Fréttablaðið - 18.06.2006, Síða 81
SUNNUDAGUR 18. júní 2006 37
ALLT VÖRU- OG ÞJÓNUSTUSKRÁIN
ER KOMIN Í ÖLL HÚS Á LANDINU
Þú gætir auðveldlega unnið ferð til Evrópu og fullt
af öðrum frábærum vinningum ef þú tekur þátt í
Allt leiknum. Skelltu þér inn á www.allt.is
og svaraðu fimm laufléttum spurningum
sem þú finnur á síðu 351 í bókinni.
Svörin eru öll í Allt bókinni. Meðal vinninga
eru: Ferð út í heim með Iceland
Express, Vodafone Live! Nokia 6101 símar,
Fríkort á Grensásvídeó og Pizzur
frá Villson’s Pizza. ALLT er ný vöru-
og þjónustuskrá á netinu á www.allt.is, í síma
1850 og núna í handhægri bók sem dreift hefur
verið á öll heimili. Bókin er sneisafull af upp-
lýsingum og skemmtilegu efni, allt frá húsráð-
um og handhægum mælieiningum til næringar-
upplýsinga og götukorta. Þú finnur allt sem þig
vantar í ALLT bókinni.
Taktu þátt
í skemmtilegum leik
Wi
15. SEPTEMBER 1978:
Eiður Smári fæðist í Reykjavík
23. MAÍ 1994:
Fyrsti leikur í efstu deild á Íslandi
15. ÁGÚST 1994
Semur við PSV Eindhoven til 3. ára
24. APRÍL 1996
Leikur sinn fyrsta A-landsleik
7. MAÍ 2006:
Meiðist illa í leik með U21 liðinu
16. MAÍ 1998:
Fer til KR að láni frá PSV Eindhoven
4. ÁGÚST 1998:
Fer í frjálsri sölu til Bolton á Englandi
16. SEPTEMBER 1998:
Leikur sinn fyrsta leik fyrir Bolton
4. SEPTEMBER 1999:
Skorar sitt fyrsta A-landsliðs-
mark
20. JÚNÍ 2000:
Seldur til Chel-
sea fyrir 4 m.
punda
1. SEPTEMBER 2000:
Skorar fyrsta markið
fyrir Chelsea
7. JÚNÍ 2003:
Gerður að landsliðsfyrirliða
1. JÚLÍ 2003:
Roman Abramovich kaupir
Chelsea
3. JANÚAR 2005
Valinn íþróttamaður ársins 2004
30. APRÍL 2005:
Englandsmeistari með Chelsea
3. JANÚAR 2006:
Valinn íþróttamaður ársins 2005
29 APRÍL 2006:
Englandsmeistari með
Chelsea
22. JANÚAR 2006
Skorar síðasta
markið fyrir
Chelsea
15. JÚNÍ
2006
Skrifar undir
hjá Barcelona
ferill »
EIÐS SMÁRA GUÐJOHNSEN
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
fær ekki öfundsvert hlutverk hjá
Barcelona þegar kemur að því að
berjast um sæti í byrjunarliðinu.
Eiður greindi frá því á blaða-
mannafundi sínum á föstudaginn
að Frank Rijkaard sæi hann fyrir
sér framar á vellinum en hjá Chel-
sea spilaði Eiður á miðjunni undir
lokin.
„Rijkaard sér mig fyrir sér
framar á vellinum en ég spilaði
undir lokin hjá Chelsea og tók það
skýrt fram. Hann sagði mér að
hann væri með fimm leikmenn
sem væru að berjast um þrjár
stöður, Ronaldinho, Samuel Eto´o,
Lionel Messi, Ludovic Giuly og
mig. Þetta eru ágætis nöfn til að
blanda sér í,“ sagði Eiður og brosti
breitt.
„Rijkaard gerði mér grein fyrir
því að ég myndi ekki labba beint
inn í byrjunarliðið en tók það fram
að allir fengu sín tækifæri. Það
var í raun það eina sem ég þurfti
að heyra frá honum.
Í stórklúbbum í dag kemst
maður ekki hjá því að lenda í sam-
keppni, ég kem til Barcelona frá
stórklúbbi þar sem samkeppnin
var mikil og ég er alveg tilbúinn
til að takast á við hana aftur,“
sagði Eiður. - hþh
Eiður Smári Guðjohnsen þarf að taka á honum stóra sínum næsta vetur á Spáni:
Fimm heimsklassaleikmenn berjast
um þrjár stöður í liði Barcelona
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
gerði fjögurra ára samning við
Barcelona en Arnór, faðir hans og
umboðsmaður, greindi frá því að
samningur Eiðs væri sá besti sem
hann hefði gert á ferlinum. Barce-
lona setti í samning Eiðs að hann
þyrfti að læra katalónsku.
„Við ætlum að hella okkur út í
það að læra bæði spænsku og
katalónsku, það er hefð fyrir því. Í
samningum mínum stóð: Eiður
þarf að læra katalónsku og kynn-
ast því hvað það þýðir að spila
fyrir Barcelona. Fólkinu í Katal-
óníu er til að mynda nánast alveg
sama um spænska landsliðið, það
vill helst stofna sitt eigið landslið
og það eina sem skiptir máli er
það hvernig Barcelona gengur,“
sagði Eiður Smári.
„Skap fólksins í borginni fer
bara eftir því hvernig liðið spilaði
um helgina. Ég fann mjög mikið
fyrir því hversu sterkt þetta var
hjá forseta Barcelona-liðsins og
fólkinu í kringum klúbbinn,“ bætti
Eiður við. - hþh
Ýmis furðuleg ákvæði í samningi Eiðs Smára við Barcelona:
Gert að læra katalónsku
FÓTBOLTI Johan Cruyff er goðsögn
hjá Barcelona en hann lék með lið-
inu á árunum 1973 til 1978. Hann
var kjörinn besti leikmaður Evr-
ópu árin 1971, 1973 og 1974. Cru-
yff tók síðan við liðinu árið 1988
og stýrði liðinu til fjögurra Spán-
armeistaratitla auk fyrsta Evr-
ópubikars félagsins árið 1992.
Hann er enn nokkurs konar
ráðgjafi Joan Laporta forseta
félagsins, sem hann hjálpaði að ná
kjöri í embættið en hefur engan
formlegan starfstitil. Hollending-
urinn Cruyff hrósaði komu Eiðs
Smára sérstaklega í spænskum
fjölmiðlum í gær.
„Ég hef þekkt til Eiðs Smára
frá því hann var hjá PSV Eind-
hoven. Hann virkaði ávallt mjög
vel á mig og mér hefur líkað vel
við hann síðan þá. Ég man vel
þegar hann meiddist illa en hann
fór síðan til Englands og stóð sig
mjög vel þar,“ sagði Cruyff. - hþh
Johan Cruyff:
Hef lengi verið
aðdáandi Eiðs
VIRTUR Johan Cruyff sést hér með Pelé.
ENGIN SMÁ SAMKEPPNI Brasilíumaðurinn Ronaldinho og argentínska undrið Lionel Messi eru á meðal þeirra manna sem munu berjast
við Eið um sæti í byrjunarliði Barca næsta vetur. Þeir sjást hér á æfingu með Portúgalann Deco á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FJÖLSKYLDUMAÐUR Eiður sést hér með
unnustu sinni, Ragnhildi Sveinsdóttur og
nýfæddum syni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EIÐUR SMÁRI Þarf að læra katalónsku í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA