Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 28
ATVINNA
6 18. júní 2006 SUNNUDAGUR
Enginn einn maður
getur lært allt sem lása-
smíðafagið hefur upp á
að bjóða.
Lásasmíði spannar mjög vítt
svið og býður upp á margs
konar sérhæfingu. Tjörvi
Skarphéðinsson vann áður
við húsasmíði en leiddist að
standa úti í rigningu og
skipti því yfir í lásasmíði.
„Ég kann mjög vel við
mig í þessu starfi. Iðnaðar-
menn eru oft fljótari að
komast inn í starfið sökum
reynslu sinnar því oft snýst
það um svolítið meira en
bara lásana,“ segir Tjörvi.
Lásasmíði má skipta í tvo
meginflokka; annars vegar
lásasmíðina sjálfa og hins
vegar opnanir. „Svo má
skipta þessu meira niður,
venjulegir hurðalásar eru til
dæmis alveg sér kafli, rétt
eins og bíllásar eða peninga-
skápalásar. Þetta er stórt og
mikið fag og enginn einn
maður getur lært allt sem
það hefur upp á að bjóða.“
Lásasmíði er ekki kennd
hérlendis en víða erlendis er
hægt að stunda nám við sér-
stakar stofnanir sem eru
vottaðar af alþjóðasamtök-
um. „Ég held að lásasmiður
sé ekki enn orðið viðurkennt
starfsheiti hérlendis þó það
sé það víðast annars staðar.
Þetta er skemmtileg vinna
og ekki erfið líkamlega. Þess
í stað er þetta puttavinna,
nákvæmnisvinna sem má
líkja við úrsmíði,“ segir
Tjörvi.
En stefnir Tjörvi á frek-
ara nám? „Ég gæti alveg
hugsað mér það. Það kostar
samt svolítið að fara út í
skóla í hálft ár bara til þess
að læra á tvær nýjar lása-
tegundir,“ segir hann að
lokum.
einareli@frettabladid.is
Lásasmíði er
nákvæmnisverk
Tjörvi segir lásasmíðina ekki kennda hérlendis en víða erlendis er hún
kennd í sérstökum stofnunum sem eru vottaðar af alþjóðlegum samtök-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Samtök atvinnulífsins
hafa gefið út nýtt rit þar
sem meðal annars er
fjallað um samkeppnis-
stöðu og einkarekstur í
heilbrigðisþjónustu.
Í nýju riti Samtaka Atvinnu-
lífsins er lagt til að nýsköp-
un í heilbrigðisþjónustu
verði efld og sótt verði á
erlenda markaði með þekk-
ingu og þjónustu íslenskra
sérfræðinga á þeim sviðum
þar sem hún er á heims-
mælikvarða. Samtökin
hvetja einnig starfsfólk í
heilbrigðisþjónustu til að
stofna fyrirtæki innan geir-
ans og að því sé veittur fag-
legur stuðningur til þess
verks.
Slíkt hefur verið reynt í
Svíþjóð og gefist vel. Sam-
tök atvinnulífsins segja það
æskilegt að nokkrir öflugir
einkaaðilar starfi á íslensk-
um heilbrigðismarkaði sem
geti keppt við hið opinbera
um að veita heilbrigðisþjón-
ustu.
Í ritinu er einnig rætt
um nauðsyn þess að sam-
keppnisstaða í heilbrigðis-
þjónustu verði jöfnuð. Er
þar átt við atriði eins og
skattamál, en aðeins einka-
aðilum er gert að greiða
virðisaukaskatt af greiddri
þjónustu. Einnig er lagt til
að geri einkaaðilar tilboð í
að veita þjónustu, verði
opinberum aðila sem slíka
þjónustu veitir skylt að
upplýsa um kostnað sinn
vegna hennar. Ákvörðun
um kaup verði tekin af aðila
sem er óháður veitingu
opinberrar heilbrigðisþjón-
ustu.
Nánari upplýsingar má
finna á www.sa.is.
Nýsköpun í heil-
brigðisþjónustu
Samtök atvinnulífsins mælast til
þess að samkeppnisstaða í heil-
brigðisþjónustu verði jöfnuð.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hjá okkur starfar öflug liðsheild sem hefur valið að
starfa við aðhlynningu aldraða. Við óskum nú eftir
aðstoð þinni til að stækka okkar góða hóp.
Hjúkrunarfræðingur
– Aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunardeild
Staða aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunardeild er laus
til umsóknar. Um er að ræða mjög áhugaverða
stöðu í tengslum við aukna samvinnu tveggja deil-
da. Leitað er eftir áhugasömum hjúkrunarfræðingi
sem tilbúin er að taka þátt í spennandi breytinga-
ferli með samstilltum hópi. Reynsla af öldrunar-
hjúkrun og stjórnun er æskileg.
Sjúkraliðar
Fjölbreytt og sjálfstætt starf! Hvernig væri að prófa?
Sjúkraliðar starfa sem hópstjórar sem býður upp á
mikið sjálfstæði og góða reynslu. Starfshlutfall sam-
komulagsatriði.
Starfsfólk í aðhlynningu
Starfsfólk óskast í aðhlynningu, bæði heilsdags- og
hlutastörf. Sveigjanlegur vinnutími.
Við tökum vel á móti nýju starfsfólki.
Áhugasamir eru hvattir til að koma og skoða
heimilið. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
virka daga milli klukkan 09.00 og 15.00.
Fljótsdalshéra› - Lyngási 12 - 700 Egilssta›ir - sími 4 700 700 - www.fljotsdalsherad.is
Umhverfisfulltrúi
Fljótsdalshérað auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra umhverfis-
og náttúruverndarmála.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Yfirumsjón með rekstri umhverfis- og náttúruverndarmála
• Yfirumsjón með Staðardagskrá 21
• Yfirumsjón með rekstri sorpstöðvar
• Yfirumsjón með umhirðu og ásýnd bæjarfélagsins
• Yfirumsjón með rekstri vinnuskóla
Helstu menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði náttúru- og umhverfisfræða eða sambærilegu sviði
• Reynsla á sviði náttúru- og umhverfismála sveitarfélaga æskileg
• Góð tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá merkt:
Fljótsdalshérað – atvinnuumsókn - umhverfisfulltrúi, Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
eða á netfangið eirikur@egilsstadir.is. Einnig má sækja um stöðuna á www.job.is.
Umsóknarfrestur er til 30. júní nk.
Nánari upplýsingar fást hjá bæjarstjóra í síma 4 700 700 eða með því að senda fyrirspurnir á
netfangið eirikur@egilsstadir.is.
Fljótsdalshérað er eitt víðfeðmasta sveitarfélag landsins um 8.884 m2. Íbúar 1. desember 2005
voru 3.905. Stærstu þéttbýlisstaðir héraðsins eru Egilsstaðir, Fellabær, Hallormsstaður og Eiðar.
Fljótsdalshéra›
fl
jo
ts
d
a
ls
h
er
a
d
.i
s