Fréttablaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 16
 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR16 Það er fjölmennt í vík- ingahúsinu á Eiríksstöð- um í Haukadal þegar Jón Sigurður Eyjólfsson rennur þar í hlað. Fjöl- mennur hópur erlendra ferðamanna kemur sér svo fyrir við hringeldinn og prúðbúinn víkingur gengur í bæinn. Húsið sjálft og allt innanstokks minnir á víkingaöld svo nú er ekkert að van- búnaði; menn koma sér fyrir í víkingabælum, hurðinni er hallað og úti hvílir nútíminn meðan ferðamenn dvelja í heimi víkinga. Vígaferli ekki liðin í Haukadal Uppábúni víkingurinn er Sigurður Jökulsson frá Vatni, sem einnig er forstöðumaður á Eiríksstöðum. Það er engu líkara en hann sé að segja frægðarsögur af sjálfum sér þegar hann rekur sögu Eiríks rauða og fjölskyldu hans, innlifunin er slík. „Stúlkurnar héðan úr Hauka- dal hafa ætíð þótt góður kven- kostur,“ segir hann við ferðamenn. „Og Eiríkur rauði sem nam land á Ströndum vissi það og nældi sér í hana Þjóðhildi Jörundardóttur sem var héðan og fluttist hann því hing- að í Haukadal og hér fæddist sonur þeirra Leifur sem síðar fékk viður- nefnið heppni.“ Þetta þykir Sigurði ekki sárt frásagnar enda sjálfur Haukdælingur. „Hann þótti afar illur viðureignar og eftir að hafa drepið nágranna sinn vegna deilna var hann gerður brottrækur héðan. Okkur er nefnilega illa við víga- ferli hér í Haukadalnum.“ Ekki er laust við að einhverjum ferða- mannanna sé létt við þá fullyrð- ingu þessa vígalega Haukdælings, sem heldur sögunni áfram. „Þá flutti hann til Brokeyjar á Breiða- firði þar sem hann lék sama leik- inn. Sigldi hann þá til vesturs í leit að Gunnbjarnarskeri sem sögur fóru þá af og endaði á Grænlandi.“ Svo er sagan rakin af því þegar Leifur sigldi til Vesturheims. Að heyra þá sögu úr víkingamunni á þessum stað er mörgum Banda- ríkjamönnum á við trúarlega reynslu, segir Sigrún Sóley, systir Sigurðar, sem stundum hleypur í skarðið fyrir hann. Víkingarnir sváfu nær sitjandi Árið 1997 fundust leifar af bónda- bæ frá víkingaöld að Eiríksstöðum og bentu rannsóknir til þess að það væri bær Eiríks rauða. Var þá ráð- ist í að byggja nýjan bæ neðar í hlíðinni með sama lagi og gert var á landnámsöld. Hann var svo opn- aður almenningi árið 2000. Það sem fyrst vekur athygli gesta sem koma í bæinn er hversu lítil bælin eru en þau eru varla nema rúmur metri á lengd. „Tveir til þrír sváfu saman í hverju bæli svo að í þessum bæ hafa sennilega búið um 15 til 20 manns,“ segir Sigurður og það fer um ferðamennina. „Víkingarnir sváfu nefnilega ekki liggjandi held- ur allt að því sitjandi enda töldu margir að blóðið yrði stopp ef menn flatmöguðu of lengi. Hér uppi sváfu svo börnin og jómfrúrn- ar,“ segir hann og bendir á eins konar háaloft sem er í öðrum enda hússins. „Þegar börnin og jóm- frúrnar voru komin þarna upp var svo stiginn tekinn burt svo börnin færu ekki á stjá og enginn kæmist í jómfrúrnar.“ Í hinum enda hússins er svo matarskemman en þar hanga hert- ir þorskhausar og annað sem ein- hvern tímann hefur þótt góðgæti. Ferðamönnum þykir þó ekki mikið til þessa fiskmetis koma og bera því flestir við að hafa fengið sér bita í sölutjaldinu hjá henni Áslaugu þegar víkingurinn otar að þeim þorskhausnum. Þýskur hjólreiðagarpur tekinn í kennslustund Áslaug Finnsdóttir er uppábúin að víkingasið í sölutjaldinu þar sem hægt er að fá sér næringu og kaupa minjagripi. En hún tekur hlutverki sínu ekki með léttúð frekar en aðrir sem vinna á þessum víkinga- slóðum. Því fékk þýski hjólreiða- ferðalangurinn Gottlieb Richardt að finna fyrir þegar hann kom þreyttur og másandi að sölutjald- inu þar sem Áslaug sat fyrir utan við saumaskap. Eftir stutta kynn- ingu á sjálfum sér og ferðahögum sínum var honum uppálagt að setj- ast við hlið hennar og þar