Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 17
Jólablað 1977 17 Fimmtánda Kötlugos 12. okt. 1918. Eftir hádegiB laugardaginn 12. okt. urBu snarpir jarBskjálfta- kippir viBa i Mýrdal, þó mestir i HeiBardal. Fyrst urBu menn varir viB gosiB i Skaftártungu og á SiBu af dynkjum og miklum hvin. Um klukkan hálf fjögur kom svo óg- urlegt vatnsflóB Ur Mýrdalsjökli. Brauzt þaB fram milli HöfBa- brekkuafréttar og Hafurseyjar. Ruddi flóB þetta fram kynstrum af isjökum svo varla sást útyfir frá HöfBabrekku og Hjörleifs- höfBa. TaliB var, aB þar sem flóB- iB rann i þrengslum milli Hafurs- eyjar og HöfBabrekkuafréttar, hafi þaB orBiB um 60 til 70 metra á dýpt. Um svipaB leyti kom annaB flóB ofan af jöklinum fyrir vestan Sandfell og fleygöist fram aö Rjúpnafelli og klofnaöi á þvi. Lenti sá hlutinn sem fyrir austan fór, ofan i Hólmsá, en hinn stefndi á AlftaveriB. Hlaupiö fyllti Hólmsárgljúfur og tók brúna af ánni og fólk flutti úr bænum Hrifunesi. . Jakahrönn stiflaöi Eldvatn og Tungufljót og ruddist svo fram i Kúöafljót og brauzt langt austur eftir Meöallandi. Sópaöi flóöiB á haf út, fjölda af hrossum ogsauöfé sem haföi ver- iB á beit i hólmum i Kúöafljóti. Sá hluti flóösins, sem stefndi á Álfta- ver, fyllti lægöir og læki og Sunn- anbyggjarar flúBu úr húsum sin- um yfir nóttina, meöan þeir sáu ekki hvaö flóöinu leiö. Um morg- uninn var flóöiö sjatnaö en eftir stóBu hrikalegar ishrannir. 1 þessu gosi komu ekki meiri flóö yfir Alftaver og MeBalland. Þó aö mikiö flóB kæmi úr jöklinum aö austan, mátti þaö þó kallast litiö hjá þvi sem fór um vestursand- inn. Sást þaö bezt á stærö jak- anna, sem bárust fram meö flóö- inu, voru þeir frá tuttugu til fimmtiu metrar á hæö. Töluvert dýpi hefur þurft til aö fleyta þeim jökum. Giskuöu menn á, aö flóö þetta heföi náö yfir 7 til 8 hundruö ferkilómetra svæöi. Af þessu sést, að heföi allt vatnsflóöiö fariö fram úr jöklinum aö austan, heföi alla byggö i Alftaveri tekiö af og mikinn hluta af Meöallandi. Svo lánalega vildi þó til i þetta skipti, aö þetta flóö varö hvorki mönnum né bæjum að tjóni þótt litlu mun- aöi. Sluppu gangnamenn úr Alfta- veri aöeins fyrir dugnaö og harö- fylgi, og hefur Jón Gislason al- þingismaöur i Noröur-Hjáleigu sagt frá þvi fyrir nokkrum árum, en hann var einn af gangnamönn- unum. Vatnsflóð á vestursandinum stóö i fulla niu daga samfleytt. Oskufall varö mun minna i Mýr- dal viöa en i Skaftártungu og Meðallandi. Miklar þrumur og eldingar fylgdu gosi þessu og hrikti mjög i húsum. Stundum voru eldblossarnir svo miklir, aö likast var, sem logatungur sleiktu alla byggöina. Töluvert öskufall varö einnig á Siöu og í Landbroti. Viöa varð ösku vart, á Akureyri, Höfn i Hornafiröi, Vestmannaeyj- um, vestur meö suöurströndinni og alla leiö i Stykkishólm. Þessar náttúruhamfarir ollu bændum miklum erfiöleikum, þar sem þeir áttu eftir að slátra miklu af fé sinu. Björgunarskipiö Geir var þá sent meö 400 tunnur meö mjöli og salti, sem þeir settu svo út- byröis fyrir framan brimgaröinn við sandinn. Komst þaö allt heilt i land nema átta tunnur. Var nú kjötiö saltaö og geymt til vors. Úr vestursveitunum gátu menn rekiö til Vikur eftir hlaupiö. Þaö mun- aði mjóu hjá Jóhanni Pálssyni úr Skaftártungu, sem var á leiðinni gangandi fram i Alftaver. Þegar hann var kominn nokkuö vestur fyrir Hólmsárbrúna, veröur hann var við hlaupiö, snýr þegar viö og hleypur allt hvaö af tekur og nær brúnni, en þá er farið aö skella yf- ir hana gegnum handriöiö. Hann hikar samt ekki, en brýzt yfir og hafði stuöning af handriöi. Rétt i þeim svifum er hann sleppti brú- arsporðinum austanmegin, tók brúna af og þar fór hundur hans, sem var nokkrum skrefum á eft- ir. Geysilegt tjón varö á gróður- lendi og sópaöi flóöið burt heilu torfunum, fleiri hundruð fermetr- um I einu lagi. Þá uröu afréttir illa úti. Sunnudaginn 20. okt. lögöu sex menn upp frá Vik i leiöangur til að forvitnast um vegsummerki hiö innra i afrétti. Inni við Lér- eptshöfuö var viöast samfelld jökulhrönn, frá fjallinu, og austur aö Hafursey. Þegar þeir komu aö Remundargili sem liggur milli tveggja fjalla, Vestureggja aö vestan og Austureggja aö austan (Vestureggjar eru 347 metrar yfir sjávarmál)., töldu mennirnir að hlaupiö heföi fariö þaö hátt upp i Vestureggjar, aö dýpiö i Rem- undargili heföi orðið sextiu til sjö- tiu metrar. Fyrir innan Vatnsrás- arhöfuð, sem er 486 metra hátt fjall, var komiö