Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 20
ATVINNA
2 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR
Gagnheiði 28
IS-800 Selfoss
Iceland
Sími +354 480 1700
Fax +354 480 1701
JÁVERK ehf er 14 ára öflugt, metnaðarfullt og vaxandi verktakafyrirtæki.
Starfsmenn eru nú um 90 og verkefnastaða fyrirtækisins er traust næstu
árin. Fyrirtækið er með starfsstöðvar og verkefni bæði á Suðurlandi og á
höfuðborgarsvæðinu. Helstu verkefni fyrirtækisins framundan eru:
Smáratorg, verslunar- og skrifstofuhús. Hæsta hús á Íslandi
Verksmiðjuhús fyrir Frónkex
Sunnulækjarskóli, skóli og íþróttahús
Sjúkrahús á Selfossi, viðbygging
Sundlaug og íþróttahús á Borg í Grímsnesi
Leikskóli á Selfossi
Auk þessara verkefna eru mörg eigin verkefni á undirbúningsstigi.
Nóg að gera í blíðunni!
Smiðir / verkamenn
Óskum eftir að ráða vana trésmiði og mótasmiði til starfa bæði á
höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Óskum jafnframt eftir einyrkjum
eða hópum smiða til vinnu við afmörkuð verkefni. Allar nánari
upplýsingar gefur Guðmundur í síma 860 1730 (höfuðborgar-
svæðið) og Sigurjón í síma 860 1706 (Suðurland).
Kranastjóri
Óskum eftir að ráða vana byggingakranastjóra til starfa sem
fyrst. Næg verkefni framundan og tækjabúnaður fyrirtækisins
er mjög góður. Við leitum að stundvísum, áhugasömum og
reglusömum kranamönnum sem vilja taka þátt í að byggja með
okkur hæsta hús á Íslandi. Allar nánari upplýsingar gefur
Guðmundur í síma 860 1730.
Allar nánari upplýsingar veita Guðmundur í síma 860 1730 eða Sigurjón í síma 860 1706.
Umsóknir sendist á gbg@javerk.is eða sol@javerk.is.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Starfsmannastefna fyrirtækisins gerir ráð fyrir að aðbúnaður og starfs-
umhverfi sé með því besta sem þekkist. Starfsandi er góður og starfs-
mannafélagið er mjög virkt og stendur fyrir margskonar skemmtunum og
ferðalögum.
allt í matinn á einum stað
Nettó - Víkurbraut 60 - Grindavík - sími: 4268065
Grindavík - 2 störf
Almenn afgreiðsla
Starfssvið:
Almenn afgreiðslustörf og ábyrgð á ákveðnum
verkþáttum.
Vinnutími:
Frá kl. 9 – 18 virka daga, annað eftir samkomulagi.
Reynsla og hæfni:
Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi með
reynslu af verslunarstörfum.
Þarf að hafa metnað fyrir góðum árangri og falla
vel inn í góðan hóp.
Verslunarstjóri
Starfssvið:
Ábyrgð á rekstri verslunar, dagleg stjórnun,
starfsmannahald, samskipti við viðskiptavini,
birgðahald og öll tilfallandi störf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Góð almenn grunnmenntun og reynsla af
verslunarstörfum. Reynsla af stjórnun og rekstri.
Góðir skipulags hæfileikar, reynsla í starfsmannahaldi
og rík þjónustulund.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi,
samstarfsfúsum og sjálfstæðum.
Nánari upplýsingar veitir Skúli Skúlason starfsmannastjóri í síma 421-5400.
Umsóknir skal senda á skrifstofu Samkaupa á Hafnargötu 62, 230 Keflavík eða á samkaup.is.
Verslunin er opin: Mánud. - föstud. frá 10-19, laugard. frá 10-18 og sunnud. frá 12-18.
Íbúar í Grindavík voru 2.382 þann 1. desember sl. Grindavík er við rætur Þorbjarnarfells þar sem
nálægð er við gjöful fiskimið enda bærinn einn mesti útgerðarbær landsins með fjölda togara, báta
og öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum. Staðurinn er vaxandi ferðamannastaður og heilsulind
eins og Bláa Lónið sem er í næsta nágrenni.
ÞJÓNUSTU- OG REKSTRARSVIÐ
Þjónustufulltrúi
Símaver Reykjavíkurborgar 4 11 11 11, óskar
eftir að ráða þjónustufulltrúa til starfa.
Helstu verkefni:
Upplýsingaþjónusta í síma, tölvupósti og vefspjall
Beina erindum til réttra aðila innan Reykjavíkurborgar
Senda upplýsingar og gögn til íbúa borgarinnar
Taka við ábendingum og hugmyndum um bætta þjónustu
Samvinna við starfsfólk borgarinnar í upplýsingaþjónustu
Vinna við umbótaverkefni á sviði síma – og
upplýsingaþjónustu hjá Reykjavíkurborg.
Önnur skyld verkefni
Hæfniskröfur:
Reynsla og áhugi af upplýsingaþjónustu
Tölvu- og tungumálakunnátta
Hæfni í mannlegum samskiptum
Þjónustulund
Frumkvæði
Meginhlutverk símavers er að tryggja íbúum borgarinnar
auðveldan aðgang að upplýsingum um þjónustu Reykjavíkur-
borgar í gegnum eitt símanúmer 4 11 11 11.
Nánari upplýsingar gefur Sigurþóra Bergsdóttir, símar 4 11 11
20 og 693 93 67, netfang: sigurthora.bergsdottir@reykjavik.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og
viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skilað til Símavers Reykjavíkurborgar,
Pósthússtræti 7, 101 Reykjavík fyrir 1. ágúst nk.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu
Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar
um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem
þú þarft að ná í.