Fréttablaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 12
23. júlí 2006 SUNNUDAGUR12
Aðeins örfá sæti
Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu
sætunum til Bologna og Trieste á Ítalíu
19. júlí í 2 vikur. Þú kaupir 2 flugsæti en
greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og
skelltu þér til Ítalíu eða yfir til Króatíu á
einstökum kjörum.
Verð kr. 19.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum,
m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann.
2 fyrir 1 til
Ítalíu / Króatíu
19. júlí
frá kr. 19.990
Rimini
16. eða 23. ágúst
Sértilboð - Residence Fellini
f kr. 39.990
Frábær gisting á Rimini
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rimini í ágúst á hinu vinsæla íbúðahóteli Residence
Fellini. Fallegt og sérlega hlýlegt hótel sem opnaði vorið 2004 og farþegum okkar hefur
líkað afar vel. Allar íbúðir og stúdióíbúðir eru vel búnar nýtískulegum húsgögnum,
sjónvarpi, síma, loftkælingu, öryggishólfi og eldhúsi með örbylgjuofni. Öllum íbúðum fylgja
litlar svalir. Hótelið er vel staðsett á Rimini með veitingastaði, bari, kaffi hús og verslanir
allt í kring. þetta einstaka tækifæri og
njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumar-
leyfi sstað Ítalíu. Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í viku.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/
stúdíó/íbúð í viku.
Sveinn Andri hefur kosið að starfa á vettvangi sem margir starfsbræður hans veigra sér við, því þótt allir
eigi rétt á verjanda þykir fáum það
öfundsvert hlutskipti að verja dóp-
sala og kynferðisafbrotamenn fyrir
rétti. „Eins og með svo margt annað
varð ég eiginlega verjandi fyrir til-
viljun. Þegar lögmenn eru að byrja
að fóta sig áfram og starfa sjálf-
stætt taka þeir þau störf sem bjóð-
ast. Ég setti mig á lista hjá lögregl-
unni og var alltaf tilbúinn að koma,
sama hvenær sólarhringsins það
var, og taka að mér þá sakborninga
sem höfðu engan sérstakan verj-
anda í huga,” útskýrir Sveinn Andri.
„Þegar lögreglumennirnir sáu að
ég var oftast tilbúinn að koma fóru
þeir að hringja meira í mig. Eftir
því sem fram hefur liðið hafa tengsl
mín við lögregluna orðið meiri, auk
þess sem sakborningar hafa í meiri
mæli óskað eftir mér. Þeir tala
saman þessir gaurar og því meira
sem ég er í þessum málum, því
betur þekki ég þá.“
Sveinn Andri segist eiga orðið
ágætis kunningja meðal þeirra sak-
borninga sem hann hefur varið og
hann ber þeim góða söguna. „Þetta
eru eðlilegir náungar eins og ég og
þú.
Flestir þeirra sem eru í afbrot-
um hafa leiðst út í þetta út af per-
sónulegum vandamálum og þá oft-
ast vegna fíkniefna. Það er eitthvað
gott í öllum og ég hef ekki enn hitt
„evil criminal,“ það er einhvern
sem er algjörlega forhertur.“
Öðlast dýpri sýn á lífið
Sveinn Andri telur það gott fyrir
alla lögmenn að kynnast sakamál-
um. „Ég held að maður verði tals-
vert víðsýnni fyrir vikið. Þetta er
fyrir verjandann eins og félagsráð-
gjafann, þeir vinna með fólk sem á
við vandamál að stríða og ég held
að maður öðlist dýpri sýn á lífið og
tilveruna í svona starfi. Þá kann
maður líka betur að meta það ef
fjöskylda manns er réttu megin í
tilverunni. Ef afbrotaunglingur er í
neyslu er öll fjölskyldan undirlögð.
Það er alltaf mikill harmleikur á
bak við svona mál,“ segir Sveinn
Andri, sem hefur þó einnig séð
jákvæðar hliðar á slíkum málum.
