Tíminn - 25.11.1977, Side 19

Tíminn - 25.11.1977, Side 19
Föstudagar 25. nóvember 1977 19 Alyktanir miðstj órnarfundar SUF STJORNMALAALYKTUN Miöstjórnarfundur SUF vekur athygii á þeim árangri/ sem náðst hefur á ýmsum sviðum þjóðmála hin síðari ár fyrir for- göngu Framsóknarf lokksins.: 1. Núverandi kynslóð hefur tryggt sér og afkomendum sínum fuli og ótvíræð yfir- ráð yfir auðlindum landsins. Sigurinn í landhelgismálinu er lokaáfangi þeirrar baráttu. í því sambandi minnir f undurinn á að skynsamleg og varkár nýting lands- gæða og fiskistofna sé meginforsenda velsældar landsmanna í framtíðinni. 2. Bylting hefur orðið í atvinnumálum og félagslegri þjónustu landsbyggðarinnar, sem hefur snúið við röskun á búsetu í landinu. 3. Áherzla hefur verið lögð á að ef la fram- leiðsluatvinnuvegina og með því hefur tekiztað halda uppi fullri atvinnu, meðan atvinnuleysi hefur hrjáð flestar ná- grannaþjóðir okkar. Miðstjórnarf undurinn leggur áherzlu á að milli núverandi stjórnarf lokka er djúpstæð- ur ágreiningur í fjölmörgum málum. Því hafa framsóknarmenn ekki náð öllum sín- um stefnumálum fram í núverandi ríkis- stjórn. Framsóknarf lokkurinn er f lokkur þeirra, sem aðhyllast félagshyggju og samvinnu- stefnu. Því er flokkurinn höfuðandstæðing- ur hægri aflanna í landinu. Stjórnarsam- vinna viðsjálfstæðisf lokkinn hlýtur því ailt- af að skoðast sem neyðarúrræði. Miðstjórnarfundurinn beinir eftirfarandi sérstaklega til ungra kjósenda: Ný vinstri sinnuð umbótastjórn verður ekki mynduð hér á landi nema Framsókn- arf lokkurinn veiti henni forystu. Því verður að leggja höfuðáherzlu á að Framsóknar- flokkurinn komi sterkur út úr næstu al- þingiskosningum. Baráttan gegn verðbólgu Núverandi ríkisstjórn hefur leitazt við að draga úr þeirri verðbólgu, sem geisað hefur hér á landi siðustu ár, en ekki t'ekizt sem skyldi. Miðstjórnarfundur SUF hvet- ur til þess að gerðar verði rót- tækar ráðstafanir tii þess að hamla gegn frekari verðbólgu. 1 þvi skyni eru eftirfarandi ráðstafanir nauðsynlegar. 1. Rikissjóður verði rekin með tekjuafgangi, þannig að unnt verðiað endurgreiöa veruleg- an hluta skuldasöfnunar und- anfarinna ára. 2. Skipulag og stjórn fjárfest- ingar verði aukin. A undan- förnum árum hafa átt sér stað mistök á þessu sviði sem hefði mátt koma i veg fyrir með meira skipulagi. 3. Dregið verði úr ráðstöfunar- tekjum þeirra, sem hæst laun hafa. 4. Jöfnunarsjóðir atvinnuveg- anna verði efldir, svo draga megi úr sveiflum i þjóðarbú- skapnum. 5. Leitað veröi nú þegar sam- starfs við samtök launþega, bænda og vinnuveitenda til þess að koma I veg fyrir fyrir- sjáanlegar vixlhækkanir kaupgjalds og verölags. Samvinnu- stefna — framsókn- arstefna Miðstjórnarfundur SUF minnir á að Framsóknarflokk- urinn og samvinnuhreyfingin eru tvær alisienzkar fjölda- hreyfingar, sem sprottnar eru úr sama jarðvegi og hljóta þv. jafnan að eiga samleið. Fundurinn fagnar þvi ómet- anlega starfi sem unnið hefur verið i mörgum kaupfélögum