Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 16

Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 16
 18. júní 2006 SUNNUDAGUR16 Síðustu vikurnar hefur orðið nokkur umræða um algerlega misheppnaða fiskveiðistjórn. Ráðaleysi þeirra sem hafa stýrt ferðinni hefur verið algjört í að verja fiskveiðistefnu umliðinna ára sem hefur greitt þjóðarbúinu og byggðum landsins hvert högg- ið á fætur öðru – nú síðast var það Grímsey. Það er tómt mál að tala um byggðastefnu þegar stjórnar- flokkarnir Framsókn og Sjálf- stæðisflokkur halda dauðhaldi í kerfi sem býður þeim sem stunda útgerð í sjávarbyggðunum að hætta starfsemi og selja atvinnu- réttinn fyrir tífalda ársveltu sína. Kvótakerfið byggir á raka- lausri blöndu fiski- og hagfræði þar sem gengið er út frá því að hver fiskur sem veiddur er á Íslandsmiðum sé frá öðrum tek- inn, hvort sem viðkomandi býr í Grímsey eða Vestmannaeyjum. Við ákvörðun heildaraflans er notuð aflaregla þar sem gengið er út frá því að veiða ár hvert 25% af fjögurra ára og eldri fiski en til viðbótar er einnig notuð sveiflu- jöfnunarregla sem segir að ekki megi skerða afla hvers árs meira en 30 þúsund tonn þó svo að 25% aflaregla segi til um að aflinn eigi að vera minni. Það segir í sjálfu sér sína sögu um þessa vitleysu að „reglurnar“ tvær geta og hafa stangast hvor á við aðra enda eru þær báðar jafn vitlausar og byggja ekki á nokkrum líffræði- legum grunni. Árangurinn er ekki upp á marga fiska en þegar þessi afla- regla var tekin upp var aflinn lið- lega 300 þúsund tonn. Nú er allt útlit fyrir að afli næsta árs verði langt innan við 200 þúsund tonn þannig að eftir áratuga reynslu þá hefur stjórnunin skilað mínu- sárangri upp á ríflega 120 þúsund tonn. Umræðan afvegaleidd Þau öfl sem vilja einhverra hluta vegna halda í vitleysuna stunda nú ljótan leik til þess að afvega- leiða umræðuna um augljóslega misheppnað kerfi. Það er ljótur leikur sem Frið- rik Jón Arngrímsson leikur til að breiða yfir algerlega misheppn- aða ráðgjöf og kvótakerfi. Það gerir hann með því að þjófkenna Færeyinga og gefa í skyn að stuldi þeirra sé um að kenna að skerða þurfi aflaheimildir. Umrædd umframveiði sem sögð eru stuldur er veiði sem Færeyingar stunda á þorski í landhelgi sinni á miðlínu á milli Íslands og Færeyja. Fiskur sem veiddur er í færeyskri lögsögu hlýtur að teljast færeyskur. Það getur hver maður séð að þessar veiðar hafa ekki áhrif á Vestfjarðamiðum, hvað þá veiðar inni á Faxaflóa. Framkvæmda- stjóri LÍÚ ætti miklu frekar að líta í eigin barm og svara hverju það skili að draga úr veiðum á horuðum þorski sem líklega étur bræður sína í miklum mæli. Í umræðunni nú um árangurs- leysi umliðinna áratuga hefur það verið nefnt til sögunnar að það sem upp á vanti til þess að byggja upp þorskstofninn sé að fá inn stóran árgang nýliða. Það er vert að þeir sem halda þessu fram hugleiði þá staðreynd að ný skýrsla Hafrannsóknastofnunar sýnir að meðalþyngd þorskstofns- ins á Íslandsmiðum er í sögulegu lágmarki. Það má efast um að nokkur líf- fræðileg rök styðji að vænta megi mikllar nýliðunar þegar hungur sverfur að þeim þoski sem fyrir er. Einnig má efast um að ef svo ólíklega vildi til að stór árgangur nýliða kæmi yrði það til nokkurs gagns þar sem greinilegt er að þorskurinn