„Auðvitað er það jákvæðasta í
þessu starfi að upplifa viðsnúning í
fjölskyldutragedíu. Ég þekki til
dæmis fjölda einstaklinga sem hafa
tekið sig á, hætt brotastarfsemi og
orðið góðir og gegnir borgarar. Það
er þá alltaf einni tragedíunni minna
og það er gefandi að fylgjast með
því.“
Sakborningar eiga rétt á málsvörn
Sveinn Andri segist aldrei hafa
hafnað því að verja sakborninga
þótt hann viðurkenni fúslega að
sum mál geti tekið á. „Ég er kominn
með harðan skráp en auðvitað eru
kynferðismálin erfiðust, sérstak-
lega ef þau beinast gegn börnum.
En þegar svo stendur á reyni ég að
sannfæra sjálfan mig um að sak-
borningurinn eigi rétt á málsvörn
og það sé alveg eins gott að ég sjái
um hana eins og einhver annar.
Kynferðisbrotamenn hafa líka oft
sjálfir sætt kynferðisofbeldi sem
börn og þá voru ekki til nein úrræði
fyrir þá. Fyrir vikið fengu menn-
irnir brenglaða sýn á kynferðisleg
samskipti almennt,“ segir Sveinn
Andri. „Ég man til dæmis eftir
tveimur eldri mönnum sem ég hef
unnið með sem játuðu brot sín og
leituðu til sálfræðings eða geð-
læknis á eftir. Dómarinn mat það
við þá að þeir skyldu taka á sínum
vandamálum því þá var minni
hætta á að þeir myndu halda áfram
á sömu braut.“
Sveinn Andri segir þó að kyn-
ferðismál gegn börnum snerti hann
og þá ekki síst þegar hann þurfi að
lesa atvikalýsingar.
„En maður verður bara að hafa
harðan skráp í þessu eins og öðru.
Þetta er ekkert öðruvísi fyrir verj-
endur en dómara, lögreglumenn
eða sækjendur sem þurfa að lesa
sömu gögnin. Við erum allir undir
sömu sök seldir.“
Ekkert samhengi milli dóma
Íslenska réttarkerfið hefur oft
verið gagnrýnt, aðallega vegna
þess að dómar þykja í sumum til-
fellum of vægir eða að misræmi sé
á milli þeirra, sérstaklega þegar
kynferðis- og fíkniefnabrot eiga í
hlut. Sveini Andra finnst ekkert
samhengi á milli slíkra dóma.
„Þetta er refsipólitískt mat og mér
finnst ekkert samhengi þarna á
milli. Ég sé ekki að almenningur
meti fíkniefnabrot sem alvarlegri
brot en kynferðisbrot. Ég er ekki
að segja að það eigi að taka kyn-
ferðisbrotin mjúkum höndum en
mér finnst refsingar í fíkniefna-
málum úti úr öllum kortum. Í gróf-
um kynferðisbrotum eru menn
kannski að fá fimm ára dóm en í
stærri fíkniefnamálum fara menn
upp í tíu til tólf ár. Refsikerfið er að
leggja stærri fíkniefnamálin að
jöfnu við manndrápsmál og morð.
Mér finnst þetta algjörlega fráleitt.
Ég er ekki að segja að það sé of
vægt tekið á kynferðisbrotamálum
en ég held að það sé allt of hart
tekið á fíkniefnamálum og það þarf
að keyra þau niður.“
Þörf á virkari úrræðum
Spurður hvort nægar úrlausnir séu
fyrir brotamenn á Íslandi segir
Sveinn Andri: „Ef við tökum fyrst
fyrir fíkniefnamálin eru margir
sem telja að lausnin felist í harðari
refsingu. Það er hins vegar búið að
sanna það, bæði með reynslu og
rannsóknum afbrotafræðinga, að
einu áhrifin sem hærri refsingar í
fíkniefnamálum hafa í för með sér
eru að verðið á fíkniefnum hækkar
og það færist meiri harka í þennan
geira. Í sumum löndum liggja
dauðarefsingar við fíkniefnamál-
um en þær hafa ekki girt fyrir
fíkniefnamisferlið.“
Sveinn Andri segir að virkari
úrræði þurfi að standa til boða.
„Framboðið á fíkniefnum virðist
bara vera að aukast. Ég held að það
sé ekki horft nógu mikið á eftir-
spurnina. Það þarf að taka þessa
krakka sem eru í neyslu úr umferð.
Vera með virkari og betri meðferðar-
úrræði og slá þannig á neysluna.