til þess að bjarga heilum byggða- lögum frá auðn og hefur sam- vinnuhreyfingin þar verið sam stiga með Framsóknarflokkn- Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna var haldinn 18. og 19. nóv. A fundinum fór fram ftarleg umræða um stjórnmála- ástandið og ályktanir geröar um nokkur mál sem ofarlega er á baugi. A myndinni er Magnús ólafsson, formaður SUF, I ræðustóli. um i framkvæmd byggðastefnu. Fundurinn minnir á þá nauð- syn, að starfsmenn samvinnu- hreyfingarinnar aðhyllist hug- myndafræði samvinnuhreyfing- arinnar og jafnframt að Samb. isl. samvinnufélaga er þjónn kaupfélaganna en ekki hús- bóndi. Fundurinn fagnar fyrirhug- aðri aukningu á fræðslustarfi samvinnumanna og þvi frumkvæði sem samvinnu- hreyfingin hefur haft um at- vinnulýðræði. Fundurinn skorar á sam- vinnuhreyfinguna að hvika ekki frá hugsjónum sinum og halda hátt á lofti merki þeirra fjöl- mörgu manna, sem vilja félags- hyggju að leiðarljósi. Herlaust land baö er stefna Framsóknar- flokksins, að erlent herlið eigi ekki að vera á Islandi á friðar- timum. Þvl er miðstjórnarfundur SUF eindregið andvigur þeim hugmyndum, sem nú eru uppi i þá átt að taka beri leigu fyrir af- not Bandarikjanna af landi undir herstöðina á Miðnesheiði, enda verður slikt. einungis tií þess að festa herinn i sessi. Fundurinn leggur áherzlu á að gerð verði áætlun um brottför hers- ins, sem tiltæk sé, þegar andstæðingar herstöðva á Islandi hafa náð meiri- hluta á Alþingi. Persónu- kjör þegnanna Miðstjórnarfundur SUF legg- ur áherzlu á að forystumenn stjórnmálaflokkanna láti ekki sitja við orðin tóm heldur beiti sér fyrir nauösynlegum breyt- ingum á kosningalögum. Ekkert er þvi til fyrirstööu að það verði gert á yfirstandandi þingi. Miðstjórnarfundurinn minnir i þvi sambandi á sameiginlegar tillögur ungra framsóknar- manna, ungra sjálfstæðis- manna og ungra jafnaðar- manna um þessi mál, og leggur áherzlu á að kjósendum verði veitt raunverulegt frelsi til þess að velja á milli einstakra fram- bjóðenda. Stuðningur við frjálsa félaga starfsemi Miðstjórnarfundur SUF legg- ur áherzlu á eflingu allrar frjálsrar félagastarfsemi i land- inu. t þvi sambandi minnir fundurinn á ráðstefnu þá, sem SUF gekkst fyrir um þessi mál i júni s.l. Fundurinn telur, aö málefni hinna frjálsu félaga hafi nú um nokkurt skeið nánast gleymzt i hinni almennu þjóöfé- lagsumræðu. Fundurinn leggur áherzlu á: 1. Stjórn á öllu tómstundastarfi verði sem mest færð i hendur fólkinu sjálfu. Fjárstuðningur og önnur aðstoð opinberra að- ila við tómstundastarf veröi stórefid. 2. Skólahúsnæði verði nýtt betur en nú er gert, fyrir ýmiss kon- ar félagastarfsemi, enda ber að hafa i huga aukið samstarf skólans og hinna frjálsu fé- laga viö byggingu skólahús- næðis i framtiðinni. 3. Horfið verði frá skattlagningu þeirri, er nú viðgengst, á starfsemi hinna frjálsu fé- laga, sem innt er af hendi i sjálfboðavinnu af f jölmörgum einstaklingum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.