Tíminn - 23.12.1977, Side 20

Tíminn - 23.12.1977, Side 20
20 Föstudagur 23. desember 1977 Komin er út ný málverkabók um Sverri Haraldsson, listmál- ara rituö aö Matthlasi Johannessen, skáldi og ritstjóra en hann hefur áöur ritaö merki- legar bækur um Kjarval og Gunnlaug Scheving. Þaö er ekki svo auövelt aö rita greinar um málverkabækur ef i þeim er texti. Á aö lesa slikar bækur eöa er textinn aöeins til uppfyllingar eins og lesmál dag- biaöanna innan um auglýsinga- flóöiö i desember? Eöa á textinn kannske aö styöja viö myndirnar? Varla þaö i þessu tilfelli og þaö viröist tæpast þörf á hálfgildings þjóö- skáldi til þess aö rekja ættartöl- ur og aferil manna sem mála myndir og allir vita hverjir eru. Viö nánari kynni eru þetta tvær bækur i einni. Spretthörö vangaveltubók af ljóöaættinni og svo stórkostleg litabók. um flinkan málara sem svo lltiö sést hjá almenningi en þeim mun meira I bönkum og hjá þeim sem hafa næga peninga og vit til þess aö tryggja sér góöa hluti upp á vegg. Þvi er hér brugöiö á þaö ráö aö fjalla um bókina i tveim hlut- um. Annars vegar um textann og hins vegar um listina og frá- gang bókarinnar sem lika er svolitill viöburöur. Eins og fiskimennirnir í guöspjöliunum Þaö var mikiö lán aö fenginn var rithöfundur og skáld til þess aö semja texta i þessa bók. Hin- ir læröu skiljast ekki lengur og á þaö jafnt viö um listfræöinga sem tala eöa rita um málverk og jaröfræöinga sem tala um kvikuna viö Kröflu og hennar merkilegu hegöan. Samt eru þessar fræöigreinar ágætar til sins brúks, þótt alþýölegar séu þær ekki. Viö fögnuöum þegar reyndur blaöamaöur Indriöi G. Þor- steinsson var fenginn til þess aö rita um Kjarval og viö fögnum þvi aö Matthiasi var faliö aö rita textann i bókina um Sverri, þvi þá getur maöur a.m.k. lesiö þessa bók og metiö hana sem slika. Frá þvi var greint nýveriö þegar eitt af spekiskáldum okk- ar var að koma meö bók aö sá skortur fylgdi þessari bók aö hana mætti lika lesa gagnstætt hinu venjulega. Þetta sama reyndist uppi á teningnum aö málverkabókin er ljómandi skemmtileg aflestrar og vona ég aö þaö spilli ekki fyrir henni þannig séö. Bókin hefst i Vestmannaeyj- um, þar sem Bjarni Jónsson föðurafi Sverris fór meö hann i fjallgöngur strax innan viö eins árs aldur en frá þessu segir á þessa leiö: „Heimaey þar er ég fæddur og uppalinn. Mér er sagt ég hafi farið i fyrstu fjallgönguna á Helgafell i Vestmannaeyjum innan viö eins árs aldur. Bjarni Jónsson fööur- afi minn bar mig. Þetta hefur verið fagran og snjólausan vetr- ardag skömmu eftir áramót 1931. Siöan bar hann mig alltaf þar til ég gat bjargað mér á eig- in spýtur. Viö afi fórum hvern einasta sunnudag sem færi gafst i gönguferðir oftast i fjallgöngur — eöaþangaö til ég var þrettán ára og varö skáti. Þá fór ég i gönguferöir meö félögum minum i skátahreyfingunni og viö afi hættum aö fara þessar sunnudagsferðir aö staöaldri. Þessum sunnudagsgöngum okkar afa lauk ávallt rétt fyrir hádegi, og þá fórum viö i baö- húsiö en þaö er ekki svo aö skilja aö viö höfum ekki baðaö okkur oftar en einu sinni i viku, heldur var ekkert baö heima og okkur þótti hressandi aö skola af okkur eftir gönguferöirnar. Sföan fórum viö heim i sunnu- dagssteikina. Hún var mér ein- kennilega minnisstæö, llklega vegna þess aö ég hef veriö orðinn mjög svangur, þó aö ég hafi alltaf veriö svo litill mat- maöur aö ég hef sjaldnast boröaö nema af illri nauösyn. Afi átti sex kýr þegar þær voru flestar. Og auövitað var ég kúreki þó aö ég hafi aldrei átt neitt sameiginlegt meö þessum siskjótandi kúrekum banda- riskra kvikmynda enda gátu Vestmanneyjar án þeirra veriö I bernsku minni. Kýrnar voru