Tíminn - 30.12.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.12.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. desember 1977 5 á víðavangi Öllu tjaldað Forystugrein Þjóðviljans i gær hefst á þvi að minnzt er ellefu ára afmælis Jörgen- sensmálsins svonefnda, en það er sem kunnugt er eitt viðamesta og alræmdasta fjársvikamál sem upp hefur komið hér á landi. Þessi upp- rifjuli verður Þjóðviljanum af einhverri einkennilegri hugs- unarskekkju tilefni til þess að reyna að gera núverandi rikis- stjórnarflokka ábyrga fyrir þeim töfum, sem rannsókn og dómstörf að þessu alræmda máli hafa einkennzt af. Þessi tilraun Þjóðviljans er meðal þess lægsta og ómerki- legasta sem sögur fara af i blaðaskrifum, og er þá mikið sagt. Fúsiega skal undir þau orð Þjóðviljaleiðarans tekið, að mikil hneisa er að þvi að mál dragist svo á langinn sem orðið hefur I hinu svonefnda og margfræga Jörgensensmáli, en hinu skal með öllu visað á bug, að núverandi stjórnar- flokkum verði um það kennt. Þjóðviljanum skal bent á það, ef honum er eins farið og Vilmundi Gylfasyni og fleirum þvi miður, að dómstólar á is- landi eru óháðir öðrum stjórn- völdum. Þjóðviljanum skal einnig á það bent, ef honum er farið eins og ýmsum sósialist- um erlendis, að hingað til hef- ur það verið talið ein af undir- stöðum réttarrikis og réttvisi að pólitisk stjórnvöld ef svo má kalla þau hlutist ekki um störf og niðurstöður dómenda. Þjóðviljanum skal einnig á það bent, að núverandi dóms- málaráðherra hefur lagt meira kapp á auknar fjárveit- ingar til dómsmála og aðrar umbætur og framfarir á þvi sviði en flestir fyrirrennarar hans I þvi starfi um langt skeið. * Ofögur mynd En margt er það sem ástæða er til að taka undir I þessum leiðara Þjóðviljans þrátt fyrir ósmekklegar og ósvifnar dylgjur leiðarahöfundar, þeg- ar hann reynir að gera fjár- málamisferli I landinu að póli- tiskri féþúfu flokki sinum til handa. Eftir að hafa minnzt á afmæli Jörgensensmálsins og orðið siðan sjálfúm sér til skanunar með dylgjum um aðra stjórnmálaflokka segir leiðarahöfundur þannig: ,,í dómsmálakerfinu eru nú i gangi tugir annarra fjár- málahneyksla. Siðustu daga og mánuði hafa þau komið upp eitt af öðru: þeim er sam- vizkusamlcga raðað inn I málaskrár embættanna, en litið gerist frekar. Einn og einn maður er dæmdur I tugt- hús, annar i fjársektir. Það er sama hvert litið er: alls staðar blasa við hneyksl- ismálin: I?inn daginn verður borgarembættismaður að vik- ja vegna f jármálaóreiðu. Næsta dag birtast fréttir um embættismann Rikisútvarps- ins. Þriðja daginn koma tið- indi um 30 — 40 milljóna króna misferli gagnvart einu fyrir- tæki I einni deild eins rikis- banka. Fréttir af grjótjötnum skipakaupanna birtast dag eftir dag með allskonar til- brigðum. Siðan eru birt tiðindi um gjaldeyrisinnistæður er- lendis hjá tugum manna I ein- um banka I einu grannlanda okkar. Enn sjást tiðindi af þvi, að svindlarar hafi staðið i inn- flutningi notaðra bifreiða með þeim hætti að svikja sjóði al- mennings um tolltekjur. Einn daginn berast fréttir af þvi að sjóðir kirkju einnar hafi mest- megnis verið notaðir til einka- þarfa kirkjugjaldkerans.”