Fréttablaðið - 18.06.2006, Qupperneq 6
6 18. júní 2006 SUNNUDAGUR
FJARÐABYGGÐ Lára Eiríksdóttir á
Eskifirði byrjaði að þrífa í fyrir-
tækjum á kvöldin árið 2003, en í
dag hefur fyrirtæki hennar 21
starfsmann á launaskrá, þar af
fjórtán í fastri vinnu. „Ég var að
vinna við þrif í rækjuverksmiðj-
unni þegar henni var lokað, og þá
vantaði mig aukavinnu með vinnu
minni í byggingavöruverslun. Til
að byrja með var ég bara ein að
vinna á kvöldin og næturnar en
fljótlega var orðið svo mikið að
gera að ég hætti í aðalvinnunni
og vann eingöngu við þrifin. Svo
hélt þetta bara áfram að stækka
eftir það,“ segir Lára.
„Þegar ég byrjaði datt mér
ekki í hug að þetta yrði svona
núna, þetta gerist svo rosalega
hratt að maður áttar sig ekkert á
því. Það liggur við að fjöldinn á
launaskrá aukist í hverjum mán-
uði.“
Lára segir að þakka megi
Kárahnjúkavirkjun þessa vel-
gengni að vissu leyti en það sé nú
ekki aðalástæðan. „Ég hefði ekki
getað gert þetta án þess að hafa
frábært starfsfólk. Það er alveg
númer eitt.“
Í kjölfar byggingar Kára-
hnjúkavirkjunar hefur atvinnulíf-
ið í bæjarfélögunum víða á Aust-
urlandi vaxið og dafnað. Þar sem
áður var atvinnuleysi og lokanir
er nú fjöldi nýrra fyrirtækja og
atvinnutækifæri á hverju strái. Sú
bjartsýni sem fylgir uppgangin-
um kemur einnig fram í aukinni
uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Á
Eskifirði hélt fyrirtækið Eddu-
Borgir opinn fund nýlega til að
kynna áform sín um byggingu
þriggja íbúðablokka á Eskifirði.
Reiknað er með að blokkirnar
taki fimmtán mánuði í byggingu.
Tvær fyrstu blokkirnar sem
byggðar verða eru með átján
íbúðum hvor en sú þriðja verður
með 23 íbúðum. Íbúðirnar verða
á stærðarbilinu 65 til 114 fer-
metrar.
Guðmundur Bjarnason, bæjar-
stóri í Fjarðabyggð, segir að fólk á
Austurlandi brosi út að eyrum
þessa dagana. „Það er verið að
byggja í öllum byggðakjörnunum
hérna. Menn búast líka við mikilli
fólksfjölgun á næstunni því byrj-
að er að ráða í störf hjá álverinu.“
Guðmundur hefur það eftir eig-
endum fasteignasala í Fjarða-
byggð og á Egilstöðum að þeir
finni mjög fyrir auknum áhuga á
íbúðarhúsnæði á síðustu misser-
um. „Þetta eru spennandi tímar
hjá okkur og búið að leggja í gríð-
arlegar fjárfestingar. Það er búið
að stækka alla grunnskólana og
byggja við leikskólana, komin ný
sundlaug á Eskifirði og við erum
að opna íþróttahöll á Reyðar-
firði.“ Salvar@frettabladid.is
Ný fyrirtæki spretta
upp við hvert fótmál
Atvinnulíf í Fjarðabyggð blómstrar þessa dagana og uppbyggingar sér víða
merki. Búist er við mikilli fólksfjölgun sem sést í mikilli aukningu íbúðarhús-
næðis. Fólk brosir út að eyrum, segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð.
LÁRA EIRÍKSDÓTTIR RÆSTITÆKNIR Kveðst mjög ánægð með uppbygginguna á Austurlandi.
Hún þakkar Kárahnjúkavirkjun hversu hröð uppbyggingin hefur verið. MYND/HELGI GARÐARSSON.
ESKIFJÖRÐUR Bæjarstjórinn segir Austfirð-
inga brosa út að eyrum þessa dagana.
FÁLKAORÐAN Ellefu Íslendingar
voru sæmdir riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu við hátíðlega
athöfn á Bessastöðum í gær. Á
meðal þeirra sem hlutu orðuna
voru Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, fyrir störf að velferð
og réttindum kvenna, Hjálmar
Jónsson, dómkirkjuprestur, fyrir
störf í þágu kirkju og samfélags
og Þórhildur Þorleifsdóttir, leik-
stjóri, fyrir störf í þágu menning-
ar og leiklistar.
Fálkaorðan er að jafnaði veitt
tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní,
en rúmur tugur manna fær orðuna
í hvert sinn sem hún er veitt.
