Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 9
Jólablað 1977 9 spilin oftast illa stemmd, þegar þau voru notuð, og allt meira og minna úr lagi fært. Pétur Guðjohnsen verður fyrst- ur til þess að fá íslendingum nót- ur i hendur með réttum útsetn- ingum, en hann gaf út sálma- söngs- og messubók 1861, og Sálmasöngsbók með þrem rödd- um 1870. Annar merkur dómkirkju- organisti var Sigfús Einarsson tónskáld (1877-1939). Hann var organisti kirkjunnar frá 1914 til æviloka. Sigfús hafði viðtæk áhrif á sönglist og tónlistarlif bæöi með kórsöng og hljóðfæraleik, sem og útgáfum á verkum sinum, þvi Sigfús var eitt merkasta tónskáld þjóðarinar á sinni tið og frábær söngstjóri. Þessara tveggja manna var minnzt i dómkirkjunni nýverið en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Sigfúsar Einarssonar og hundrað ár frá dauða Péturs Guðjohnsen. Skirnarfontur Thor- valdsens Dómkirkjan i Reykjavik á marga góða gripi, þótt sumt af gripum hennar sé nú i Þ jóðminja- safni. Vafalaust deila menn um gildi þeirra en meðal merkustu gripa verður þó að telja skirnar- font Thorvaldsens, mynd- höggvarans fræga, en skirnar- fonturinnkomtillandsins 1849, og var vi'gður sjötta sunnudag eftir Trinitatis, eða þrenningarhátið, en þá var skirður hérna drengur, sonur Stefáns Gunnlaugssonar bæjarfógeta og landfógeta. Var hann skirður Bertel (Högni). Hann varð siðar merkur mál- fræðingur. Hann fluttist vestur um haf og var siðast i Tacoma i Washington. Thorvaldsen var sem kunnugt er, islenzkuri föðurætt og senni- lega fæddur norður i Skagafirði, og er frægasti myndlistarmaður- Jóhannes, lærisveinninn sem Jesús elskaði, en honum var Reykjavíkurkirkja (Vlkur- kirkja) helguði kaþólskum sið. inn af iglenzkum ættum, þvi hann erparturaf heimslistinni og lista- sögu 19. aldar. Til er gjafabréf sem fylgir skirnarfontinum, er hann gefur dómkirkju sins fööurlands. Annar merkur gripur er altar- istaflan, sem er máluð af dönsk- um málara, sem hér Wegener. Taflan var sett i kirkjuna þegar hún var fullgerð i núverandi mynd árið 1848. Wegener var prófessor við dönsku listaakademiuna. Þessi mynd er til viða, t.d. lifði Sigurður Guðmundsson á þvi um tima að kópiera myndina og selja hana vitt um land, að þvi er sagt er.Hún er til viða, meðal annars i Akraneskirkju og á Grund iEyja- firði. A altarisklæðinu er islenzk silf- ursmið og á hún að tákna vinvið- inn. Berin eru islenzkir steinar. Kaleikur kirkjunnar er meðal þeirra muna sem komnir eru úr Aðalstrætiskirkjunni. Kaleikur- inn er oft kenndur við gefandann, Sunchenberg kaupmann, en kal- eikurinn þykir með merkustu silf- urgripum sem tileru i landinu frá seinni öldum og eru enn i notkun. Þá á kirkjan Vaysenhússbibliu, mjög verðmæta, og forgylltan grallara með fangamarki Arna biskups Þórarinssonar, sem var næst seinasti biskup á Hólum og prestur i Reykjavik um tima. Kirkjan á ekki bókasafn, aðeins fáeinar bibliur, en bækur koma þó mjög við sögu, þvi á lofti kirkj- unnar var Stiftsbókasafnið til húsa á sinum tima og loks hið mikla safn forlagsbóka Islenzka bókmenntafélagsins.sem varþar fram á miðja þessa öld. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Guðni Jónsson & Co., Bolholti 6. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna- árinu Verzlun H. Toft Skólavörðustig 25 Gieðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Aimenna verzlunarfélagið h/f Skipholti 15. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Netagerð Thorbergs Einarssonar h/f., Ánanaustum. Aukin eldhætta er óhjákvæmUega samfara hátíðahaldi jóla og áramóta Heimilisfaðir, veittu f jölskyldu þinni það öryggi, sem hún á skilið, með kaupum á eldvarnarpakka frá I. Pálmason h.f. Innihald: 1 stk. heimilisreykskynjari kr. 9.850.— 1 stk A-B-C Duitslökkvitæki 6 kg. á kr. 9.900.— Samtals kr. 19.750.— Takmarkið er: Jól og áramót án eldsvoða. Því ekki að gera eitthvað í málinu? Til áramóta, eða meðan birgðir endast bjóðum við þeim, sem kaupa pakkann sérstakt verð, þ.e. kr. 17.300.— I. Pálmason hf. Straxídag Dugguvogi 23. P.0.Box 379 Sími 8 24 66 Reykjavík r 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.