Tíminn - 23.12.1977, Síða 8

Tíminn - 23.12.1977, Síða 8
8 Föstudagur 23. desember 1977 Þrautgóðir á raunars tund ÖRN OG ÖRLYGUR: ÞRAUTGÓÐIR A RAUNASTUND Björgunar og sjóslysasaga ts- lands, eftir Steinar J. Lúðviksson Bókaútgáfan Hraundrangi. Saga sjóslysa Bókaútgáfan öm og örlygur hefur sent frá sér nýja bók i bókaflokknum Björgunar- og sjóslysasaga Islands, eftir Steinar J. Lúðvíksson, en i fyrri bókum Steinars hefur verið fjallað um timabilið 1920-1958, enda af nógu að taka, þvi siglingar og sjóróðrar eru og voru háskaspil, þótt menn loki nú augunum og sjái gegnum fingur. Þjóðiner fljótað gleyma mörgu, einkum sjóslysum og öðrum harmþrungnum afdrif- um eigna og einstaklinga. Höfundursegiriformála fyrir ritinu á þessa leið: „Eins og vikið hefur verið að i formálum fyrri bóka hefur rit- verk þetta orðið umfangsmeira en upphaflega var ráð fyrir gert, en samt sem áður er eng- um ljósara en undirrituðum aö mestu erfiðleikarnir hafa verið þeir að ofthefurorðið að stikla á of stóru, og draga saman i mjög stutt mál, það sem vert væri mun itarlegriog lengri frásagn- ar. Margir þeir atburðir sem um er getið væru þess veröugir að um þá væri fjallað i lengra máli, og jafnan erfitt að meta hversu itarleg skil hverjum og einum atburði skuli gerð. Þvi er ekki að neita að við samningu þessarar bókar hefur reynst erfiðara að afla heimilda en oft áður. Slikt er i raun og veru eðlilegt, þar sem þeim fækkar sem muna þá tima er bókin fjallar um eða hafa lifaö þá atburði sem hér er greint frá. Þvi hefur i vaxandi mæli verið leitað að rituðum heimildum, en einnig þær hafa verið af nokkúð skornum skammti. Þess ber að geta að forystu- menn slysavarnadeilda viða um iand hafa lagt mikið og óeigin- gjarnt liðsinni við samningu þessa ritverks, bæði með þvi að benda á heimildarmenn og eins að lesa yfir handrit og bera þau undir menn sem muna þessa tima.” Esterarveðrið og annálar Það er ekki alveg ljóst af að- fararorðum þessarar bókar, hvernig þróun þessa rits var hugsuð i upphafi. Björgunar- og sjóslysasaga Islands. Þessi bók' era.m.k. tviþætt, þar fara sam- an lengri og stuttorðar greinar, sem minna á Lögmannsannál og fleiri slika, en skriftaglaðir, fróðir Islendingar hafa löngum dundað sér við að gjö'a dag- bækur um lifið og ársetja við- burði. Lengri greinarnar i riti Stein- ars J. Júðvikssonar eru af öðr- um toga, þær eru itarlegar frá- sagnir og lesefni, þar sem hugað er að dramatiskum hlutum, ekki siður en vörðuöum stað- reyndum. Þannig er kaflinn Mann- skaðaveðrið 24. marz, sem sjó- menn nefna sjálfirEsterarveðr- ið, eða gerðu það a.m.k. meðan undirritaður fylgdi fjölum. Þar er óvenjulega læsileg frásögn af einhverju mesta björgunaraf- reki þessararar aldar, þegar Guðbjartur ólafsson lagði segl- skútu sinni ESTER i stórviðri og hafróti að nokkrum opnum skip- um, sem flest voru áttæringar. I þvi veðri áttu allir nóg með sig, nema Guðbjartur Ólafsson. 