Fréttablaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 4
4 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 21.7.2006 Bandaríkjadalur 73,68 74,04 Sterlingspund 136,80 137,46 Evra 93,36 93,88 Dönsk króna 12,512 12,586 Norsk króna 11,767 11,837 Sænsk króna 10,101 10,161 Japanskt jen 0,6343 0,6381 SDR 108,83 1089,47 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP 1289,3089 Gengisvísitala krónunnar GAZA, AP Uppreisnarmenn á Gaza hafa fallist á að hætta flugskeyta- árásum á Ísrael og tók einhliða vopnahléð gildi aðfaranótt sunnu- dags, að sögn palestínsks embætt- ismanns. Vonir eru bundnar við að sam- komulagið bindi enda á árásir Ísra- ela á Gaza-svæðið, sem staðið hafa yfir frá 28. júní síðastliðnum þegar palestínskir uppreisnarmenn drápu tvo ísraelska hermenn og tóku þann þriðja höndum. - rsg Uppreisnarmenn á Gaza: Hætta árásum á Ísrael NEW YORK, AP Rafmagnslaust var í Queens-hverfi í New York í gær, sjötta daginn í röð. Michael Bloomberg, borgar- stjóri í New York, sagði að rafmagn hefði farið af hjá um fimmtán til tuttugu þúsund notendum, en það þýðir að allt að hundrað þúsund manns séu án rafmagns. Mörg fyrirtæki og heimili hafa verið raf- magnslaus síðan á mánudag og ekki er talið að viðgerðum verði lokið fyrr en í næstu viku. Þrumuveður á föstudag hamlaði aðgerðum og olli skemmdum á raf- magnslínum sem þegar var búið að laga. Borgarstjórinn segir að sífellt fleiri skemmdir finnist í rafmagn- leiðslum hverfisins og kallað hefur verið eftir aðstoð viðgerðarmanna úr öðrum ríkjum. - rsg Rafmagnsleysi í New York: Rafmagnslaust sex daga í röð HVALVEIÐAR Tveir sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar voru í fyrradag kallaðir vestur á Patreksfjörð, því að einn skutull hrefnuveiðaskipsins Njarðar sprakk ekki við veiðar. Sérfræð- ingarnir tóku skutulinn í sína vörslu og eyddu honum. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreks- firði í fyrradag vegna þessa. Guðmundur Haraldsson, skip- verji á Nirði, segir þetta vera í annað skipti sem skutull springi ekki síðan rannsóknaveiðar hóf- ust. Engin hætta hafi verið á ferð- um en sprengjusérfræðingar séu alltaf kallaðir út í svona málum. „Við náðum hrefnunni samt, þótt skutullinn hafi ekki sprungið,“ segir Guðmundur. - sþs Hrefnuveiðaskipið Njörður: Skutull sprakk ekki við veiðar NJÖRÐUR Skipverji á Nirði segir enga hættu hafa verið á ferðum. Sprengjusérfræðingar séu alltaf kallaðir út í svona málum. REYKJAVÍK Borgaryfirvöld hafa ákveðið að gerð verði stjórnsýslu- úttekt á stjórnkerfi Reykjavíkur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær úttektin hefst, né hvaða fyrirtæki verður fengið til verksins. Að sögn Jóns Kristins Snæhólm, aðstoðarmanns borgarstjóra, er vinna við stjórnsýsluúttekt á fjár- málum borgarinnar hafin, en KPMG annast hana. Fyrir liggur að annað fyrirtæki verði fengið til að gera úttekt á stjórnkerfinu. - bþs Stjórnsýsluúttekt í borginni: Stjórnkerfið skoðað í þaula NÁMSLÁN Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum stjórn- völdum rökstutt álit vegna búsetu- kröfu sem gerð er til námslána- þega hér á landi. Stofnunin telur að í reglunum felist mismunun. Þess er krafist í íslenskum reglugerðum að nemendur á náms- lánum séu búsettir á Íslandi og hafi auk þess verið búsettir á land- inu í tvö ár samfleytt eða þrjú af seinustu tíu árum. ESA telur að auðveldara sé fyrir Íslendinga að fylgja reglunum en ríkisborgara annarra EES-ríkja. Íslenska ríkið hefur þrjá mánuði til að bregðast við álitinu, annars fer málið til EFTA-dómstólsins. - sgj ESA um úthlutun námslána: Ísland mismuni útlendingum Hent á dyr og braut rúðu Ósáttur viðskiptavinur Café Cozy við Austurstræti lét illum látum eftir að hafa verið vísað á dyr aðfaranótt laugardags. Maðurinn lét gremju sína í ljós með því að brjóta rúðu skemmtistaðarins og var handtek- inn. Við leit á honum fannst smáræði af fíkniefnum. Að loknum yfirheyrslum var manninum sleppt. LÖGREGLUFRÉTTIR LÓÐADEILUR „Það er liðin tíð og for- tíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundr- uð kindur,“ segir Inger Helgadótt- ir, bóndi á Indriðastöðum og land- eigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslu- manninum Jóni Sandholt helming- inn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóð- irnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsund- um á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lög- málum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumar- húsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sann- gjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbygg- ingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn fram- kvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeig- endum til kaups á allt að tíu millj- ónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifi- brauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriða- staða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið fram- an í nágrannana.“ gag@frettabladid.is Bóndi segir hækkun á leigu sanngjarna Eigandi sumarhúsalóða í Skorradal segir ekki ósanngjarnt að leiguverð hækki úr tuttugu þúsundum í rúmar hundrað þúsund krónur á ári með endurnýjun á leigusamningum. Sumarhúsalóðir sæti lögmálum um eftirspurn eins og annað. FRAMKVÆMDIR VIÐ GOLFVÖLL Í SKORRADAL Fyrstu níu holurnar í golfvelli í landi Indriða- staða verða tilbúnar næsta sumar. Á myndinni er horft yfir svæðið þar sem níunda holan verður. MYNDIR/SVEINN STEINDÓRSSON FJARSKIPTI Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, segir að þegar Neyðarlínan, ásamt Ríkislögreglustjóra, kærði bráða- birgðaákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar, sem skyldaði Símann til að flytja símanúmer í almennri talþjónustu yfir í net- símaþjónustu til Atlassíma, hafi samkomulag milli Atlassíma og Neyðarlínunnar verið brotið. Samkomulagið var gert í nóv- ember 2005, þar sem Atlassími bauðst til þess að miðla staðsetn- ingarupplýsingum um viðskipta- vini netsímaþjónustu sinnar til Neyðarlínunnar. Undir samkomu- lagið skrifaði framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, Þórhallur Ólafs- son. „Það kemur mjög flatt upp á mig að þeir kæri þegar þetta sam- komulag liggur fyrir. Það segir mér hugur að lögfræðingar Neyðar- línunnar hafi ekki vitað af sam- komulaginu þegar kæran var lögð fram,“ segir Róbert. Þórhallur Ólafsson segir ekki rétt að samkomulag hafi verið brotið þegar kæran var lögð fram. „Þetta eru tvö óskyld mál að því leyti að annað varðar flökkunúmer en hitt föst númer. Við erum bara að vekja athygli á því að það þarf að setja reglur varðandi staðsetn- ingu símtala í netþjónustu.“ - sþs Kæra Neyðarlínunnar og Ríkislögreglustjóra gegn Póst- og fjarskiptastofnun: Segir samkomulag brotið NEYÐARLÍNAN Framkvæmdastjóri Neyð- arlínunnar segir ekki rétt að samkomulag hafi verið brotið, þetta séu tvö óskyld mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.