Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 72
18. júní 2006 SUNNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
Þú kemur
heim með
mér!
...og eftir
það varð
allt svart!
Svona
svona,
hvíldu þig
núna!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Röð atburða síðasta árs
hefur gert mér betur
og betur grein fyrir
því að ég sé að verða
gömul. Skrýtið hvað
þetta bara gerist allt í
einu og án þess að
maður fái nokkra við-
vörun. Mér finnst ég ennþá vera
unglingur eða að minnsta kosti ekki
alveg fullorðin. Það rann upp fyrir
mér um daginn að ég er farin að
taka þátt í iðju sem bara fullorðnir
stunda. Ég á mína eigin íbúð og er
byrjuð að spá í gardínum og hnífa-
parasettum. Ég fer ein á kaffihús
og les blöðin, ég drekk alltof mikið
kaffi, og hárgreiðslumaðurinn
minn gerðist svo vænn um daginn
að benda mér á nokkur grá hár. Ég
hef áhyggjur af reikningum og fæ
svitakast þegar ég sé gluggapóst
liggja við hurðina. Ég horfi á fréttir
af mikilli athygli og rökræði stjórn-
mál við foreldra mína.
Ég er ekki alveg nógu ánægð
með þessa hröðu þróun. Maður ætti
að fá bréf með tilkynningu og leið-
beiningum um það hvernig maður
á að bera sig að þegar komið er í
fullorðinna manna tölu, til að klúðra
engu. Fullorðinsfræðslu.
Stutt er síðan ég hugsaði um fót-
boltamenn sem miðaldra karlmenn
og núna eru þeir bara stráklingar,
fegurðardrottningar eru ekki leng-
ur glæsilegar konur heldur stelpu-
skjátur allt að fjórum árum yngri
en ég. Ég fer í Bónus einu sinni í
viku og geymi mat í frystinum af
því að það er hagstæðara. Skyndi-
lega er ég að fá eitthvað húsmóður-
element í mig sem ég hélt að væri
jafn útdautt og risaeðlur. Óþægi-
legt að horfa til baka og skilja ekki
alveg hvenær þetta byrjaði. Hver
gaf mér leyfi til að vera fullorðin?
Ég hef alltaf verið örlítið hrædd við
að fullorðnast. Ég fæ kvíðakast
vegna þess að hvert barnið á fætur
öðru er að fæðast í vinahópnum og
pressan á mig eykst ef ég ætla að
taka þátt í mömmuleiknum.
Ég hugsa ekki um mig sem konu,
en ég er heldur ekki stelpa. En ég
veit að ég verð að fara að ákveða
mig í hvorum flokknum ég vil vera
og af öllu áðursögðu að dæma þá
held ég að ég verði að bíta í það
súra epli að ég er orðin fullorðin.
STUÐ MILLI STRÍÐA: Fullorðinsfræðsla
ÁLFRÚN PÁLSDÓTTIR VILL EKKI KLÚÐRA NEINU