Tíminn - 25.11.1977, Page 8
8
Föstudagur 25. nóvember 1977
Wimm
Þaö er ýmislegt sem hefur tek-
izt vel hjá ríkisstjórn okkar, en
annaö miöur. Reynslan af störf-
um hennar kemur óöum í ljós og
þaö er ööru mikilvægara aö hafa
vilja til þess aö læra af reynsl-
unni, bæöi til eftirbreytni meö þaö
sem vel er gert og halda þá áfram
á sömu braut, en ekki siöur af
mistökum sem gerö hafa veriö.
Þaö er ekki sanngjarnt aö heimta
aö allt gangi alltaf vel, en þaö er
óviöunandi að sætta sig viö þaö
sem gengur illa — þvi veröur aö
kippa i lag.
óskynsamlegt að gefa
einu ráðuneyti for-
gangsrétt
Raunir þessarar rikisstjórnar
hafa veriö einkum á sviöi efna-
hagsmála og hófust þær aö tals-
veröu leyti meö einni setningu I
stuttum stjórnarsáttmála. Rikis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar geröi
langan og bjartsýnan stjórnar-
sáttmála. Rikisstjórn Geirs Hall-
grimssonar geröi stuttan
stjórnarsáttmála, þó var þar
einni setningu ofaukiö: „Orkumál
skulu hafa forgang.” Þetta heföi
e.t.v. veriö I lagi, ef Steingrlmur
Hermannsson heföi veriö settur
yfir þennan málaflokk eöa ein-
hver annar nógu gætinn og hóf-
samur Framsóknarmaöur, en
þaö var nú ekki og þvl fór sem fór,
þaö er óskynsamlegt aö gefa einu
ráöuneyti forgangsaöstööu I sam-
eiginlegum sjóöi landsmanna,
hvaö þá forgangsaöstööu til
skuldasöfnunar erlendis. Þaö er
llka óskynsamlegt aö skrifa undir
ávlsun en láta aöra um aö fylla
hana út.
Allt of ör fjárfesting
Orkumál er mikilvægur mála-
flokkur, nútlma þjóöfélag þarf á
mikilli orkuöflun aö halda, llfs-
hættir íslenzku þjóöarinnar eru
sllkir, náttúrufar landsins þannig
aö viö veröum aö afla mikillar
orku og nota hana skynsamlega.
Margt I orkumálum hefur tekizt
vel á þessu kjörtímabili. Hitaveit-
um hefur veriö komiö upp og stór-
kostlegur sparnaöur oröiö vegna
minnkandi ollunotkunar. Sam-
tengingu landsins með raflínum
hefur einnig miöaö nokkuö, og er
mér efst I huga byggöalinan.
Annað hefur tekizt miöur — miklu
miöur — bæöi hvaö varöar alltof
öra fjárfestingu, óöagot I fram-
kvæmdum, misheppnaöan undir-
búning sumra verka og slöast en
ekki sizt mjög óskynsamlega ráö-
stöfun á tiltækri orku.
Auövitaö þarf að virkja, og þaö
var nauösynlegt aö hefja undir-
búning að beizlun jarögufu til raf-
magnsframleiöslu, m.a. vegna
þess aö viö þurfum aö vita hvort
hún er nýtanleg. Ágizkun um
nýtanlega orku til rafmagns-
framleiöslu er á þá leiö aö 1/3
gæti fengizt úr vatnsafli, 2/3 úr
jaröhita og ef jaröhitavirkjanir
væru mjög miklum annmörkum
háöar þá þarf aö halda margfalt
sparlegar á vatnsaflinu og hugsa
vandlegar til framtlöarinnar.
Framreiknuö orkuspá gerir ráö
fyrir fullnýttri vatnsorku um 2050
og þaö án stóriöju.
Slappt vinnusiðgæði
Framkvæmdahraöi viö
virkjanir og stórframkvæmdir
hefur keyrt langt úr hófi. Tlma-
skriftirnar viö Sigöldu voru bara
forsmekkurinn. Þess finnast
dæmi, aö heilu vinnuflokkarnir
eru á næturvinnukaupi allan
sólarhringinn mánuöum saman.
Þess eru algeng dæmi aö verk-
stjóraþóknun sé reiknuö sem % af
vinnukostnaöi verkefnis, þannig
aö verkstjóri fær uppí 17% af
kostnaöinum. Geti verkstjóri gert
verk 6 milljónum kr. dýrar en
ella, fær hann I sinn eigin hlut 1
milljón. Þessar aöferöir slappa
vinnusiðgæöi, sprengja upp kaup-
gjald I landinu, og leggja I rústir
atvinnullf I kringum sig fyrir utan
þaö aö gera framkvæmdirnar
óhæfilega dýrar.