sem fyrir er í svelti og vex illa. Færeyingar þjófkenndir í eigin lögsögu Þá vita kjósendur það. Öruggasta leiðin til að tryggja Framsóknar- flokknum ótæpileg völd er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Eina ástæða þess að flokkarnir renna ekki saman er að nöfnin, Sjálfs- sóknarflokkurinn eða Fram-stæð- isflokkurinn, þykja hvorugt nógu þjál í munni. Auk þess hefur reynst býsna happadrjúgt í aðdraganda kosninga að láta í veðri vaka að önnur stjórnar- mynstur komi fyllilega til greina. En eftir atburði síðustu daga þarf býsna bláeyga kjósendur til að leggja trúnað á slíkt – einu sinni enn. Valdþreyta frá fyrsta degi Engu var líkara en að ríkisstjórn- arflokkarnir tveir væru búnir að vera við völd í Ráðhúsinu í sirka 15 ár við valdaskiptin í vikunni. Sama valdþreytan í ráðhúsinu og í ríkisstjórn, allt frá fyrsta degi. Málefnasamningurinn rúmaðist á einni og hálfri síðu (tvöfalt línu- bil) – og það eftir fjórtán daga fæðingahríðir. Kjörorð málefna- samningsins: „Hugsum stórt, horf- um langt og byrjum strax!“, virk- uðu einhvern veginn út úr kú eftir lestur hans. Ég fann ekkert stórt nema þriggja hæða mislæg gatna- mót og enga langtímasýn þrátt fyrir þrí-lestur, hvað þá eitthvað nýtt. „Byrjum strax“- í sumarfríi Ég gat ekki varist þeirri hugsun að þarna færi fólk sem væri það efst í huga að komast í gott sumar- frí og sjá svo til í haust. Athafna- stjórnmálin voru fljót að víkja fyrir því að nú á að „leita leiða“, „kynna kosti“, „ganga til við- ræðna“ og „gera áætlanir“ og „undirbúa“. Merkilegt nokk snýr áætlana- gerðin og undirbúningurinn oftar en ekki að hlutum sem þegar liggja fyrir, eins og nýgerða samn- inga um byggingu 200 hjúkrunar- rýma, áætlanir um bætta heima- þjónustu, uppbyggingu skólalóða og þá stórhuga uppbyggingu í mið- borginni sem þegar er hafin. Kannski hefði „Höldum áfram, forðumst nýtt og sjáum til!“ verið nær lagi sem yfirskrift. Hreinsunarátaki frestað? Skemmtilegast er þó að meirihlut- inn ætlar ekki að hefja hreinsun- ar- og fegrunarátak í borginni fyrr en í júlí. Nú hefur það tíðkast um árabil að keppa að því að árlegu átaki í því efni sé lokið fyrir 17. júní og eins og borgarbúar hafa orðið varir við eru borgarstarfs- menn nú sem óðast að setja niður sumarblóm, slá og hreinsa opin svæði. Þótt ekki vilji ég efast um góðan hug meirihlutans gagnvart umhirðu borgarinnar verður að teljast nokkuð metnaðarlaust fyrsta verk að fresta árlegri and- litslyftingu borgarinnar um heilan mánuð. Hitt er svo annað mál að leng- ing skólaársins hefur fært hreins- unina alltof langt fram á vor og sumar. Þau mál þarfnast því heild- arendurskoðunar eins og gerðar hafa verið tillögur um og unnið er að í kjölfar nýafstaðinna stjórn- kerfisbreytinga, til að tryggja jafna hreinsun allt árið um kring. Varamannaátak í jafnréttismálum Fornlegasti hlutinn af valdatöku nýja meirihlutans birtist þó ótví- rætt í aumu hlutskipti kvenna við kosningar í ráð, nefndir og stjórn- ir. Í átta meginráð borgarinnar kaus meirihlutinn konur í minna en þriðjung sæta. Staðan í hverf- aráðunum er enn verri. Þar eru konur í einu af hverjum sjö sætum sem meirihlutinn skipar í og hjá fyrirtækjunum er staða kvenna sýnu verst. Engin kona er í aðal- eða vara- sæti hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahöfnum eða Sorpu en ein kona sleppur inn í stjórn Strætó. Eina málsvörn meirihlutans er að konur séu fjölmennar í hópi vara- manna nokkurra ráða! Framsókn frekar en jafnrétti Mér sýnist reyndar að Framsókn- ar-hugsjón Sjálfstæðisflokksins sé miklu sterkari en jafnréttis- hugsjónin. Virðingin fyrir jafnri stöðu Framsóknarflokksins við stjórn borgarinnar er í það minnsta miklu sterkari en virð- ingin fyrir jafnri stöðu karla og kvenna. Ég fæ ekki betur séð en að Björn Ingi Hrafnson oddviti Framsóknarflokksins hafi mun sterkari stöðu í helstu ráðum og fyrirtækjum borgarinnar en allar átta konurnar í borgarstjórnar- flokki D-listans til samans! Hanna Birna, Þorbjörg Helga, Jórunn, Sif, Marta, Áslaug, Elín- björg og Helga Kristín. B-ingó! Björn Ingi fer með tvær for- mennskur í helstu ráðum, jafnt og þær. Hann situr í þremur fyr- irtækjastjórnum sem er þrefalt meira en samanlagðar stjórnar- setur þessara ágætu sjálfstæð- iskvenna. Meðan Björn Ingi fer með for- mennsku í tveimur fyrirtækjum virðast sjálfstæðiskonur ætla að sitja valdalausar á varamanna- bekk. En þær fá að taka sæti í tveimur hverfaráðum, af sjö. Kjósum D, fáum B! UMRÆÐAN NÝR MEIRIHLUTI Í REYKJAVÍK DAGUR B. EGGERTSSON BORGARFULLTRÚI Ég gat ekki varist þeirri hugsun að þarna færi fólk sem væri það efst í huga að komast í gott sumarfrí og sjá svo til í haust. Athafnastjórnmálin voru fljót að víkja fyrir því að nú á að „leita leiða“, „kynna kosti“, „ganga til viðræðna“ og „gera áætlanir“ og „undirbúa“. �������������������������������������������������������������� ������������������������������ ��������������������������� �������������� �������������� ������������ �� ��� ��������������������� ����������������������� ��������� ����������������� ��� ����� ����������������������� ��������������� �������������������������������������������������������� ������� ���������������������������������������������������������� ��������� �������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� ���� �������������������������������������������������� ������������������������ ������������������������ Tónlistarskóli RNB 180606.indd 1 16/06/06 11:30:44 Sjálf-sóknarflokkur karla tekur völdin Sjálfstæðir skólar eru nauðsyn- legur hlekkur í íslenska skóla- kerfinu. Áherslur þeirra eru oft aðrar en hjá skólum sem reknir eru af opinberum aðilum og starf- semi þeirra stuðlar að aukinni fjölbreytni og fleiri valkostum í skólakerfinu. Lagaleg staða þess- ara skóla hefur hins vegar verið óskýr ekki síst þegar kemur að hinum fjárhagslega þætti. Með breytingu á lögum um grunn- skóla, sem samþykkt var á nýloknu þingi, hefur réttarstaða og fjárhagslegur grundvöllur sjálfstætt rekinna skóla loks verið tryggður. Það vekur hins vegar furðu að við afgreiðslu málsins skuli stjórnarandstaðan, með Samfylkinguna í broddi fylk- ingar, ekki hafa treyst sér til að standa við bak sjálfstæðu skól- anna. Sú afstaða kemur þó ekki á óvart enda í samræmi við mál- flutning og tortryggni stjórnar- andstöðunnar í garð sjálfstæðra skóla á öllum skólastigum. Óvissuástandi eytt Ætla má að um níu prósent barna í leikskólum séu í sjálfstætt rekn- um leikskólum en innan við eitt prósent barna stundar nám í sjálf- stætt reknu grunnskólunum. Þetta