heljarmikiö gljúfur, um tveir kilómetrar á lengd og fimm hundruö metrar á breidd, umlukt snarbröttum jök- ulhömrum yfir eitt hundrað metra á hæð. Vall þarna fram hiö ófrýnilegasta vatnsfall, svart eins og tjara. Þegar þeir komu inn fyrir Austureggjar, sáu þeir aö flóöiö haföi farið yfir skerin innan viö endann á Austureggjum vest uryfir og niður i Remundargil. Mikið var af jökum, sem hlaupiö haföi skiliö eftir á skerjunum. Þess ber þó aö geta, aö þetta er ekki eins ótrúlegt og I fljótu bragöi viröist. í fyrstu hefur vatnsflóöiö runniö ofan á jöklin- um, sem þarna hefur náö upp I mitt fjall, en svo náö aö skera sig niöur úr jökulhellunni og niður I fast berg og þvi hefur getað tekiö marga daga aö mynda þetta helj- ar gljúfur. Einnig hefur jökullinn þá legiö mun lengra fram á Sker- in, þaö sýnir jökulruöningur, sem nú er fimm til sex hundruö metra frá núverandi jökultakmörkum. Þau tuttugu og sex ár sem ég bjó á Höföabrekku eöa til 1969, virtist mér hann hafa hopað um tvö hundruö og fimmtiu til þrjú- hundruð metra. Eftir miðjan vetur var sá sand- ur mældur, sem gengið haföi i sjó fram og lengt landiö til suðurs og reyndist þaö vera um tveir kiló- metrar. Nokkuö hefur þó nagazt úr þessum tanga siðan, þó mun i dag enginn vafi leika á þvi hvar tsland skagar lengst i suður. Þann 22. júni 1919 fóru þrir menn inn á Mýrdalsjökul og tóku myndir af Kötlusvæöinu. Voru það þeir Haraldur Einarsson i Kerlingardal, Magnús Jónsson Vik og Kjartan Guömundsson ljósmyndari. Fóru þeir upp frá Kambsheiöi og komu aö jökulrót- um rétt innan við Jökulhöfuö. Þaö er hattmyndaö fjall innst á heiö- inni. Þegar þeir komu á gossvæö- iö»virtist gosdældin aö mestu hul- in jökli, sem sigið haföi niöur yfir giginn. Hlauprásin var grynnst næst gosstöövunum, en vikkaöi svo og dýpkaöi er austar dró og virtist hún vera sex til sjö kiló- metrar á lengd. Slakki sá, sem gosstöövarnar höföu myndazt i, lá um eitt hundraö og tuttugu metrum lægra en suöurbunga jökulsins, og um hundrað og fimmtiu metrum lægra en þar sem bungan er hæst. Hvenær verður næsta Kötlugos? Oft hafa menn búizt viö Kötlu- gosi siöan þetta bar viö áriö 1918, en Katla lætur ekki á sér kræla. Er nú orðiö langt á milli gosa, miöaö viö þaö sem mönnum er kunnugt um. Þó getur skeikaö þar nokkru um, þvi áreiöanlegar heimildir skortir framan af öld- um. Nú eru liðin 59 ár frá siöasta gosi. Þó gæti hlaupiö 1955 hafa or- sakazt af hitauppstreymi, þannig aö jökullinn heföi bráönaö en vatniö siöan brotizt undan hjá Huldufjöllum og undir skriöjökul- inn. Um haustiö 1955, sá ég rétt framan viö Huldufjöll, stórkost- lega hvelfingu undir skriöjökul- inn og suöureftir henni, svo langt sem sást vegna myrkurs. Þá var þar aöeins smá spræna, en ég giskaöi lauslega á, aö þarna hefði getað runniö þrefalt eöa fjórfalt rennsli Þjórsár. Mér fyndist aö Katla gamla ætti skiliö meiri og fjölþættari rann- sóknir, en hún hefur notiö nú um sinn. Ekki tók langan tima aö fylla upp I sigdældirnar eftir hlaupiö 1955, og hefur nú i fjölda ára verið slétt og fellt á yfirboröi þar sem Katla blundar undir. Þaö er gömul trú meðal Alftveringa, aö þegar jökullinn hækkar milli tveggja hnúka og veröi svo til slétt á milli, þá sé von á Kötlu. Ragnar Þorsteinsson. Hann sagði bara drottinn minn, og bað mig svo um að senda sér bréf. DENNI DÆMALAUSI gleðileg jól gg farsœlt komandi ár\ 13 LO S SKIPHOLTI 35 Vc,‘lun „ Vcrkitæii REYKJAVlK sk rifitoto Gleðileg jól farsælt komandi ár Málarameistarafélag Reykjavikur Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Ólafur Þorsteinsson & Co. h.f. Vatnagörðum 4 Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Magnús Guðlaugsson úrsmiður Strandgötu 19, Hafnarfirði. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskíptin á árinu, sem er að liða. Hafnarfirði Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Iijarni 1>. Halldórsson og Co. s.l'. Umboös- og heildverzlun, Garðastræti 4. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Timburverzlun Árna Jónssonar & C. h.f. Laugavegi 148 Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Lysing h.f. Hverfisgötu 64 Sendum samvinnumönnum um land allt beztu óskur um gleðileg jól gott og farsælt nýár með þökk fyrir árið sem er að liða. RAFALL S.F. Barmahlið 4 — Reykjavik Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Hagkaup — Skeifunni 15 Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.