Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 4

Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 4
4 18. júní 2006 SUNNUDAGUR NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 16.6.2006 Bandaríkjadalur 74,74 75,1 Sterlingspund 138,58 139,26 Evra 94,61 95,13 Dönsk króna 12,691 12,765 Norsk króna 12,048 12,118 Sænsk króna 10,213 10,273 Japanskt jen 0,6499 0,6537 SDR 110,46 111,12 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 131,2253 Gengisvísitala krónunnar LÖGREGLA Lögreglan á Akureyri tók tæplega þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Þrír voru einnig teknir fyrir minniháttar fíkniefnabrot og þrjátíu útköll voru síðasta sólarhring sem tengd- ust skemmtanahaldi og ölvun. Að sögn lögreglunnar er alltaf mikill erill hjá embættinu á 17. júní og kemur þar margt til. Bíla- klúbbur Akureyrar stendur fyrir fornbílasýningu og götuspyrnu- keppni þennan dag eins og undan- farin ár. „Þessir viðburðir hleypa upp töluverðri spennu innan þessa hóps og þess vegna erum við með sérstakan viðbúnað til að koma í veg fyrir hraðakstur,“ sagði varð- stjóri lögreglunnar. shá Erill hjá lögreglunni á Akureyri: Tugir teknir fyrir hraðakstur HRAÐI MÆLDUR Lögreglan á Akureyri tók fjölda ökumanna fyrir hraðakstur í gær. UMHVERFISMÁL Umhverfisráðherra hefur ákveðið að friðlýsa kúluskít, sem er sérstakt vaxtarform græn- þörungsins vatnaskúfs. Þetta vaxt- arform, þéttar og stundum stór- vaxnar kúlur sem mynda sérstakt samfélag, fyrirfinnst einungis á tveimur stöðum á jörðinni, í Mývatni og í Akanvatni í Japan. Einnig var ákveðið að friða blesgæs. Fyrirhuguð er kynning á friðuninni, sem lýtur ekki síst að því að kenna veiðimönnum að greina blesgæs frá öðrum tegund- um gæsa og benda þeim á hvar helst megi vænta blesgæsa svo þeir geti forðast þau svæði eða sýnt sérstaka aðgát þar. - sdg Umhverfisráðuneytið: Friðar blesgæs og kúluskít Launalaust leyfi Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, hefur orðið við beiðni Jóns Sigurðssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands, um launalaust leyfi frá störfum frá og með 15. júní 2006 til 31. ágúst 2006. Staðgengill Jóns verður Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri. STJÓRNMÁL SÓMALÍA, AP Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, stjórnarmaður Íslömsku dómstólanna, samtaka íslamista í Sómalíu, segir að Eþíópíski herinn hafi farið yfir landamæri Eþíópíu og inn í Sómalíu klukkan átta í gærmorgun. Háttsettur ráðgjafi forseta Eþíópíu, Bereket Simon, hefur neitað þessu, en staðfesti þó að herinn væri við landamæri þjóð- anna. Hann minnti á að „Eþíópía hefur fullan rétt til að gæta landa- mæra sinna“, en tjáði sig ekki að öðru leyti. Eþíópíski herinn hefur áður gripið inn í gang mála í Sómalíu í því skyni að hægja á sigurgöngu íslamista og gegndi lykilhlutverki í myndun bráðabirgðastjórnar 2004. Abdullahi Yusuf, núverandi forseti Sómalíu og fyrrverandi stríðsherra, var þá studdur til valda af Eþíópíumönnum og þykir líklegt að aukinn viðbúnaður Eþíópíu vegna Sómalíu sé til þess að verja bráðabirgðastjórnina fyrir íslamistum, en stjórnin hefur aðsetur í Baidoa. Sharif Sheikh Ahmed aftekur að íslamistar hafi í hyggju að ráðast á Baidoa, en bætti við að ef almenningur bæði um inngrip íslamista, myndu þeir svara kallinu. Öll spjót standa nú á íslamist- um, en velgengni þeirra kemur illa við Bandaríkja- og Eþíópíu- menn og hina valdalausu bráða- birgðastjórn Sómalíu. Hins vegar hefur vænkast hagur nokkurra stríðsherra sem hafa fengið aukin fjárframlög frá Bandaríkjunum vegna velgengni íslamista, en Bandaríkjamenn telja íslamista líklega til að vera hlynntir al- Kaída. Tveir stríðsherranna eru þó sagðir hafa flúið land um helg- ina og með því dregið mátt úr bandalagi stríðsherranna, en þetta bakslag þeirra gæti skýrt afskipti Eþíópíumanna að einhverju leyti. Íslamistarnir vilja koma á sjar- íalögum kóransins, en afneita tengslum við al-Kaída. Þeir segj- ast eingöngu hafa áhuga á að koma á stöðugleika í landinu, en upp- lausnarástand hefur verið í Sómal- íu síðan 1991. Íslamistarnir þykja