Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 27
Laus störf hjá
Olíudreifingu ehf
Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða áhugasama og vandvirka
einstaklinga í eftirtalin störf í Reykjavík.
Um framtíðarstörf er að ræða.
Störfin standa báðum kynjum til boða.
Járniðnaðarmaður / vélvirki / pípari
Leitað er að járniðnaðarmanni til almennrar járnsmíða- og
lagnavinnu á verkstæði og utan verkstæðis.
Um fjölbreytt starf er að ræða í viðhaldi, nýsmíði og
uppsetningu tækja. Starfsvettvangur er allt landið,
æskilegt er að starfsmaður geti farið út á land þegar
þannig háttar.
Bílaverkstæði
Leitað er að bifvélavirkja, vélvirkja eða einstaklingi vönum
viðgerðum á stórum tækjum.
Um fjölbreytt starf er að ræða í viðhaldi og viðgerðum á
bifreiðum og flutninga- og afgreiðslutækjum ásamt búnaði.
Til greina kemur að ráða nema sem búinn er með
grunnnám í bæði störfin.
Allar nánari upplýsingar veita:
Birgir Pétursson í síma 550-9957
Skúli Sigurðsson í síma 550-9960
Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi
eldsneyti fyrir Olíufélagið ehf. og Olíuverzlun Íslands hf.
Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996
Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.oliudreifing.is
Kennari
Verzlunarskóli Íslands óskar að
ráða spænskukennara næsta
skólaár. Um er að ræða hlutastarf
(ca.70%).
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í spænsku.
• Reynsla af kennslu á framhaldsskóla
stigi æskileg.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Við bjóðum:
• Góða vinnuaðstöðu.
• Góðan starfsanda á framsæknum
vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Ingi Ólafsson
aðstoðarskólastjóri, sími 5 900 600 eða
ingi@verslo.is. Umsóknarfrestur er til 22. júní
og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til
Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1, 103
Reykjavík eða á netfangið ingi@verslo.is.
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1200
nemendur. Skólinn er bekkjarskóli en nemendur ljúka
prófum í viðkomandi námsáfanga um jól og vor.
Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta
og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Hægt er
að taka stúdentspróf eftir þrjú ár af tveimur brautum.
Verzlunarskólinn er mjög tæknivæddur og er aðstaða til
náms og kennslu öll hin besta.
SÖLUSTJÓRI
Icelandair er fyrirtæki í forystu á alþjóðamarkaði í ferðaþjónustu.
Við erum í öflugri sókn og sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum.
Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustufyrirtæki sem tekur þátt
í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði.
Icelandair er framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferðaþjónustu á
Íslandi, leiðandi í markaðssetningu á Internetinu og í fremstu
röð í þróun upplýsingatækni.
Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins.
Hjá Icelandair starfa um þúsund manns af mörgum
þjóðernum í tíu löndum.
Icelandair leggur áherslu á að starfsmenn félagsins séu
þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og
spennandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi.
Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og
símenntun, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við
félagsstarf starfsmanna.
Icelandair er reyklaust fyrirtæki.
Við erum ein áhöfn með sameiginlegt, skýrt markmið, berum
virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum og höfum
gaman að því sem við gerum.
Við leitum að öflugum starfsmanni í stjórnunarstörf á Íslandi sem
hefur reynslu af markaðs- og sölumálum og almennum
stjórnunarstöfum.
STARFSSVIÐ:
• Greining á sölutölum og markaðsupplýsingum
• Þróa markaðsáætlanir og stýra framkvæmd þeirra
• Útbúa markaðs- og söluskýrslur
• Ábyrgur fyrir Internetsölu
• Ábyrgur fyrir markaðssamskiptum við viðskiptavini
og samstarfsaðila
• Útbúa auglýsingaáætlanir
HÆFNISKRÖFUR:
Við leitum eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi með
háskólamenntun í markaðs- og sölufræðum. Viðkomandi þarf að
hafa frumkvæði og brennandi áhuga á að ná góðum árangri í
starfi. Hér er um krefjandi og spennandi starf að ræða í heimi
ferðamála og alþjóðlegrar markaðssetningar.
Reynsla í markaðs- og sölumálum er nauðsynleg.
Mjög góð enskukunnátta er skilyrði.
Hér er um framtíðarstarf að ræða og þarf viðkomandi að geta
hafið störf sem fyrst.
Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að flytjast milli starfa og
vera tilbúnir að starfa um tíma erlendis hjá Icelandair.
VILT ÞÚ MÓTA FRAMTÍÐINA MEÐ OKKUR?
Skriflegar umsóknir óskast
sendar inn á veffang Icelandair
www.icelandair.is/umsokn
eigi síðar en 25. júní.
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
IC
E
3
3
1
6
4
0
6
/2
0
0
6
ATVINNA
SUNNUDAGUR 18. júní 2006 5