Fréttablaðið - 18.06.2006, Qupperneq 8
8 18. júní 2006 SUNNUDAGUR
FJÖLMIÐLAR Lestur fyrsta fríblaðs
landsins, Fréttablaðsins, jókst mun
meira í fyrstu mælingunum á lestri
þess en lestur Blaðsins. Lestur
Fréttablaðsins nánast tvöfaldaðist
samkvæmt fyrstu fimm fjölmiðla-
könnununum sem gerðar voru eftir
stofnun þess. Lestur á Blaðinu, frí-
blaði landsins númer tvö, stóð hins
vegar nánast í stað. Þetta kemur
fram í Fjölmiðlakönnun IMG
Gallup.
Fjölmiðlakönnunin sýnir að lest-
ur Fréttablaðsins jókst úr 38 pró-
sentum í 62 prósent í fyrstu fimm
mælingunum sem gerðar voru á
tímabilinu frá október 2001 fram í
mars 2003. Lestur Blaðsins jókst
hins vegar aðeins úr 29 prósentum
í 33 prósent í fyrstu fimm fjöl-
miðlakönnunum eftir að Blaðið
byrjaði að koma út.
Birgir Guðmundsson, lektor við
Háskólann á Akureyri, telur þrjár
ástæður kunna að vera fyrir litlum
lestri Blaðsins. Í fyrsta lagi hafi
Fréttablaðið ákveðið forskot því að
það hafi verið stofnað fyrr og
landsmenn verið búnir að
venja sig á að lesa það. Í
öðru lagi komi Blaðið alltaf
svo seint út á daginn og rit-
stjórnarstefna þess hafi
ekki tekið nógu mikið mið af
því að Blaðið fari fyrst í
prentun og komi síðast
til fólks.
„Blaðið getur ekki
keppt við Moggann og Fréttablaðið
um ferskar fréttir en ritstjórnar-
stefnan tekur ekki nógu mikið tillit
til þess. Blaðið er með svipað
fréttamat og efnistök og hin blöðin
og reynir að vera í þessum hefð-
bundna slag á morgunmarkaði en
það er búið að metta markaðinn af
þessari tegund af ritstjórnarstefnu
og þeir hafa ekki markað sér nógu
mikla sérstöðu,“ segir Birgir.
DV skildi eftir sig tómarúm
þegar það hvarf af markaði sem
dagblað. „DV sagði fólki ekki sams
konar fréttir og hin dagblöðin. DV
var bara önnur vara. Lesendum
DV er hreinlega ekki sinnt af
hinum dagblöðunum,“ segir hann.
„Enginn af þessum fjölmiðlum
reynir að taka þá markaðshillu sem
DV hafði. Það er að minnsta kosti
ekki komið neitt annað blað sem
sinnir þessu,“ segir hann.
Birgir telur að stjórn Blaðsins
hljóti að velta alvarlega fyrir sér
að „breyta efnistökum og áhersl-
um til þess að gefa fólki ástæðu til
að lesa Blaðið þegar það kemur
eftir hádegið. Ég held að það sé
líka að það séu ekki nógu margir
kaupendur að DV þannig að þeir
þurfi að grípa eitthvað líka ef þeir
vilja nálgast þá.“ ghs@frettabladid.is
París
UTANRÍKISMÁL Náðst hefur sam-
komulag milli Íslands og Indónes-
íu um loftferðir, sem mun veita
íslenskum flugfélögum tækifæri
til að stunda flug til og frá þremur
borgum í landinu með tengingum
við flug til annarra staða. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu.
Samkomulagið tekur gildi nú
þegar en stefnt er að því að loft-
ferðasamningur milli Íslands og
Indónesíu verði formlega undir-
ritaður á næstu misserum. Samn-
ingurinn er svipaður þeim sem
Ísland hefur gert undanfarin ár
við mörg ríki meðal annars í Asíu
og Mið-Austurlöndum. - sþs
Ísland og Indónesía:
Samkomulag
um loftferðir
SKELFISKUR Hafrannsóknastofnun-
in varar fólk við því að tína skel-
fisk í Hvalfirði sér til matar næstu
vikurnar. Ástæðan er mikið magn
eitraðra svifþörunga en fjöldi svo-
nefndra Dinophysis spp-skoruþör-
unga er mjög mikill og við slíkar
aðstæður er hætta á DSP-eitrun í
skelfiski.
Ef kræklingur sem inniheldur
DSP-eitur er borðaður er hætta á
að fólk veikist og lýsa veikindin
sér í uppköstum og niðurgangi og
geta áhrif eitursins varað dögum
saman.
