Fréttablaðið - 18.06.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 18.06.2006, Síða 20
Sólarhring eftir að nýr meiri-hluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í Reykjavík setjumst við niður í Ráðhúsinu. Björn Ingi við- urkennir fúslega að rata ekki um þetta mikla völundarhús en segir starfsfólkið hjálplegt og sýna sér umburðarlyndi. Og þessum sólar- hring eftir meirihlutaskiptin er hann enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt ákvörðun að ganga til samstarfs við sjálfstæð- ismenn. „Þetta er samstiltur hópur og ég skynja að mörgum finnast breytingar góðar. Hér er nýr meirihluti og fólk komið til valda sem vill láta hendur standa fram úr ermum og sanna sig.“ Vel hefur farið á með Birni Inga og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra þar sem þeir hafa sést saman og báðir hafa lagt ríka áherslu á traust og einingu sín á milli. Björn Ingi vísar á bug kenn- ingum um að meirihlutaviðræður þeirra hafi ekki verið jafn sléttar og felldar undir niðri og þeir vilja vera láta. „Viðræðurnar gengu mjög vel og ég er ánægður með hvernig til tókst. Því var haldið fram að við framsóknarmenn værum að fá allt of mikið og meðal annars hélt formaður Samfylking- arinnar heilan flokksstjórnarfund þar sem hún talaði um einhvern sex prósenta mann sem væri búinn að hrifsa til sín völdin í borginni. Við létum okkur þetta í léttu rúmi liggja. Hér ríkja ekki helmingaskipti. Það er hins vegar eitt sem flokkarnir skipta jafnt á milli sín og það er pólitísk ábyrgð. Og það skiptir máli. Það er metn- aðarmál mitt að Vilhjálmur blómstri í starfi.“ Björn Ingi sest nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og telur sig óbund- inn af ákvörðunum forvera sinna í Framsóknarflokknum. Hann bend- ir á að hann hafi ekki verið spurð- ur álits á einstökum ákvörðunum Reykjavíkurlistans síðustu tólf árin og eins og gangi líki honum sumt sem gert var og annað ekki. Manneskjan í öndvegi Málefnaáherslur nýs meirihluta voru kynntar á þriðjudag og Björn Ingi hlakkar til að hefjast handa við að framkvæma. Enda eru eink- unarorð meirihlutans: hugsum stórt, horfum langt og byrjum strax. „Mér finnst okkur hafa tek- ist vel að samþætta áherslur flokk- anna og ég held að þeir sem töldu að áherslur okkar framsóknar- manna myndu ekki skila sér sjái hið gagnstæða. Það er mannlegt yfirbragð á þessum áherslum, við leggjum meiri áherslu á mann- eskjuna en steinsteypuna.“ Í því sambandi nefnir Björn Ingi að strax verði hafið samráð við eldri borgara og ýmislegt gert í málefn- um fjölskyldufólks, til dæmis verði frístundakortunum komið á. En þó að manneskjan verði í öndvegi er ekki þar með sagt að ekkert eigi að steypa. Meðal ann- ars á að gera gatnamót Kringlu- mýrar- og Miklubrautar mislæg sem er umfangsmikil og kostnað- arsöm framkvæmd. Þá mæla ýmis rök gegn því að mislæg gatnamót eins og þau þekkjast í Reykjavík verði lögð á þessum stað. Björn Ingi varar við áhyggjum. „Mislæg gatnamót eru ekki bara þessi hefð- bundnu stóru slaufugatnamót. Það er hægt að fara ýmsar leiðir og ég er sannfærður um að við munum finna leið til að fara sem mest með þetta neðanjarðar. Ég bið því íbúa um að hafa ekki áhyggjur af að þetta muni sprengja allt utan af sér.“ Björn Ingi rifjar svo upp að í raun sé nokkuð um liðið síðan ráð- ast átti í framkvæmdina. „Það voru settir peningar í flýtiframkvæmd- ir í vegamálum og þessi mislægu gatnamót áttu að vera hluti af því. Borgin var hins vegar ekki tilbúin með framkvæmdina og því var ráðist í færslu Hringbrautar. Ef þetta hefði verið tilbúið væru þessi gatnamót komin en ekki nýja Hringbrautin. Ég er viss um að margir hefðu viljað skipta.