Tíminn - 15.12.1977, Blaðsíða 21
Fimmtudagurinn 15. desember 1977
21
íþróttir
Wales náði jafn-
tefli gegn V-Þjóð-
verjum í Dortmund
— í vináttuleik
Wales tryggöi sér jafn-
tefli (1:1)) gegn heims-
meisturum V-Þjóðverja
þegar þjóðirnar léku
vináttuleik í knatt-
spyrnu í Dortmund í V-
Þýzkalandi í gærkvöldi.
Klaus Fishver skoraði
mark V-Þjóðverja í
byrjun síðari hálfleiks,
en David Jones náði að
jafna fyrir Wales, þegar
11 mín. voru til leiks-
loka. Þetta var fyrsta
mark sem Walesbúar
hafa skorað í siðustu
fimm landsleikjum sín-
um.
í gærkvöldi
KLAUS
FISCHER...miðherji
Schalke 04 skoraði mark
V-Þjóðverja.
Stúdentar stigu
trylltan dans...
— eftir að Steinn Sveinsson hafði skorað
sigurkörfu þeirra (89:88) yfir Val á elleftu
stundu í gærkvöldi
Mikill darraðardans var
stiginn á fjölum íþrótta-
húss Hagaskólans i gær-
kvöldi, þegar Stúdentar
tryggðu sér sigur
(89:88) yfir Valsmönn-
um á elleftu stundu i 1.
deildar keppninni i
körfuknattleik. Það var
Steinn Sveinsson sem
skoraði sigurkörfuna
þegar 7 sek. voru til
leiksloka — Valsmenn
fengu þá knöttinn og
brunuðu upp völlinn, en
þeir misstu knöttinn útaf
og um leið fögnuðu
Stúdentar sigri.
Stúdentar meö Dirk Dunbar i
fararbroddi, höföu alltaf undir-
tökin i leiknum — höfðu yfir 42:38
i leikhléi, en náðu siöan 13 stiga
(69:56) forskoti fljótlega i siöari
hálfleik. Þá fór Bandarikjamað-
urinn Rick Hockenos hjá Val i
gang og lék hann mjög vel —
undir stjórn hans náðu Valsmenn
aö minnka muninn og komast yfir
88:87 þegar nokkrar sek. voru til
leiksloka, en siöan skoraöi Steinn
sigurkörfu Stúdenta, eins og fyrr
segir.
Bandarikjamaðurinn Dunbar
átti stórleik með Stúdenta-liöinu
— hann lék stórkostlega og réöu
Valsmenn ekkert viö hann. Dun-
bar skoraði alls 35 stig og hann
"ar potturinn og pannan i leik
Stúdenta. Steinn Sveinsson var
sterkur i vörninni. Kolbeinn
Kristinsson virðist vera aö ná sé á
strik með Stúdentum — hann
skoraði 14 stig, en Bjarni Gunnar
skoraöi einnig 14 stig.
Rick Hockneos var bezti maöur
Valsliðsins — var lykilmaður liðs-
ins i sókn og vörn, og skoraöi 28
stig. Þórir Magnússon átti góöa
spretti — hann skoraöi 24 stig.
Ómar, Halli og Laddi,
Albert, Ellert, Karvel
og aðrir fræknir
kappar í sviðsljósinu
í Laugardalshöllinni
í kvöld
Það verður mikið um „Gamlar lummur" í Laugardals-
höllinni í kvöld en þá fer þar fram „iþróttakabarett" og
koma flestir mestu íþróttajötnar landsins þar fram.
Meðal kappa sem verða á ferðinni á f jölum Laugardals-
hallarinnar, eru ómar Ragnarsson, sem mun opna
„Stjörnukvöldið" (kl. 19.55) með nokkrum úthugsuðum
upphitunaræfingum, Halli og Laddi, Albert Guðmunds
son, Ellert B. Schram, Karvel Pálmason, hið sigursæla
keppnislið iþróttafréttamannaáandsliðið í handknattleik
— undir stjórn Januzar Czerwinski,allir beztu lyftinga-
menn landsins og 5 beztu körfuknattleiksmenn islands
sem leika gegn þeim 5 Bandaríkjamönnum sem leika
hér.
„Stjörnukvöldiö” hefur verið
skipulagt þannig, aö gefa íþrótta-
unnendum kost á aö skemmta sér
i skammdeginu og verður margt
á boðstólum — kryddaö bæöi
gamni og alvöru.