- Þetta er sannarlega ófögúr lýsing, en þvi miður er hún sönn. Og enn segir Þjóðvilj- inn: „Almenningur tekur eftir þvi, að þeir sem sakaðir eru um þessi afbrot eru oftast svo- kallaðir „finir menn”. Það eru þeir sem oftast halda hádegis- verðarfundina, veizlurnar, þeir sem aka um á dýrustu bil- unum, búa I dýrustu húsunum, fara I lengstar og dýrastar ut- anferðirnar, þeir sem láta mynda sig með góðgerðar- starfsemi sina og perusölur. Það er forhliðin sem snýr að almenningi. Á bak við er þetta kerfi spillt og rotið, maðk- smogið afsiðunarbæli. Hér eru ekki á ferðinni smá- þjófarnir sem brjótast inn I sjoppurnar og stela sigarett- um og sælgæti. Hér eru stærri upphæðir i húfi. Þjófnaðurinn stórfelldari, flóknari og falinn fyrir almenningi. Refsikerfið eltist við smáafbrotamenn- ina: stórglæpamennirnir leika lausum hala. Þeir fá að fara sínu fram og enginn verður þess var að það sjáist högg á vatni einkaneyzlu þeirra, þó að þeir séu sektaðir fyrir fjár- svik og fjárdrátt. Það sézt ekki einu sinni á þessum kumpánum að þeir skammist sin. Þeir eru aldrei glenntari og upprifnari en þá sjaldan að næst i litlafingur afbrotalúk- unnar.” Eitt á annars horn Það er rétt hjá Þjóðviljan- um, að öll þessi svik og þetta misferli allt verður að veru- legu leyti rakið til þeirrar sið- ferðilegu upplausnar sem leið- ir af langvarandi óðaverð- bólgu. Misferlið er enn ein á- minningin til stjórnvalda og alls almennings uin það að það verður að gripa I taumana. En slikt verður reyndar ekki gert með þeirri dæmalaust óábyrgu efnahagsstefnu sem Alþýðubandalagið berst fyrir um þessar mundir. Yfirboða- pólitik Alþýðubandalagsins er hreinræktuð óðaverðbólgu- pólitik þvi miður. Það stangasl einnig hvað á annars horn i Þjóðviljaleiðar- anum að minnast þess á ein- um stað að „finu mennirnir” eru afhjúpaðir, en halda þvi fram á öðrum stað að þeir sleppi alltaf. Það sem er ein- mitt að gerast um þessar mundir er það að réttvisin er að hafa hendur i hári „finu skúrkanna”,' og var timi til kominn. Margt er vel sagt og tima- bært I þessum Þjóðviljaleið- ara, en sem endranær þvi miður er málinu klúðrað niður af pólitisku ofstæki, dylgjum og öfgafullum staðhæfingum um fram það sem efni standa til. Dómsmálin og fjársvika- málin, sem nú er um rætt, eru svo alvarleg að það er ábyrgð- arhluti að fara um þau þcim höndum sem Þjóðviljinn gerir innan veggja hins alræmda húss Miðgarðs hf. — JS. að þar i liggur sá hundur graf- inn, sem engan veginn þýðir neitt að gæla við lengur. Kaup- hækkanir, að sagt er allt að 60% á einu ári, er hrein vitfirring, þó að jafnvel engum veiti af þvi vegna verðbólgunnar. Og að hver kauphækkunin elti aöra til hækkandi visitölu, svo sem aft- ur hækkar kaup, búvöru og þjónustu mánaðarlega eða á þriggja mánaða fresti, er sá eilifðarfingrapolki, að allir sið- aðir menn hljóta aö týna skini dags og nætur. Þetta er eins og hundur elti skottiö á sjálfum sér. Að gera út ráðunauta til að brýna fyrir bændum að hafa helzt allar ærnar tvilembdar, að bæta kýrnar svo þær mjólki sem mest af 4-5% feitri mjólk, og gefa þeim eins og þær geta étið af heyi og mjöli, svo þær mjólki ekki af sér holdin, gefa tvilembunni minnst kiló af mjöli á dag eftir buröinn, sem ég veit að er ekki of mikið, og senda svo æðsta mann félagasamtaka bænda til þess að biðja þá um að skattleggja mjölið i þvi skyni, að það verði hagstjórnartæki á framleiðsluna, og minnka gjöf- ina við kýrnar, svo þær mjólki minna, kannski svo að 10 mjólk- uöu það, sem 8 gætu mjólkað, þá dettur mér i hug strákurinn, sem sagði við bóndann „bless- aður gefðu helvitis kúnum minna, svo minna verk verði að moka flórinn.” Hin kenningin er þó fráleitust, að taka fóðurbætisskatt til að ætla að borga hærra verð fyrir afurðirnar, geyma þennan skatt yfir áriö i ofstopaverðbólgu, svo sem hér rikt hefur. Það er vitanlega ekki að tala af neinu viti, frekar en það væru talin hyggindi að ætla bæta fiskverð bátanna með þvi að setja skatt á beituna. Ég hef enga atvinnustétt heyrt básúna út sem vandkvæði sin, að rekstrarvörur tilheyr- andi atvinnu sinni væru of ódýr- ar, en jafnvel hér á þetta ódýra fóðurbætisverð að hafa áhrif tii lækkunar á búvöruverðiö. Hjalti Gestsson talar um 38-40 þúsund krónur tonniö af mjölinu, en þó nokkuð mismunandi eftir um- búðum. Við hér um slóðir þekkj- um ekki þetta verð á mjöli. Verð á B.