Tíminn - 20.11.1977, Side 40
far <*
Sunnudagur
20. nóvember 1977
18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
Marks og Spencer
HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI
YTRIFATNAÐUH
>
Sýrö eik %
er sígild
eign
II 4*
TRÉSMIOJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 ■ SIMI: 86822
Starfstími Pörungavinnslunnar á Reykhólum lengist:
Ný áburöartækni leiðir til
úrvinnsluiðnaðar hér
Markaður fyrir þara í USA
Alirif áburöarvökva, sem framleiddur er úr uppleystum fiski (t.d. slógmeltu) og þörungasey&i, sést vel
á þessari inynd. t>etta er hveiti af kornakri i Iowarfki i Bandarikjunum þurrkasumarið 1976. Til vinstri
er hveiti, sem hefur verið úðað mcð áburöarvökva. Til hægri er hveiti af sama akri, sem ekki var úðað.
„Þaravinnslan fyrir-
tækinu lyftistöng”
segir Ómar Haraldsson framkvæmdastjóri
GV-Reykjavik. — Nú undanfar-
ið hefur þaravinnslan fremur
verið á tilraunastigi, heldur en
að þetta sé almenn vinnsla, en
þetta kemur til með að renna
stoöum undir fyrirtækiö, —
sagöi ómar Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Þörungavinnsl-
unnar á Keykhólum, I viðtali viö.
Tlmann. — Þarans er hægt að
afla með skipi Þörungavinnsl-
unnar, Karlsey, og er þar dreg-
inn upp 1 vörpu. Við höfum hér
smiðaö, eða réttara sagt endur-
bætt. nýja þarakló, sem tekur
800 kíló á fimm minútum I staö
400 kilóa á sama tíma áður.
Allur er þarinn þurrkaður
meö jarðvarma og hefur þaö
helzt staðiö i vegi að hafa ekki
nóg heitt vatn. Við gætum
þurrkað meira á skemmri tlma,
ef við heföum meira heitt vatn.
Þaravinnslan lengir starfs-
timann, en það þarf að gera
breytingu á verksmiðjunni til að
þetta gangi vel fyrir sig. Helztu
breytingarnar eru, aö það þarf
að endurbæta vélabúnaðinn og
þaö kæmi einnig til góða f þang-
vinnslunni, en aðalfundur
stjórnar fyrirtækisins tekur af-
stöðu til þessa.
Starfstfmi Þörungavinnslunn-
ar i framtlðinni yrði þá eitthvað
á þá leið, að viö yröum I þara-
töku fram undir mánaðamót og
sföan tæki viö tveggja mánaða
hlé. Síðan vonum-st viö til þess i
marz, að viö tökum til við að
þurrka loðnu og smáfisk. Ef viö
þurrkuöum 20 tonn á sólarhring
gætu komið úr þvi 3,5-4 tonn. A
þessum tima er fitumagn loðnu
og smáfisks orðið mjög lágt, og
þá helzt þurrkað sem skreiö f
hunda- og kattamat. Fyrirtóíim '
ib af þessum þurrkaöa smáfiski
fást 450.000.- isl. kr.
t mai byrjar þangtakan og
eftir að henni lýkur f lok
september tekur þaravinnslan
við fram að áramótum. Þangið
veröur vonandi handskorið, og
það þýðir atvinnu fyrir 30-40
manns. Við gætum aukiö afköst-
in, ef við fengjum meira heitt
vatn. Það er stefnt að þvi að ná
100 tonnum á dag, en til þess
þurfum við að fá meira af heitu
vatni. Vatnsmagnið minnkar
með hverjum mánuði og frá eig-
in leikmannssjónarmiði gæti ég
trúað að það væri stifla i vatns-
æð.
Nú vinna 11 manns við
Þörungavinnsluna, og þar meö
er talin áhöfnin á skipinu. Allir
starfsmenn verksmiðjunnar eru
nú á uppsagnarfresti fram aö
áramótum, en þaö var gert að
ráöi stjórnar fyrirtækisins, þar
sem engin trygging var fyrir því
að rfkið héldi áfram rekstri.
Fyrirtækið er rekið af sam-
eignarfélaginu Heimamenn sf.
Aðild aö sameignarfélaginu
eiga hrepparnirtveiri sýslunni,
starfsfólk i verksmiðjunni -og
öflunarmenn. Reksturinn gekk
ágætlega... Rekstrarafgangur
var 10-11 milljónir og skiptist
það að hálfu milli rikissjóös og
heimamanna. Ástæöan fyrir
ofangreindum rekstrarafgangi
er að stórum hluta gengissigið á
árinu, en 4-5 milljónir af upp-
hæðinni fengust vegna betri
nýtni, bæði vegna þess að verk-
smiðjan stoppaði sjaldnar en
áður og þangiö var slegiö á hag-
stæðum tima. Rekstraráætlun,
sem samþykkt var af rfkissjóði
stóðst upp á krónu.
. ... • ■ ; ' ■ ' -V:;:*:
GV-Reykjavik. — Dr. Vil-
hjálmur Lúðviksson er nýkom-
inn úr feröalagi til Bandarikj-
anna, þar sem hann kannaði
markaösmöguleika á þara-
mjöli, með hliðsjón af þvi, aö
starfstimi þörungavinnslunnar
verði lengdur. Einnig sat Vil-
hjálmur ráðstefnu I Kansas
City, þar sem til umræðu var ný
tækni til að gefa plöntum áburð.
