Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 32

Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 32
HVERNIG VERÐUR MAÐUR... NETAGERÐAMAÐUR? ATVINNA 10 18. júní 2006 SUNNUDAGUR Námið Netagerð er löggilt iðn- grein. Netagerðamenn hanna og búa til veiðar- færi fyrir allar fiskveið- ar í atvinnuskyni. Þeir þurfa að reikna út og teikna margs konar teg- undir af veiðarfærum, til dæmis í hringnót, lag- og reknet, dragnót og flot- og botnvörpur. Netagerð er mikið handverk og nota þeir aðallega netanál og hníf við vinnu sína ásamt öðrum handverk- færum og mælitækjum. Netagerðamenn þurfa einnig að búa veiðarfærið réttum fylgihlutum og búnaði svo sem keðjum, köðlum, lásum, floti og þyngingum. Netagerða- menn fara oft um borð í skip og aðstoða áhöfn við notkun veiðarfæra og annars búnaðar sem þarf til fiskveiða. Um námið Námið tekur þrjú ár og er samningsbundið. Það er um 56 einingar og tekur 2-3 annir í skólanum. Netagerð er einungis kennd í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem er kjarnaskóli greinarinnar. Sá sem lýkur sveinsprófi fær heimild til að bera starfsheitið netagerða- maður. Helstu námsgreinar Kenndar eru almennar greinar eins og íslenska, enska og danska, eðlis- fræði, stærðfræði og grunnteikning. Þá eru kenndar sérgreinar eins og efnisfræði, fagleg netagerð þar sem farið er yfir helstu gerðir fiski- neta, skilgreiningu þeirra og framleiðslu, haf- og fiskifræði, iðnteikning, enska veiðarfæra, raf- magnsfræði og veiðar- og veiðarfærafræði. Framhaldsmenntun Að loknu sveinsprófi gefst netagerðamanni kostur á meistaranámi í iðngreininni. Einnig gefst sveini kostur á að fara í tækni- eða háskólanám eftir að hafa lokið 45 eininga námi í almennum grein- um til viðbótar við neta- gerðanámið. Handverk með nál og hníf Netagerðamenn þurfa að reikna út og teikna margs konar tegundir af veiðarfærum. Sendibílstjóri Vantar bílstjóra, meirapróf æskilegt Næg vinna fyrir góða menn. Upplýsingar veitir Pétur Einars. í síma 822-4437 eða peture@eykt.is SUNDSAMBAND ÍSLANDS ÓSKAR AÐ RÁÐA STARFSMANN Á SKRIFSTOFU SAMBANDSINS. Starfið er laust frá 1. ágúst 2006 eða eftir nánara samkomulagi. Um fullt starf er að ræða. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt og í nánu samstarfi við stjórn og nefndir SSÍ og verkefnisstjóra landsliða. HÆFNISKRÖFUR: Þekking á markaðsmálum Innsýn í málefni íþróttahreyfingarinnar Góð tölvukunnátta Vald á ensku eða frönsku og einu norðurlandamáli. Umsókn ásamt ferilskrá berist Skrifstofu SSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 5. júlí 2006. Upplýsingar veita Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ í síma 821-4597 og Ásdís Ó. Vatnsdal gjaldkeri SSÍ í síma 898-3552.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.