er mun lægra hlutfall en í nágrannaríkjum okkar. Í Svíþjóð stunda svo dæmi sé tekið um sex prósent nemenda nám í einka- reknum grunnskólum. Meðaltal OECD-ríkjanna er um tíu prósent. Hluti skýringarinnar á því hversu fá börn stunda nám í sjálf- stætt reknum skólum er vafalítið það að réttarstaða slíkra skóla hefur verið veik og vöxtur þar af leiðandi lítill. Þetta hefur endur- speglast í því að í sumum sveitar- félögum fylgir ekki sama fjár- magn börnum í sjálfstætt reknum skólum og í skólum reknum af sveitarfélaginu. Sjálfstæðir skólar eiga sér langa hefð á Íslandi og hafa gegnt mikilvægu hlutverki í okkar skóla- kerfi. Ísaksskóli og Landakots- skóli hafa áratugum saman verið leiðandi í skólastarfi og Hjalla- skólinn í Garðabæ hefur verið brautryðjandi í því að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Waldorf-skólarnir hafa verið rekn- ir út frá hugmyndafræði mjög ólíkri þeirri sem flestir kannast við. Alls eru starfræktir sjö sjálf- stæðir grunnskólar á Íslandi og síðastliðinn vetur stunduðu þar 430 nemendur nám. Val foreldra tryggt Ný lög um grunnskóla tryggja með skýrum hætti rekstrar- grundvöll þessarar skóla til fram- tíðar um leið og þau auðvelda ólíkum rekstraraðilum að styrkja skóla eða stofna nýja. Áfram verður það einstakra sveitarfé- laga að taka pólitíska ákvörðun um það hvort þau vilja heimila öðrum að stofna og reka grunn- skóla. Ákvæði um einkaskóla í grunnskólalögum hefur verið óbreytt allt frá gildistöku grunn- skólalaganna 1974. Þá var tekið fram í lögunum að einkaskólar ættu ekki kröfu til styrks af almannafé. Með þeirri lagabreyt- ingu sem nú hefur verið gerð liggur fyrir að ef sveitarfélag heimilar rekstur sjálfstæðra skóla á sá skóli jafnframt rétt á ákveðnum lágmarksframlögum. Miðað er við að framlög sveitar- félaga til einkarekinna skóla séu annars vegar 75% og hins vegar 70% af meðal heildarrekstrar- kostnaði á landsvísu á hvern nem- anda. Hærri prósentan miðar við að nemendur séu allt að 200 en sú lægri ef nemendur eru fleiri. Á Norðurlöndum er réttar- staða sjálfstætt rekinna skóla tryggð í lögum og þeim áskilin tiltekin framlög. Sveitarfélög geta eftir sem áður tekið ákvörð- un um að fara aðrar leiðir líkt og gert hefur verið með góðum árangri í Garðabæ. Sjálfstæðu skólarnir auðga íslenska skóla- kerfið, gefa foreldrum val um ólík rekstrarform og bjóða börn- um okkar upp á val um ólíkar hefðir og ólíka hugmyndafræði við kennslu og umönnun. Sú breyting sem nú hefur verið gerð á grunnskólalögum verður von- andi til að efla skólafólk og hvetja rekstraraðila skóla til enn frek- ari dáða. Tilvera sjálfstæðra skóla tryggð UMRÆÐAN EINKAREKNIR SKÓLAR ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA Sjálfstæðu skólarnir auðga ís- lenska skólakerfið, gefa foreldr- um val um ólík rekstrarform og bjóða börnum okkar upp á val um ólíkar hefðir og ólíka hugmyndafræði við kennslu og umönnun. UMRÆÐAN ÁSTAND ÞORSK- STOFNSINS SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR Kvótakerfið byggir á rakalausri blöndu fiski- og hagfræði þar sem gengið er út frá því að hver fiskur sem veiddur er á Íslandsmiðum sé frá öðrum tekinn, hvort sem viðkomandi býr í Grímsey eða Vestmanna- eyjum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.