Kvöldin og næturnar munu oft
hafa veriö húsmóöurinni nota-
drjúg til sauma og viögeröa á
fatnaöi. Þaö er afreksverk sem
nálgast kraftaverk aö ala upp svo
stóran barnahóp. Þaö er ekki á
hvers manns færi aö sjá fjórtán
börnum fyrirnægum mat, sauma
á þau fötin og halda þeim hrein-
um. Þaö vildi til, aö hjónin voru
samtaka og ólafia einstaklega
hjálpsöm. Eitt er vist, aö börnin
voru aldrei svöng. Þau höföu nóg
aö bita og brenna, voru ham-
ingjusöm, frisk og kát. Barnahóp-
urinn þótti vist jafn fallegur og
hann var stór.
Guðmundur lézt 18. nóvember,
1971. Þaö var óhjákvæmilegt, en
sannarlega var stórt skarö
höggviö i f jölskylduna. Meiri
sómamann mun erfitt aö finna.
Hann var hvers manns hugljúfi,
og vinahópur þeirra hjóna var
stór. Betra hjónaband og ham-
ingjusamara mun og vandfundið.
Ekkjan bar harm sinn eins og
hetja. Hún hélt áfram aö búa á
Böömóösstööum og býr þar enn i
litla húsinu sinu. Þar unir hún
bezt.
Börn Karólinu og Guömundar
eru: Guöbrandur (dó á fyrsta
ári), Guöbjörn, ólafia, Aðalheið-
ur, Kristrún, Sigriöur, Valgeröur,
Fjóla, Lilja, Njáll, Ragnheiöur,
Ami, Guörún (d. 20/4 ’74), Herdis
og Höröur. Afkomendur þeirra
munu nú vera hátt á annað
hundraö.
Elsku amma min. Ég óska þér
innilega til hamingju á þessu
merkisafmæli. Margs er aö minn-
ast, er horft er tilliöinna ára. Litil
óstýrilát telpa grætur heila nótt i
stóru baöstofunni i gamla bænum
á Böömóösstöðum. Enginn ræöur
viö hana. Undir morgun er henni
stungiö i rúmiö tilafa ogömmu. í
hlýjunnihjáþeimfæristyfir hana
værö og hún sofnar. Seinna er hún
á Böömóðsstöðum um hávetur.
Allt er á kafi i snjó. Litlir fætur
eiga erfitt um gang og eru loks
fastir, komast hvorki aftur á bak
né áfram. Tárin læöast fram.
Stóri sterki afi kemur, tekur litla
telpu og ber hana til ömmu.
Þangaö er gott aö koma, og hún
brosir á ný.
Litla stúlkan hefur vaxiö og er
nú oröin fulloröin kona. Hún
þakkar þér fyrir allar ánægju-
stundirnar, sem hún hefur átt
með þér. Aldrei telur þú eftir þér
feröirnar til Reykjavikur til aö
gleöjast meö okkur, ef eitthvaö er
um aö vera, svo sem um ferming-
arog giftingar. Heimsóknir þinar
eru okkur dýrmætar, og viö ósk-
um þess af heilum huga að mega
hafa þig á meöal okkar sem
lengst.
Fimmtán barna móöir, marg-
föld amma og langamma, er allt-
af jafn ungleg og alltaf jafn kát,
þrátt fyrir mótlæti lifsins. Til þin
er alltaf gott aö koma. Meö út-
breiddan faðminn tekur þú á móti
okkur öllum og býöur okkur vel-
komin i litla kotiö þitt.
S.ó.
Hitaveita Suðurnesja
óskar að ráða vélstjóra með réttindi i vél-
virkjun.
Umsóknum sé skilað til Hitaveitu Suður-
nesja, Vesturbraut lOa, Keflavik, fyrir 1.
desember.
lesendur segja
Dj öfulæði
Birzt hefur i blöðum grein,
sem ber yfirskriftina ,,Rally-
keppni eöa djöfulæði”. Þar er
viss tegund bifreiðaaksturs-
iþróttar tekin fyrir og fordæmd
réttilega. Greinin er rökvis og
mjögröggsamlegogá höfúndur
hennar fyllstu þakkir skildar,
þvi að vel mætti svo fara að hún
vekti einhverja til umhugsunar.
Lika er gott, ef einhver hefur
dug til aö vita vankanta og vit
leysur misjafnra gerða. Ekki er
ráð að þegja við öllu röngu.
í áðurnefndu tölublaði Dags,
eru auglýstar vörur fyrir
rjúpnaskyttur. Já, ekki er ráð
nema i tima sé tekið. Á vissum
timabilum verða vissar teg-
undir lifvera fyrir ofsóknum
hinnar grimmu mannskepnu.
