Tíminn - 13.12.1977, Page 15
Þribjudagurinn 13. desember 1977
15
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veburfregnir).
16.20 Popp
17.30 Litli barnatiminn Guð-
rún Guðlaugsdóttir sér um
timann.
17.50 Ab tafliGuðmundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Nýmótun umhverfis —
umhverfisvernd Gestur
Olafsson arkitekt flytur er-
indi.
20.00 Fiblukonsert nr. 3 i g-
moll op. 99 eftir Jenö
Hubay. Aaron Rosand leik-
ur með Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins i Lúxemburg:
Louis de Froment stjórnar.
20.30 tJtvarpssagan: „Silas
Marner” eftir Georg Eliot
Þórunn Jónsdóttir þýddi.
Dagný Kristjánsdóttir les
(11).
21.00 Kvöldvakaa. Einsöngur:
Svala Nielssen syngur is-
lensk lög Guörún Kristins-
dóttir leikur á pianó. b. Vib
Hrútafjörb Guðrún Guð-
laugsdóttir ræðir við Jón
Kristjánsson fyrrum bónda
á Kjörseyri. c. Alþýbuskáld
á Hérabi Sigurður Ó. Páls-
son skólastjóri les kvæði og
segir frá höfundum þeirra
fyrsti þáttur. d. Haldið til
haga Grimur M. Helgason
forstöðumaður handrita-
deildar landsbókasafnsins
flytur þáttinn. e. Alfkonan i
Gammabrekku. Bryndis
Sigurðardóttir les frásögu,
hafða eftir sr. Matthiasi
Eggertssyni f. Kórsöngur:
Félagar I Tóniistarféiags-
kórnum syngjalög eftir Ólaf
Þorgrimsson. zdr Pall
Isólfsson stjórnar. Orb
kvötdsins á jólaföstu.
22.30 Veðurfregnir. Frétt-
ir. Harmonikulög Carl
Jularbo leikur með félögum
sinum.
23.00 A hljóbbergi „Donna
Klara” önnur ljóð eftir
Heinrich Heini. Boy Gobert
les. Baldvin Halldórsson les
islenskar þýöingar sömu
ljóða eftir Hannes Hafstein,
Bjarna frá Vogi og Magnús
Asgeirsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
13. desember
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sautján svipmyndir ab
vori • Sovéskur njósna-
myndaflokkur i tólf þáttum.
4. þáttur. Efni þriðja þátt-
ar: Stierlitz biður yfirboð-
ara sina 1 Moskvu um leyfi
til aö hafa samband viö
Himmler. Þannig te'Jur
hann sig geta fengiö meira
athafnafrelsi. A sama tima
byrjar yfirmaöur Stierlitz i
lögreglunni að safna upp-
lýsingum um hann. Ferill
hans i lögreglunni er
rannsakaöur og maður er
settur til að njósna um
hann. Þýðandi Hallveig
Thorlacius.
22.05 Sjónhending Erlendar
myndir og málefni. Um-
sjónarmaöur Sonja Diego.
22.25 Landkönnubir. Leikinn
breskur heimildamynda-
flokkur- 9. og næstsiöasti
þáttur Francisco Pizarro
(l47l-l541).Arið 1532 réðust
Spánverjinn Pizarro og
konkvistadorar hans inn i
riki Inka i Suður-Ameriku.
Þeir fóru eyðandi hendi um
landið og á skömmum tima
höfðu þeir lagt undir sig
land á stærð við hálfa
Evrópu. Þýðandi og þulur
Ingi Karl Jóhannesson.
Þessi þáttur er ekki viö hæfi
ba rna.
23.15 Dagskrárlok.
r
*
David Graham Phillips:
J:
90
SUSANNA LENOX
JónHelgason
ði-
Samt sem áður höfðu þær gamanyrði á takteinum hvor
við aðra og við hinar verksmiðjustúlkurnar. Og þessi
kæti hefði jafnvel verið meira en yfirborðsglens, sprott-
ið af ungæðislegri hæfni til þess að sjá það/ sem skringi-
legt var, jafnvel við átakanlegasta harmleik, ef þær
hefðu aðeins getað hirt sig sæmilega. Skortur á nægum
mat var þó þungbær þraut, því að báðar voru þær lystar-
góðar. En það var ekki samt nema, þegar þær urðu alveg
að sleppa máltiðum úr, að þetta var tiltakanleg áraun.