-blöndu I lok september i haust var hér á 64.600 krónur á tonn, og 70 þúsund af varpköggl- um, þar við bætist um 4000 króna flutningskostnaður. í april s.l. kostaöi tonnið 60.800 Framhald á bls. 23 Þegar hinir miklu andans menn kveðja sér hljóðs á skjáinn og fá farveg þenkingum sinum, — hámenntaðir sérfræð- ingar um hin dýpstu fræði á hag og vöxt þess, sem lifir og hrærist, — þá slær þögn á þjóðarsálina — hún drúpír i íotningu — og þenkir með sér, hversu svo megi verða frá önd- verðu, I sinni nöktu fávísi, að henni hafi svo fram þokað dag- inn og veginn frá fyrstu byggö sinnar tilveru i köldu landi snjóa og isa — á meðal kinda og kúa, — og þó lifað til þess vaxtar og þroska, að I heiminn bera þau vizkunnar afsprengi, sem nú tróna sem ægisóður innan margfaldra og einangraðra dýrindisveggja fjárhirzlusjóða þessa velferðarrikis, — sem i dýpstu speki þessi alvitru séni hafa nú hamingjunnar hagsæld leitt i jötu hvers þjóðarþegns meö væntanlega breyttum búskaparháttum: að hætta búskap. Mikið mega þau sæl og i friði liggja, bein afanna okkar og ömmunnar, sem I einfeldni sinni nytjuðu ásauði og mannkynsins dýrustu fóstru, kúna, sér til framdráttar og lifsværis, og eltu skinn i skó sina og hlifðarklæði, þar sem þá var eina hagfræðin við að styðjast, er hét svangur magi, kuldi og bleyta. Þá bergmálaði hið fræga hugtak: hollt er heima hvað, og að vera sjálfum sér nógur var óður lifsins til allra, er veginn vildi lengst fram ganga. Ennþá ómar þessi sami óöur I hugum okkar beztu sona til bjargar og dáða, og jafnvel stöku sál getur hann ekki við sig losað i þenkingum sinum um timans framvindu, — og verður i honum jafnvel svo trúaður, að efast um lystisemdir hinna frægu spekinga — hinna hálærðu visindamanna sem i andans ljóma á borö bera um alla daga og vegu, að stefnan I Islenzkum landbúnaði s.l. 30 ár hafi aldrei nein verið, allt af handahófsfálmi gert, sem þar hefur verið þróazt látið. Já, einstaka sveitasálir koma á opinberan hátt fram fyrir hina stórmenntuðu „leiðtoga” sina og viðurkenna hreinlega, aö þeir skilji ekki jafneinfaldan hlut eins og þann, að ef einhver rikisstjórn þarf að hagræða, eftir auövitaö visindalegum hagfræðiútreikningi og visitölu-. visdómi þeirra lærðu, fjár- munaverðmæti um svona 1.000 milljónir, sem þeir svo kalla að Jens i Kaldalóni: Orðsending vestan úr Kaldalóni greiöa niður visitöluna, og láta þessar 1.000 milljónir ganga til lækkunar á kjöti, mjólk og kartöflum — já, þá hreinlega skilja þeir ekki, að þetta sé styrkur til þeirra sjálfra. En fyrst þeir lærðu hagspekingar staðfesta, að milljónirnar þær arna séu styrkur til bænda, getur þá nokkuð verið um að villast, að rétt sé, eða getur nokkur hagspekingur þessarar þjóðar auglýst svo fávizku sina og einfeldni og svivirt sln lærdómsvisindi svo, að á borö beri það, sem ekki er rétt? Gæti nokkur borið virðingu fyrir slikri menntun, leitað til slikra manna sem ráðgjafa á alvöru- stundum til raunsæs innsýnis I framvindu timans? Vildi nokkur hagspekingur móðga sjálfs sin dómgreind- sina lærdómsþekkingu — með þvi að staðhæfa þá kenningu