aöeins úti á sumrin aö sjálfsögöu og enda þótt mér þætti vænt um þær var ég oit óþolinmóður yfir þvi hvaö þær voru latar og siluöust hægt i haga sifellt gripandi niöur I ómerkilega grastoppa á vegar- kantinum vitandi þó, aö þeirra beið grænn og kafloöinn hagi. Sérstaklega þótti mér þær bág- rækar þegar ég eignaöist reiö- hjól. Þaö var fyrr en almennt geröist i Eyjum. Þegar ég rak kýrnar i haga á morgnana var allt á fótinn en þvi skemmti- legra aö hjóla heim á ofsahraöa. A kvöldin sótti ég kýrnar en þá var ekki eins gaman aö hjóla heim. Ég gæti imyndaö mér þaö hafi verið 3-4 km i kúahagann en hann varundir Helgafelli og var kallaö fyrir sunnan Fell. Eldfell kom upp í gosinu 1973 á þessum vegi þar sem ég rak kýrnar og stendur rétt noröan viö hagana. Ef ég þyrfti nú aö reka kýrnar sömu leiö og fyrr yröi ég aö fara þvert yfir Eldfell en haginn og tún afa mins sluppu viö hraun þvi þaö rann allt til noröurs. Matthias Jóhannessen, skáld. Mér er til efs aö nokkur hafi átt fegurri æsku en ég. Afi átti engan sinn lika og hann sá til þess að engan skugga bar á upp- vaxtarár min. Ég var alinn upp hjá afa mín- um og ömmu. Þau voru eins og fiskimennirnir i guðspjöllunum, þau áttu vissa fullkomnun og heiöarleika. Afi prédikaöi ekki og hann var ekki krossfestur en hann gef ekki eftir neinum spá- manni sem ég hef haft spurnir af hvorki i orðum né æði. Hann var bóndi og útgerðarmaöur i hjáverkum og framkvæmda- stjóri fyrir tveimur stórum fyrirtækjum en peningar voru honum ekki freisting þvi siöur svarti galdur. Hann var samvizkusamur meö afbrigöum honum féll aldrei verk úr hendi og sjötugur hljóphann á Helgafell. Hann dó 1962 mig minnir 82ja ára gamall. Minn eini „komplex” er aö hafa ekki veriö jafr, góöur og afi minn átti skiliö. Ég á honum þá skuld aö gjalda.” Hví ekki eitthvað stórt? Siöan rekur hann æskuna og segir m.a. þetta: „Margar ráöstefnur voru nú haldnar aö mér fjarverandi og umræðuefnið: hvaö átti aö gera viö gripinn? Niöurstaöan várö sú og átti ég talsveröan hlut aö máli aö ég færi i Iönskólann i Vestmannaeyjum sem var kvöldskóli og ekkert sérstakt viö hann aö athuga. En aöal- ástæöan til þess aö ég vildi fara i þennan skóla var sú aö ég gat ekki hugsaö mér aö flytjast til Reykjavikur frá Bjarna afa og ömmu minni enda voru þau oröin gömul og ég var sólar- geisli þeirra eins og þau sögöu. Þaö er ekki lítil ábyrgö og raun- ar ljótt að taka sólargeislann frá gömlu fólki. Iðnskólinn i Eyjum var fjögurra ára skóli en ég lauk honum á tveimur árum og þá hófust ráðstefnur að nýju um framtiö mina. Ég haföi hálft I hvoru veriö að gæla viö aö læra skipasmiöareöa húsgagnasmiöi þvi aö þá gat ég veriö áfram heima i Eyjum. Ég var ekkert aö hugsa um, hvaö þótti fint eöa merkilegt aðeins um afa og ömmu og eitthvaö sem væri Þaö er ekki fyrr en á Parisar- árunum 1952-53, sem ég fer út i þessa hreinu flatarmálsfræði i myndlist þar sem maður þarf ekki einu sinni á jafn mikilli kunnáttu aö halda og iönaöar- maöur og reyndar stóðum viö langt aö baki húsamálurum hvaö snerti efni og kunnáttu. Frá Vestmannaeyjum. 1946 fyrir annmörkunum á þessari tegund flatlistar. Þetta timabil stóð til 1955 en þá gafst ég upp þó aö samherjar minir i myndlistinni héldu áfram á sömu braut og geri raunar enn. Viö vorum nokkrir saman á þessu ófrjóa timabili. Hrópuðum húrra hver fyrir öörum. Hvöttum hver annan meö innantómu orðagjálfri og vigoröum þvi að ekki gerðu aðrir þaö. Sungum saman halleljúa og „Fram fram þjáðir menn...” Vorum bræöur 1 þjáningunni. Einn daginn kom ég til eins þessara hrjáöu samherja minna og var hann þá I óskaplegum vandræðum. Þaö var einhver rauöur ferhyrningur i miöju