20 Grindavikurbátar náðu landi, en fjórir voru ókomnir. A þeim voru 38 menn. Það þarf ekki að fjölyrða um hið ægilega ástand, en gripum nú niður i bókina: „Það þótti þegar sýnt að tor- sótt yrði að ná til lands, þar sem sækja þurfti nær beint á móti veðurofsanum. Tvö skip sem einhverra hluta vegna höfðu lagt mjög snemma af stað til lands náðu þó lendingu i Þór- kötlustaðahverfi, eftir um það bil klukkustundarbarning. Töldu sjómenn á þeim að við venjulegar aðstæður hefðu þeir ekki verið nema um 10 minútur að róa þá leið. Nokkru siðar náðu svo tvö önnur skip landi i Þórkötlustaðalendingunni. Þóttust sjómenn á þeim skipum varla hafa komisti harðari raun en á leiðinni til lands, og virtist þeim á stundum sem ekkert miðaði.” Þeirra sem ekki náðu landi virtist nú ekkert biöa nema dauðinn, en þá kom Ester. 1 bókinni segir: „Um þetta leyti sást til ferða þilskips þar skammt frá og eygðu menn strax lifsvon, ef unnt væri að komast i skipið. Lagði Gunnar fyrir menn sina að setja afturseglið í framstell- inguna og si"ðan var lensað þannig út að skipinu. Sást strax og það nálgaðist að skipverjar á þvihöfðu orðið bátsins varir og voru tilbúnir að taka á móti bátsverjum. Skip það sem þarna var á ferðinni var þilskipið Ester úr Reykjavik, eign Péturs J. Thor- steinssonar, útgerðarmanns. Hafði Ester verið að veiðum á Selvogsbanka og var skipið komið með fullfermi. Það var lagt af stað áleiðis til Reykja- vikur er óveðrið skall á, en þeg- ar það kom á móts við Stafnes var veðurofsinn orðinn slikur, að Guðbjartur Ólafsson, skip- stióri, ákvað að snúa við og halda sjó út af Grindavik unz veðriðgenginiður.VarEster á leið þangað, er skipverjar komu skyndilega auga á bát Gunnars Brynjólfssonar og þótti strax sýnt að bátur þessi myndi ekki hafa náð til lands og að menn á honum væru í nauðum. Gaf Guðbjartur mönnum sinum fyrirmæli að búa sig undir björgun bátsverja. Var byrjað á þvi að fella forseglin og snúa skipinu upp i. Ahöfninraðaði sér siðan við borðstokkinn, tilbúin að taka á móti bátnum þegar hann bæri að. Það var þó engan veginn hættulaust, þar sem sjó lag var orðið mjög illt og skipið lá undi’: stööugum áföllum. Bátnum var lagt að miðri skipshliöinni á Ester kulborðs- megin, og siðan sættu skipverj- ar á Esther lagi að kippa um borð til sin bátsverjum þegar sjórinn lyfti bátnum I hæð við boröstokkinn á Ester. Aður en siöustu mennirnir úr báti Gunn- ars fóru um borð í skipiö brugðu þeir taug sem kastað haföi veriö frá Esther um borö i bátinn um þóftu, I þeirri von aö báturinn héldist ofansjávar aftan I skip- inu. Meðan á björgun áhafnarinn- ar af báti Gunnars Brynjólfs- sonar stóð, sást tilferða þriggja annarra báta i sortanum og var björgun þeirra undirbúin á sama hátt. Komu tveir þessara báta fljótlega að skipinu og náö- ust áhafnir þeirra, samtals 20 menn, um borð. Siöastur aö Ester var bátur sem Guöjón Magnússon i Grindavik var for- maöur á, en á þeim báti var 11 manna áhöfn. Bátur þessi hafði verið meðþeim siöustu sem hélt af miðunum, þar sem hann átti net I sjó, er dregin voru eftir að linan var lögð. Þegar hann lagði af stað til lands voru fyrst drég- in upp segl en mastriö brotnaði þá niður við stellingu. Þá var afturmastriö fært fram og reynt