Tíminn - 13.12.1977, Qupperneq 11
Þriöjudagurinn 13. desember 1977
n
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftif kl. 20.00:
86387. Verð i lausasöiu lir. 80.00. Askriftargjal^ kr. 1.500 á
mánuði. ■ 1 - Blaðaprent h.f.
Erjur um
Aronskuna
Siðustu daga hefur verið háð mikið strið i blöð-
um sjálfstæðisflokksmanna um Aronskuna svo-
nefndu. Að visu afneita öll blöðin orðið hinni upp-
runalegu Aronsku, sem var á þá leið að Bandarik-
in væru látin greiða sérstaka leigu eða gjald fyrir
herstöðvar hérlendis. 1 staðinn er deilt um, hversu
mikils fjár skuli krafizt af Bandarikjamönnum til
vissra framkvæmda. sem eru beint eða óbeint i
sambandi við hersetuna. Morgunblaðið og Visir
eru þeirrar skoðunar, að þessi framlög eigi að tak-
marka við herstöðvasvæðið sjálft, en þar er fyrst
og fremst um Keflavikurvöll að ræða. Þar eigi
Bandarikin að sjá um lagningu og viðhald flug-
brauta og þess útbúnaðar, sem krafizt er af alþjóð-
legum flugvelli. Einnig um vegagerð og vegavið-
hald innan flugvallársvæðisins, svo og mannvirki
sem leiða af nauðsynlegum aðskilnaði hernaðar-
reksturs og farþegaflugs. í Dagblaðinu er gerð
krafa um miklu meira, eða að Bandarikjamenn
kosti ráðstafanir vegna almannavarna, sem tald-
ar eru nauðsynlegar vegna þeirrar auknu hættu,
sem borgurum geti stafað af herstöðinni, ef til
striðs kæmi. Undir það gæti heyrt viðtæk vega-
gerð. Þá verði varnarliðið látið greiða sömu tolla
og skatta og landsmenn almennt. Enn fremur
verði gerðar til þess margar aðrar fjárkröfur um-
fram það, sem nú á sér stað.
Af umræddum skrifum i blöðum Sjálfstæðis-
flokksmanna mætti ætla, að um þetta efni stæði
mjög djúptækur ágreiningur innan Sjálfstæðis-
flokksins. Geir Hallgrimsson hefur skipað sér i
sveit með Morgunblaðinu og Visi, en Gunnar Thor-
oddsen og Albert Guðmundsson standa fast með
Dagblaðinu, og hafa sér það til stuðnings, að i
skoðanakönnun, sem fór fram i sambandi við próf-
kjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, hlaut stefna
Dagblaðsins yfirgnæfandi fylgi. Þrátt fyrir stóru
orðin, sem fallið hafa á báða bóga, er ekki mikil á-
stæða til að ætla, að þessi ágreiningur veiki Sjálf-
stæðisflokkinn i þeirri kosningabaráttu sem fram-
undan er. Miklu fremur er ástæða til að ætla, að
formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður
hafi skipt með sér verkum til að geta haldið báðum
örmum flokksins sem bezt saman, þegar til bar-
áttunnar kemur. Sjálfstæðisflokknum hefur oft
tekizt sú list vel, að vera flokkur margra og mis-
munandi skoðana og það virðist hann ætla að
reyna einu sinni enn.
Þótt menn, samkvæmt framansögðu, taki þess-
ar skilmingar innan Sjálfstæðisflokksins ekki sér-
lega hátiðlega, verður eigi séð fram hjá þeirri
staðreynd að innan flokksins er vaxandi hreyfing
fyrir þvi, að krefjast meiri fjárgreiðslna af hálfu
Bandarikjanna i sambandi við vamarmálin. Næði
sú stefna fram, myndi ísland ótvirætt verða háð-
ara Bandarikjunum i framtiðinni og margir kynnu
að vilja halda i herstöðina af fjárhagslegum á-
stæðum eftir að hennar væri ekki lengur þörf.
Smáþjóðum hefur aldrei reynzt það gæfuvegur að
vera fjárhagslega háð stórveldum á þennan hátt.
Þess vegna ber að veita þessum innanflokksdeil-
um i Sjálfstæðisflokknum nána athygli, enda þótt
þær kunni að stafa nú að verulegu leyti af þvi, að
Sjálfstæðisflokkurinn ætli nú sem oftar að tala
tveimur tungum fyrir kosningar.
ERLENT YFIRLIT
Reynist Meroouri
góður þingmadur?
Staða Karamanlis veiktist í kosningoinum
KARAMANLIS forsætisráð-
herra hefur gert miklar breyt-
ingar á rikisstjórn sinni eftir
þingkosningarnar, sem fóru
fram 20. f.m. Hann hefur losað
sig viö þá ráöherra sem þóttu
reynast misjafnlega, en faliö
þeim, sem betur þóttu standa
sig ábyrgöarmeiri störf. Þá
hafa nokkrir nýir menn tekiö
saeti i stjórn hans. Þaö mun
ekki veita af því fyrir Kara-
manlis aö styrkja stjórnina,
þvi aö staöa hans á þingi er
mun veikari en hún var áöur.