sem óhrekjandi rökvisi, að ef eitt kiló af kjöti kostar nú 100 krónur, en viðkomandi rlkis- stjórn hverju sinni teldi sig verða að greiða vegna dýrtiöar- ráðstafana I einhverju formi 20 krónur á kiló, svo að visitala framfærslukostnaðar hækkaði ekki, aö þá væru þessar 20 krón- ur styrkur til bænda? Allt eins gæti þetta orðið niðurgreiðsla á fiski, kaupi, fatnaði eða hverju öðru, sem höndlað er með á milli manna. Það er forsmán og vanvirða fyrir eigin persónu, aö gegn betri vitund, og raunsærri þekk- ingu, reyni menn að innleiða slika flónsku til þess aö tægja og niöa það traustasta veganesti, sem mögulegt er og skapa til kjölfestu lifs og starfs I eyrlki, sem við Isiendingar byggjum, og viðsýni slikra manna til leiöandi lifsbjargar, svo þröngt við nögl skorið að ekkert sjá þeim fram i timans rás, fram fyrir sin eigin daglegu spor, — né tær sinna eigin fóta. Hugsa sér þá virðingu, eða hitt þó heldur, sem þessir menn bera fyrir sjálfum sér og þjóð sinni, að þeir leggja allan sinn orðaforða i að kenna þá aumustu lágkúru, — að við eig- um að minnka svo, eöa jafnvel hætta aö framleiða sjálfir, þá dýrmætu lifsbjörg, sem eyþjóð getur orðið svo dýrmæt, að lif hennar og framtið öll liggi þar við. Trónandi og^einblinandi út við það svarta rökkur á þær flónskulegu aðgerðir stjórn- valda að taka sifellt úr öðrum vasa þegna sinna fjármuni i miljönatafi til að láta svo aftur i hinn vasann og þykjast, alltaf vera að gera smellnar framtiðarráðstafanir. Eða muna ekki þessir spekingar eftir þvi, þegar allur afii togaranna á Islandi dugði ekki fyrir úthaldskostnaöinum, þó aö allt mannakaupið væri borgað úr rikissjóði, heföi þá ekki borgaö sig betur að kaupa i soð- ið af Danskinum? Þaö gekk ekkert litið á i þá daga að út- skýra þessa útgerð, og hún væri stórbaggi á þjóðinni, og eftir taldir þeir ofsalegu fjármunir, sem teknir væru af fólkinu til að halda uppi jafnfávislegu fálmi og þvi, að gera út togara á Islandi til að veiða fisk. Svona flónskulegar hugdettur eru raunar ekki svaravirði, — slikir menn gera sér engan veg- inn grein fyrir gildi eöa tilveru lífsins. Og að hugsa sér það froðusull, sem Jónas Kristjáns- son ritstjóri lét frá sér heyra i útvarpsþætti nýlega i samtali viö Agnar Guðnason ráðunaut! Ég hef ekki I annan tima kennt meira i brjóst um mann vegna eymdar og fávizku, og hélt ég, að hver sá, sem mark vildi á sér láta taka, gerði sér grein fyrir þvi, að dýpra mættu rætur vitsmuna og þekkingar á grund- vallarlögmálum þjóðar sinnar liggja en fram kom I slikum málavaðli. Hitt er svo annað mál, að þeg- ar forsvarsmenn bændanna sjálfra ganga fram fyrir skjöldu á félagsþingum sinum, og finna ekkert annað ráð við augna- bliksvanda en draga bændur of- an i þá lágkúru að rétt megi framleiðsla þeirra duga til hnifs og skeiðar það og það máliö, svo sem hver hefði efni á að veita sér þann daginn eða hinn — þá er bágt að þegja. Aldrei hér á tslandi né nokkurri ann- arri veraldarinnar þjóö hafa forystumenn neinnar stéttar sýnt jafneinsýnan vesaldóm i baráttugerð umbjóöenda sinna, — og heyr á endemi, þegar viss- ir blaðakóngar hampa slikum geröum sem einum og réttum. Ekki einn einasti I forsvari neinna stétta hefði þorað né vilj- að flytja þann boðskap einan mála, sem úrlausn vandasamra viðfangsefna, án þess fyrst að benda á þann kjarna, sem til grundvallar vandans lægi. Upp- spennt verðbólgubrjálæði I þessu landi er svo yfirþyrm- andi, að þaö þýðir ekkert að skjóta sér bak við þá staðreynd,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.