Tíminn - 30.12.1977, Blaðsíða 10
il’iiiM'ji1
10
Föstudagur 30. desember 1977
JÓLATÓNLEIKAR KAMMER-
HL J ÓMSVEITARINN AR
Kammersveit Reykjavlkur
hélt árlega kirkjutónleika slna I
Bústaöakirkju 11. desember —
undirritaöur biöur forláts á
seinaganginum,en sér þd ástæöu
til aö fara fáeinum oröum um
tónleikana. Kammersveit
Reykjavlkur er eins og oft hefur
komiö fram áöur samtök hljóö-
færaleikara, sem flestir eru
félagar I Sinfónluhljómsveitinni,
en koma þarna fram sem
áhugamenn. Astæöan fyrir
þessu er skrýtin en hana heyröi
ég nylega: 1 kjarasamningum
Sinfóníuhljómsveitarinnar segir
aö hlutverk félaga hennar sé aö-
eins aö koma fram I stærri tón-
verkum meö 13 hljóöfæraleikur-
um eöa fleiri. Þannig fellur
kammermilsik ekki undir
ramma samningsins og verk
fyrir barokk-hljómsveit eru t.d.
hpfö óþarflega fjölmenn til þess
aöi „DagsbrUnarákvæöi” þetta
séekki brotiö. Félagar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar (sem eru
helztu hljómlistarmenn þjóöar-
innar) geta þess vegna ekki
spilaö kammermúslk sem hluta
af starfi slnu — annaö hvort
veröa aö koma til aukagreiösl-
ur, eöa kammermUsIkin skal
leikin ókeypis, en hvort sem er,
fellur hUn utan 40 tlma vinnu-
viku listamannanna. NU æfir
hljómsveitin fyrir hverja tón-
leika sem haldnir eru hálfs-
mánaöarlega, fjórum sinnum —
byrjar mánudaginn fyrir tón-
leikana næsta fimmtudag. En
vinnuveitandinn (ríkiö og borg-
in) vill fá slnar 40 stundir refja-
laust og þess vegna hjakkar
hljómsveitin I hvers kyns
hljómlist sem sumir mundu
vilja kalla atvinnubótavinnu, til
aö fylla upp I kvótann.
Uppspretta dyggðanna
Þaö er nauösyn sérhverjum
hljóöfæraleikara, sem ekki vill
stiröna I vélrænu aö leika
kammermUsik. í henni þjálfast
hann I mUsikalskri tjáningu i
þvl aö koma fram, og fær auk
þess kost á aö hossa framagirnd
sinni. Enda veit ég þess dæmi,
aö ungir og vel menntaöir hljóö-
færaleikarar hafa hreinlega
hætt tónlistariökun vegna þess
þeir sáu engan punkt I þvl aö
sitja á aftasta pUlti I Sinfónlu-
hljómsveitinni og saga alla
ævina. En I hljómsveit þar sem
ættu aö vera 24 til 28 fiölur geta
greinilega ekki allir veriö á
fremsta púlti — hinir eiga þá aö
blómstra I kammermUsík sjálf-
um sér og múslkölsku uppeldi
þjóöarinnar til upplyftingar.
Skömmu fyrir jól skrifaöi Dr.
Hallgrlmur Helgason grein I
blaöiö sem heföi glatt Maó for-
mann heföi hann veriö enn á lífi.
En áhugamál Hallgrlms eins og
Maós er aö bæta tónlistarupp-
eldi og tónlistarkunnáttu al-
mennings I landinu og hann vill
beita dramatlskum aöferöum —
menningarbylting heitir þaö á
kínversku — til þess aö koma
þvl I kring. Dr. Hallgrímur
hefur meö grein sinni sýnt fram
á,aö þaö er rangt sem Matthías
Jóhannessen skáldritstjóri hef-
ur haldiö fram opinberlega aö
hann sé eini Maóistinn á Islandi.
En hitt er rétt hjá Matthlasi aö
þeir eru fáir og ólíklegt aö kjör-
oröiö „fiöla I hvern fjörö” grlpi
verulega um sig meöal hljóö-
færaleikara Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. En augljóst
spor I rétta átt mundi vera þaö
aö afnema þetta undarlega
kammermúslk-ákvæöi úr
samningum Sinfónluhljóm-
sveitarinnar — gera kammer-
múslk aö hluta starfs þeirra og
senda smáhópa á vegum hljóm-
sveitarinnar Ut um landiö I mun
Rut, Helga, Pétur, Kristján,
meira mæli en nú er. Þvl eins og
margoft hefur komiö fram er
Sinfónluhljómsveitin kjölfesta
æöra tónlistarlifs I landinu, en á
jafnframt aö vera fyrir alla
landsmenn. Meö þessu mundi
þaö allt vinnast aö hljóöfæra-
leikararnir yröu betri
músíkantar, þjóöin fengi meiri
lifandi tónlist ( þvl ólíkt er þaö
auöveldara og ódýrara aö senda
5 eöa 10 menn I flugvél Ut á land
en 50 manna sinfóníuhljóm-
sveit) og menn færu aö llta á
Sinfóníuhljómsveit Islands sem
fyrirtæki þjóöarinnar en ekki
forréttindamanna I Reykjavik.
