Tíminn - 30.12.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. desember 1977
7
ISLENZKIR LISTAMENN FÁ
LOFLEGA DÓMA í SVlÞJÓÐ j
Jóhannes Geir
Verk eftir fimm islenzka mál-
ara voru sýnd á norrænni menn-
ingarviku, sem haldin var i Lin-
köping i Sviþjóð i októbermán-
uði sl. Sýningin vakti verðskuld-
aða athygli og hlaut loflega
dóma i sænskum blöðum.
Eftirfarandi listdómur birtist
i Landstidningen og er ritaður
af Carl Rylander-Ryl:
Nokkrir islenzkir listamenn
sýna um þessar mundir i sölum
bókasafnsins i Linköping. Is-
land hefur alltaf borið merkið
hátt i listum og skáldskap. Hægt
er að benda á marga frábæra
listamenn I nútima islenzkri
list. Ég get ekki nefnt nöfn svo
tæmandi sé, en hér eru þó
nokkur.
Til mestu hæfileikamannanna
heyra án efa Jóhannes Geir
Jónsson og Hringur Jóhannes-
son, báðir frá Reykjavik. Sá
fyrri er ástriöufullur I litum af
miklum mætti, svo manni verð-
ur hugsað til listamanna eins og
Söndergaards og Nolde. „Frá
Þingvöllum” er eins og brenn-
andi eldfjallaland. — „Elliðaár-
stiflan” fær mann til að hugsa
um Brimöldumynd Noldes. Sá
siðari (Hringur) hittir i mark
með litum sinum i myndinni
„Hinn horfni pakki”, stórri oliu-
mynd i lýsandi gulu með vott af
bláu, hljómmikil eins og celló-
tónar.
Hinir þrir sem sýna eru Ragn-
heiður Jónsdóttir Ream, Síg-
Sigurður Sigurðsson
Happdrættisáriö 1978 - HappaáriÖ þitt?
Happdrætti
urður Sigurðsson og Hrólfur
Sigurðsson. Sá siðastnefndi
málar meðal annars fjólubláa
steina á grænni jörð með hvitn-
andi fjöll i baksýn.
Sigurður Sigurðsson heldur
sig aö stórum flötum meö mikl-
um ljósáhrifum. „Hriðarbylur á
vori i hrauninu” er sterk mynd,
áhugaverð og gripur mann með
sér.
Hrólfur Sigurðsson magnar
litameðferð sina, fer oft i sterk-
grænt og fjólublátt i landslags-
myndum sinum.
Sýningin skilur eftir varanleg
áhrif mikils listræns þroska og
litfegurðar.
Carl Rylander-Ryl 22.10.1977
Landstidnigen
Hringur Jóhannesson
Ragnheiður Jónsdóttir Ream
Fleiri
i
Fáránleg krafa? Er einhver
leið til að uppfylla hana?
Einfaldasta leiðin er sú að
vera með í happdrætti
SÍBS. Þar hlýtur fjórði hver
miði vinning. Alls verða
þeir 18.750 í ár - rúmar 324
milljónir króna. Mánaðar-
lega er dregið um heila og
hálfa milljón. Aukavinningur
í júní er Mercedez Benz 250
að verðmæti yfir 5 milljónir.
Það kostar aðeins 600 kr.
á mánuði að gera eitthvað
í því að fjölga happadögum
sínum í ár.
Hrólfur Sigurösson