að sigla, en það gekk mjög örðuglega. Ætlunin varað reyna að ná landi við Blásiðubás, en eins fór meö bát þennan og bát Gunnars Brynjólfssonar: Vesturfallið hreif hann með sér. Bátsverjum af þessum báti var bjargað á sama hátt og öðr- um ogvoruþeirkomnirum borð i skipið um klukkan fimm, um klukkustundu eftir að áhöfninni á báti Gunnars Brynjólfssonar hafði verið bjargað. Ahafnir Grindavikurbátanna vorusirax drifnarniður iskipið, enda ekki viðlit að vera lengur á þilfari vegna stöðugrar ágjafar. Var nú orðið mjög þröngt á þingi um borð i Ester er 38 skipbrotsmenn bættust við 27 manna áhöfn skipsins. Var átján mannanna komið fyrir i káetunni og tuttugu höfðust við i hásetaklefanum. Allir voru mennimir blautir, hraktir og sumirorðnir allþrekaðir er þeir björguðust. Var þeim veitt öll sú aðhlynning sem tiltæk var eins og á stóð og lá áhöfnin á skipinu ekki á liði sinu við aö sjóða mat handa mönnunum og bera þeim hann siðan ásamt heitu kaffi og te. Vegna ágjafarinnar varð að hafa allar smugur tryggilega lokaðar, og varð þvi fljótt loft- laust i vistarverum mannanna. Fúndu nú margir Grindvikingar til sjóveiki, og var það ekki til þess að bæta loftið i klefanum. Enginn kvartaði þó yfir sinum hag, enda öllum ljóst að skips- höfnin á Estsr hafði þá úr helju heimt. Það mun hafa verið ætlun Guðbjartar ólafssonar að reyna að slaga inn að Grindavik og koma mönnunum þar i land um kvöldið, en þar sem veður fór enn versnandi var f ljótlega hætt við það. Var ekki um annað að gera en að leggja Ester til drifs og siga undan veðrinu austur á bóginn. Þegar skipið kom dýpra út versnaði enn i sjóinn og um nóttina urðu skipverjar að brjóta talsvert af skjólborðinu til þess að sjórinn rynni betur út og kasta fyrir borð nokkru af kjölfestunni til þess að létta skipið, enda var nú mikil ising tekinað hlaðast á það. Kjölfest- an var járnstykki, allþung, og eins og nú stóð á voru þau engan veginn meðfærileg. Einnig var gripið til þess ráðs að setja lifur i poka og hengja þá Ut fyrir borðstokkinn til þess að lægja sjóina. Eftir þessar aðgerðir fór Ester betur i sjó en áður.” Þetta var þó ekki eina björgunarafrekið, sem unnið var i Esterarveðrinu. Guð- mundur Jónsson, skipstjóri á Freyju (vélbátnum) bjargaði einnig skipshöfn þennan dag, og er einnig greint frá þvi afreki i bókinni. Vélbátur ferst við Garðskaga Bók Steinars er skipt i lengriog styttri frásagnir. Sumar eru einkar haganlega gerðar, aðrar eru verri. Ef tekin eru tvö dæmi, valin af handahófi, sést hvað við er átt. Fyrri frásagan segir i rauninni allt sem máli skiptir, en sú siðari segir i rauninni ekki neitt. Nöfn og heimiii hefði maður viljað fá. Reyndar kemur það ekki fram hvort báturinn var mannlaus. Þarna hefði verið unnt að afla heimilda, t.d. at- huga leiðarbækur og fl. Nóg um það, en hérna eru frásagnirnar báðar: „Vélbátur ferst við Garðskaga: Siðdegis 12. febrúar lagði litill vélbátur sem Loftur Loftsson útgerðarmaður átti, af stað frá Reykjavik. Bátur þessi var notaðurtil þess að flytja fisk frá Sandgerði til Reykjavikur, og kom oft fyrir að