Tíminn - 24.12.1977, Side 15
Laugardagur 24. desember 1977
15
riksson ræðir við nokkra
menn sem minnast liðinna
jóla.
20.30 Organleikur og einsöng-
ur Gunnfriður Hreiðarsdótt-
ir og Jóhann Konrdösson
syngja Jakob Tryggvason
leikur undir á orgel Akur-
eyrarkirkju. Einnig leikur
dr. Páll Isólfsson á orgel
Dómkirkjunnar i Reykjavík
orgelverk eftir Bach.
21.10 „theiminn borinn maður
smár og hræddur” Saga
Jónsdóttir og Þórir Stein-
grimsson leikarar á Akur-
eyri lesa ljóð eftir Guðmund
Böðvarsson.
21.30 Magnificat i D-diír eftir
Johann Sebastian BachElly
Ameling, Hanneke van
Bork, Helen Watts, Werner
Krenn og Tom Krause
syngja með kór Tónlistar-
háskólans i Vinarborg og
Kammersveitinni i Stutt-
gart. Stjórnandi: Karl
Munchinger.
22.00 Jólaguðsþjónusta i sjón-
varpssal Biskup Islands
herra Sigurbjörn Einarsson
messar. Kór Menntaskólans
viö Hamrahlið syngur.
Söngstjóri: Þorgerður
Ingólfsdóttir. Orgelleikari:
Hörður Askelsson.
Veðurfregnir um eða eftir kl.
22.50. Dagskrárlok.
sjónvarp
Laugardagur
24. desember
aðfangadagur jóla
14.00 Fréttir og veður.
14.15 Ferðin til Egyptalands
Teiknuð myndasaga, byggð
á gamalli helgisögu.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Sögumaður Róbert
Arnfinnsson.
14.25 Pétur og úlfurinn Þjfsk
leikbrúðumynd byggð á
alkunnu tónverki
Prókofjeffs. Þýðandi óskar
Ingimarsson. Þulur
Ragnheiður Steindórsdóttir.
14.50 Kynjaborðið, gullasninn
og skjóðan (L) Söngleikur
frá sænska sjónvarpinu,
gerður eftir einu Grimms-
ævintýranna. Fátækur
skraddari á þrjá syni, sem
fara út í heim að læra nyt-
samar iönir. Að námslaun-
um fá þeir góðar gjafir frá
meisturum sinum. Þýðandi
Óskar Ingimarsson. (Nord-
vision — Sænska sjónvarp-
ið)
15.30 Jólin koma. Sfðustu
dagana fyrir jól gera börnin
sér dagmun. I skólanum
eru „litlu jólin”. Þaö eru
sungin jólalög, sagðar sögur
og sýslað viö sitt af hver ju i
tilefni jólanna. Heima fyrir
er lika hugað aö ýmsu.
Umsjón Andrés Indriðason.
16.20 Hlé
22.00 Aftansöngur jóla i
sjónvarpssal (L) Biskup
Islands, herra Sigurbjöm
Einarsson, þjónar fyrir alt-
ari og prédikar. Kór
Menntaskólans viö Hamra-
hlíð syngur undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Orgelleikari Hörður Áskels-
son. Stjórn upptöku öm
Harðarson.
23.00 Dýrð sé guöi Tónverkið
Gloria eftir italska
tónskáldið Antonio Vivaldi
(1675—1741) er fagnandi lof-
gjörð um mikilleik Guös.
Það er talið vera samið um
1715 og er i tólf þáttum fyrir
kör, einsöngvara, óbó og
trompet. Pólýfónkórinn
flytur verkið undir stjórn
Ingólfs Guðbrandssonar.
Einsöngvarar Ann-Marie
Connors, Elisabet Erlings-
dóttir og Sigriður Ella
Magnúsdóttir. Upptakan
var gerð á hljómleikum i
Háskólabiói i april sl. Henni
stjórnaði Andrés Indriða-
son.
23.35 Dagskrárlok.
David Graham PhiUips:
SUSANNA LENOX
Húmið var að detta á. Klukkan var orðin því nær sex.
Um leið og hún steig yfir útidyraþröskuldinn leit hún
snöggvasttil vesturs eins og fólk sem býr í votviðrasöm-
um löndum gerir oft á kvöldin. Það birti yfir andliti
hennar. Hún þóttist vita að hin löngu og breiðu skýjabönd
á rauðum kvöldhimninum hlytu að boða eitthvað gott.
23
Hún gekk niður Fjórða-strætið, síðan yfir Grófina að
húsi „ Frjálsrar verzlunar". Hún nam staðar í f ordyrinu,
rétt hjá lyftunni og stiganum, og hugsaði sig um. Loks
áræddi hún að nálgast skrifstofudyrnar.
,,Er Roderick Spenser hér?" spurði hún]arekinn, gra-
skeggjaðan mann í svörtum, virðulegum fötum.
,,Hann vinnur uppi á efri hæðunum", svaraði
öldungurinn og brosti Ijúf mannlega, er hann sá þessa vel
búnu stúlku.
„ Er hann þar núna?"
„Ég skal hringja". Hann gekk inn í skrifstofuna, sem
var innar af af afgreiðslustúkunni, en kom aftur að
vörmu spori með þau tíðindi, að Spenser væri nýfarinn
út úr herbergi sínu og væri sjálfsagt á leiðinni niður í
lyftunni. „Þér náið honum, ef þér farið fram í forsal-
inn".
Súsanna vissi lítil deili á því, hvernig samskiptum
manna og kvenna er háttað í stórborg, og skildi því ekki,
hvílík viðurkenning á fegurð hennar og þokka fólst í
þeirri ályktun gamla mannsins, að Spenser myndi vera
eitthvað f mun að hitta hana. Hún flýtti sér fram fyrir,
og í sömu svipan komu tveir ungir menn út úr lyftunni í
hinum enda forsalsins. Eins og vænta mátti af henni svo
ungri, haf ði hún verið búin að hugsa sér, hvað hún ætti að
segja og hvernig hún ætti að haga sér, er fundum þeirra
bæri saman. En þegar hún sá hann, byrjaði hún strax að
titra, og snöggvast fannst henni hún alls ekki geta stunið
upp einu einasta orði. Það var talsvert skuggsýnt, og
þegar hann sá, að stúlkan, sem þarna stóð, horfði á hann,
bar hann höndina upp að hattinum. Andlit hans var alveg
eins og það hafði verið — sami, yfirlætislausi og
áhyggjulausi svipurinn, sama vingjarnlega, skilnings-
ríka augnaráðið. En nú var hann klæddur eins og hæfði í
stórri borg.
„Herra Spenser", sagði hún vandræðalega.
Hann nam staðar. Förunautur hans héltáfram. Hann
lyfti hattinum og leit á hana spurnaraugum.
„Þekkið þér mig ekki?"
Undrunin og hin kalda kurteisi ruku út í veður og vind.
Augu hans Ijómuðu, er hann þekkti hana aftur, og brosið,
sem færðist yfir varir hans, yljaði henni um hjarta-
ræturnar. Hún varð frá sér numin af fögnuði, er hann
hrópaði: „Hvað? Þetta er þó ekki stúlkjan á stapanum?
En hvað þú hef ur breytzt á einu ári — ekki heilu ári!"
„ Jú, það er líklegt", sagði hún, og nú fyrst f laug hétini
það í hug, að það kynni að hafa orðið einhver breyting á
sér. Og til þess að láta hann strax vita, að hún ætti brýnt
erindi við hann, flýtti hún sér að bæta við: „Ég er komin
til þess að borða það, sem ég skulda".
Hann rak upp skellihlátur og dró hana með sér fram í
fordyrið, þar sem var bjartara. „Og þú hef ur farið aftur
heim til manns þíns", sagði hann. — Hún veitti því at-
hygli, hve rödd hans gerbreyttist á svipstundu.
„Hvers vegna heldurðu það?" sagði hún.
„ Ég veit það varla. Þú ert orðin svo breytt — eitthvað
lifsreyndari".
Súsanna stokkroðnaði.
„Þú ert— hamingjusöm?" sagði hann spyrjandi.
