Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.06.2006, Qupperneq 2
2 18. júní 2006 SUNNUDAGUR 5 100 300 www.apollo.is Langferðir ehf., Holtasmára 1, 201 Kópavogur Útsala í sólina Búlgaría 20. júní, 1 eða 2 vikur Verð frá 17.500 kr. Netfargjald, með sköttum Bókaðu núna! www.apo llo.is EFNAHAGSMÁL Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leggur til að starf- andi þingmönnum og æðstu emb- ættismönnum verði boðið að velja milli þess að hafa óbreytt ástand í lífeyris- og launamálum eða að líf- eyriskjör þeirra verði reiknuð til launa, þeir fái hærri laun og greiði í almenna lífeyrissjóði eins og aðrir. Laun þingmanna myndu þá líklega hækka um tæp 30 prósent og ráðherra um 70 prósent. Núver- andi þingmenn gætu valið á milli en nýir þingmenn og embættis- menn gengjust inn á nýja fyrir- komulagið. Hugmyndin fær ágæt- ar undirtektir hjá aðilum vinnumarkaðarins. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að þetta sé áhugaverð hugmynd um lausn í málinu en verkalýðshreyfingin hefur krafist endurskoðunar á eftirlaunum stjórnmálamanna og æðstu emb- ættismanna í tengslum við þá end- urskoðun kjarasamninga sem nú á sér stað. „Þetta er innlegg í umræðuna. Þarna kynni að vera leið til lausnar ef það er vilji til að skoða hana,“ segir hann. „Mér finnst þetta alls ekki óeðlileg hugmynd,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, og bætir við að hún hafi stundum komið til umræðu hjá Samtökum atvinnulífsins. Hann segir að æskilegt sé að eftirlaunakjör ráð- herra og æðstu embættismanna séu sýnileg. „Það er eðlilegt að það sé sjóðs- bundið kerfi hjá stjórnmálamönn- um eins og öðrum. Þegar það kemur í ljós hvað þetta kostar mikið held ég að það skapist stemning hjá stjórnmálamönnum til að hækka launin og vera með lægri lífeyrisréttindi.“ „Þetta getur alveg komið til greina,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður vinstri grænna. „Auðvitað má segja að það væri til nokkurs að vinna ef það yrði þá meiri friður um þessi mál. Þessi breyting er pólitískt og táknrænt mál meira en að efnahagslegt vægi þess sé svo mikið en það hefur ekki staðið og mun ekki standa á okkur að taka þátt í að skoða þetta mál.“ ghs@frettabladid.is Ráðherrar hækkuðu um sjötíu prósent Lagt er til að æðstu embættismenn og stjórnmálamenn þjóðarinnar fái launahækkun og fari að greiða í almennan lífeyrissjóð. Laun ráðherra myndu þá hækka um 70 prósent og þingmanna um tæp 30 prósent. UMHVERFISMÁL Fullt var út úr dyrum á stofnfundi samtakanna Framtíðarlandið, félags áhuga- fólks um framtíð Íslands, sem haldinn var í Austurbæ í gær. „Við gátum ekki hugsað okkur að fara í skrúðgönguna án þess að sýna sjálfstæði okkar í verki fyrst,“ sagði María Ellingsen, sem var kynnir á fundinum ásamt Mar- gréti Vilhjálmsdóttur, í upphafi fundar. Ósk Vilhjálmsdóttir myndlist- armaður sagði Ísland vera orðið land þar sem lítið er lagt upp úr skapandi hugsun og ríkisstjórnin stýrði atvinnulífinu eftir eigin höfði. „Við erum land sem auglýs- ir sig sem ódýra orkulind, þar sem lágmarkskröfur eru gerðar um umhverfisvernd,“ sagði hún í ræðu sinni. „Framtíðin er í okkar höndum. Það sem mestu skiptir er að sjá möguleikana.“ Ósk minntist í kjölfarið á hvernig hvalaskoðun hefði þótt fáránleg hugmynd á sínum tíma, en sé nú stór atvinnu- grein á Íslandi. Markmið samtakanna er að sögn aðstandenda að hafa áhrif á pólitíska umræðu í landinu og komast að teikniborðinu um fram- tíð Íslands. Samtökin eru þverpólitísk og er öllum frjálst að skrá sig í þau á heimasíðu þeirra, framtidar- landid.is. Landsþing verður haldið í haust og stefnuskrá mótuð. - sgj Stofnfundur Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, haldinn: Vilja móta framtíðarsýn FJÖLMENNI HJÁ FRAMTÍÐARLANDINU Hvert sæti var skipað í Austurbæ um hádegisbil í gær þegar stofnfundur Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, fór fram. JAPAN, AP Bandaríski sendiherrann í Japan, Thomas Schieffer og utan- ríkisisráðherra Japans, Taro Aso hittust í gær í Tókýó til að ræða málefni Norður-Kóreu. Eftir fund- inn hvöttu þeir Norður-Kóreu- menn til að hætta við tilraunir sínar á langdrægum eldflaugum, sem gætu náð til Bandaríkjanna og sögðu að slíkar aðgerðir yrðu Norður-Kóreu „í óhag“. Japanskar og suðurkóreskar fréttastofur höfðu greint frá því að til stæði að gera tilraunir með Taepodong-2 eldflaug um helgina og að hylma ætti yfir tilraunina með því að skjóta óekta gervi- tungli á loft, en norðurkóresk yfir- völd neita því alfarið. Sendiherra Bandaríkjanna sagðist vonast til að