Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 18
18 Jólablað 1977 Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Starfsmannafélagið Sókn Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla komandi ár þökkum við viðskiptin á s.l. 50 árum. Fiskverzlun Ilafliða Baldvinssonar Gleðileg jól farsælt komandi ár Framleiðsluráð landbúnaðarins Gleðileg jól farsælt komandi ár Verkakvennafélagið Framsókn Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Kjötbúð Hraunbæjar Hraunbæ 102 — Simi 75-800 Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að liða. AKRA-smjörliki — Akureyri Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Hvannbergsbræður Laugavegi 24 — Reykjavik Jóhannes Möller: Jól — teikn daglega lífsins Aður en ég lærði sálminn: Hin fegursta rósin er fundin,eftir Brorson kunni ég eina hendingu úr honum. bað er þessi: Þvi rósir i dölunum spretta. Ég kannaðist við þetta frá ævintýri eftir H.C. Andersen. Amma min var vön að lesa það á jólunum. Það er bezta ævin- týrið sem Andersen samdi, Snædrottningin. Það voru tvær hendingar úr sálminum — og þær komu þrisvar i sögunni. Við tókum fljótt eftir endurtekning- unum i ævintýrunum. Það er svo margt sem er þrisvar, — þrir bræður, þrir vegir, þrjár óskir — og þrisvar komu hendingamar um rósirnar sem spretta i dölunum. bá mundum við þær. Það var lika talaö um fleiri rósir i þessari sögu. „Rós- ir i dölunum spretta”. Þetta var eins konar töfraorð sem kom á réttum stað i sögunni. Seinna skildi ég að þetta var ekki bara töfraorö, heldur áttu þessar hendingar hlutverki að gegna i sögunni. Ég geri ráð fyrir að allir kannist við þetta ævintýri, en ég rifja samt upp hluta af þvi til að skýra sam- bandið milli hendinganna og sögunnar ef ég hef skilið það rétt. Við litum félaga okkar og umheiminn mismunandi aug- um. Augun ráða hvað við sjá- um, segjum við. Siimum virðist tilveran leiðinleg og vonlaus, öðrum sýnist hin sama tilvera vel þess verð að lifa i henni. Hvernig stendur þá á þvi aö sumir sjá ekki annað en að heimurinn sé viðbjóðslegur og mennirnir ljótir og óþolandi? Það skýrir Andersen i inn- gangi ævintýrisins. Það var einn sá óvættur sem verstur er, sjálfurhinn illi. Hann gerði einu sinni spegil sem hafði þá náttúru að allt gott og fallegt sem speglaðist i honum dróst saman og varð næstum að engu en allt sem var ónýtt og ljótt sást i réttri mynd og færðist i aukana. Óvættir fljúga til himna með spegilinn en missa hann og hann mölbrotnar við fallið en brotin sem ekki eru stærri en sandkorn berast i augu manna ,,og þar sitja þau föst og þá sáu menn allt öfugt eða höfðu bara auga fyrir þvi sem aflaga fór, þvi að sérhvert brot hafði sömu náttúru og spegillinn sjálfur, sumir fengu jafnvel litið brot Ur speglinum i hjartað, og það var hræðilegt þvi að hjarta þeirra varð eins og klakaköggull”. Nú gerir spegillinn meira illt af sér en áður — og hinn vondi hló svo hann ætlaði að rifna og hann kunni sér ekki læti — og svo byrjar sagan. HUn segir frá dreng og telpu, Kaj og Gerða hétu þau, og þeim leið vel saman, þau tindu blóm og léku sér og hiýddu á sögur, sem amma þeirra sagði þeim og þar á meðal um snædrottning- una. — Getur snædrottningin kom- ið hingað? spurði telpan. — Látum hana bara koma, sagði drengurinn. Þá læt ég hana setjast á heitan ofninn og þá bráðnar hún. Státið svar, og mikið raunsæi. ,,En amman strauk hár hans ogsagði aðrarsögur. Það er litil leiðsögn þegar við reynum að láta sem við sjáum ekki það sem skelfilegt er og þeir full- orðnu láta undan og vikja tali sinu að öðru. Vorið kom og sumarið fylgdi á eftir”. Rósirnar blómguðust frábærlega vel það sumar. Litla stúlkan haföi lært sálm og I hon- um var minnzt á rósir og hún hugsaði um sinar eigin rósir þegar þær voru nefndar. Hún söng sáíminn fyrir drenginn og hann söng með henni: Æ, snúið af hrokaleið háu og hallizt aö jötunni lágu, þá veginn þið ratið hinn rétta þvi rósir i dölunum spretta. Svo kemur haustið með tvö töfrabrot — og þiö munið fram- haldið. Drengurinn fær brot i augað og annað i hjartað og allt i einu er allt orðið breytt. Það sem við sjáum fer eftir augun- um — hann sér allt hið sama og áður — svo að það er hann sem er breyttur. Nú verður hann allt i einu svo glöggur á það sem að er og öfugt við hlutina, hann fær auga fyrir þvi ljóta: „Það er frábært höfuð sem hann hefur, þessi drengur”, segir fólkið. Tortryggni er gáfnamerki. Kaj bindur sleða sinn einu sinni aftan i stóran og glæsileg- an sleða sem dregur hann svo langt að hann ratar ekki heim aftur. Þetta er sleði snæ- drottningaringarinnar. Hún er köld sem is en aftur á mótigædd þeim fullkomleika sem hann hefur ekki fundið hjá mönnun- um sem hann hefur vaxandi ógeð á. En hvernig á að tala við snasdrottningu? „Hann sagði henni að hann kynni að reikna i huganum og það enda brot. Hann vissi flatarmál landa og ibúafjölda”. Það er kostur við að hafa frábært höfuð að það er alltaf frá nógu að segja. Snædrottningin hefur Kaj lok- aðan inni i höll sinni. bar eru herbergin tóm, isköld og skín- andi. Gerða fer að leita hans. Hún veröur margt erfitt að reyna en þegar hún finnur hann loks i höllinni er hann að reyna að leysa þraut, klakaspil mann- vitsins. Snædrottningin hefur heitið honum því, að geti hann raöað iskristöllunum svo aö þeir myndi orðið eilifð megi hann verða sjálfum sér ráðandi og hún skuli gefa honum allan heiminn og spánnýja skauta að auki. Þessa þraut getur hann ekki leyst og nú kemur Gerða en þeir endurfundir vekja honum enga gleði. „Hann sat grafkyrr, stirður og kaldur”. Gerða græt- Siðasta vetur, einmitt hér á þessu horni, lofaðir þú að koma með hest handa mér. Hvað kom eiginlega fyrir? DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.