vel skipulagðir og hafa lagt undir sig hverja borgina á fætur ann- arri, oftast við fögnuð almennings. Þeir segja núverandi ríkisstjórn „ólögmæta“, en því eru Samein- uðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evr- ópusambandið og nágrannaríki Sómalíu ekki sammála. - kóþ Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu Líklegt þykir að herinn sé kominn til að vega á móti íslamistum og til varnar bráðabirgðastjórn landsins. Íslamistarnir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og hafa stökkt tveimur stríðsherrum á flótta. EÞÍÓPÍSKIR HERMENN Embættismenn í Eþíópíu hafa staðfest að hermenn þeirra séu við landamæri Sómalíu. NORDICPHOTOS/AFP ÚKRAÍNA, AP Kjörstjórn Úkraínu sakaði í gær stjórnarandstöðu- flokk um að falsa undirskriftir til að þvinga fram þjóðaratkvæði- greiðslu um fyrirætlaða NATO- aðild landsins. Að sögn kjörstjórn- ar voru sumar undirskriftirnar á listunum nöfn fólks sem er dáið og aðrar hreinlega falsaðar. Þessi afglöp hafi ekki verið óviljandi. Viktor Júsjenkó, forseti Úkra- ínu, hefur haft aðild að NATO að meginmarkmiði, en margir lands- menn eru andvígir henni og hrifn- ari af samstarfi til austurs. Sam- kvæmt úkraínskum lögum þarf 100 þúsund undirskriftir til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. - sgj Þjóðaratkvæði vegna NATO: Kjörstjórnin skoðar falsanir LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri var stunginn í kviðinn með hnífi á veitingastað ofarlega við Laugaveg aðfaranótt laugar- dags. Hann var fluttur á slysa- deild Landsspítalans í Fossvogi og voru sár hans svo alvarleg að hann var lagður inn á gjörgæsludeild. Árásarmaðurinn, sem er piltur á tvítugsaldri, var handtekinn og yfirheyrður í gærdag. Að beiðni lögreglunnar í Reykjavík úrskurð- aði Héraðsdómur Reykjavíkur manninn í gæsluvarðhald til föstu- dagsins 23. júní næstkomandi. Tildrög hnífstungunnar eru ókunn og að sögn lögreglu er ekki talið að málið tengist fíkniefnum. Ekki fengust upplýsingar hjá lög- reglu í gær hvort mennirnir þekkt- ust eða hvert tilefni árásarinnar var. Þá vildi lögregla ekki upplýsa hvort maðurinn hefði játað verkn- aðinn. Árásarvopnið fannst ekki á piltinum eftir að hann var hand- tekinn en hnífur fannst við leit á veitingastaðnum. Öruggt er talið að þessum hníf hafi verið beitt í árásinni. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans var ástand mannsins stöðugt í gærkvöldi. Hann þurfti ekki að gangast undir aðgerð og var vak- andi. Talið er að hann nái sér að fullu. - shá Piltur á tvítugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna hnífaárásar í miðbænum: Stunginn með hnífi í kviðinn Á LAUGAVEGI Ungur maður situr í gæslu- varðhaldi eftir að hafa stungið mann í kviðinn á skemmtistað á laugardagsnótt. AUSTUR-TÍMOR, AP Forseti Austur- Tímor, Xanana Gusmao, reyndi að lægja öldur í gær með yfirlýsingu um að Alfredo Reinaldo, leiðtogi uppreisnarhóps, sé ekki ástæða skálmaldar og stjórnmálaóróa í landinu. Reinaldo hefur barist fyrir því að forsætisráðherra landsins, Mari Alkatiri, verði sett- ur af, en sá hafði rekið hann, ásamt 600 öðrum hermönnum, fyrir að fara í verkfall. Í kjölfarið voru átök uppreisnarmanna Reinaldos og herafla landsins tíð. Menn Reinaldos afhentu á föstudag friðargæsluliðum vopn sín og virðist það marka lok mestu átakanna. -sgj Forseti Austur-Tímor: Ver leiðtoga uppreisnar Gassprengja í húsi Minnst tveir fórust og sex slösuðust þegar gas- sprenging varð í fjölbýlishúsi í Moskvu í gærmorgun. Hrundu veggir hússins við sprenginguna, en talið er að mistök við innsetningu nýrrar gasleiðslu hafi valdið sprengingunni. Sautján slökkviliðsbílar og níu björgunarsveitarhópar tóku þátt í björgunarstarfseminni. RÚSSLAND Ísland í sjónvarpinu Finnska ríkis- útvarpið Yleisradio helgaði sjónvarps- dagskrá sína Íslandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga í gærkvöldi. Yleisradio sýndi heimildarmynd um íslenskt tónlistar- líf, Screaming Masterpiece frá 2005, og myndina 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks. FINNLAND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.