var hann tekinn í kennslustund. „Þetta er svokallaður vattarsaumur, stund- um kallað nálbragð. Það er komið af orðinu vöttur en það var einmitt einn slíkur sem fannst árið 1889 á Arnheiðarstöðum í Fljótsdalshér- aði,“ segir hún en Gottlieb kveður „ja“ við þegar við á. „Þeir sem fundu hann vissu ekki hvaða aðferð þetta var sem notuð var við vett- linginn en Soffía á Hofi í Svarfað- ardal kunni á þessu skil. Þá hafði hún erft þessa kunnáttu frá sínum formæðrum og notaði hún þessa aðferð þegar hún var að sauma mjólkursíur. Ég kann nú aðeins fjórar aðferðir við svona saum en víkingarnir kunnu um þrju hundr- uð.“ Eftir þessa lexíu spyr Gottlieb hvort hún eigi ekki kaffisopa að selja honum. Jörfagleði til að fjölga í sýslunni Jökull Steinar Ólafsson, sonur Sig- rúnar Sóleyjar, lætur heldur ekki sitt eftir liggja og gengur í víkinga- klæðum um svæðið og segir ferða- mönnum af einu og öðru ef svo ber undir. Það er mikill fengur í því að hafa hann á svæðinu, ekki síst vegna þess að hann hefur rauða lokka líkt og sá sem bærinn er nefndur eftir. Móðir hans segir að stundum spyrji ferðamenn að því hvort hann sé úr frændagarði Eiríks. „Verði Sigurður bróðir minn var við slíkar vangaveltur tekur hann sér jafnvel skáldaleyfi og þá er Eiríkur og allt hans lið í okkar frændgarði,“ segir hún. En saga býr í hverjum hól í Haukadal og þegar komið er úr bænum á Eiríksstöðum blasa aðrar sagnaslóðir við. „Þarna er Jörfi sem Jörfagleðin er kennd við,“ segir Sigurður og bendir inn dal- inn. „Það var fyrsta útihátíðin. Þá kom alþýðan saman og skemmti sér. Fólki var svo mikið í mun að komast á Jörfagleði að menn segja að vinnufólk hafi fyrst rætt um það þegar það bast vistarböndum að fá frí til að fara á Jörfagleðina, svo var rætt um kaup og kjör. En árið 1702 var þetta bannað af yfirvöld- um vegna þess að sollurinn þótti fullmikill enda urðu mörg lausa- leiksbörn til þarna. En við í Hauka- dalnum viljum endurvekja þessa gleði og helst með gamla fyrir- komulaginu því það þarf að fjölga í sýslunni.“ Nú á dögum er Jörfagleði hald- inn annað hvort ár í Haukadalnum en enn hefur gamla lagið ekki verið endurvakið... svo vitað sé. Ekki eru það einu hátíðahöldin í Haukadaln- um því í byrjun mánaðarins var haldin svokölluð Víkingahátíð á Eiríksstöðum og mættu rúmlega 700 manns á hana. Flestir mættu óvopnaðir en þó eru menn ekki búnir að vera lengi á Eiríksstöðum þegar Sigurður eggjar menn til að munda vopnin sem þar eru. „Þetta er bær en ekki safn. Takið vopn og hjálma og fyrir alla muni snertið munina sem hér er að finna,“ segir hann ákveðinn. Enn sem komið er hefur enginn komist í vígahug eftir þessa áeggjan. Víkingarnir sem vígbúa ferðamenn VÍKINGURINN SEGIR FRÁ Fátt minnir á nútímann þegar hurðunum á Eiríksstöðum hefur verið hallað aftur og víkingurinn Sigurður Jökuls- son er kominn í sagnaham. Þegar sagan er öll eggjar hann menn til að munda vopnin sem til eru á bænum og otar svo að þeim hertum þorskhausi. GOTTLIEB Í KENNSLUSTUND HJÁ ÁSLAUGU Þýski hjólreiðaferðamaðurinn Gottlieb Richardt fékk lítinn tíma til að kasta mæðinni því um leið og hann kom að Eiríksstöðum tók Áslaug Finnsdóttir hann í kennslustund í vattarsaumi. MÆÐGININ VIÐ ELDINN Jökull Steinar Ólafsson situr hér með móður sinni Sig- rúnu Sóleyju Jökulsdóttur. Að þessu sinni flíkar hann ekki rauðum lokkum sínum, sem jafnan vekja eftirtekt ferðamanna. VÍKINGARNIR VIÐ SLOTIÐ Ljósmyndari bar af sér ágætis þokka og því var liðið á Eiríksstöðum óvopnað þegar komið var að. Hér eru Sunna Sól dóttir Sigurðar, Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Jökull Steinar Ólafsson og því næst Sigurður Jökulsson. Lýsa er svo fremst í þessum föngulega hópi. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGUÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.