Þegar konungur vatnanna —
laxinn — hefur loksins fengið
grið fyrir þeim, sem ganga upp
i hinni finu ,,sport-iþrótt”.
Þegar útrunnið er það timabil,
sem leyfilegt er að kvelja úr
honum lifið eftir kúnstarinnar
reglum og hrósa sigri yfir hon-
um á land komnum. Og þegar
liðinn er sá timi, sem fara má
um öræfaslóðir og lita þær blóði
hreindýranna, og elta uppi grá-
gæsina, þegar hún er I sárum og
murka hana niður — þá kemur
röðin að rjúpunni. Þeim mönn-
um, sem finnst „sport” og
skemmtan i þvi að ráða hana af
dögum virðist oft á veiðiferðum
sinum i brjóst lagt það æði, sem
hér að framan er nefnt. Svo seg-
ir ágætur maður og um eitt
skeiö rjúpnaskytta i minninga-
bók sinni, ,,Er liða tók á
september og október voru
rjúpnabreiður um allar brúnir,
og sátu þær oft svo þétt að leikur
einn var að hæfa margar i skoti,
ef komizt var hæfilega nærri.
Varð drápfýsnin og vigamóður-
inn þá svo mikill og villimann-
legur, að ekki festi auga á hinu
ljóta og djöfullega i þessu at-
hæfi. Að þessum prúðbúnu,
fögru sakleysingjum var laum-
azt á lævislegasta hátt og búið
vel um sig i hæfilegri fjarlægð
með byssuna viö vangann Litiö
þrusk aðeins og breiðan lyftir
sér til flugs, en þá er skotinu
rennt i hópinn og dauðar og
hálfdauðar hrynja þær niður,
sumar strax, aðrar siðar. Villi-
maðurinn hleypur og hleypur,
móður og másandi, blóðugur
um hendur og blindaður af
græðgi eltir hann vængbrotinn
vesaling, slær honum við eða
héngir i greip. Og þetta eru
sennilega vinir minir frá sumr-
inu, fæddir rétt við túngarðinn
og höfðu hlaupið velfelstir gæfir
og „mumpandfci” með mæðrum
sinum inn á túniðog tint sér fræ.
Augun i þessum fórnardýrum
minum á dauðastundinni kröfð-
ust þess af mér, að ég legði frá
mér byssuna og hætti þessum
ómenningarlega, ókristilega og
svivirðilega fjáröflunarhætti.
Ég hlýddi þessum rétttlátu,
ásakandi augum. Haglabyssuna
hef ég ekki snert um það bil i
fjörutiu ár”. Betur að einhverjir
færu að dæmi þess manns, sem
gjörir þessa hreinskilnislegu
játningu.
En á rjúpnaveiðitimanum
geysast menn um fjöll og heið-
ar, helga daga sem virka og
ganga margir hverjir úr öllum
mannlegum ham i ákafanum
við að myrða þennan hvita sak-
leysingja. En enginn verður
meiri af þvi verki, né auðnurik-
ari. Ilaglaskot er morðtæki,
sem ætti að banna með lögum.
En til þess brestur viðkomandi
stjórnvöld dug til þess og svo
margs annars, sem betur má
fara.
Einhvern tima hefði það verið
taliö helgidagsbrot aö tortima
lifi t.d. um messutimann á
sunnudegi. En nú liðst allt og
dæmi munu til um, aö meira að
segja þjónar kirkjunnar hafi
farið á rjúpnaveiðar og að sjálf-
sögðu i rúmhelginni. Lotningin
fyrir lifinu á sér ekki alltaf
djúpar rætur, hvorki hjá lærð-
um né leikum. En staðreynd er
það eigi að siður, að sælla er að
bjarga lifi en eyða þvi. Eigi mun
20. aldar fólki, sem ofmettað er,
fært að fordæma atferli „gæða-
konunnar” i kvæðinu hans Jón-
asar Hallgrimssonar. Morð af
sporti framið eða hungri — á þvi
er stigsmunur.
Mitt i þessu er svo
stofnað Tófuvinafélag á Is-
landi. (Frétt i dagbl. Timanum
226. tölubl. 13. okt. sl.). Þar
stendur að „markmið félagsins
sé að vinna markvisst að út-
breiðslutófunnar um land allt”.
