Tíminn - 15.12.1977, Qupperneq 12

Tíminn - 15.12.1977, Qupperneq 12
12 Fimmtudagurinn 15. desember 1977 Er unnt að lækna Kindt Flyborg meö heyrnartæki vatnsflöskur og mælibúnaö. fólk með hljóð- bylgj um og vatni? Hann er danskur verk- fræöingur og heitir Kindt Fly- borg. A skrám hans eru nöfn tólf þúsund sjúklinga og hann heldur þvi fram, aö einhvers staöar á milli niu og tiu þúsund þeirra séu reiöubúnir til þess aö staöfesta það aö þeir hafi hlotið hjá honum lækningu eða aö minnsta kosti linun þjáninga. Hér um bil allt þetta fólk sneri sér til hans eftir aö hafa árum saman leitað sér lækninga hjá lærðum læknum. Þetta fólk er auöfundið. Gamall maöur sem var svo illa leikinn af gigt, aö hann gat ekki komizt i buxurnar hjálparlaust. Nú getur hann beygt sig niður og hnýtt skóreimar sinar. Kona á fertugsaldri haföi lengi átt við megnan höfuðverk aö striöa og svo illa var hún haldin, aö hún varð stundum aö liggja i dimmu og hljóðeinangruðu herbergi til þess að hafa viöþol. Sterkustu lyf gögnuöu henni aðeins stutta stund. Nú hefur hún losnað við þessar höfuökvalir, og segist þakka þaö Flyborg. Ung kona þjáðist af andar- teppu sem tengdist meöfæddum hjartagalla. Hún kom til hjálparstöövar Flyborgs blás- andieins og hvalur en fór þaðan meö eðlilegan andardrátt, aö þvi er hún sjálf segir. Kindt Flyborg lætur sjúkling- ana liggja aftur á bak i hvildar- stól. Hann notar heyrnartæki sem gefa frá sér hljóö er eiga aö geta unniö bug á margvislegum vandkvæðum fólks. Auk þess fær það vatnsflöskur heim meö sér, svokallaö Flyborgsvatn og úr þeim á þaö að drekka tvo millilitra tvisvar á dag. Sé svo að Kindt Flyborg geti raunverulega læknað fólk meö þessum hætti er býsna margt sem meta verður aö nýju. Þessi danski verkfræöingur heldur þvi fram að allar lifandi frumur og öll lifandi liffæri hafi ákveöna bylgjutiöni og þessi tiðni megi ekki raskast, ef sam- búöin i likamanum er þau mynda eigi ekki aö fara Ur skoröum. Hann segir aö þessi kenning sé ekki ný af nálinni, þvl að hana megi rekja allt til fornaldar og hún hafi veriö til mörg hundruöum árum fyrir upphaf timatals okkar. ,,Allir hlutir mannslikamans hafa bylgjutiðni sem lýtur ákveðnum lögmálum,” segir Kindt Flyborg og hiö sama gildir aö sjálfsögöu um dýr og jurtir. Lifur hefur sina tiöni, nýra hefur sina tiðni. Og jurtir hafa lika sina tiöni. Sé bylgju- tiönin eins og lögmál náttúrunn- ar ætlast til að hún sé, þá er ein- staklingurinn heilbrigður. Fari tiöninúr réttum skorðum sýkist það liffæri.” Flyborg segir aö viðleitni beinist einfaldlega aö þvi, aö koma tiöninni aftur i rétt horf. Og áhrif þau sem tiöni hljóöa hafa á manninn, hafa lengi verið kunn og hið sama gildir um jurtir. 1 nokkrum háskólum i Ind- landi hafa lengi verið gerðar rannsóknir, erhafaþaö mark að kanna áhrif þau sem tiöni hljóða hafa á jurtir. Bandarikjamenn hafa byrjaö sams konar rann- sóknir meðal annars meö hlið- sjón af þeim niðurstööum sem fengizt hafa i Indlandi, og á seinustu árum hefur verið farið aö rannsaka visindalega hvaöa áhrif hljöð hafa á menn og dýr. Þegar árið 1940 geröi sænskur sálfræðingur, Alex Pontvik, til- raunirsem virtustleiða i ljós aö tónlist gæti haft veruleg áhrif á andlegar þjáningar. Lærdóms- maöur i Kaupmannahöfn dr. K. Holt-Hansen hefur leitt rök aö þvi aö sumir hljómar geta haft áhrif á bragðfæri manna. Kindt Flyborg segist hafa uppgötvað á árunum 1964 og 1965, aö i manninum sé ómsvörun sem mjög svipi til sams konar fyrirbæra er þekkt voru i hljómfræöinni. Séu slegnar tilteknar nótur á pianó geta komið fram ómsveiflur á fiölu sem liggur á borði einhvers staðar i námunda. Strengir fiðlunnar byrja ekki aö titra fyrr en þeir hljómar sem aö henni berast hafa ákveöna tiöni. A sama hátt segir Fly- borg að sérhvert líffæri I lifandi manni hafi sina tlöni og hann heldur þvi fram að sér hafi tekizt aö mæla þessa tlöni sem sé á bilinu 0. 