Árlega veitir forseti einnig nokkr-
um erlendum ríkisborgurum orð-
una. Svokölluð orðunefnd fer yfir
umsóknir og metur hverjum
sæmir að hljóta heiðurinn. -sgj
Ellefu Íslendingar sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í gær:
Falleg athöfn á Bessastöðum
AFHENDING FÁLKAORÐUNNAR Á BESSASTÖÐUM Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
sæmdi ellefu Íslendinga riddarakrossinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
HANDHAFAR RIDDARAKROSS
FÁLKAORÐUNNAR 17. JÚNÍ
Ahn-Dao Tran, kennslufræðingur og verk-
efnisstjóri
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta
Gunnar Kvaran, prófessor og sellóleikari
Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur
Jóhannes Bergsveinsson, fv. yfirlæknir
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og fram-
kvæmdastjóri Hjallastefnunnar
Ólafur Ragnarsson, útgefandi
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir
Vilhjálmur Einarsson, ólympíumethafi og fv.
skólameistari
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri
BRUSSEL Leiðtogar Evrópusam-
bandsins samþykktu á fundi sínum
í Brussel í gær að styðja áform
Rúmena og Búlgara um að ganga í
sambandið um næstu áramót, en
þeir áminntu stjórnvöld í löndun-
um tveimur um að hraða umbót-
um sem þau hafa skuldbundið sig
til að hrinda í framkvæmd áður en
af aðildinni verður.
Samkvæmt mati framkvæmda-
stjórnar ESB á undirbúningi Búlg-
ara verða þeir að gera sýnilegt
átak í baráttunni gegn spillingu og
skipulagðri glæpastarfsemi. Rúm-
enar voru áminntir um að hraða
umbótum í landbúnaðarmálum og
bæta skilvirkni stjórnsýslunnar.
Lokamat verður lagt á aðildar-
hæfni landanna í haust. - aa
Stækkun Evrópusambandsins:
Umbótum
verði hraðað
STJÓRNMÁL Markmið meirihluta-
samstarfs Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks í Sveitarfélaginu
Árborg er að byggja upp fjöl-
skylduvænt sveitarfélag. Fram
kemur í nýkynntum málefnasamn-
ingi þeirra að foreldrum þeim sem
kjósa að vera heima með börn sín
frá níu til átján mánaða aldurs
bjóðist valgreiðsla að upphæð
20.000 krónur á mánuði.
Ennfremur er stefnt að því að
öllum börnum frá átján mánaða
aldri verði tryggð leikskólavist á
kjörtímabilinu. - khh
Kjarabót í Árborg:
Foreldrar fái
eingreiðslu
KJÖRKASSINN
Ætlarðu að sækja hátíðahöld í
tilefni 17. júní?
Já 38%
Nei 62%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ætlarðu á sólarströnd í sumar?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
EFNAHAGSMÁL Aðkoma ríkisstjórn-
arinnar að endurskoðun kjara-
samninga byggist að hluta eða
öllu leyti á ákvörðun um lækkun
á tekjuskattinum í staðinn fyrir
lægra skattþrep. Í Fréttablaðinu
í gær kom fram að til álita kæmi
að lækka tekjuskattinn um eitt
prósent og fresta opinberum
framkvæmdum.
Skattleysismörkin eru rúmar
79 þúsund krónur en ættu að vera
um 130 þúsund krónur ef þau
hefðu haldið verðgildi sínu frá
því þau voru ákveðin í lok níunda
áratugarins. Grétar Þorsteins-
son, forseti Alþýðusambands
Íslands, segir ákveðinn ótta vera
við skattleysismörkin. „Reynslan
sýnir að skattleysismörkin rýrna
hægt og hljótt þó að ekki fari
mikið fyrir því í umræðunni,“
segir Grétar.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir að niðurstaða hafi
fengist í vinnumarkaðsmálum.
Samkeppnisstaða fyrirtækja
verði tryggð og farið eftir lögum
og reglum þegar erlendir starfs-
menn koma til starfa. Ekki sé
verið að búa til neinn kostnað eða
gera eðlisbreytingar.
„Mikið verður gert til að kerf-
ið virki og eftirlit á vinnumark-
aði verði markvissara og skil-
virkara,“ segir Vilhjálmur og
segir þetta fyrst og fremst snúa
að Vinnumálastofnun og skattyf-
irvöldum. - ghs
VILHJÁLMUR
EGILSSON, FRAM-
KVÆMDASTJÓRI SA
GRÉTAR ÞORSTEINS-
SON, FORSETI ASÍ
Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð niðurstöðu í viðræðum um vinnumarkaðinn:
Kerfið verður skilvirkara
ÞÝSKALAND, AP Um sunnanvert
Þýskaland og í Austurríki standa
leitarmenn í ströngu við að finna
bjarndýr sem er á flótta. Björninn
var næstum unninn aðfaranótt
föstudags, en komst naumlega
undan í náttmyrkrinu. Upphaflega
átti að skjóta bangsa en dýravinir
brugðust skjótt við og komu í veg
fyrir það. Nú eru einungis svefn-
lyf í byssunum.