hann tók jafn- framt vörur frá Reykjavik til Sandgerðis. Var svo að þessu sinni. Var það aðallega járn og olia sem hann hafði meðferðis og tók útskipun þessa varnings lengri tima en ráð hafði verið fyrir gert. Gott veður var er báturinn lagði af stað frá Reykjavik, en skömmu siðar fór að hvessa og brima. Herti veðrið þegar á daginn leið, og lentu margir bátar frá Suðurnesjum sem róið höfðu þennan dag i hrakningum á leiðinni til lands. Bátar frá Sandgerði gátu ekki komist inn Hamarssund og inn á höfnina en urðu að hleypa til Garðs eða Keflavikur, auk þess sem nokkrir þeirra héldu sjó úti fyrir Leiru um nóttina. Vélbáturinn úr Reykjavik kom ekki fram þegar veðri slot- aði. Töldu margir i fyrstu að hann hefði snúið við þegar óveðrið skall á og leitað vars, en nokkru sfðar spurðist það að sést hefði til ferða hans út af Garðskaga. Þá var leit hafin og jafnframt gengnar fjörur. Fannst brak úr bátnum við Kirkjubólshverfið og þótti sýnt að hann myndi hafa farið of nærri landi, strandað og farist. Tveir menn voru á bátnum, Markús Magnússon frá Litla- Seli i Reykjavik, formaður, og Kristján Einarsson, vélamaður, einnig úr Reykjavik. Lik mannanna fundust fljótlega rekin á svipuðum slóðum og brakið úr bátnum. E.s. Gulifoss bjargar báti: 17. febrúar fann e.s. Gullfoss, skip Eimskipafélags Islands, bát á reki, er skipið var á sigl- ingu Ut af Vestfjörðum. Bátur þessi var frá Súgandafirði. Hafði vél hans bilað er hann var i róðri og seglaútbúnaður fljót- lega eyðilagst, enda mjög slæmt veður. Hafði bátinn hrakið all- lengi er Gullfoss bar að og bjargaði honum.” Bókin Þrautgóðir á rauna- stund er um 190 tölusettar blað- siður. Aftast er efnisyfirlit JónasGuðmundsson Flugvirkjar Arnarflug h.f. óskar að ráða flugvirkja til starfa strax. Umsóknir sendist á skrifstofu félagsins, Siðumúla 34, Reykjavik, á eyðublöðum sem þar fást. ARNARFLUG HF CHEVROLET TRUCKS Höfum tii sölu: Tegund: Scout II V-8sjálfsk. D.L. AAazda 929, 4ra dyra AAercedes Benz 406 D ber 2.41. Scout 11 6 cvl beinsk. Bedford sendif. disel lengri Ford Pick-up Bronco V-8sjálfsk. Hanomag Henchel, ber 4 t. Vauxhall Viva station Scout 11, V-8 sjálfsk. Ford Custom Ford pick-up Chevrolet Vega station Ch. Blazer Chevenne Volvo 142 d.l. Toyota Crown de luxe Peugeot diesel 504 Chevrolet Nova Chevrolet Nova 2 ja d. Datsun 120 Y sjálfsk. Ch. Nova Concours Datsun 180 B Scout II 6 cyl. sjálfsk. Chevrolet Nova SS hatsb. G.AA.C. R=>Mv Waqon Chevrolet Blazer C.S.T. Scout Traveler disel Chevrolet Nova Hatsback Vauxhall Victor sjálfsk. Datsun diesel með vökvast. Ch. Nova Consors 4 dv. Volvo244d.l. sjálfsk. Chevrolet Nova 2ja dyra Arg. Verð i þús. '76 '77 '70 '74 '72 '71 '74 '71 '72 '74 '71 '71 '74 '74 '74 '76 '72 '76 '74 '76 '76 '74 '74 '75 '74 '70 '76 '73 '72 '71 '77 '76 '73 3.900 2.400 1.600 1.950 1.500 1.450 2.400 Tilboð 825 2.700 1.450 1.600 1.450 3.000 2.100 3.300 1.200 2.700 1.980 1.750 2.950 1.600 2.300 2.800 2.800 2.350 5.500 1.700 Tilboð 1.100 3.400 2.800 1.500 Samband Véladeild ARMULA 3 SIMI 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.