Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2006, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 18.06.2006, Qupperneq 68
 18. júní 2006 SUNNUDAGUR24 Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum fyrir í bílnum. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Sterku kerrurnar frá Camp-let í mörgum stærðum Fortjöld frá Isabella fyrir fellihýsi, ferðabíla og hjólhýsi. Örugglega bestu fortjöld sem fáanleg eru. Verð frá 19.900 Farangurs kassar Það sem upp á vantar Hestakerrur frá Camp-let sem bera af Ný hentug skjóltjöld í garða frá Isabella. Verð frá 24.900 kr. Liður í þessari viðleitni forsetans var alþjóðlegt málþing um orku- gjafa framtíðarinnar og aðgerðir gegn aukinni losun gróðurhúsaloft- tegunda, sem haldið var í Reykja- vík á miðvikudag. Þingið er það þriðja í röð samráðsþinga sem Jarðarstofnun Kolumbíaháskóla stendur fyrir. Þingið var sótt af fulltrúum stórfyrirtækja, háskóla og vísindastofnana og markmið þess er metnaðarfullt; að finna leið- ir til að ná samstöðu um hvaða leið- ir séu vænlegar til að mæta orku- þörf komandi kynslóða á þann hátt að hvorki loftslagi né lífríki jarðar sé ógnað. Tilefni samráðsþingsins hér var undirritun samkomulags á milli Háskóla Íslands og Jarðar- stofnunarinnar um samstarf í rann- sóknum og kennslu á þessu sviði ásamt ráðstefnu á vegum Háskól- ans um endurnýjanlega orkugjafa. Hvað er sjálfbær þróun? Sjálfbær þróun er skilgreind á eft- irfarandi hátt: „Að mæta þörfum nútímans án þess að stofna í hættu getu komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum.“ Þessa skilgrein- ingu mætti kalla orðræðu stjórn- málanna en líklegri hugtök til að vekja almenning til vitundar um mikilvægi þess að ná sjálfbærni í heiminum eru þó til dæmis alheims- farsóttir, náttúruhamfarir, eyðing skóga, þurrkar, aldauði dýrateg- unda, hækkandi sjávarborð – sem allt býr í framtíð mannkyns í aukn- um mæli ef lausnir sjálfbærrar þróunar eru virtar að vettugi. Á grundvelli þessarar framtíðarsýn- ar var Jarðarstofnunin við Kolumbíaháskóla stofnuð undir forstöðu Jeffreys D. Sachs próf- essors sem er helsti sam- starfsmaður forseta Íslands við að vekja athygli stjórnvalda og almennings á nauðsyn þess að bregðast við hlýn- un jarðar án tafar. Einn virtasti hagfræðingur heims Jeffrey D. Sachs er prófessor í sjálfbærri þróun við Kolumbíahá- skóla og var nýverið útnefndur einn af 100 áhrifamestu leiðtogum heims af Time-tímaritinu. Hann er heimsþekktur fyrir ráðgjöf til ýmissa ríkja um efnahagslegar umbætur og baráttu sína með alþjóðlegum stofnunum og sam- tökum. Hann er einnig ráðgjafi Kofis Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna um áætlun samtakanna til að draga úr fátækt, heilsubresti og hungri í heiminum fram til árs- ins 2015. Sachs telur að Íslending- ar hafi margt að bjóða til að sporna við loftslagsbreytingum og nefnir endurnýjanlega orkugjafa sérstak- lega í því sambandi. Hann telur að margar af þjóðum heims geti tekið Ísland sér til fyrirmyndar til að leysa mörg af sínum vandamálum. „Ísland er lítið land en hefur þrátt fyrir það byggt upp eitt af bestu hagkerfum heims. Ísland veitir einn- ig öðrum innblástur og hér er uppspretta tækni og hugmynda sem er gott dæmi um hvað er hægt að gera á stuttum tíma. Ég hef oft verið gestur smá- ríkja um allan heim og þar er oft spurt hvort smæðin standi ekki í vegi fyrir því að bæta hag íbúanna. Mitt svar er gjarnan: „Sjáið Ísland og hvað hefur verið gert þar á stuttum tíma.“ Ég útskýri síðan að þetta hafi Íslendingum tekist með því að ná tökum á tækni í fiskveið- um, iðnaði, orkuframleiðslu og líf- tækni. Þessi aðferð getur verið fyr- irmynd að því sem er mögulegt.“ Prófessor Sachs er þeirrar skoðunnar að alþjóðastjórnmál séu ekki hentugur vettvangur til að leysa vandamál eins og að draga úr loftslagsbreytingum og þróun tækni til að bregðast við þeim. Hann segir að nauðsynlegt sé að mynda nýtt alþjóðlegt tengslanet háskóla og rannsóknastofnana um heim allan í samstarfi við við- skiptasamfélagið. Þaðan muni koma nýjar hugmyndir, raunhæfar lausnir og meiri skilningur á þeim vanda sem við er að glíma í heim- inum í dag. Vitundarvakning er lykilorðið. Íslenska leiðin Vetnisknúnir strætisvagnar vekja ekki sérstaka athygli Íslendinga lengur. Þeir eru orðnir hluti af íslenskum veruleika. Þrátt fyrir það eru þeir birtingarmynd þeirr- ar tækni sem hugsanlega getur leikið stórt hlutverk í að gera jörð- ina byggilega. Vetnissamfélag er hugtak sem Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Nýorku, notar