Það hefur sýnt sig að þessir krakk-
ar gera hvað sem er til að fá fíkni-
efnin og þeim er skítsama um allt
annað. Við erum með margar
tifandi tímasprengjur sem geta
farið með öxi inn í næsta bankaúti-
bú og brotið niður skilveggi bara til
að fá smáaura. Ég held að það þurfi
meiri forvarnir og virkari og betri
meðferðarúrræði fyrir þau,“ segir
Sveinn Andri. „Ég held að það verði
að taka þessa yngstu neytendur úr
umferð en auðvitað verða þeir
sjálfir að vilja fara í meðferð. Það
gengur síðan ekki að fólk sem er í
harðri neyslu og vill komast í með-
ferð fari á biðlista.“
Ný úrræði á Hrauninu
Sveinn Andri segir það heldur ekki
ganga að menn sem fari inn á Litla-
Hraun komi forhertari út. „Það eru
dæmi um það að ungir menn fari
inn og hitti fyrir forhertari menn
og herðist bara fyrir vikið.
Núna erum við með toppmann
sem fangelsismálastjóra sem er
greinilega farinn að brydda upp á
nýjum úrræðum. Það er bráð-
nauðsynlegt að gera það innan
fangelsismúranna.“
Sveinn Andri tekur dæmi af
manni sem hafi ákveðið neyslu-
mynstur. Í stað þess að dæma hann
í eins árs fangelsi væri hægt að
senda hann í eins árs meðferð. „Ef
hann færi hins vegar úr meðferð-
inni yrði hann settur inn. Svona
aðferðum þarf að beita miklu meira
því menn byrja bara aftur ef þeir
komast ekki út úr neyslunni og hún
virðist vera talsverð innan fangelsis-
múranna. Menn lenda bara í sama
farinu um leið og þeir losna.“
SVEINN ANDRI Í HNOTSKURN:
Bókin á náttborðinu:
Síðasta bók sem ég las var Kleifarvatn.
Ég var sáttur við hana en þarf að ræða
betur við Arnald því mér finnst vanta
meira af verjendum í bókunum hans.
Hljómsveitin:
Hjálmar, þeir eru algjörir snillingar. Ég verð
að beina þeim tilmælum til tónleikahaldara
að fá UB-40 til að koma og spila hér á landi
og láta Hjálma hita upp. Þá mæti ég. Ég er
hasshaus í tónlistinni.
Maturinn:
Allur ítalskur matur.
Besta skákbyrjun:
Ég nota alltaf Caro-Kann með svart og
drottningarbragð með hvítt.
Fram eða Ísland:
Fram. Ég hef ekki mikinn áhuga á að
horfa á landsleiki.
FÓR Í LÖGFRÆÐINA
EINS OG PABBI
„Ætli ég sé ekki Austfirðingur að upp-
lagi. Pabbi minn er Sveinn Haukur
Valdimarsson, sem er líka lögmaður,
og móðir mín er Jóhanna Andrea Lúð-
vígsdóttir. Ég er alin upp í Kópavogi,
Safamýrinni og Hlíðunum og er hel-
blár Framari,” segir Sveinn Andri um
uppvöxt sinn. „Eftir að ég lauk Mennta-
skólanum í Reykjavík skrapp ég í eitt
ár til Hollands til að læra hollensku.
Fór síðan í lögfræðina og var þá
svo lánsamur að fá vinnu á Morgun-
blaðinu, sem er einhver skemmtileg-
asti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég
held ég hafi bara farið í lögfræðina af
því að pabbi var þar. Þetta lá bara ein-
hvern veginn í loftinu. Hefði ég haft
meiri stærðfræðihæfileika hefði ég
kannski farið í eitthvað meira spenn-
andi. Það var annað hvort að fara í
lögfræðina eða arkitektúrinn en ætli
praktíska hliðin hafi ekki orðið ofan
á.“
Eitthvað
gott í öllum
SVEINN ANDRI SVEINSSON
Verjandinn knái segir það
ekki ganga að menn sem
fari inn á Litla-Hraun komi
forhertari út.
Sveinn Andri Sveins-
son hæstaréttar-
lögmaður hefur á síð-
ustu árum vakið athygli
fyrir framgöngu sína
sem verjandi. Í spjalli
við Kristján Hjálmars-
son ræðir Sveinn Andri
um starf sitt, misræmi
milli dóma og skort
á úrræðum í íslensku
réttarkerfi.