1 Hz til 1 Khz. Þegar þessu marki var náð telur hann sig hafa haft aö- stööu til að kanna áhrif hljóösveiflna á tiltekin llffæri. Hann fullyröir aö hafa megi áhrif á sjúk liffæri með réttri röð tóna og koma þeim aftur i þaö jafnvægi, sem þeim er áskapaö. Hann lék samstæður tóna er hann tók upp á segul- bönd og þessum tónum beinir hann siðan aö sjúklingum sinum meö aðstoð heyrnartækis. Meö- feröin varir i sextán minútur. Vatnið'sem hann notar kemur seinna til sögunnar. Þar telur hann sig hafa gert aðra upp- götvun, sem einnig sé mikils verö. Vatniö er upphaflega aö- eins venjulegt drykkjarvatn. Þetta vatn er meðhöndlaö i raf- eindatækjum og straumur er sendur gegnum ryöfriar stál- plötur svo aö þaö fái hliöstæða tiðni og ómarnir á segulböndun- um. Með þessum hætti telur hann að sjúklingarnir geti full- komnað lækninguna heima hjá sér ef vatnið er réttilega tilreitt með hliösjón af þeim meinum er lækna á. Hann segir aö vatniö sé virkt I fjóra til fimm mánuði en siðan fjari virknin út. Engum efnum er bætt I þetta vatn og þess vegna finnst ekki nein breyting á þvi þótt það sé kannaö i efnarannsóknarstof- um. Samt sem áður segist Fly- borg nú hafa vatn sem hlaöið sé tiðni er á við þrjátiu mismun- andi liffæri. Flyborg viðurkennir aö hann geti ekki skýrt hvernig þetta vatn eöa tiönin sem i þvi á aö vera, nái til hinna sjúku eða brengluðu liffæra og þess vegna verði aö meta það eftir árangrinum einvöröungu. Sjúklingar Flyborgs eru rann- sakaðir nákvæmlega áöur en hann tekur viö þeim. Blóö- þrýstingurinn er mældur,þvag- sýni rannsökuð og þar fram eftir götunum. Sjálfur mælir Flyborg svonefndan svörunar- tima. Svörunartimi er sú stund, sem liöur frá þvi sjúklingurinn heyrir hljóðið i heyrnartækinu þar til hann nær aö þrýsta á hnapp. Svörunartimi er oftast 0,2 sekúndur. Hann getur þó verið mislangur hjá sama manni og er taliö að með fimmtán mælingum fáist rétt meðaltal. Þegar þessum svör- unarmælingum er lokiö fær sjúklingur hljoðmeðferð þá sem auka á hormónamyndumvmikil- vægra liffæra. Um það bil stundarfjórðungi siðar fer fram ný svörunarmæling og af breyt- ingum þeim sem verða á svör- unartimanum, telur Flyborg sig geta ráöiö hvernig ástatt er um jafnvægið milli þess kerfis lik- amans, sem tengt er kkjaldkirtlinum og þess, sem tengt er kynkirtlunum. Hér verður þó aö gæta aldurs sjúkl- ingsins, lyfja þeirra sem hann kann að nota og nokkurra fleiri atriöa. Þegar þessari könnun er lokiö telur Flyborg sig þess umkom- fnn að hefja lækningu. Það er aragrúi meinsemda sem Flyborg telur sig ráða við eða hafa von um aö ráða viö. „Ég viðurkenni” segir hann ,,aö hér er komið út á sviö sem er litt kannað og litt þekkt og það verður ekki fyrr en eftir langan aldur aö menn fá fulla yfirsýn um þetta. En reynsla sú sem ég hef fengið siðan árið 1965 að ég hófst handa um þetta, seg- ir mér, hvaða sjúkdóma mér hefur oftast tekizt að ráða bót á. Flyborg nefnir i fyrsta lagi höfuðverk og þar næst andar- teppu og ofnæmissjúkdóma. Siðan viðvarandi bólgur, gigt, truflanir á hormónum tauga- veiklun óttakennd og þunglyndi nýrnaveiki og sjúkdóma sem tengjast þvagrás lifur og galli. Og fleira telur hann upp. En um Parkinssonsveiki segir hann sérstaklega að hann geti ekki bentá neittdæmiþessaðhonum hafi heppnazt að ráða böt á henni. Þegar Flyborg er um það spurður hvernig læknar hafi brugðizt við aðgeröum hans svarar hann þvi til að vafalaust hafi þeir fulla ástæðu til þess að lita á sig eins og hár i finni súpu. Samt sem áður hafi hann ekki orðið fyrir stórkostlegri gagn- rýni úr þeirri átt. Um marga sjúklingana gildir og það að það er læknunum frekar léttir, er þeir koma ekki lengur i biðstof- ur þeirra. Þetta fólk hafi að meðaltali leitað sér heilsubótar Sjúklingar i legustólum hver með sitt heyrnartæki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.