Og þá kynni svo aö fara aö laun-
in bötnuðu þrátt fyrir allt.
Sætt og súrt
A efnisskrá Kammersveitar-
innarvoru fjórir konsertar: eft-
ir Antonio Vivaldi (1677-1741)
Karl Ditters von Dittersdorf
(1739-1799) Francois Couperin
(1668-1733) og Johann Melchoior
Molter (1695-1765) Lang-at-
hyglisveröastur var flutningur
þeirra Rutar Ingólfsdóttur
(fiöla) Kristjáns Stephensen
(óbó) Péturs Þorvaldssonar
(knéfiöla) og Helgu Ingólfsdótt-
ur (sembal) á Couperin. Kné-
fiölan og semballinn leika þarna
frumbassa-hlutverk, en fiölan
og óbóiö flytja lagllnuna ýmist
saman eöa hvort I slnu lagi.
Kristján Stephensen er einn
okkar al-músíkölskustu hljóm-
listarmanna og leikur hans oft-
astfrábær eins og á þessum tón-
leikum og öll skiluöu þau hlut-
verkum slnum fagurlega.
Sérkennilegasta verkiö og
óvenjulegasta var Kontra-
bassakonsert von Dittersdorfs
þar sem Jón Sigurðsson, fyrsti
kontrabassaleikari Sinfóníunn-
ar lék eínleik. Mér viröist meö
ólikindum aöyfirleitt sé hægt aö
spila þennan konsert á kontra-
Tveir íslenzkir
konsertar
Fimmtu og sjöttu tónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar voru
haldnir meö rúmlega viku milli-
bili 8. og 16. desember I Há-
skólabíói. A fyrri tónleikunum
var frumfluttur planókonsert
eftir Jórunni Viöar — skáldkon-
an sjálf lék einleik meö hljóm-
sveitinni, en á hinum síöari
heyröist verölauna-flautukon-
sert Atla Heimis Sveinssonar
fyrst af Islenzkum fjölum.
Kanadiski „flautusnillingur-
inn” Robert Aitken lék einleik^
en verkiö var einmitt samiö
fyrir hann og h'ans sérstæöa
flautusafn.
Fimmtu tónleikunum
stjórnaöi BUlgarinn Russlan
Raytscheff, sem m.a. hefur þaö
sér til ágætis aö hafa veriö
„hægri hönd Karls Böhm viö
Rlkisóperuna I Vín I tvö ár”, en
er núna aöalstjórnandi sinfónlu-
hljómsveitarinnar I Slés-
vik-Holstein. Fyrst á efnis-
skránni vcar Hátlöaforleikur
eftir W. Stojanoff, búlgarskan
samtlmamann (1903-1968) For-
leikur þessi er hinn fjörlegasti
hefst meö gleöibragöi hefur
hátiölegan miökafla og endar
meö hressleik.
Næst lék Jórunn Viöar kon-
sert sinn „Sláttu” meö hljóm-
sveitinni. Um verkið segir
Jórunn Viöar I tónleikaskrá:
„Mln upphaflega hugmynd var
sú aö semja verk sem sam-
einaöi heföbundiö form pianó-
konsertsins minni frumstæöu Is-
lenzku hugsun. Fyrsta stefiö I 1.
þætti er mjög einfalt ber I sér
hið einfalda lag stemmunnar, en
hleöur brátt utan á sig. Annaö
stefiö er söngrænna og síöan
lék ég dálitiö meö taktskipti.
Annar þáttur er hægur og syngj-
andi og þriöji þáttur er fjörugur
vlkivaki I rondóformi.
Ég hef gefið konsertnum
nafniö Slátta og er þaö dregiö af
aö slá á streng sbr. hörpuslátt.
Þetta er stærsta .form sem ég
hef ennþá ráöizt I. Upphaflega
var ráögert aö hafa konsertinn
fyrir planó og strengjasveit, en
ég bætti slðar viö 2 hornum
básúnu og xýlófón. Konsert
þessi var saminn aö frumkvæöi
stjórnar Tónskáldasjóös Rlkis-
útvarpsins og hlaut ég styrk Ur
þeim sjóði. Verkiö er samiö
fyrir llöandi stund og þaö á aö
vera aögengilegt fyrir alla.
Hvaö veröur áriö 2000 er ekki
mitt vandamál. Þaö veröa aörir
aö leysa”.