Þannig eru bundnar stórhættu-
legar skuldabyröar til framtíöar-
innar.
óhófleg skuldasöfnun
erlendis
Nokkrir stjórnmálaforingjar
komu I sjónvarpiö um daginn og
ræddu um veröbólguna, enginn
þeirra drap aö ráöi á þetta atriöi.
Veröbólgan á aö vlsu margar ræt-
ur, en þarna er vafalaust ein sú
gildasta, og risavaxin og of ör
fjárfesting I orkuverum er veru-
leg orsök óhóflegrar skuldasöfn-
unar erlendis og sligandi
greiöslubyröar af erlendum
skuldum.
Fyrir 10-15 árum festi sú skoöun
rætur I hugum margra Is-
lendinga, aö til þess aö beizla fall-
vötn landsins til raforkufram-
leiöslu, yröum viö aö virkja sem
stærst, og þá fengjum viö ódýrara
rafmagn sjálfir.
Stórir virkjunaráfangar hafa
þaö á hinn bóginn I för meö sér, aö
þá fyrst er hver kwst ódýr, ef
einhver kaupandi fæst strax aö
mestallri orkunni. Okkar litla
þjóöfélag getur ekki hagnýtt
virkjunarþrep uppá 100-200
megavött á skömmum tima. Til
þess vex notkun Islendinga ekki
nógu ört og til þess á nauðsynleg
samtenging dreifikerfisins of
langt I land, enda er hún geysi-
dýr.
Þaö ráð hefur verið tekiö aö
selja verulegan hluta orkunnar
frá hverri stórvirkjun fyrir sig, til
erlendra auöfyrirtækja, sem hér
hafa verið fáanleg til þess aö
setja upp útibú. Þannig hefur
orku veriö ráöstafaö til fyrir-
tækja, sem viö höfum ekkert meö
aö gera og eru beinllnis skaöleg I
efnahagsllfi okkar, eins og ég
mun slöar koma nánar aö I ræöu
minni.
Þrenns konar orkufrek-
ur iðnaður
Orkufrekur iönaöur getur veriö
meö þrennum hætti. I fyrsta lagi
getur hann veriö alfariö I eign Is-
lendingra sjálfra — þessi leiö er
farin meö Aburöarverksmiöjuna
og Sementsverksmiöjuna. Þessi
leiö er geöfelldust og hin eina sem
mér finnst eiga verulegan rétt á
sér. — Hún er þó þeim annmörk-
um háö, aö þessi fyrirtæki eru
mjög dýr I stofnkostnaöi og hvert
vinnupláss kostar offjár.
Iönaði má skipta I þrennt, smá-
iönaö þar sem stofnkostnaöur er
2-20 millj. kr. á starfsmann —
meöalstór iönfyrirtæki meö 20-200
millj. á starfsmann og stóöriöju,
en þar er f járfesting yfir 200 millj.
kr. á hvern starfsmann. Þannig
sjáum viö talsveröa annmarka
fyrir Islendinga aö fara inn á
braut verulegrar stóriöju. Þó er
sjálfsagt aö stækka Aburöarverk-
smiöjuna I Gufunesi, þannig aö
viö getum fullnýtt þá aöstööu sem
þar er, og oröiö okkur sjálfum
nógir meö köfnunarefnisfram-
leiöslu, en meö stækkun sýru-
verksmiöju þar fyrir 1 milljarö
gætum viö lækkaö framleiöslu-
kostnaö á hverju tonni áburðar
um 1-2 þúsund kr. Þaö er fjar-
stæöa, þegar þvl er haldiö fram,
aö uppbygging stóriöju geti oröiö
til þess aö taka viö verulegum
mannafla á vinnumarkaöi. Onnur
leiö til uppbyggingar orkufreks
iönaöar er, aö útlendingar eigi
fyrirtæki alfariö, þetta er sú leiö
sem farin hefur veriö I Straums-
vik og gefizt hrapallega eins og ég
mun vikja aö síöar. Þriöja leiöin
er sú, aö Islendingar eigi fyrir-
tækin I félagi viö útlendinga, og
þá meö meirihlutaaöild. Þetta er
sú leiö sem Framsóknarflokkur-
inn hefur léö máls á, þessi leið er
aö minni hyggju illskárri en sú,
að útlendingar eigi fyrirtækin
einir, en þó er hún nógu slæm til
þess aö hana ber að foröast meö-
an einhver úrræöi finnast önnur.