Ekki kann ég við orðið „út-
breiðsla” i þessu sambandi, rétt
eins og hér væri um að ræða
blað eða kennslutæki, en það er
þó aukaatríði hjá öðru hér að
lútandi. Krafizt er „fullrar frið-
unar” á tófutetrinu. Já, vist er,
að ekki hefur verið hlýleikanum
fyrir að fara i sambýli manns og
tófu i landi hér. Tófan hefur
verið talin réttdræp hvar sem
var og verið ofsótt án allrar
miskunnar, svo að hreint djöful-
æði má heita stundum. Saman-
ber elt á vélsleða. Og er þvi á
engan hátt bót mælandi. Lág-
markið i sambandi við eyðingu
hennar er, að hún sé fram-
kvæmd á sæmilega mannúð-
legan hátt. En yrði eyðingu
hennar hætt, yrði það áreiðan-
lega á kostnað ýmissa annarra
lifvera og það með átakanlegum
hætti. Þei^ sem eru stofnendur
áðurnefnds félags hafa visast
aldrei séö lamb illa leikið af
tófu eöa rjúpu sem hefur rifiö
af sér vænginn i gini vargsins til
að bjarga lifinu stundarkorn til
þess svo máske að verða skot-
mark siðar.
Tófan er sem sé skæður
óvinur rjúpunnar eins og valur-
inn. Hinn fremsti er þó auðvitað
tvifætlingurinn með vigahuginn
og vopnfimina — og vitið mikla.
„Blessuð rjúpan hvita”.
Jórunn ólafsdóttir
frá Sörlastööum.
Athugasemd við leikdóm
1 umsögn Jónasar Guðmunds-
sonar um leikritið Fröken
Margréti i Timanum laugar-
daginn 12. nóv. sl. er eftirfar-
andi klausa: „Dálitil umræða
hefur orðið nýverið um að taka
leikrit til kennslu i framhalds-
skólum og þar eð „kúpp”
ákveðinnar bókaútgáfu um að
koma óþekktu leikriti um ein-
hvern Salin til kennslu á fram-
haldsskólastigi, virðist nú kjörið
tækifæri til samstarfs milli
skóla og Þjóðleikhúss, án þess
bókaútgefandi segi leikhúsinu
fyrir verkum”.
Með þvi mál þetta hefur borið
á góma i öðrum blöðum, án þess
umgetendur nafngreindu sig,
þvkir rétt að taka tram eftir-
farandi:
1. Leikritaval Þjóðleikhússins
fer fram á þann hátt, að leik-
ritavalsnefnd fjallar um
hugsanleg verkefni, oft i sam-
ráði við þá leikstjóra, sem i hús-
inu starfa. Niðurstöður nefndar-
innar eru siðan lagðar fyrir
Þjóðleikhúsráð til samþykktar.
Fjallað var um umrætt leikrit á
haustmánuðum i fyrra, en verk-
efnaskrá endanlega lögð fyrir
leikhúsráð i mai sl.
2. Eftir að æfingar hófust upp-
lýsti höfundur forráðamenn
Þjóðleikhússins um það að
áhugi væri hjá bókaútgáfunni
Iðunni að birta leikritið á prenti
og hvort leikhúsið sæi nokkuð
athugavert við það. Þvi var
svarað svo sem venja er, að það
væri 'siður en svo: hins vegar
þætti i leikhúsinu eðlilegt, að
leikritið birtist ekki á bók fyrr
en það væri frumsýnt. Þó að þvi
miður sé minna um það en
skyldi aðleikriti komi út á bók á
íslandi. hefur það þó komið
fyrir og þá sami háttur hafður á,
t.d. um leikrit Halldórs Lax-
ness, að þau hafa komiö út á
frumsýningardag.
3. Það hlýtur að vera hverju
leikhúsi gleðiefni, þegar úr hópi
skólamanna ber á áhuga á þvi
sem I leikhúsinu gerist. Þarna
er gerð tilraun til að fjalla um
samtimabókmenntir nánast
þegar þær eru varla þurrar af
pennanum og gefur auga leiö,
að fróðlegt er fyrir nemendur að
bera saman textann eins og
hann er frá höfundarins hendi
og svo sjálfa sýninguna. Það
hefur stundum borið á áhuga af
þessu tagi áður, en ekki alltaf
verið unnt að sinna honum, sér-
staklega ef ný islenzk leikrit
hafa tekið miklum breytingum
nánast fram á frumsýningar-
dag. Hins vegar má, fyrst áhugi
hefur vaknað, benda á tvö verk-
efni, sem i vændum eru i leik
húsinu, sem ugglaust mætti
einnig nýta við kennslu: ödipus
konung eftir Sófókles í islenzk-
um búningi Helga Halfdánar-
sonar og Son skóarans og dóttur
bakarans eftir Jökul Jakobsson.
Með þökk fyrir birtinguna
Sveinn Einarsson