Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 83

Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 83
SUNNUDAGUR 18. júní 2006 39 D-riðill: PORTÚGAL-ÍRAN 2-0 1-0 Deco (62.), 2-0 Cristiano Ronaldo (víti 79.). STAÐAN PORTÚGAL 2 2 0 0 3 0 3 6 MEXÍKÓ 2 1 1 0 3 1 2 4 ANGÓLA 2 0 1 1 0 1 -1 1 ÍRAN 2 0 0 2 1 5 -4 0 E-riðill: ÍTALÍA-BANDARÍKIN 1-1 1-0 Alberto Gilardino (22.). 1-1 Cristian Zaccardo (sjálfsmark 27.). TÉKKLAND-GHANA 0-2 0-1 Asamoah Gyan (2.), 0-2 Sulley Muntari (82.). STAÐAN ÍTALÍA 2 1 1 0 3 1 2 4 TÉKKLAND 2 1 0 1 3 2 1 3 GHANA 2 1 0 1 2 2 0 3 BANDARÍKIN 2 0 1 1 1 4 -3 1 HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það er allt opið í E-riðli á HM eftir 2-0 sigur Ghana á Tékk- um í gær. Asamoah Gyan skoraði sneggsta mark HM í Þýskalandi til þessa eftir eina mínútu og átta sekúndur en hann brenndi auk þess af vítaspyrnu í leiknum sem markar endalok níu sigra Tékka í öllum keppnum. Sulley Muntari kláraði leikinn undir lokin en Petr Cech hafði í nógu að snúast í tékkneska mark- inu. „Sem þjálfari er maður alltaf með dótið sitt í töskunum, tilbúinn til að halda heim á leið. Það er hluti af starfinu og í Afríku snýst þetta um miklar tilfinningar. Ef kóngurinn deyr kemur nýr kóngur en nú er ég orðinn að hetju í Ghana,“ sagði Ratomir Dujkovic, þjálfari Ghana eftir leikinn. - hþh Þjálfari Ghana eftir sigur í gær: Ég er orðinn að hetju í Ghana HANDBOLTI „Ég er alveg búinn á taugum enda var þetta mjög erfið- ur leikur og Svíarnir mættu vel undirbúnir. Niðurstaða einvígisins er sæt og þetta er stórkostleg stund. Strákarnir sýndu mikinn karakter og gríðarlegt sjálfs- traust,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari en röddin var ekki eins sterk og áður eftir öskr- in á leiknum. „Sóknarleikurinn hjá okkur fór ekki í gang í fyrri hálfleik. Það var allt of hæg hreyfing á liðinu og menn ekki alveg á fullum krafti. Svensson varði eins og brjálaður og það hjálpaði ekki mikið. Varn- arleikurinn var annars mjög góður og Svíarnir fengu ekki mörg opin færi. Mér fannst markverðirnir báðir góðir þó það hafi þurft að bíða eftir markvörslunni.“ Alfreð var uppnuminn af umgjörð leiksins og stemning- unni. „Þetta var alger draumur og strákarnir nutu þess út í gegn. Að sjá allt fánahafið fyrir leik var ótrúlegt og ég átti hreinlega erfitt með mig í þjóðsöngnum,“ sagði Akureyringurinn magnaði sem fær það skemmtilega verkefni að stýra liðinu á HM í Þýskalandi. - hbg Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari var sigurreifur eftir leikinn í Höllinni: Þetta er stórkostleg stund LÍFLEGUR Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari lét vel til taka á hliðarlínunni í gær en hannbrosti breitt eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á HNJÁNUM Ljubomir Vranjes var oft á hnjánum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI „Ég bara trúi þessu ekki, það eru ótrúleg vonbrigði að komast ekki á HM. Ég óska Íslandi þó alls hins besta í Þýskalandi,“ sagði Stefan Lövgren, leikmaður Svía. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik en einvíginu töpuðum við heima í Globen. Ísland er með frábært lið sem refsar alltaf fyrir hver mistök og við mættum ein- faldlega ofjörlum okkar að þessu sinni,“ sagði Lövgren. Ég verð að viðurkenna að þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir okkur og sænskan handknattleik í heild sinni. Ísland spilaði mjög vel og meira er ekki um málið að segja. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á sænskan handbolta en útlitið er mjög dökkt, því er ekki að neita,“ sagði Ljubomir Vranjes. - hþh Stefan Lövgren og Vranjes: Við mættum ofjörlum okkar FÓTBOLTI Það var allt vitlaust í leik Ítala og Bandaríkjamanna á HM í Þýskalandi í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alberto Gilardi- no kom Ítölum yfir eftir 23. mínút- ur en Bandaríkjamenn jöfnuðu nokkrum mínútum síðar þegar Cristian Zaccardo skoraði einkar klaufalegt sjálfsmark. Þrír menn voru reknir út af í leiknum. Fyrstur til að fjúka af velli var Daniele De Rossi sem gaf Brian McBride ljótt olnbogaskot, þá var það Bandaríkjamaðurinn Pablo Mastraono sem fékk einnig beint rautt spjald fyrir ljótt brot og síðastur var það Eddie Pope sem fékk sitt annað gula spjald í upphafi síðari hálfleiks. Jafntefli varð að lokum nið- urstaðan. - hþh Leikur Ítala og Bandaríkjanna: Jafntefli í blóð- ugri orrustu RAUTT Úrugvæski dómarinn Jorge Larrionda hafði í nógu að snúast. NORDICPHOTOS/AFP Undankeppni HM: ÍSLAND-SVÍÞJÓÐ 25-26 (10-12) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6 (12), Róbert Gunnarsson 4 (7), Guðjón Valur Sigurðs- son 4 (5), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (6/2), Alexander Petersson 2 (5), Arnór Atlason 2 (7), Sigfús Sigurðsson 1 (1), Markús Máni Michaels- son 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7, Hreiðar Guðmundsson 6. Hraðaupphlaup 8: (Guðjón 4, Sigfús, Markús, Snorri, Alexander). Fiskuð víti 2: (Róbert, Ólafur). Markahæstir hjá Svíum: Marcus Ahlm 6, Kim Andersson 4, Fredrik Lindahl 4. Varin skot: Tomas Svensson 12, Peter Gentzel 12. TÖLFRÆÐIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.