Þar er horfið fra venjulegum
fosfór og kaliáburð og farið að
nota blöndur af áburðarefnum
af lifrænum uppruna og borið á
blöð og stöngla, en ekki á jarð-
veg. Þetta þykir gefa mjög góö-
an árangur. Verið er að þróa
ýmsar blöndur áburðarefna til
að nota i þessu sambandi. Þör-
ungaseyði er mikill þáttur i
þeirri blöndu. Vinnsla þörunga-
seyðis úr þangi og þara leiðir
mjög liklega til úrvinnsluiðn-
aðar hér, að sögn Vilhjálms.
I Þörungavinnslunni er hætt
að afla þangs í lok september og
er öruggur markaður fyrir
þangið I Skotlandi, en hingað til
hefur ekki verið þar markaöur
fyrir þara.
— Ég fór i þessa ferð til að
kanna markaö fyrir þara ann-
ars vegar og hins vegar til að at-
huga möguleika á að vinna
áburöarvökva úr þörungum,
sagði Vilhjálmur. — Niðurstöð-
ur af þessu tvennu voru mjög
jákvæðar. Það eru ekki vand-
kvæði á þvi að selja þara á
ágætu verði til Bandarikjanna,
sérstaklega er hann eftirsókn-
arverður, þvl að hér er hann
hitaöur upp við lágt hitastig
meö jarövarma. Þaö gerir hann
gæöameiri en þara sem er eld-
þurrkaður.
— Við höfum gert vinnslutil-
raunir með þara i október og
nóvember vestur á Reykhólum,
en það hefur strandað á þvi að
þarna er mikið grjót. Von er á
nýjum tækjabúnaöi svo að þetta
stendur til bóta og öflunarafköst
hafa aukizt vegna nýrra öfl-
unartækja sem eru smföuð hjá
fyrirtækinu.
TALA EKKI
OFTAR í ÚT-
VARPIÐ
— en svara fyrir mig, ef þarf
Þörungavinnslan á Reykhólum, sem átt hefur við öröugleika aö
striöa, þar til siöast liöið sumar, er heimamenn starfræktu liana
meö hagnaöi.
SJ-Reykjavík Siöastliöiö miö-
vikudagskvöld var flutt I útvarp
erindi um Njálu eftir Helga Har-
aldsson á Hrafnkelsstööum.
Margt leggst á eina sveif. Þegar
erindinu var lokið, en Helgi flutti
erindiö ekkisjálfur, þarsem hann
varheima hjá sér austur á Hrafn-
kelsstööum I Hrunamannahreppi,
las ÁgústVigfússon kveöjuorö frá
Helga, þar sem hann tilkynnti aö
hann flytti ekki fleiri erindi i út-
varp. Okkur þótti þetta tilefni til
aö hafa samband viö Helga á
Hrafnkelsstööum, en hann er út-
varpshlustendum og lesendum
Timans vel kunnur.
— Ástæöan fyrir að ég tilkynnti
að ég flytti ekki fleiri erindi f út-
varp er nú sú, að ég er orðinn svo
gamall, 86 ára, sagöi Helgi f sim-
tali. Hann kvað sér þó lfða vel.
Ætli ég verði ekki hlustandi og
áhorfandi úr þessu. Mér sýnist
það nú einna bezt núna eins og
ástandið viröist vera i veröldinni.
Mér þykir það heldur óhugnan-
legt. Kannski eitthvert glópalán
veröi okkur til bjargar.
Erindi Helga i útvarp eru oröin
býsna mörg, en ekki hefur hann
tölu á þeim. Hann var einnig
fyrsti maðurinn, sem rætt var við
i sjónvarpsþættinum Maður er
nefndur.og kvaðsthann hafa ver-
ið valinn, sem fulltrúi elztu
stéttarinnarf landinu, bændanna.
— I útvarpserindunum hef ég
einkum talað um Njálu og Lög-
berg , sagði Helgi. — Ég er ékkí
sáttur yjS þá ennþá, að þeir hafi
Lögberg á öskuhrúgunni frá
fomöld . Vitanlega er Lögberg á
milli gjánna. Þar var Danakon-
ungi sýnt það 1907 og þar var bað
fram yfir 1910, þegar Matthias
Þóröarson kom með sfna hug-
mynd um aö Lögberg væri þar
sem það er nú almennt talið vera.
Og Lögberg er enn á sfnum stað
um það er t.d. Arni óla sammála
mér.
— Ég veit að Sturlungar skrif-
uðu Njálu, Snorri Stuluson og
Sturla Þórðarson. Ég þekki vel
hvernig Snorri skrifaði. 1 þessu
efni eru engin smámenni sam-
mála mér, sem eru Arnór Sigur-
jónsson og Halldór Laxness. Og
islenzkufræðingarnir hafa ekki
getað hrakið minar sterku lfkur
með rökum.
— Já, þau eru orðin býsna
mörg útvarpserindin min. Og rétt
um 85 ára afmælið mitt las Agnar
Guðnason upp i útvarp eftir mig
40ára gamalterindi um sauðfjár-
rækt. Ég hef aldrei orðið eins
hissa á ævi minni og þegar ég
fékk 10.400 kr. greiddar fyrir er-
indið — 40 ára gamalt.
Erindi Helga, Margt leggst á
eina sveif, mun birtast i jólablaði
Timans.
— Ég er alveg ákveðinn aö tala
ekki framar i útvarpið, sagði
Helgi, en ef ég þarf að svara fyrir
mig, þá geri ég þaö auðvitað, og
þá liklega i Timanum.
Helgi Haraldsson á Hraínkels-
stööum
4