Landsliöið i handknattleik sem
æfir nú af fullum krafti fyrir HM-
keppnina i Danmörku undir
stjórn Januzar Cerwinski verður i
sviösljósinu, þegar þaö mætir úr-
valsliöi iþróttafréttamanna og
veröur sá leikur siöastur á dags-
skrá.
Björgvin Björgvinsson hand-
knattleikskappinn snjalli úr Vik-
ingi sem hefur átt við meiösli að
striöa aö undanförnu, leikur nú
aftur með landsliöinu sem verður
skipaö þessum leikmönnum:
LANDSLIÐIÐ: Gunnar Einars-
son, Haukum, Kristján Sig-
mundsson, Vikingi. Geir Hall-
steinsson FH Januz Guölaugs-
son, FH. Þorbjörn Guömunds-
son Val, Jón H. Karlsson, Val,
Bjarni Guömundsson, Val, Björg-
vin Björgvinsson, Vikingi, Árni
Indriðason, Vikingi, Páll Björg-
vinsson, Vikingi, Viggó Sigurös-
son Vikingi, og Olafur Einarsson
Vikingi.
PRESSULIÐIÐ: Birgir Finn-
bogason, FH, örn Guömunds-
son KR, Jón Pétur Jónsson, Val,
Þórarinn Ragnarsson FH,
náö sér eftír meiöslin — og
öflug lið
íþróttafréttamenn ráöast ekki
á garðinn þar sem hann er lægst-
ur þvi aö þeir keppa I handknatt-
leik og knattspyrnu gegn öllum
sterkustu lyftingamönnum lands-
ins — Gústaf Agnarssyni, Skúla
Óskarssyni og Guömundi
Sigurðssyni og félögum þeirra.
Nú er búið að velja úrvalslið
iþróttafréttamanna sem hafa
ekki tapað kappleik siðan 1894.
Þeir stilla upp þessu liöi — áij,
Morgunblaöinu, Hermann, út-
varpinu, BB, Visi, h.halls, Dag-
blaöinu, SOS, Timanum, Bjarni,
Sjónvarpinu, sjl. Morgunblaðinu
gk, Visi og SS Morgunblaðinu. Þá
kemur leynigestur i heimsókn og
leikur hann meö iþróttafrétta-
mönnum — við munum segja frá
honum siðar.
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON... sést hér skora I landsleik. Hann hefur nú
leikur meö landsliöinu I Laugardalshöllinni I kvöld.
Steindór Gunnarsson, Val,
Stefán Gunnarsson, Val, Konráð
Jónsson, Þrótti Ásgeir Eliasson,
IR, Þorbergur Aðalsteinsson,
Vikingi, Gústaf Björnsson Fram
og Þorgeir Haraldsson, Hauk-
um, Birgir Jóhannesson, Fram
og Þorbjörn Jensson Val.
Pétur Bjarnason mun stjórna
pressuliöinu sem þeir Hermann
Gunnarsson og Ágúst I. Jónsson
hafa valið.
Jón Ármann í Alþingislið-
inu
Ein breyting hefur verið gerö á
Alþingis-úrvalinu, sem leikur
knattspyrnu gegn ómars All Star
— það er Jón Ármann Héöinsson
sem tekur sæti Bjarna Guönason-
ar sem er ekki löglegur meö Al-
þingis-liöinu. Það veröa þvi Al-
bert Guömundsson og Ellert B.
Schram sem leika á hægri kantin-
um, en þeir Karvel Pálmason og
Jón Armann Héðinsson sem leika
á vinstri kantinum, gegn Ómari,
Halla og Ladda, og Gunnari
Þórðarsyni.
Jón Sigurðsson og félagar
Nú er búið aö velja þá 5 leik-
menn sem leika gegn Banda-
rikjamönnunum i körfuknattleik,
en það eru þeir Jón Sigurðsson
KR, Simon Ólafsson, Fram, Kári
Mariusson, Njarövik, Þorsteinn
Bjarnason Njarövik og Bjarni
Jóhannesson, KR. Það er ekki að
efa aö þessir snjöllu leikmenn
koma til meö að veita Ame-
riku úrvalinu haröa keppni. Þaö
var Gylfi Kristjánsson sem valdi
islenzka úrvalsliöiö.
„íþrótta-
kabarett”
í Höllinni