Norður-Kór- eumenn framkvæmdu ekki þessa „ögrandi aðgerð“, en vildi ekki tjá sig um möguleg viðbrögð Banda- ríkjanna við henni. Hann hvatti Norður-Kóreumenn til að setjast aftur að samningaborðinu með Kína, Japan, Suður-Kóreu, Rúss- landi og Bandaríkjunum. Utanríkisráðherra Japans var einnig óljós í tali, hann sagði ástandið „alvarlegt“ og að við- brögð Japana yrðu undir aðgerð- um Norður-Kóreumanna komin. Norður-Kóreumenn kannast ekk- ert við málið, sem fyrr segir. - kóþ Sendiherra Bandaríkjanna sendir Norður-Kóreumönnum tóninn: Eldflaugatilraunum verði hætt JAPÖNSK-BANDARÍSK SM-3 ELDFLAUG Þessari eldflaug skutu Japanar og Banda- ríkjamenn á loft í tilraunaskyni þann áttunda mars í Kyrrahafinu. NORDICPHOTOS/AFP GÆTU FENGIÐ AÐ VELJA Formaður VR leggur til að þingmenn og ráðherrar fái að velja hvort þeir verði áfram í því eftirlaunakerfi, sem nú gildir, eða fái launahækkun og greiði í staðinn í almennan lífeyrissjóð. SPURNING DAGSINS Kristín, ætti ekki að vera fjallkarl líka? „Já, sleppum því að hafa fjallkonu og höfum bara fjallkarl.“ Fjallkonan þótti glæsileg á 17. júní í gær, en í þetta sinn voru þær tvær og talaði önnur táknmál. Kristín Tómasdóttir stjórnar femín- istaþættinum Óþekkt á NFS. RÓM, AP Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæp- samlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spila- vítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess. Emmanuel kveðst saklaus og fjölskylda hans neitar öllum ásök- unum. Hann titlar sig enn sem prins þrátt fyrir að einveldi hafi verið aflagt í landinu fyrir áratugum síðan en faðir hans, Umberto II, var krýndur konungur Ítalíu árið 1946 og starfaði sem slíkur í rúman mánuð þar til borgarar landsins kusu lýðveldi fram yfir einveldi. Ítalskur prins í miklu klandri: Kveðst saklaus af hórmangi STJÓRNMÁL Nýkjörinn félagsmála- ráðherra, Magnús Stefánsson, ræddi um jafnrétti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi á föstudag og benti á að konur hefðu borið skarð- an hlut frá borði í síðustu sveitar- stjórnarkosningum. Mun ráðuneytið, undir forystu Magnúsar, beita sér fyrir því að jafna hlut kynjanna í sveitar- stjórnum landsins, meðal annars með því að efla upplýsingamiðlun um hlutfall kynjanna í opinberum störfum og endurskoða jafnréttis- áætlun sem samþykkt var fyrir tveimur árum. - khh Hallar á konur í sveitarstjórnum: Jafnréttisáætlun endurskoðuð SVÍÞJÓÐ Með tárin í augunum hefur Hagamaðurinn, Niklas Lindgren, beðið þrjú af sex fórn- arlömbum sínum afsökunar á að hafa ráðist á þau. Í einhverjum tilfellum hefur hann brostið í grát. Hagamaðurinn hefur viður- kennt að hafa ráðist á sex konur og er ákærður fyrir það. Konum í hverfinu Haga í Umeå var haldið í greipum óttans í fjölda ára en Hagamaðurinn byrjaði fyrst að ráðast á konur árin 1999-2000, að sögn Aftonbla- det. Ekkert bar svo á árásum í fimm ár en í fyrra nauðgaði hann konu og reyndi svo að drekkja henni. - ghs Hagamaðurinn í Svíþjóð: Grét og baðst afsökunar FRANKFURT, AP. Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistara- mótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helför- inni gegn gyðingum í síðari heims- styrjöldinni og efast um tilveru- rétt Ísraelsríkis. Innanríkisráðherra Þýska- lands, Wolfgang Schaueble, hefur sagt að forsetinn megi heimsækja landið og landslið sitt ef hann fýsir svo en hann neitar að hitta starfs- bróður sinn, Mostafa Pourmo- hammadi, á meðan á keppninni stendur. - khh Mótmæli gegn Íran á HM: Íransforseti fær kaldar kveðjur FRIÐSÖM MÓTMÆLI Í FRANKFURT Ummæli Íransforseta vekja deilur. NORDICPHOTOS/AP VILHJÁLMUR EGILSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GRÉTAR ÞOR- STEINSSON GUNNAR PÁLL PÁLSSON ÞJÓÐHÁTÍÐ Talið er að á bilinu 50-60 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn í gær til þess að fylgj- ast með hátíðardagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, er þetta nokkuð minni fjöldi en var í fyrra. Veður var með ágætasta móti í borginni og lítið rigndi eftir hádegið. Tvær stórar skrúðgöngur fóru niður í miðbæ, önnur úr Vest- urbænum og hin frá Hlemmi. Allt fór vel fram að sögn lögreglu en hún fékk þó kvartanir vegna hunda í miðbænum. Veður var áþekkt um allt land og alls staðar gengu hátíðahöld tíðindalítið fyrir sig. 17. júní hátíðahöld: Tugþúsundir við hátíðahöld 17. JÚNÍ Mikill mannfjöldi var í miðborg Reykjavíkur í gær. Þangað sótti fólk á öllum aldri og skemmti sér hið besta. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H EIÐ A -khh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.