Raunverulegur yfirráöaréttur er
annmörkum háöur. Hér yröi ein-
ungis einn hlekkur í vlötækri
keöju, aöföng og afuröasala yröi I
annarra höndum eöli málsins
samkvæmt, og hringurinn heföi I
Páll Pétursson.
hendi sér llf fyrirtækis á Islandi.
Þessi leiö er farin á Grundar-
tanga meö samþykki meirihluta
af þingflokki Framsóknar, þó aö
ég treysti mér ekki til þess að
vera I þeim hópi er samþykkti
byggingu verksmiöjunnar. Þaö
fyrirtæki er þó ekki sett upp af
hugsjón alþingismanna, stóriöju-
hugsjónin heillar ekki nema örfáa
þingmenn, svo sem Eyjólf Kon-
ráö. Þetta fyrirtæki er sett upp út
úr neyö til þess aö koma I lóg raf-
magni úr of stórum virkjunar-
áfanga viö Sigöldu og neyöar-
samningur aö mörgu leyti, t.d.
hvaö varöar orkuverö.
Vítahringur, sem þarf
að rjúfa
Þarna er vltahringur, sem þarf
aö rjúfa. Þess vegna höfum viö
Ingvar Glslason flutt tillögu til
þingsályktunar, sem ég vil leyfa
mér aö vitna til, en þar kynnum
viö löggjöf Norömanna um þetta
efni, en sú löggjöf er okkur Is-
lendingum heppileg fyrirmynd,
þar sem Norðmenn hafa aflaö sér
dýrkeyptrar reynslu á þessu
sviöi.
Tillagan heitir: Raforkusala á
framleiöslukostnaöarveröi til
stóriöju.
Tillögugreinin er þannig:
„Alþingi ályktar aö kjósa 7
manna nefnd sem fái þaö verk-
efni aö semja og leggja fyrir Al-
þingi frumvarp til laga um raf-
orkusölu til orkufreks iönaöar.
Frumvarp þetta móti reglur er
tryggi aö ætlö veröi greitt a.m.k.
meöal-framleiöslukostnaðarverð
heildarframleiöslu raforku I
landinu, þannig aö öruggt sé aö
Islendingar þurfi aldrei aö greiöa
niður orkuverö til orkufreks
iönaöar.
Trygging þessi sé þannig úr
garöi gerö, aö verölag raforku sé
endurskoöaö árlega og raforku-
sölusamningar leiöréttir. Þá
veröi óheimilt aö gera raforku-
sölusamninga til langs tima.
Einnig verði unniö aö þvi aö
breyta þeim orkusölusamning-
um, er þegar hafa veriö geröir, til
samræmis viö þessar meginregl-
ur svo fljótt sem unnt er.”
I greinargerö segir meöal ann
ars:
„Dapurleg reynsla af þeim
samningum, sem tslendingar
hafa gert um sölu á rafmagni til
orkufreks iönaöar, gerir þaö
brýna nauösyn aö sett veröi lög-
gjöf á þann hátt sem hér er lagt til
og tryggi sú löggjöf, aö þannig
veröi ekki á málum haldiö I fram-
tlöinni.
Þaö hefur veriö leiöarljós ís-
lenzkra samningamanna, aö
reikna út af mikilli bjartsýni
orkuverö frá hverju orkuveri,
sem I byggingu hefur veriö, fyrir
sig, og gera slöan samninga til
mjög langs tlma um sölu á mest-
allri orkunni á þvl veröi sem þeir
vonuöu aö hægt yrði aö framleiöa
hana I orkuverinu og veröjafna
viö eldri virkjanir sem afskrifaö-
ar voru. Aö sjálfsögöu hafa orku-
verin sifellt veriö dýrari, orka frá
Sigölduvirkjun dýrari en frá Búr-
fellsvirkjun, Hrauneyjarfoss-
virkjun veröur dýrari en Sigöldu-
virkjun og orka frá Kröfluvirkjun
kann aö veröa nokkru dýrari T
framleiöslu en ráöherra spáöi,
þegar hafizt var handa um fram-
kvæmdir viö Kröflu. Þessari þró-
un valda ýmsar ástæöur. Verö-
bólga hefur verið I veröldinni,
vaxtakjör sifellt óhagstæöari,
hagkvæmustu virkjunarval-
kostirnir vntanlega teknir fyrst,
ófyrirsjáanleg atvik geta hent i
náttúrunni, þannig aö næsta
virkjun veröur dýrari þeirri sein-
ustu.
Þá hefur viö val á virkjunar-
stööum og hönnun virkjana ráöiö
sú skoöun, aö því stærri sem
virkjunin væri þvl ódýrari yröi
hver kwst I framleiöslu, en til
þess aö svo geti orðið þarf aö selja
alla orkuna strax.