Frekari upplýsingar má finna á
heimasíðu Hafrannsóknastofnun-
arinnar, www.hafro.is. - gþg
Hafrannsóknastofnunin:
Varað við skel-
fiski í Hvalfirði
Laxeldi Laxeldismenn í Chile virðast
hafa mætt ákveðnum mótbyr og fram-
leiðslan af eldislaxi hefur ekki vaxið eins
hratt og ráð var fyrir gert. Markmiðið var
að skjóta Norðmönnum ref fyrir rass á
árinu 2005 og taka forystuna sem helsta
laxeldisland veraldar.
CHILE
HEILBRIGÐSMÁL Starfsfólk Heilsu-
verndarstöðvar mótmælir fyrir-
huguðum flutningi stöðvarinnar í
Mjódd. Starfsfólkið hitti Siv Frið-
leifsdóttur heilbrigðisráðherra á
fimmtudag og afhenti ráðherran-
um undirskriftalista.
Geir Gunnlaugsson barna-
læknir lýsti áhyggjum sínum og
sagði að eðlilegt hefði verið að
finna annað viðeigandi húsnæði
áður en húsnæði Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur var selt.
Við afhendinguna kom fram að
nöfn sextíu af áttatíu starfsmanna
Heilsuverndarstöðvar væru á
undirskriftalistanum. Í tilkynn-
ingu frá starfsfólki Heilsuvernd-
arstöðvar kemur fram að það
hefði í takmörkuðum mæli verið
haft með í ráðum varðandi annað
og hentugt húsnæði fyrir starf-
semina og að nýtt húsnæði stæðist
ekki þær faglegu kröfur sem
starfsfólk gerði til þess.
Heilbrigðisráðherra sagði að
sala Heilsuverndarstöðvarinnar
hefði verið að frumkvæði fjár-
málaráðuneytisins og húsnæðið
við Barónsstíg væri nú farið úr
höndum ríkisins. Siv sagðist þó
ætla að gera sitt besta til að
tryggja góða framtíð Heilsuvernd-
arstöðvarinnar. - hs
Starfsfólk Heilsuverndarstöðvar mótmælir:
Segir nýtt húsnæði
ófullnægjandi
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Tók við undir-
skriftum sextíu starfsmanna Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur.
BANDARÍKIN, AP Vísindamenn í
Alaska ráku upp stór augu á dög-
unum þegar hvíthvalshræ fannst í
þarlendri á, um 1.600 kílómetrum
frá náttúrulegum dvalarstað teg-
undarinnar. Þeir telja ólíklegt að
hræinu hafi verið komið þangað af
mannavöldum og dettur helst í
hug að hvalurinn, sem mældist
tveir og hálfur metri á lengd, hafi
synt upp ána í leit að mat en mjög
óalgengt er að hvalir sem þessir
syndi svo langt frá heimaslóðum
sínum.
Útivistarmenn á kanóum fundu
hræið, en farið var með það á safn
þar sem það verður úrbeinað og
beinagrindin höfð til sýnis. - sþs
Hvíthvalur með ævintýraþrá:
Synti um 1.600
kílómetra leið
HVALSHRÆIÐ Furðu vekur hversu langt frá
heimaslóðum hvalurinn fannst.
Hvalborgarar Ungt fólk í Japan er
hvatt til að borða meira hvalkjöt og er
nú hægt að fá hvalborgara, sem bornir
eru fram með sama hætti og hamborg-
arar, og hvalkjötspylsur á veitingastöð-
um.
JAPAN
Ókeypis í sund Sundfélag Hafnar-
fjarðar og Hafnarfjarðarbær bjóða öllum
ókeypis í sund á sunnudögum í sumar.
Í dag verður kennsla í skriðsundi í
Sundhöll Hafnarfjarðar klukkan 11-12 og
í Suðurbæjarlaug klukkan 14-16.