“ Stöndum vörð í efnahagsmálum Ekki liggur fyrir hve mikið helstu stefnumál meirihlutans munu kosta og segir Björn Ingi að eftir sé að kafa ofan í fjárhagsstöðu borgarinnar og meta hana upp á nýtt. Hann bendir þó á að kostnað- arsöm verkefni á borð við hugsan- lega færslu flugvallarins og bygg- ingu samgöngumannvirkja séu sameiginleg verkefni borgar og ríkis. En hann óttast hvorki að borgin fari á hausinn við þessi verkefni né að þau hafi umtals- verð áhrif á efnahagslíf þjóðar- innar. „Ég held raunar að mörgum þyki þetta hófstilltur málefna- pakki og við ætlum að gæta aðhalds og standa vörð í efnahags- málunum. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og þarf að fara á undan með góðu fordæmi. Verk- efnunum verður raðað niður með ábyrgum hætti en við áskiljum okkur líka rétt til að láta hendur standa fram úr ermum. Og því má ekki gleyma að það sem við hyggj- umst gera fer af stað þegar niður- sveifla verður í stærstu fram- kvæmdunum á vegum ríkisins.“ Guðlaugur boðaði til viðræðna Daginn eftir kosningar hófust þreifingar um myndun meirihluta í borginni. Fulltrúar Samfylking- ar, vinstri grænna, frjálslyndra og Framsóknarflokks hittust á fundi, en eins og fram hefur komið ósk- aði Ólafur F. Magnússon eftir mat- arhléi og hélt svo til fundar við sjálfstæðismenn. Björn Ingi seg- ist hafa tekið þátt í viðræðunum af fullum heilindum þó frjálslyndir hafi áður lýst yfir að samstarf við Framsóknarflokkinn kæmi ekki til greina. Áður hafði Björn Ingi raunar greint sjálfstæðismönnum frá því að hann væri reiðubúinn til viðræðna við þá og eftir að við- ræðum þeirra og Ólafs lauk settist hann niður með Vilhjálmi og hans fólki. „Í pólitíkinni er það þannig að þú færð ekki annað tækifæri og við gátum ekki beðið eftir að Ólafi þóknaðist að hefja aðrar viðræð- ur, slíta þeim og byrja aftur. Það á ekki að vera lengi á reiki hverjir verða í meirihluta í stærsta sveit- arfélagi landsins og þetta varð niðurstaðan.“ Það var þingmaðurinn og borg- arfulltrúinn fyrrverandi, Guð- laugur Þór Þórðarson, sem hafði samband við Björn Inga og boðaði hann til fundar. „Guðlaugur Þór hringdi í mig og bað mig um að koma heim til sín. Þegar ég kom þangað voru Vilhjálmur, Gísli Marteinn og Hanna Birna þar og þau buðu strax upp á formlegar viðræður með það fyrir augum að klára dæmið fljótt. Þau voru greinilega búin að gera upp við sig hvað þau vildu og það var þetta sem þau vildu.“ Ætlar að reyna að stýra vinnutím- anum Það mæðir mikið á Birni Inga í meirihlutasamstarfinu. Hann er eini borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins og situr því í fjölda ráða, nefnda og stjórna. Meðal helstu embætta má nefna formennsku í borgarráði, íþrótta- og tómstunda- ráði, stjórn Faxaflóahafna, vara- formennsku í stjórn Orkuveitunn- ar og stjórnarsetu í Sorpu. Hann segist alla tíð hafa haft mikið að gera og bendir á að það sé ekkert rólegheitadjobb að vera aðstoðar- maður ráðherra og formanns flokks. „Ég vona að ég sé ekki að færast of mikið í fang. Það voru reyndar uppi hugmyndir um að ég tæki enn meira að mér en ég vildi það ekki.“ Björn Ingi er kvæntur og á tvo unga syni og er að auki formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnar- innar. Í því ljósi er vert að spyrja hvort þessar miklu annir stríði ekki gegn hugmyndum hans um heilbrigt fjölskyldulíf. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Konan mín er alltaf að reyna að segja mér að ég geti stundum slökkt á símanum og ég viður- kenni að í kosningabaráttunni hegðaði formaður fjölskyldu- nefndar ríkisstjórnarinnar sér ekki nægilega vel sem slíkur. En fjölskyldan mín er umburðarlynd og vissi að þetta var átaksverkefni og ég ætla að reyna að stýra vinnu- tíma mínum þannig að hann verði eins og hjá venjulegu fólki.