Flokkur hans hefur aö visu
áfram öruggan þingmeiri-
hluta eöa 173 þingmenn af 300
alls. Aöur haföi hann hins veg-
ar 220 þingsæti og þar aö auki
fylgdi Miðflokkurinn, sem þá
var næststærsti flokkurinn,
honum oftast aö málum. Miö-
flokkurinn haföi þá 60 þing-
menn, en fékk nú ekki nema 15
þingmenn. Liðveizla hans viö
Karamanlis er þvi ekki jafn-
mikilvæg og áöur, og senni-
lega veröur hann lika tregari
til að fylgja honum aö mdlum
eftir ósigurinn i kosningunum.
1 kosningunum 1974 fékk Þ jóö-
arflokkur Karamanlis 54,3%
greiddra atkvæöa, en nú ekki
nema 41,8%. Þá fékk Miö-
flokkurinn 20.5% greiddra at-
kvæöa, en nú fékk hann ekki
nema 11,9%. Þannig er staöa
Karamanlis mun veikari eftir
kosningarnar bæöi innan
þings og utan, Þaö mun ekki
auövelda honum aö leysa þau
þrjú aöalmál, sem hann setti á
oddinn i kosningabaráttunni,
þ.e. Kýpurdeiluna, aöildina aö
Efnahagsbandalaginu og deil-
una viö Tyrki um lögsögu eyj-
anna á Grikklandshafi.
ÞAÐ VAR hinn róttæki jafn-
aðarflokkur, Pasok, sem er
undir forustu Andreas Papan-
dreou, sem varö aöalsigur-
vegari i kosningunum. Flokk-
urinn fékk i kosningunum 1974
13,6% atkvæöanna og 12 þing-
menn. nú fékk flokkurinn
25,3% atkvæöanna og 92 þing-
menn. Hann veröur þvi helzti
stjórnarandstööuflokkurinn
og Papandreou leiötogi stjórn-
arandstööunnar á þingi, en
áöur var þaö Mavros, leiötogi
Miðflokksins, sem stóö mál-
efnalega nálægt Karamanlis
en nú hefur sagt af sér flokks-
formennskunni vegna kosn-
ingaósigursins. Þaö má telja
vist aö Papandreou veröi
Karamanlis miklu haröari og
skæöari andstæöingur en
Mavros. Papandreou mun lika
hafa nokkurn stuöning af
Andreas Papandreou
flokki kommúnista, sem
fylgja Sovétrikjunum aö mál-
um, en hann fékk 9,4% at-
kvæðanna og 11 þingmenn.
Alþýöubandalagiö, sem flokk-
ur Evrópukommúnista tók
þátt I, fór illa út úr kosningun-
um. Þaö fékk aöeins 2,7% at-
kvæöanna og 2 þingmenn.
Þaö er talið, aö Papandreou
hafi átt sigur sinn meira aö
þakka þeim málum sem hann
var á móti, en hinum, sem
hann var meö. Papandreou
beitti sér I kosningabaráttunni
harölega gegn aöild aö Efna-
hagsbandalaginu aöild aö At-
lantshaf sbandalaginu og
samningum viö Tyrki, sem
ekki fælu i sér ýtrustu viður-
kenningu á kröfum Grikkja.
En þrátt fyrir hinn neikvæöa
málflutning Papandreous,
sem oft var talaö um af and-
stæöingum hans i kosninga-
baráttunni, var tónninn og
blærinn á málflutningi hans
talsvert annar en áöur.
Papandreou sem er mestur
ræöugarpur núlifandi griskra
stjórnmálamanna, höföaöi
ekki eins mikiö til tilfinninga
manna og áöur, heldur lagöi
meiri stund á hóflegan og rök-
studdan málflutning. Þess
vegna er búizt viö, aö hann
muni á þingi leggja megin-
kapp á rökfastan og hófsaman
málflutning i trausti þess, aö
þannig nái hann bezt til þess
fólks, sem flokkur hans þarf
að vinna frá Þjóöarflokknum
og Miðflokknum, en Papan-
dreou stefnir nú aö þvi, aö
flokkur hans veröi stærsti
flokkur Grikklands eftir næstu
kosningar. Papandreou hefur
þá náö sama marki og faðir
hans, sem um langt skeið var
aöalleiötogi frjálslyndu afl-
anna iGrikklandi. Upphaflega
ætlaði hann ekki aö fara i fót-
spor fööur sins og þvi var hann
prófessor i Bandarikjunum
um talsvert árabil.
ÞAÐ HEFUR vakiö sérstaka
athygli, að i þingflokki Pasok
eru tvær konur, sem vöktu á
sérmikla athygli fyrir baráttu
gegn herforingjastjórinni á
sinum tima. Þær eru Amalia
Fleming, ekkja visinda-
mannsins fræga, og Melina
Mercouri frægasta leikkona
Grikkja, en hún var sérstak-
lega fræg fyrir leik sinn i kvik-
myndinni „Never on Sunday ”,
en sú mynd var tekin i þvi
kjördæmi, þar sem hún var
framjóöandi nú. Þetta er þaö
kjördæmi, þar sem fátækt er
sögð einna mest i Grikklandi.
Mercouri bauö sig fram þar
1974 og vantaöi þá aöeins 33
atkvæöitilþessaö ná kjöri. Nú
sigraöi hún meö yfirburöum.
Mercouri, sem er 52 ára göm-
ul, segist ætla aö sinna þing-
starfinu af kostgæfni, og telja
sumir fréttaskýrenda, aö hún
muni draga aö sér mesta at-
hygli á þingi, aö þeim Kara-
manlis og Papandreou einum
undanskildum.
Þ.Þ.
Mercouri ræöir viö kjósendur.