yfir þá framtíðarsýn að innan fárra ára muni til dæmis venjulegir fólksbílar verða knúnir vetni. Í erindi sem hann hélt á málþingi Háskóla Íslands um orkugjafa framtíðarinnar kom fram að marg- ir af helstu bílaframleiðendum heims fullyrði að tækniþróun sé svo hröð að ekkert sé því til fyrir- stöðu að byrja á fjölda- framleiðslu vetn- isknúinna ökutækja. Stefna þessara fyrirtækja er að vetni leysi jarðefnaeldsneyti af hólmi innan skamms. Stærstu iðnríki heims líta til vetnisvæðingar sem framtíðar- lausnar og efnahagslegur ávinn- ingur Íslands getur verið mikill þegar horft er til þess að draga má verulega úr innflutningi á jarð- efnaeldsneyti. Ekki má heldur gleyma að framleiðsla eigin elds- neytis styrkir mjög sjálfstæði þeirrar þjóðar sem hefur yfir slíkri tækni að ráða. Meðal þeirra verkefna sem miklar vonir eru bundnar við er hvort hægt sé að binda kolefni í berggrunninum. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi í fljót- andi formi niður í berg- grunninn þar sem efna- breytingar eiga sér stað og valda því að kalsíum skilur sig úr berginu og blandast koltvísýringn- um og myndar steind ekki ósvipaða íslenska silfurberginu. Ef björt- ustu vonir íslenskra og bandarískra vísinda- manna, sem hafa unnið að rannsóknum á þessari aðferð um árabil, rætast, má með þessari aðferð minnka koltvísýringsmeng- un í heiminum verulega eða að öllu leyti. Sigurður Reynir Gísla- son, jarðefnafræðingur hjá Jarð- vísindastofnun háskólans, kynnti verkefnið á málþingi Háskólans og telur að ef vel takist til verði til þekking sem nýst getur öðrum þjóðum og að mögulegt verði að binda mikið af því sem kemur af koltvísýringi frá íslenskri stóriðju og orkuverum. Hann reifaði einn- ig aðra aðferð byggða á sömu lög- málum þar sem koltvísýrðu vatni er dælt í gegnum pípur sem fyllt- ar hafa verið af hinum basaltríka svarta sandi sem víða er mikið af á Íslandi. Í sandinum myndu efni sem verða til við álframleiðslu eins og kol- díoxíð, flúor og brennisteinsdí- oxíð, hvarfast líkt og koltvísýringur gerir í basaltinu í berggrunninum. Að veiða koltvísýring Hugmyndir um að binda koltvísýr- ing ná samt enn lengra. Dr. Klaus Lackner, prófessor við jarð- og umhverfisverkfræðideild Kolumb- íaháskóla, vinnur nú við að þróa aðferð til þess að „fanga“ koltvísýr- ing úr andrúmsloftinu sem svo verður eytt, til dæmis með aðferð- inni sem hér á undan var lýst. Með þessu er ekki einungis hægt að halda í horfinu heldur vinna til baka það umframmagn koltvísýr- ings sem nú þegar er í lofthjúpi jarðar. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Dr. Lackner að eftir fimm ár vonaðist hann til að búið væri að þróa búnað sem gerði þetta mögulegt. Allt sé það svo háð því hvern- ig alþjóðasamfélagið bregðist við, því verkefni eins og þetta sé ekki þess eðlis að hópur manna geti drifið það áfram heldur sé um sameiginlegt átak að ræða. Einnig sé þessi aðferð aðeins hugsuð sem hluti af lausn þess vanda sem losun koltvísýrings veldur og hafa verði jafnframt aðrar aðferðir og lausnir í huga. Ólafur Ragnar Grímsson er óhræddur við að segja að þær hug- myndir sem unnið er með nú, bæði af íslensku og erlendu vísinda- mönnunum, gefi tilefni til mikillar bjartsýni og möguleikar Íslendinga séu nær því takmarkalausir. „Jákvæð niðurstaða myndi hafa byltingarkennd áhrif á alla umræðu í veröldinni, efnahag heimsins en umfram allt vistkerfi jarðarinnar og möguleika okkar sem mann- kyns. Framlag Íslands, ef vel tekst til, myndi hljóta slíka athygli og styrkja orðspor okkar með þeim hætti að erfitt er að lýsa því með nægilega sterkum orðum.“ Jörðin þvegin upp úr svörtum sandi JEFFREY D. SACHS KLAUS LACKNER Þungamiðja umræðunnar um sjálfbæra þróun færðist til Íslands í lið- inni viku en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur beitt sér fyrir samráði áhugafólks, vísindamanna og sérfræðinga í loftslagsbreytingum og að tengja Ísland við lausnir á því sviði. Þar er lögð sérstök áhersla á að vinna gegn hlýnun jarðar og koma í veg fyrir þau ógnvænlegu vandamál sem loftslagsbreytingar munu koma til með að hafa ef ekkert er að gert. Svavar Hávarðsson lagði við eyrun. Sjálfbær þróun er skilgreind á eftirfarandi hátt: „Að mæta þörfum nútímans án þess að stofna í hættu getu komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum.“ FRÁ UNDIRRITUN SAMSTARFSSAMNINGS Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jeffrey D. Sachs, forstöðumaður Jarðarstofnunar Kolumbíuháskóla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.