„Ég hef ekki séð — hann", svaraði hún hikandi. „Ég
hef f lækzt úr einum stað í annan, síðan ég fór f rá Caroll-
ton".
„Flækzt úr einum stað í annan?" endurtók hann for-
viða og virti hana fyrir sér f rá hvirf li til ilja.
„Og nú", sagði hún snöggt og þó hikandi, „hef ég verið
hér í bænum um tíma".
„Þá má ég ef til vill heimsækja þig?"
„Það þætti mér vænt um. Ég bý ein í herbergi, sem ég
tók á leigu með húsgögnum — rétt við Lincolngarðinn".
„Ein? Þú ert þó ekki enn á hrakningi?"
„Ég er enn á hrakningi".
Hann hló. „Það gerir þér áreiðanlega ekki neitt til.
Þvert á móti". Svo varð vandræðaþögn, þar til hann
sagði kurteislega: „Þú vildir ef til vill borða með mér í
kvöld?"
Hún Ijómaði af gleði. „Ég var einmitt að vona, að þú
byðir mér það".
„Það verður ekki eins skemmtileg máltíð og uppi á
klettinum".
„Slíkur dagur rennur aldrei upp aftur", sagði hún. „ Er
fóturinn orðinn heill?"
Spurning hennar kom f latt á hann. í undrun sinni yfir
þeirri gátu, sem þessi dularf ulla stúlka var orðin honum
i annað sinn, var afsökuninni, sem hann hafði f undið upp
til þess að bjarga sér úr klípunni, er hann hafði í fljót-
ræði stofnað sér í, alveg stolið úr huga hans. Hann sót-
roðnaði. „Það er heil öld síðan", sagði hann og bar ótt á.
„Ég væri búinn að gleyma þessu, ef þú hefðir ekki verið
annars vegar. Ég hef aldrei getað gleymt þér".
„Ég hef ekki heldur getað gleymt þér", sagði hún eins
glöð og hann hafði vænzt, og hún sagði þetta svo innilega,
að honum f annst hún vera hér um bil sama barnið og hún
var, er f undum þeirra bar fyrst saman. „Þú manst, aðég
skulda þér dálítið, og mig langar til þess að borga skuld-
ina".
„ A-ha! Var það nú allt og sumt?" sagði hann hálf vegis
í spaugi.,, Bíddu hérna of urlitla stund". Hann gekk f ram
að hurðinni og opnaði hana, litaðist um, hljóp þvert yfir
götuna og hvarf inn i Nikulásargistihúsið. Hann kom aft-
ur að vörmu spori.
„Ég varð að skreppa þarna yfir um og tala við
Bayne", sagði hann, þegar hann kom aftur inn í fordyr-
ið. „Ég var búinn að gera ráð fyrir að borða með honum
og fáeinum mönnum öðrum — niðri. í þess stað borða ég
með þér uppi. Þú tekur vonandi ekki til þess, þó ég sé að-
eins í svona fötum?"
Hún lét í veðri vaka, að hann væri nógu vel búinn til
þess að borða hvar sem væri. „Ég vildi kannski helzt, að
þú værir í gömlu f lónelsbuxunum með skálmarnar upp-
brettar", sagði hún. „En ég get mætavel gert mér það í
hugarlund".
„Ó, hvílík máltið! Eða þá ferðalagið á eftir", sagði
hann. „Hvers vegna skrifaðirðu mér aldrei?"
Hann bjóst við, að hún myndi segja sem svo, að hún
hefði ekki vitað heimilisfang hans, og hafði ótal mótbár-
ur á takteinum. En hún svaraði aðeins:
„Ég var ekki svo f jáð, að ég gæti borgað það, sem ég
skuldaði þér". Þau flýttu sér yfir götuna og gengu upp
þrepin framan viðgistihúsið. „Og svo — seinna —, þegar
ég var farin að kynnast lífinu og heiminum betur .... Ég
... O-jæja — það skiptir engu máli. Peningaleysió var í
raun og veru eina ástæðan".
Hann nam allt í einu staðar. „Hvað var það, sem þú
,,Pabbi, eigum við nokkra máln-
ingu sem er eins á litinn og bfllinn
þinn?”
DENNI
DÆMALAUSI