Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 10
 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR10 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér fyrir neðan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1829 William Austin Burt fær einkaleyfi fyrir fyrstu ritvél- inni í Bandaríkjunum. 1951 Frímúrarareglan á Íslandi er stofnuð. 1952 Kola- og stálbandalag Evrópu er stofnað en það var fyrsti vísirinn að Evrópu- sambandinu. 1967 Óeirðir byrja í Detroit í Michigan en þetta eru einhverjar verstu óeirðir í sögu Bandaríkjanna. 1984 Í fyrsta skipti þurfti ungfrú Ameríka, Vanessa Williams, að skila titlinum til baka eftir að nektarmyndir birtust af henni í tímaritinu Penthouse. 2001 Örn Arnarson lenti í öðru sæti í hundrað metra baksundi á heimsmeistara- mótinu í Japan. RAYMOND CHANDLER (1888-1959) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Mjög góðir leynilögreglu- menn giftast aldrei.“ Raymond Chandler var bandarískur spennusagnarithöfundur. Á þessum degi árið 1997 varð Slobodan Milos- evic forseti sambandslýðveldisins Júgóslavíu, sem samanstóð af Serbíu og Svartfjallalandi, en hann hafði verið forseti Serbíu frá árinu 1989. Milosevic var á móti markaðshag- kerfinu, hann beitti sér fyrir miðstýrðu hagkerfi og vildi að sjálfstjórnarhéruðin Vojvodina og Kosovo færu aftur undir stjórn Serba. Sem forseti Serbíu fylgdi hann stefnu þjóðernissinna og stuðlaði þar með að upplausn Júgóslavneska sam- bandsríkisins. Árið 1991 lýstu Slóvenía, Króatía og Makedónía öll yfir sjálfstæði en Milosevic studdi serbneska herliða sem börðust fyrir sameiningu Bosníu og Króatíu við Serbíu. Serbum tókst ekki að yfirbuga bosnískar og króatískar hersveitir og eftir þriggja ára stríð var króatíski herinn búinn að drepa nánast alla Serba í Króatíu. Á þessum tíma var efnahagur Serba í rúst, meðal annars vegna viðskiptabanns Samein- uðu þjóðanna á Serbíu. Því var létt árið 1995 og Milosevic samdi frið. Árið 1998 hófust átök á milli Serba og Albana í Kosovo og um vorið ári síðar var serbneski herinn sendur af stað til þess að bæla uppreisnina niður. Atlantshafsbanda- lagið brást við með því að hefja loftárásir á Júgóslavíu með þá von að Milosevic drægi herlið sitt til baka og í júní samdi Milosevic um frið við bandalagið. Hann gat ekki haldið forsetaembætti sínu í Serbíu þriðja kjörtímabilið í röð en fékk sambandsþingið til þess að kjósa sig sem forseta Júgóslavíu árið 1997. Árið 1999 var hann síðan kærður fyrir stríðsglæpi og árið 2001 tapaði hann forsetastól sínum í kosningum. Réttar- höldin hófust árið 2002 en þeim lauk aldrei þar sem hann dó í mars á þessu ári. ÞETTA GERÐIST 23. JÚLÍ 1997 Slobodan Milosevic verður forseti Í dag hefst fyrirlestraröð í Sögusetrinu á Hvolsvelli sem ber heitið „Njála með sunnudagskaffinu“. Fyrir- lesturinn sem verður fluttur í dag ber heitið „Nýjustu fréttir af mér og Njálu,“ en Einar Karl Haraldsson mun flytja hann. Sigrún Ragnheiður Ragn- arsdóttir, forstöðumaður Sögusetursins, segir þetta vera annað árið sem fyrir- lestrarnir um Njálu eru haldnir. „Menn vinna þetta út frá bókinni, allir fyrirles- ararnir hafa gert það,“ segir Sigrún. „Grunnurinn að Sögusetrinu var að setja upp einhvers konar sýningu um Njálu og svo stækkaði hún í meðförum,“ segir Sigrún, en á setrinu er meðal annars hægt að fræðast um víkinga og verslun á fyrri öldum og einnig er gallerí á staðnum. Spurð um aðsóknina í fyrra segir Sigrún hafa gengið vel. „Það kom fólk úr öllum áttum og fólk var líka að koma úr bænum,“ segir Sigrún og bætir við að sumir hafi jafnvel komið tvisvar eða þrisvar. Fyrirlesturinn hefst klukkan hálf fjögur í dag í Sögusetrinu og umræður verða að lestrinum loknum. Fyrirlestrarnir