Leitarmennirnir njóta aðstoðar
finnskra sporhunda og segjast
vera hársbreidd frá því að kló-
festa dýrið, sem hefur verið nefnt
Brúnó. Þetta er fyrsta villta bjarn-
dýrið sem heimsækir Þýskaland
síðan á fyrri hluta nítjándu aldar,
en björninn er ítalskur og er ætt-
aður úr Alpafjöllunum. - kóþ
Eftirlýstur ítalskur innflytjandi:
Bangsi á flótta
BANGSI Brúnó varð næstum fyrir bíl í
síðustu viku, en myndin tengist ekki efni
fréttarinnar með beinum hætti.
NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Liðlega fertugur maður
hefur verið ákærður fyrir að hafa
í ágúst í fyrra lagt úr höfn á haf-
færislausu skemmtiskipi, Söndru
RE, með fjórtán farþega.
Í ákærunni kemur fram að ein-
ungis hafi verið einn fjögurra
manna björgunarbátur um borð.
Landhelgisgæslan stöðvaði för
skipsins þar sem það var á suður-
leið skammt vestur af Viðey. - æþe
Haffærislaus skemmtibátur:
Sigldi úr höfn
með 14 farþega
KÖFUN Það er orðið að vana austur
á Seyðisfirði að Árni Kópsson og
föruneyti kafi niður að El Grillo,
olíu- og flutningaskipinu, á þjóð-
hátíðardaginn. Þaðan var fjarlægð
fallbyssa fyrir tveimur árum og
nú á að ná í festingar sem tilheyra
henni í skipið.
Við köfun á föstudag fundust
tvær sprengikúlur, sem Árni segir
að séu virkar. „Þær eru ekkert
fyrir okkur og okkur stafar engin
bein hætta af þeim ef við komum
ekki nálægt þeim,“ segir Árni.
Sprengjudeild Landhelgisgæsl-
unnar kemur til með að farga
sprengjunum á næstu dögum. - æþe
Kafað niður að El Grillo:
Tvær sprengi-
kúlur fundust
DANMÖRK Anders Fogh Rasmus-
sen, forsætisráðherra Danmerkur,
er hneykslaður á því að 56
tyrkneskir borgar- og bæjarstjór-
ar, sem sendu
honum bréf, skuli
nú af þeim sökum
sæta sakarann-
sókn af hálfu yfir-
valda í Tyrklandi.
Í bréfinu er
Fogh hvattur til
að verða ekki við
kröfum tyrk-
neskra stjórn-
valda um að kúrdískri sjónvarps-
stöð, sem rekin er í Danmörku,
verði lokað. Bæjarstjórarnir segja
að ekki beri að taka tyrknesk yfir-
völd alvarlega um að stöðin sé mál-
pípa fyrir bönnuð skæruliðasam-
tök aðskilnaðarsinnaðra Kúrda,
PKK. Sá sem er fundinn sekur um
slíkt í Tyrklandi á allt að tíu ára
fangelsi yfir höfði sér. - aa
Bæjarstjórar skrifa Fogh:
Kúrdasjónvarp
veldur deilum
ANDERS FOGH
RASMUSSEN
Flug til Indlands Loftferðasamningur
milli Íslands og Indlands var samþykktur
á fundi ríkisstjórnar Indlands í fyrradag.
Varnarmálaráðherra Indlands, Pranab
Mukherjee greindi blaðamönnum frá
þessu eftir fundinn.
INDLAND
Hóta verkfalli Ítalskir járnbrautar-
starfsmenn hóta því að fara í sólar-
hringsverkfall næsta þriðjudag. Þeir
krefjast þess að farið verði vandlega yfir
öryggismál lestarkerfisins, en nokkuð
hefur verið um slys upp á síðkastið.
ÍTALÍA
PALESTÍNA, AP Utanríkisráðherra
Palestínu, Mahmoud Zahar, segir
að stjórnvöld þar í landi muni
halda áfram að flytja fjármagn
handvirkt inn í landið en ráða-
menn Hamas-samtakanna, sem nú
fara með völd, hafa gripið til þess
ráðs að koma fjármagni til lands-
ins með því að flytja það sjálfir í
ferðatöskum.
Ríkið er á barmi gjaldþrots því
Evrópusambandið hætti í vor fjár-
stuðningi við yfirvöld í landinu og
hafa Bandaríkjamenn beitt sér
fyrir því að fé sé ekki millifært
enda séu Hamas-samtökin skráð
sem hryðjuverkasamtök á alþjóð-
legum listum bankastofnana. - khh
Örþrifaráð ráðamanna:
Með útgjöldin
í ferðatöskum