“ Lagði sjálfan sig í sölurnar Björn Ingi er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður. Hann var í öðru sæti framboðslistans, á eftir Jónínu Bjartmarz, en hefur – ólíkt flestum öðrum fyrstu varaþing- mönnum – aldrei sest á þing. „Þingmaður kjördæmisins hefur aldrei forfallast og annir mínar á Alþingi því ekki verið íþyngjandi,“ segir hann og hlær. „Ég er vara- maður og á að hlaupa í skarðið en það hefur ekki verið óskað eftir því.“ Björn Ingi segir afskiptum af landsmálunum nú lokið enda eigi borgarmálin hug hans allan. En það var ekki aðeins af óslökkvandi löngun til að takast á við málefni Reykjavíkurborgar sem hann afréð að taka þátt í próf- kjöri Framsóknarflokksins í lok janúar. Aðrar hvatir bjuggu að baki. „Ég taldi þetta nauðsynlegt fyrir flokkinn. Þetta leit illa út og við vorum með rúm tvö prósent í skoðanakönnunum. Ég taldi þurfa að leggja mikið undir því það hefði orðið mikið áfall fyrir Framsókn- arflokkinn að eiga ekki rödd í borgarstjórninni. Ég gat ekki hugsað mér slíka stöðu og var til- búinn að leggja sjálfan mig í sölurnar. Ég hefði ekki þurft að gera þetta og það var margt upp- lagðara en að fara í kosningabar- áttu við þessar aðstæður. Ég held hins vegar að ég hafi grætt mikið á þessu persónulega og þetta sýnir að hafi maður trú á einhverju og er til í að berjast fyrir því, jafnvel þó útlitið sé dökkt, þá kemst maður að lokum á leiðarenda.“ Halldór hefur gert skyldu sína Birni Inga er staða Framsóknar- flokksins hugleikin, eins og svo mörgum öðrum. Hann segir að of mikið hafi verið deilt í flokknum og að vandinn sé fyrst og fremst heimatilbúinn. Auðvelt sé hins vegar að bregðast við. „Pólitíkin gengur í hæðum og lægðum og þegar illa gengur er mikilvægt að bregðast við alveg eins og það er mikilvægt að ofmetnast ekki þegar vel gengur.“ Björn Ingi veit ekki hvaða áhrif brotthvarf Hall- dórs Ásgrímssonar úr for- mannsembætti mun hafa og þó að hann hefði viljað að Halldór lyki kjörtímabilinu í embætti virðir hann ákvörðun hans. „Ég tel reyndar að margir séu að átta sig á að Halldór Ásgrímsson var ekki vandamál Framsóknarflokksins. 18. júní 2006 SUNNUDAGUR20 Lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir Framsóknarflokkinn Björn Ingi Hrafnsson, nýkjörinn formaður borg- arráðs, ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum næði hann ekki kjöri í borgarstjórn. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson segist hann hafa boðið sig fram í prófkjöri Framsóknarflokksins því hann hafi talið það nauðsynlegt fyrir flokkinn. Þá upplýsir Björn að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi boðað hann til fundar um myndun meirihluta með sjálfstæðismönnum. BJÖRN INGI HRAFNSSON „Ég var ákveðinn í að hætta í stjórnmálum ef ég næði ekki kjöri í borgarstjórn. Ég leit svo á að þar með hefði ég prófað að leiða lista og þyrfti ekki að gera það aftur,“ segir Björn Ingi meðal annars. Hann segir að sér hafi boðist störf við fjölmiðlun og á vettvangi útrásar. Honum finnist stjórnmálin hins vegar meira spennandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR TIMAMÓT Björn Ingi pakkaði saman á skrifstofu sinni í forsætisráðuneytinu í vikunni sem leið. Farsælu samstarfi hans og Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, er lokið. Fréttablaðið/Hörður Í pólitíkinni er það þannig að þú færð ekki annað tækifæri og við gátum ekki beðið eftir að Ólafi þóknaðist að hefja aðrar viðræður, slíta þeim og byrja aftur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.