eru sex tals- ins og aðgangseyrir er þús- und krónur en nánari upp- lýsingar er að finna á www. njala.is. Njála með sunnudags- kaffinu á Hvolsvelli UPPSKERA Apríkósuuppskeran er í fullum gangi í Gyoengyoespata í Ungverjalandi en uppskeran á býlinu í ár er um fimmtíu þúsund kíló af ávöxtum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SÖGUSETRIÐ Á HVOLSVELLI Sögu- setrið var sett á laggirnar fyrir níu árum síðan en „Njála með sunnu- dagskaffinu“ er nú haldið í annað sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AFMÆLI Sveinbjörg Stef- ánsdóttir er níræð í dag. Sindri Freysson er 36 ára. Í dag er Kristján Arason, fyrrverandi handboltakappi, 45 ára en hann var staddur úti á landi þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. „Ég er í sumarfríi núna, var að koma frá Akureyri og svo vorum við á Hofi í Álftafirði fyrir austan,“ segir Kristján en hann var staddur í Ölfusi með fjöl- skyldu sinni. Spurður um frekari ferðalög segir Kristján allt vera óráðið en hann von- ast eftir betra veðri seinni hluta sum- ars. „Það verður nú bara eitthvað lítið með fjölskyldunni. Annars erum við bara voða róleg yfir þessu, það er aðal- lega dóttir mín sem á afmæli á laugar- daginn og verður þriggja ára, svo verð- ur strákurinn sjö ára viku seinna, þannig að mitt afmæli fellur í skuggann,“ segir Kristján en ljóst er að nóg verður að gera í kökubakstrin- um á heimilinu á næstunni. „Maður hefur það nú í minningunni að það hafi alltaf verið sól þegar maður átti afmæli og maður var bara úti í kúrekaleik, þá var Hafnarfjörður meiri óbyggðir, miklu meira um hraun en er í dag, þannig að það var virkilega skemmtilegt á sumrin þegar maður var lítill í Hafnarfirði,“ segir Kristján en hann hefur lengst af búið í Hafnar- firði. „Ég hélt upp á fertugsafmælið, það var bara heima á Tjarnarbrautinni og það var rosalega vel heppnað. Við tjölduðum yfir garðinn og það var mikil gleði frameftir, það eru mjög skemmtilegar minningar frá því,“ segir Kristján. Þegar Kristján er spurður að því hvort hann sé eitthvað í handboltanum svarar hann því til að lítill tími hafi gefist fyrir það seinni ár. „Þegar Þor- gerður fór í ríkisstjórn og ráðherrann hætti ég í handboltanum, eitthvað varð að gefa eftir, þannig að ég er bara á fullu hjá KB banka og það er svo sem alveg nóg.“ „Við ætlum að fara um Borgarfjörð- inn og hitta hestahóp, en þau eru að enda ferð sína á föstudaginn í Borgar- firðinum og við ætlum að keyra á móti þeim og taka eina stutta dagleið,“ segir Kristján að lokum. gudrun@frettabladid.is KRISTJÁN ARASON: 45 ÁRA Í DAG Alltaf sól á afmælinu KRISTJÁN ÁSAMT DÓTTUR SINNI KATRÍNU ERLU Hélt upp á fertugsafmælið sitt þar sem gleðin stóð fram á nótt en í ár ætlar hann að láta sér nægja köku- boð fyrir fjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Systir okkar, Kristín Jóhanna Pálsdóttir Hringbraut 50, áður Selvogsgrunni 11, Reykjavík, lést 8. júlí 2006. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð, Ásmundur Pálsson Hermann Pálsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hermanía Kristín Þórarinsdóttir Skálagerði 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 24. júlí kl. 13.00. Andrea Danielssen Páll Ragnarsson Sigurþór Charles Málfríður Sjöfn Guðmundsson Hilmarsdóttir Bjarni Ólafur Guðmundsson Martina Guðmundsson Þórarinn Guðmundsson Guðbjörg Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Örn J. Petersen verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 13.00. Berglind Ólafsdóttir Sandra Bragadóttir Mikael Jörgensen Hrafnhildur Arna Arnardóttir Arnór Dan Arnarson Karen Arnardóttir Heiðdís Arnardóttir Ágústa Marý
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.