HAFNARFJÖRÐUR
FJÁRSVIK Dæmi eru um að svika-
hrappar hafi hringt í fólk og sagst
vera að safna fé til styrktar Fjöl-
skylduhjálp Íslands sem er líknar-
félag í þágu þeirra sem minna
mega sín í Reykjavík. Svikahrapp-
arnir bjóðast til að koma heim til
fólks og sækja féð.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, for-
maður Fjölskylduhjálpar Íslands,
segist hafa fengið þrjár ábending-
ar seinasta mánuðinn um þessa
svikastarfsemi. „BM-ráðgjöf sér
alfarið um fjársöfnun félagsins
með sölu geisladiska og móttöku á
styrkjum og það fer allt í gegnum
bankakerfið.“ Ásgerður segir að
ef fleiri svona tilkynningar berist
muni félagið leggja inn kæru. - sdg
Svikastarfsemi gegnum síma:
Safna fé undir
fölsku flaggi
ATVINNUMÁL Stefna Landspítala -
háskólasjúkrahúss þess efnis að
yfirmenn hjá sjúkrahúsinu séu í
100 prósenta starfshlutfalli og
sinni ekki öðrum lækningastörf-
um þess utan mun standa óbreytt
í máli Tómasar Zoëga læknis, sem
og annarra á spítalanum. Reynt
verður að fá Tómas til að starfa
áfram.
Þetta segir Magnús Pétursson,
forstjóri LSH, um viðbrögð spít-
alans við nýföllnum dómi Hæsta-
réttar í máli Tómasar, sem fluttur
var úr starfi yfirlæknis í stöðu
sérfræðings á spítalanum. Hér-
aðsdómur dæmdi þessa ákvörðun
LSH ógilda, en Hæstiréttur taldi
hana ólögmæta.
Magnús kveðst munu skrifa
Tómasi bréf um hvernig spítalinn
meti þá stöðu sem upp er komin
og hvað LSH telji hægt að gera
miðað við aðstæður nú.
„Við metum störf Tómasar
mjög mikils og viljum mjög gjarn-
an að hann starfi hér,“ segir
Magnús. „Hins vegar hefur
stjórnin sett tiltekna stefnu í
störfum yfirlækna. Dómurinn
fjallar hvorki um þá stefnu né
véfengir hana. En ég vil vita hvort
hægt er að búa Tómasi einhverjar
þær aðstæður á spítalanum sem
hann getur unað við. Ég vil ræða
það við hann.“ - jss
Forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss skrifar Tómasi Zoëga lækni bréf:
Vill leita að samstarfsfleti
SLYSAVARNIR Tveir ferðalangar á
ferð um Vestfirði tilkynntu til lög-
reglu að þeir hefðu fundið notuð
blys við neyðarskýli Slysavarna-
félagsins Landsbjargar í Hornvík
á Hornströndum.
Varðstjóri lögreglunnar á Ísa-
firði, Jón Svanberg, lítur málið
alvarlegum augum, þar sem um
öryggisbúnað er að ræða sem ein-
göngu á að nota í neyðartilvikum.
Lögreglan vill brýna fyrir fólki
að snerta ekki öryggisbúnað nema
brýna nauðsyn beri til. - æþe
Öryggisbúnaður misnotaður:
Blys eyðilögð
LANDSPÍTALINN Forstjóri Landspítalans
segir stefnu spítalans standa um að
yfirlæknar séu í fullu starfi og vinni ekki
annars staðar.
FJÖLSKYLDUHJÁLPIN Þrjár ábendingar hafa
borist félaginu um sviksamlega söfnun.
VEISTU SVARIÐ?
1Hvaða sýning var valin best á Grímuhátíðinni?
2Hvað heitir framkvæmdastjóri NATO?
3Hvað heita nýstofnuð samtök áhugafólks um framtíð Íslands?
SVÖR Á BLS. 42
BIRGIR GUÐMUNDSSON Lestur á
Blaðinu hefur aukist aðeins úr 29
prósentum í 33 prósent í fyrstu fimm
mælingunum á lestri þess. „Þeir hljóta
að velta alvarlega fyrir sér að breyta
efnistökum og áherslum,“
segir Birgir Guð-
mundsson, lektor
við Háskólann á
Akureyri.
Dagblöðin fylla ekki
tómarúmið eftir DV
Lestur Fréttablaðsins jókst meira í fyrstu fimm mælingunum á lestri blaðsins
en lestur Blaðsins. Dagblöðunum hefur ekki tekist að fylla upp í tómarúm DV.
Blaðinu hefur ekki tekist að marka sér sérstöðu, að mati lektors.
LESTUR FRÍBLAÐA
Samkvæmt fyrstu fimm fjölmiðla-
könnunum eftir stofnun þeirra
38%
29%
33%
62%
27%
52%
JÚNÍ 2005
MAÍ 2006
OKTÓBER 2001
MARS 2003
OKTÓBER 2005
OKTÓBER 2002
ÞRÓUN Í LESTRI BLAÐANNA
Júní 2005 til maí 2006
Heimild: Fjölmiðlakönnun IMG Gallup
16%
29%
49%
67% 68%
54%
33%
15%
06/2005 09/2005 10/2005 01/2006 05/2006