Kuldinn var miklu verri. En það var hlýtt í verksmiðj-
unni, og það var hlýtt i íbúð f rú Cassatts, þar sem glugg-
arnir voru aldrei opnaðir f rá því veturinn gekk í garð þar
til tók að vora. Verst af öllu illu voru sem sagt þau óyf ir-
stíganlegu vandkvæði, sem á því voru að viðhafa hrein-
læti.
Allt frá því, að Súsanna byrjaði að vinna í öskjugerð-
inni hafði sóðaskapur hinna stúlknanna verið henni til
mikilla leiðinda. Hún vissi vel, að þetta var ekki þeirra
sök. Hún öf undaði þær samt öðrum þræði af því, hve lítið
þær f undu til þessa, því að það gerði þeim kleift að sætta
sig við þetta ömurlega hlutskipti, sem hún var viss um,
að ekki var hægt að ráða bót á, hvort eð var. Stundum
furðaði hún sig á þeim ítökum, sem trúarbrögðin áttu i
huga þessara ungu stúlkna — og þó einkum þeirra, sem
afskeiðis hafði borið í lífinu og lengst voru komnar út á
þá braut, sem prestar þeirra og prelátar sögðu, að væri
syndin mesta í heimi hér. En hún sá líka, að áhrifavald
trúarbragðanna fór siður en svo þverrandi. Einn dag
sagði Emma Schmeltz, sem var að þýzku bergi brotin og
þess vegna mótmælendatrúar:
,,Ja, ég lit að minnsta kosti á þetta allt saman eins og
reynslutíma, og seinna mun allt snúast á betri veg. Ég
trúi því, sem mér hefur verið kennt. Við hljótum áreið-
anlega umbun í öðru lífi".
Rebekka Lichtenspiel, sem var af Gyðingaættum, hló,
eins og raunar flestar hinna, og svaraði:
„Annað lif er ekki til. Hafið þið nokkurn tima sé lík?
Eru lik lifandi eða dauð? Talið ekki við mig um annað
líf".
Allar stúlkurnar hlógu. Það var mánudagsmorgunn,
og þetta samtal var miklu hressilegra og háfleygara en
venja var til meðal verksmiðjustúlknanna. Þær voru
endurnærðar eftir sunnudagshvíldina.
Það sem Súsönnu var ógeðfelldast, var að láta þær
koma við sig. En hún var allt of vingjarnleg, allt of nær-
gætin, til þess að láta það í I jós. Hún gekk meira að seg ja
svo langt í ákafri viðleitni sinni til þess að dylja tilfinn-
ingar sínar, að hún ekki aðeins lét það óátalið, þótt þær
héngu utan í henni, heldur bókstaklega gaf þeim færi á
því, sem henni fannst þó hér um bil andstyggilegt, Því
verður ekki lýst, hversu mikil ömun henni var til dæmis
aðsífelldum vinalátum Lettu Southards. Þessi Letta var
ung og falleg stúlka. Foreldrar hennar voru örsnauðir.
Hún var einlægt óhrein, og fýluna af nærfötum hennar
lagði gegnum garmana, sem hún var í utan yfir. Hún
vildi sífellt vera að faðma og kyssa Súsönnu — og ef hún
hefði ekki sætt sig við það, hefði hún auðvitað móðgað
Lettu sárlega og styggt hinar stórum.
Allt f rá því á morgnana, að hún kom í verksmiðjuna og
hengdi hatt sinn og treyju á snagana hjá daunillum og
óhreinum flíkum hinna, sem einnig voru oft morandi í
lús — allt frá því snemma á morgnana, þar til hún fór
heim á kvöldin, neyddist hún til þess að láta sér lynda
ýmisiegt af þessu tagi, enda þótt hana hryllti alltaf við
því. Meðan hún bjó hjá Brashearshjónunum hafði hún þó
alltaf getað um frjálst höfuðstrokið á nóttunni. EN nú . .
Vatnið var af skornum skammti, og aðeins einn
óhreinn og brotinn stampur, sem hægt var að þvo sér úr.