Þetta er ekki átakamikill kon-
sert — ber I rauninni meiri keim
af kammermúslk. Og mér
fannst stjórnandinn hálf áhuga-
laus um þessa Islenzku múslk
meö stemmu og vikivaka og
minntist oröa Steins Steinarr
um sýninguna á Skálholti
Kambans I Danmörku: „... En
þaö er ekki aö marka Dani. Þeir
hafa aldrei skiliö Islenxkar
harmsögur. Þessi stórkostlega
heimilisólukka Brynjólfs
biskups er engum skiljanleg
nema okkur tslendingum sem
höfum búiö hana til varðveitt
hana I hjörtum okkar og grátiö
yfir henni I hartnær 300 ár...”
Þá má svo sem vel vera, aö
þetta hafi allt saman veriö mis-
skilningur hjá mér og stjórn-
andinn hafi lagt sig allan fram
viö flutning þessarar hrein-Is-
lenzku tónlistar enda fannst
mér futningurinn miklu betri I
útvarpinu nokkrum dögum
siöar. Nú er mér sagt, aö upp-
tökumenn RíkisUtvarpsins séu
afar slyngir, svo jafnvel veki at-
hygli hjá BBC, og þess vegna
trúi ég upptökunni betur en tón-
leikunum sjálfum, sem eins og
áöur sagöi, voru haldnir viö er-
fiðar hljómburöaraöstæöur I
Háskólablói. Enda sagöi greind-
ur maöur I hléinu aö „aö sjálf-
sögöu eigi aldrei aö halda tón-
leika annars staöar en I heima-
húsum”,en annars I Þjóöleik-
húsinu.
Jórunn Viöar tilheyrir sem
sagt þeim hópi tónskálda sem
reynir aö semja islenzka tónlist
fremur en „alþjóölega” og mér
fannst henni takast þetta vel.
Vonandi fáum viö aö heyra
þennan konsert aftur innan
tíðar — I útvarpinu ef ekki á tón-
leikum.
Slöustu á efnisskránni var 5
sinfónla Tsjækovskýs óp. 64.
Margir þeir sem hafa alizt upp
viö fullkomin hljómburöartæki
og heföbundin plötusöfn eru
orðnir leiöir á þessari sinfóniu
skáldsins — finnast þessar stóru
tilfinningar þreytandi — en mér
fannst hún skemmtileg. Þarna
var bæöi hljómsveitin og stjórn-
andinn I essinu slnu.
Sjöttu tónleikunum stjórnaöi
Frakkinn Jean-Pierre
Jacquillat sem hér var nú I
þriöja sinn. Hann er meö allra
beztu stjórnendum sem hingaö
koma og mér fannst flutningur
Sinfónluhljómsveitarinnar á 31.
sinfónlu Mózarts (K-297) vera
meö bezta „Mózart” sem hér
hefur heyrzt. Þaö er hugmynd
nútimamanna aö skapandi tón-
listarmenn eigi aö hafa næöi til
aö skapa ódauölega list fyrir
fullkomna áheyrendur og aö
Mózart heföi oröiö ennþá betra
tónskáld ef hann heföi búiö viö
þær aöstæöur. Um þaö veit auö-
vitaö enginn en hitt vita menn
aö hann var á slfelldum flótta
undan fátækt og rukkurum
samdi verk samkvæmt pöntun
og á mettlma. En svo vann líka
Dostójevský og margir aörir og
mér er til efs aö þeir heföu sam-
iö jafnmikiö og jafnvel undir
„æskilegustu kringumstæöum”.
Mózart samdi líka sín beztu
verk eins og t.d. klarinettukon-
sertinn fyrir ákveöinn hljóö-
færaleikara — sama geröi
Brahms og sama gerir Atli
Heimir Sveinsson. Mér virðist
Atli vera mikill raunsæismaöur
I afstööu sinni til listarinnar:
hann skilur (sjálfrátt eöa ósjálf-
rátt) hvernig á að hafa áhrif á
áheyrendur. Frumskilyröi þess
aö bók sé lesin er aö hún sé læsi-
leg hversu innihaldsrlk sem hún
annars kann aö vera. A sama
hátt er Atli aldrei leiðinlegur —
hann leitast við aö koma á óvart
og hann semur gjarnan tónlist
slna fyrir ákveöna afburöa
flytjendur. Þannig hjálpast tón-
skáldið og flytjandinn aö þvl aö
klöngrast upp frægöarstráiö —
ég minni á I call it, sem Rut
MagnUsson flutti, Xanthies sem
ManUela Wiesler og Snorri
Birgisson fengu verölaun fyrir I
Finnlandi og nú flautukonsert-
inn sem Atli hlaut tónskálda-
verölaun Noröurlanda fyrir áriö
1976.