Virkjunaráfangar hafa stund-
um oröiö allt of stórir miðaö viö
raforkuþörf, notkunarmöguleika
og dreifingartækifæri á hverjum
tima. Þegar ráöizt hefur veriö I
byggingu þessara of stóru orku-
vera hefur timabundin umfram-
orka veriönotuö sem ástæða fyrir
glannalegum stóriöjusamningum
og orkukaup stóriöjuvera átt aö
skapa viöunandi rekstrargrund-
völl viökomandi virkjunar.
Samningar þeir sem geröir
hafa veriö — meira aö segja viö
fyrirtæki I eigu útlendinga, hafa
veriö á þá lund aö raforkunotend-
ur hafa fyrr en varir veriö farnir
að greiða niöur raforkuveröiö til
stóriðjunnar”.
Óheillavænleg þróun i
orkusölu til ísl. álversins
Þegar Landsvirkjun seldi Al-
verksmiöjunni fyrst raforku 1969,
þá var orkuveröiö 68%, af þvl
veröi sem rafveiturnar guldu fyr-
ir orkuna. Þetta hlutfall hefur
breytzt mjög slðan og k-omst áriö
1975 niöur I 24% en þá keypti ál-
veriö sér stækkunarleyfi á ker
skála 2 og hækkaöi þá veröiö 1976
og var 32% af því veröi sem Raf-
magnsveiturnar uröu aö greiöa
Landsvirkjun. Ariö 1976 var raf-
orkusala til stóriöju 56,1% af
framleiddri raforku á Islandi, en
fyrir hana einungis goldin 10,3%
af heildarsöluverömæti.
Svo er nú komiö aö orkuverö til
stóriöju er hér verulega lægra en I
nálægum löndum, t.d. helmingi
lægra en I Noregi.
Norömenn hafa sett löggjöf um
orkusölu, Statskraftverkene, þaö
er rlkisrafveitnanna norsku til
orkufreks iönaöar og gera þeir
ráö fyrir ákveönu lágmarks-
veröi (6 aurar 1.1. 1976 viö stööv-
arvegg).
I ársbyrjun 1977 var þetta verö
komiö upp I 6,6 aura norska en til
samanburðar má geta þess, aö I
fyrravor var geröur raforkusölu-
samningur viö norska fyrirtækiö
Elkem, þar sém raforkuveröiö er
3,5 aurar norskir. I Noregi yröi
fyrirtækiö að kaupa orkuna upp-
spennta viö stöövarvegg, en viö
þurfum aö flytja raforkuna meö
ærnum kostnaöi upp á Grundar-
tanga.
Þá hafa Norðmenn gjaldskrár-
flokk sem heitir „Fastkraft med
afbruddsklausul”, þaö er meö 6
mánaöa gagnkvæmum upp-
sagnarfresti, verö er það sama og
fyrir forgangsorkuna.
Þriöji gjaldskrárflokkur Norö-
manna er „Ikke garanteret
kraft”. Þetta er sami orkuflokkur
sem I járnblendisamningnum
heitir afgangsorka og er næstum
þvl gefin en I Noregi goldin meö
•75% af forgangsorkuveröi.
Þá kemur veigamesta atriöi
norsku reglanna. Þaö er leiö-
réttingin á orkuveröinu. Veröiö
skal leiöréttast á hverju ári og
fylgja norsku heildsöiuvlsitölunni
100%. Þó skal leiöréttingin ekki
vera á sama ári nem 5%, en ef
hækkun vísitölunnar er saman-
lagt I 3 ár meiri en 15%, þá á aö
endurskoöa hækkunarákvæöin og
láta þau verka til framtföar. Þá
skal undir öllum kringumstæöum
endurskoöa visitöluákvæöin 1.
jan. 1985.
Þá er I 6. lagi greiösluskylda
fyrir alla forgangsorku og for-
gangsorku meö uppsagnarfresti.
Þá er I 7. lagi, aö hámarks-
gildistlmi samninga eru 20 ár.
I 8. lagi má magn orku til hvers
fyrirtækis skiptast I 70% for-
gangsorku og 30% fastkraft meö
afbruddsklausul” og „ikke gar-
anteret kraft”.
Þá eru nokkur fléirí ákvæði,'
sem ég hiröi ekki um aö rekja
hér, þó get ég ekki annaö en nefnt
ákvæöi um orkuflutninginn, sem
Páll Pétursson albingismaður:
Allar orkulindir
íslands fyrir
íslendinga sjálfa
Ræða flutt á fundi
Framsóknarfélags
Reykjavíkur 21. nóvember,
þar sem fjallað var
um stóriðjumál