Fréttablaðið - 18.06.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 18.06.2006, Síða 28
ATVINNA 6 18. júní 2006 SUNNUDAGUR Enginn einn maður getur lært allt sem lása- smíðafagið hefur upp á að bjóða. Lásasmíði spannar mjög vítt svið og býður upp á margs konar sérhæfingu. Tjörvi Skarphéðinsson vann áður við húsasmíði en leiddist að standa úti í rigningu og skipti því yfir í lásasmíði. „Ég kann mjög vel við mig í þessu starfi. Iðnaðar- menn eru oft fljótari að komast inn í starfið sökum reynslu sinnar því oft snýst það um svolítið meira en bara lásana,“ segir Tjörvi. Lásasmíði má skipta í tvo meginflokka; annars vegar lásasmíðina sjálfa og hins vegar opnanir. „Svo má skipta þessu meira niður, venjulegir hurðalásar eru til dæmis alveg sér kafli, rétt eins og bíllásar eða peninga- skápalásar. Þetta er stórt og mikið fag og enginn einn maður getur lært allt sem það hefur upp á að bjóða.“ Lásasmíði er ekki kennd hérlendis en víða erlendis er hægt að stunda nám við sér- stakar stofnanir sem eru vottaðar af alþjóðasamtök- um. „Ég held að lásasmiður sé ekki enn orðið viðurkennt starfsheiti hérlendis þó það sé það víðast annars staðar. Þetta er skemmtileg vinna og ekki erfið líkamlega. Þess í stað er þetta puttavinna, nákvæmnisvinna sem má líkja við úrsmíði,“ segir Tjörvi. En stefnir Tjörvi á frek- ara nám? „Ég gæti alveg hugsað mér það. Það kostar samt svolítið að fara út í skóla í hálft ár bara til þess að læra á tvær nýjar lása- tegundir,“ segir hann að lokum. einareli@frettabladid.is Lásasmíði er nákvæmnisverk Tjörvi segir lásasmíðina ekki kennda hérlendis en víða erlendis er hún kennd í sérstökum stofnunum sem eru vottaðar af alþjóðlegum samtök- um. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Samtök atvinnulífsins hafa gefið út nýtt rit þar sem meðal annars er fjallað um samkeppnis- stöðu og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. Í nýju riti Samtaka Atvinnu- lífsins er lagt til að nýsköp- un í heilbrigðisþjónustu verði efld og sótt verði á erlenda markaði með þekk- ingu og þjónustu íslenskra sérfræðinga á þeim sviðum þar sem hún er á heims- mælikvarða. Samtökin hvetja einnig starfsfólk í heilbrigðisþjónustu til að stofna fyrirtæki innan geir- ans og að því sé veittur fag- legur stuðningur til þess verks. Slíkt hefur verið reynt í Svíþjóð og gefist vel. Sam- tök atvinnulífsins segja það æskilegt að nokkrir öflugir einkaaðilar starfi á íslensk- um heilbrigðismarkaði sem geti keppt við hið opinbera um að veita heilbrigðisþjón- ustu. Í ritinu er einnig rætt um nauðsyn þess að sam- keppnisstaða í heilbrigðis- þjónustu verði jöfnuð. Er þar átt við atriði eins og skattamál, en aðeins einka- aðilum er gert að greiða virðisaukaskatt af greiddri þjónustu. Einnig er lagt til að geri einkaaðilar tilboð í að veita þjónustu, verði opinberum aðila sem slíka þjónustu veitir skylt að upplýsa um kostnað sinn vegna hennar. Ákvörðun um kaup verði tekin af aðila sem er óháður veitingu opinberrar heilbrigðisþjón- ustu. Nánari upplýsingar má finna á www.sa.is. Nýsköpun í heil- brigðisþjónustu Samtök atvinnulífsins mælast til þess að samkeppnisstaða í heil- brigðisþjónustu verði jöfnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hjá okkur starfar öflug liðsheild sem hefur valið að starfa við aðhlynningu aldraða. Við óskum nú eftir aðstoð þinni til að stækka okkar góða hóp. Hjúkrunarfræðingur – Aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunardeild Staða aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunardeild er laus til umsóknar. Um er að ræða mjög áhugaverða stöðu í tengslum við aukna samvinnu tveggja deil- da. Leitað er eftir áhugasömum hjúkrunarfræðingi sem tilbúin er að taka þátt í spennandi breytinga- ferli með samstilltum hópi. Reynsla af öldrunar- hjúkrun og stjórnun er æskileg. Sjúkraliðar Fjölbreytt og sjálfstætt starf! Hvernig væri að prófa? Sjúkraliðar starfa sem hópstjórar sem býður upp á mikið sjálfstæði og góða reynslu. Starfshlutfall sam- komulagsatriði. Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk óskast í aðhlynningu, bæði heilsdags- og hlutastörf. Sveigjanlegur vinnutími. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki. Áhugasamir eru hvattir til að koma og skoða heimilið. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri virka daga milli klukkan 09.00 og 15.00. Fljótsdalshéra› - Lyngási 12 - 700 Egilssta›ir - sími 4 700 700 - www.fljotsdalsherad.is Umhverfisfulltrúi Fljótsdalshérað auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra umhverfis- og náttúruverndarmála. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Yfirumsjón með rekstri umhverfis- og náttúruverndarmála • Yfirumsjón með Staðardagskrá 21 • Yfirumsjón með rekstri sorpstöðvar • Yfirumsjón með umhirðu og ásýnd bæjarfélagsins • Yfirumsjón með rekstri vinnuskóla Helstu menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun á sviði náttúru- og umhverfisfræða eða sambærilegu sviði • Reynsla á sviði náttúru- og umhverfismála sveitarfélaga æskileg • Góð tölvukunnátta • Hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá merkt: Fljótsdalshérað – atvinnuumsókn - umhverfisfulltrúi, Lyngás 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið eirikur@egilsstadir.is. Einnig má sækja um stöðuna á www.job.is. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Nánari upplýsingar fást hjá bæjarstjóra í síma 4 700 700 eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið eirikur@egilsstadir.is. Fljótsdalshérað er eitt víðfeðmasta sveitarfélag landsins um 8.884 m2. Íbúar 1. desember 2005 voru 3.905. Stærstu þéttbýlisstaðir héraðsins eru Egilsstaðir, Fellabær, Hallormsstaður og Eiðar. Fljótsdalshéra› fl jo ts d a ls h er a d .i s
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.