málverki sem hann átti i mikl- um erfiðleikum meö(þvi aö hon- um þótti hann koma út úr mynd- inni og stinga i stúf við heildina. Hann vildi ómögulega að einn flöturinn skæri sig úr meö þeim hætti og var lengi búinn aö berj- ast viö þessa rauöu ófreskju. Ég gleymi ekki hvað hann varö undrandi þegar ég kom meö nýtilega uppástungu aö lausn málsins. Málverkabók Sverris Haraldssonar Hví ekki eitthvað stórt? skemmtilegt aö taka sér fyrir hendur. Þá hvarflaöi hugurinn aö smiöum. Presturinn sem fermdi mig haföi ekki fyrir siö aö yröa af fyrra bragði á fermingarbörnin sin úti á götu og ég var þvi furðu lostinn þegar hann stöövaði mig og tók mig tali á Kirkjuveginum ég var þess fullviss aö nú væri heims- endir i nánd. Hann spuröi mig hvaö ég ætlaði aö veröa. Ég vissi þaö ekki en fór aö tala um aö mig langaði kannski til aö læra smiöi eöa mála myndir. Þá horföi hann á mig eins og naut á nývirki og sagði: „Ja-á, en þetta er ekki nógu stórl fyrir þig þvi ekki eitthvaö stærra eins og arkitektúr?” Ég áttaöi mig ekki á þvi fyrr en tveimur dögum siöar að ég haföi veriö aö tala viö atvinnugóömenni — og kannske hefur hann lika sagt þó ég muni þaö ekki nákvæmlega: „En hvi ekki eitthvað stórt eins og — ja aö veröa prestur?” Hvað sem þvi liöur áttaöi ég mig á þvi að hús eru að sjálf- sögöu stærri en málverk þó aö þau þurfi ekki endilega aö vera merkilegri. En þetta var erfitt próf og ég stóöst þaö ekki.” Eftir þvi sem liöur á ævi Sverris Haraldssonar fjölgar sýnum á lofti og þaö veröur öröugt aö greina sjálfan sögu- þráöinn sem viö. stundum nefn- um lifshlaup: bókin hneigist i átt til speki. Reynt er aö skýra þverskeytta siglingu frá tizk- unnar straumi yfir i eitthvaö annaö. Talaö er um Kjarval, og myndlistin veröur uppistaöan i bókinni en ekki sá sem málaöi myndirnar og nýir guöspjalla- menn taka viö þessum gömlu. Athyglisvert er t.d.þetta: „A sýningu minni 1952 voru natúralistiskar myndir og kúbisk áhrif. Ég held þar hafi ekki veriö nein mynd, sem ekki var byggð upp á einhverri fyrir- mynd. Þetta timabil stóö aöeins yfir I tvö ár en þá gafst ég upp. Fannst þetta enginn vandi, auk þess hundleiöinlegt og hæfileik- um manns ekki samboðið aö raöa niöur flötum á léreft og þetta var svo fáránlegt aö viö notuöum jafnvel oliuliti sem eru mjög erfiöir og henta engan Klifiö. veginn flatarmálsmyndum. Allt annaö efni heföi i rauninni veriö betra, svo sem bilalökk og hörpusilki. En viö vildum vera alvörumálarar og nota oliuliti eins og Kjarval. En þeir henta bara allt öörum aöferöum. Þaö þarf aö blanda þeim saman, svo aö unnt sé aö auka á blæbrigöi ýmiss konar og búa til sérstaka áferð á léreftinu meö mismun- andi þykku litalagi sem sagt: þaö á aö nota þá eins og hvitan galdur til aö ná áhrifum. Ég haföi áöur notaö oliuna með þessum hætti, en vildi nú vera maöur meö mönnum og samtima tizkunni auk þess sem ég hafði ekki gert mér grein Siöan hefur hvarflaö að mér hvort þaö sé ekki meiri vandi aö láta litinn koma á móti manni út úr myndinni en hverfa inn i flet- ina. Þaö getur hvaöa húsa- málari sem er stillt saman flet- ina, þannig aö þeir séu nokkurn veginn á sama plani. En hvaö um þaö. Á þessum árum var sá mestur sem þjáöastur var á sál og likama.” Og nú rekur brátt aö þvi aö söguþráöurinn hefur komizt á það stig aö prósinn fer aö gefa sig á saumunum og þá byrjar skáldið aö yrkja. Þetta er aö minu viti nýtt. Kannski ætti eftir allt saman annaö hvort aö yrkja kvæöi i málverkabækur, eða rita sónötur og láta siöan plöturnar fylgja? Skýjamyndir „Eldur og hörpur er himinn þessa kvöids glitaöur margbreytileiki I hjúpi rúmsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.