Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 21

Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 21
Hann hefur gert skyldu sína og rúmlega það. Hann hefur raunar gert miklu meira en nokkur gat ætlast til af honum. Hann sjálfur er sannfærður um að þetta sé fyrir bestu, hann axlar ábyrgð og það finnst mér djarfmannlegt, ekki síst í ljósi þess að fyrir því er ekki rík hefð í íslenskum stjórnmál- um.“ Margar sögur komust á flot í tengslum við ákvörðun Halldórs um að hverfa af sviðinu og sam- kvæmt einni þeirra brast trúnað- ur milli Halldórs og Björns Inga. „Ég hef heyrt þetta en þetta er rangt. Það er mjög sérstakt og náið samband á milli okkar og á það hefur ekki fallið skuggi. En eins og gengur eru sögur settar af stað en það er ekkert hæft í þess- ari.“ Það var raunar hrifning Björns Inga á Halldóri og hans pólitík sem, með öðru, varð til þess að Björn gekk í Framsóknarflokkinn fyrir nokkrum árum. Frami hans hefur þótt skjótur – of skjótur að sumra mati. „Ég hef gripið þau tækifæri sem hafa gefist. Þegar menn koma hratt inn eru þeir oft sakaðir um að stíga á tær en nú þegar ég hef lýðræðislegt umboð frá fólkinu er staða mín önnur.“ Hefði hætt í stjórnmálum Fylgi Framsóknarflokksins mæld- ist afar lítið framan af kosninga- baráttunni og lengst af var útlit fyrir að Björn Ingi næði ekki kjöri. Hann segir að hefði svo farið hefði hann kvatt pólitíkina fyrir fullt og allt. „Ég var ákveðinn í að hætta í stjórnmálum ef ég næði ekki kjöri í borgarstjórn. Ég leit svo á að þar með hefði ég prófað að leiða lista og þyrfti ekki að gera það aftur.“ Hann segir að sér hafi boðist tæki- færi til að söðla um og reyna fyrir sér á öðrum sviðum, til dæmis í fjölmiðlun og á vettvangi útrásar íslensku fyrirtækjanna. „Ég hef hins vegar talið pólitíkina meira spennandi og það þó vinir mínir sem eru í slíkum störfum hafi mun hærri laun, mun betri vinnutíma og þurfi ekki að lesa um sjálfa sig og kosti sína og galla í blöðunum.“ En Björn Ingi er ekki að hætta í stjórnmálum – þvert á móti er nýtt upphaf hjá honum. Og í stað þess að tala fyrir skoðunum og gjörð- um Halldórs Ásgrímssonar, líkt og hann hefur gert síðustu ár, mun hann tala um eigin pólitík. „Þetta er ný staða. Það er enginn afslátt- ur gefinn af því að vera aðstoðar- maður og einn af talsmönnum for- sætisráðherra. Nú viðra ég mínar eigin pólitísku skoðanir.“ ■ Fæddur: „5. ágúst 1973.“ ■ Eiginkona: „Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir hjúkrunarfræðingur.“ ■ Börn: „Hrafn Ágúst, sjö ára og Eyjólfur Andri, tveggja ára.“ ■ Bókin á náttborðinu: „All too Human eftir George Stephanopou- los, fyrrverandi ráðgjafa Bills Clinton. Athyglisverð og þrælskemmtileg bók um ár hans með Clinton. Auk þess eru hinir og þessir bæklingar um borgarkerfið og innviði, sem ég þarf að kynna mér starfsins vegna.“ ■ Diskurinn í geislaspilaranum: „Platan Hjálmar með samnefndri hljómsveit. Alveg frábær diskur.“ ■ Myndin í DVD-spilaranum: „Brokeback Mountain eftir Ang Lee. Virkilega áhrifamikil mynd.“ ■ Útvarpsstöðin: „Ég hlusta aðallega á útvarp í bílnum. Ef ég er einn stilli ég á NFS en ef drengirnir eru með er það Útvarp Latibær. Stundum er tekist hart á.“ ■ Mesti áhrifavaldurinn: „Björk Gunnarsdóttir, móðir mín. Heilög kona í lífi mínu eins og sjálfsagt mæður flestra vel upp alinna drengja.“ Björn Ingi í hnotskurn Efnahagurinn hér á Kúbu er flókið fyrirbæri. Sérstaklega fyrir fólkið sem þarf að búa við hann. Ég myndi ganga svo langt að segja að það versta við Kúbu væri matur- inn og efnahagurinn. Á meðan Sovétríkin voru og hétu var gott að búa á Kúbu og fólk talar um þá tíma með mikilli eftirsjá. Þó að byltingarstjórnin hafi hugmynda- fræðilega séð lifað af fall Sovét- ríkjanna þá tóku þau kúbanskan efnahag með sér í fallinu. Kúba var á kúpunni og tíundi áratugurinn einkenndist af því að það var ekkert til. Þetta tímabil er kallað el Periodo Especial eða Sérstaka tímabilið og er landið enn að hrista af sér þynnkuna. Til að mynda eru almenn laun enn mjög lág, í kringum þúsund krón- ur á mánuði, en verðlagið hefur hækkað svo um munar með túr- ismanum. Ofan á þetta bætist að öll sjálfsbjargarviðleitni er ólög- leg, en þrátt fyrir harðar refsing- ar og sektir fyrir allt og ekkert, blómstra hér hinar ýmsu tegund- ir svartamarkaðsbrölts. Það eru kallaðar uppfinningar og fólk selur föt, mat, skó, skart og allt þar á milli. Sem dæmi um uppfinningar þekki ég konu sem gafst upp á að vinna fyrir enga peninga hjá rík- inu og selur nú kaffi á götunni. Með því móti vinnur hún sér inn í kringum 5.000 krónur á mánuði. Þetta, sem og svo margt annað, telst til andbyltingarlegs athæfis og ef hún væri tekin af lögregl- unni yrði hún sektuð. Á Kúbu er nefnilega bannað að bjarga sér. Það er því ekkert skrítið að fólk reyni að flýja úr landi, en í þeim efnum sem öðrum eru Kúbverjar ótrúlega uppfinningasamir. Þá er notast við bíla sem breytt er í báta, gúmmítuðrur og í raun allt sem flýtur. Nú ætla ég að taka mér heimamenn að fyrirmynd og flýja land, en þó ekki í uppfinningagleð- inni því ætli ég láti ekki nægja að fara bara með flugvél. KÚBUÆVINTÝRI TINNA ÞÓRUDÓTTIR ÞORVALDSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ HAVANA Á kúpunni á Kúbu Tinna Þórudóttir Þórarinsdóttir á Kúbu. SUNNUDAGUR 18. júní 2006 21 www.toyota.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Hiace Verð frá 2.050.000 kr. Íslenskir atvinnubílstjórar hafa aðeins góða reynslu af Hiace, enda þjónar hönnunin þeim tilgangi að draga úr óeðlilegu álagi á líkamann. Fjölbreytilegar aðstæður kalla á fjölhæfan bíl, lipran, háan, breiðan, stöðugan, öruggan og umfram allt meðfærilegan. Þetta færðu allt með Hiace. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 32 90 3 0 6/ 20 06 Vinnustaður á hjólum Toyota Austurlandi Miðási 2 700 Egilsstaðir Sími: 470-5070

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.