Nærfötin var engin tök að þvo, því að í þeim urðu þær að
sofa á nóttunni. Ekki var heldur kostur á að þvo hárið.
„Er eins vond lykt af hárinu á mér og þér?" spurði
Etta.
„Er eins vond lykt af hárinu á mér og hinum stelp-
unum?" spurði Súsanna.
,,Ekki alveg", svaraði Etta hughreystandi.
Með herkjubrögðum tókstþeim að koma málum sínum
svo, að þær gátu þvegið sér að einhverju leyti einu sinni i
viku, þó ekki án þess að verða f yrir ónæði — en þvi vönd-
ust þær fljótt.
Blygðunarsemin, sem Súsanna hafði áður verið mjög
haldin af og einnig hafði náð tökum á Ettu, rénaði og
hvarf. Þeim stóð orðið alveg á sama, þótt Danni svæfi í
sama herbergi og þær. Þær sáu hann, föður hans og ann-
að heimilisfólk hálfstrípað og alstrípað gera þær þarf ir
sínar, sem annars er ekki venja að gera fyrir allra aug-
um, og á sama hátt urðu þær að gera sínar þarf ir í aug-
sýn Cassattafólksins. Hjá því varð ekki komizt, fremur
en sneytt varð hjá óværunni, sem krökt var af í rúminu
og rifum á lofti, veggjum og gólfi.
Cassattsfólkið hafði fyrir fám mánuðum verið vel
stætt iðnaðarfólk. En svo dundi yf ir það hvert óhappið af
öðru, eins og altítt er í þjóðfélögum okkar á erf iðleika-
tímum. Það var komið á kaldan klakann áður en varði.
Þá, sem góðu eru vanir, skortir þrek og reynslu til þess
að koma undir sig fótunum eftir skyndileg og óvænt
áföll. Á undraskömmum tíma hafði allt siðferðisþrek
Cassattsfólksins lamazt. Húsbóndinn hafði lagzt í
drykkiuskap til þess að bæta sér upp það áfall, sem
sjálfstrausf hans hafði beðið, og svæfa áhyggjurnar út
af framtíð f jölskyldunnar. Konan var ekki húsmóður-
störf unum vaxin fremur en þorri kvenna í hvaða þjóðfé-
lagsstétt sem er. Hún stóð þess vegna ráðalaus and-
spænis hinu nýja viðhorf i. Hún gaf st algerlega upp, var á
sifelldu flökti, kámug og tötraleg, með óhreinar hár-
flétturnar lafandi niður á bak.
,, Hvers vegna festirðu ekki f létturnar upp, mamma?"
spurði Danni sonur hennar, sem eitthvert hugboð hafði
um það, hvort þokkalegra myndi vera.
„Hvaða gagn væri að því?" sagði gamla konan.
„Hvaða gagn er yfir leitt að nökkrum sköpuðum hlut?"
Dóttirin sextán ára gamla, Kata var afgreiðslustúlka í
stórri búð. Kaup hennar, sex dalir á viku, voru hinar einu
föstu tekjur þessarar fjölskyldu. Hún hafði áður verið
mjög smekklega klædd, miðað við það, sem algengast
var um stúlkur af hennar stigum. Hún var ákaflega
glysgjörn, sem ekki var heldur að undra, því að hún
starfaði i búð, þar sem ekki var talað eða hugsað um
annað en skart frá morgni til kvölds. Hún hnuplaði,
þegar hún gat komið því við, og verzlaði svo með þýf ið
við aðrar stúlkur, sem höf ðu á boðstólum eitthvað annað,
sem henni kom betur. En nú var búið að tæma spari-
sjóðsbók heimilisföðurins, og það varð ekki hjá því kom-
izt að fara með ailt þýf ið beint til veðlánarans. Þvi meir
sem að kreppti, þeim mun skapverri varð Kata. Áður
fyrr hafði það verið á orði haft, hve ástúðleg hún var og
auðunnin með góðu atlæti. Orbrigðin hafðj æst upp
verstu og eigingjörnustu hvatir hennar.
„Taktu bara eftir þeim Lornu og Ettu", var móðir
hennar vön að segja.
„Hvernig á ég aö vita hvernig .
mér dettur allt þetta I hug. Ég
sem veit ekki einu sinni hvernig .
ég varö til.”
DENNI
DÆMALAUSI