Konsertinn hefst með miklum
trumbuslætti — jafnvel hinn
viröulegi Patrekur Neubauer
var meö æöi I augum eins og
trommari PrUðu leikaranna þar
sem hann ólmaöist á pákunum
en 5 eöa 6 skipuöu ásláttarhljóö-
færln auk hans. Aitken leikur á
þrjár flautur — „venjulega”
pikkóló og bambusflautu, Atli
sjálfur spilar á rafmagnsorgel
og allur er flutningurinn tals-
vert sjónarspil. Atli Heimir
Sveinsson er llklega mesti (eöa
eini) McLuhan-isti lslendinga
og vafalaust er þetta bezta verk
Atla hingaö til. 1 nútlma merk-
ingu orðsins er konsertinn
„múslk” — fyrir 20 árum heföi
hann flokkast undir „sound
effects” og raunar mundi hann
sóma sér ágætlega sem partur
af neöansjávarkvikmynd. 1
miökaflanum er t.d. þáttur sem
minnir á upptöku af samræöum
bassa I fullri stærð — til þess eru
hlaupin of æðislega hröö og löng,
enda gat Jón þaö ekki þótt hann
spilaði hæga kaflann meö ágæt-
um. En auk þess aö konsertinn
væri greinilega ægilega erfiöur
var Jón sýnilega „nervous”
enda hefur hann aldrei (aö þvl
ég held) komiö fram sem ein-
leikari áöur, þótt hann sé
máttarstólpi I hljómsveitinni og
eigi fjöldamörg ár aö baki I
hljóöfæraleik. Ef kammer-
múslk fengi eölilegan sess I tón-
listarllfi landsmanna henti þaö
varla, aö hljóöfæraleikari kæmi
fram I fyrsta sinn á fimmtugs-
aldri.
Heldur þótti mér trompetkon-
sert Molters leiöinlegur. Lárus
Sveinsson lék á F-trompet (sem
er miklu minni og liggur hærra
en hinn venjulegi B-trompet) af
mikilli teknlskri list. En
,,víbratóiö”’hjá honum átti illa
viö I þessari fornu tónlist og
yfirleitt þótti mér trompetinn of
hávær miðað viö hina kurteisu
kammersveit sem lék með. En
þar er vafalaust viö tónskáldiö
aö sakast en ekki Lárus.
Kammersveit Reykjavlkur
varö þegar I upphafi ferils slns
fastastjarna á tónlistarhimni
borgarinnar. HUn sýnir meö
flutningi sinum og verkefnavali
I hverra höndum stjórn hljóm-
sveitarmála þjóöarinnar er bezt
komin — hjá tónlistarm'önnum
sjálfum.
27.12
Siguröur Steinþórsson
tónlist
höfrunga sem ég einu sinni
heyröi. Kannski einhver ungur
kvikmyndamaður vildi semja
kvikmynd viö konsertinn?
A þessum tónleikum flutti Ro-
bert Aitken llka ásamt Sinfón-
íunni Fyrsta flautukonsert
Mózarts I D-dUr K-313. Háskóla-
bló er stórt og flautan er lltil
þannig aö á tlöum naut hún sln
alls ekki. Aitken hefur mjög
fallegan tón,en ekki mikinn —
hann náöi sér eiginlega fyrst á
strik I glæstri kadensu I lok
fyrsta þáttar og lék hæga kafl-
ann auk þess fagurlega, en oft
vaknar sú spurning hvort ekki
eigi aö magna hin hljómminni
einleikshljóðfæri. Þvl þessi verk
voru nú einu sinni hvorki samin-
fyrir stóra hljómsveit né
10000-manna gimöld. Þegar
kontrabassa konsert Þorkels
Sigurbjörnssonar var fluttur I
fyrra var kontrabassinn magn-
aður með rafmagni en hörpu-
konsertar hafa misheppnazt i
Háskólabiói vegna hljómleysis
hörpunnar og stundum hafa
menn saknað þess að heyra ekk-
ert I sambalnum, þótt sambal-
leikarinn léki sýnilega af lífi og
sál. A sama hátt mundi flautan
sem tapar fljótt hljómgæðum sé
reynt að yfirblása njóta sin bet-
ur með hæfilegri rafmögnun.
Hugmyndir sem þessar kunna
aö þykja villimannlegar en
stundum er mjótt á munum á
kúltúr og afturhaldssemi — ég
minni á þaö aö Þjóðverjar baul-
uöu Denis Brain niöur fyrir þaö
aö hann notaði nútlma franskt
horn en ekki waldhorn.
Slöast á efnisskránni var Þrl-
hyrndi hatturinn eftir Manuel
de Falla eitt af merkustu tón-
skáldum Spánverja. Hljóm-
sveitiivfór á kostum eins og hún
jafnan gerir þegar Jean-Pierre
Jacquillat stýrir tónsprotanum.
27.12
Sigurður Steinþórsson