Fréttablaðið - 23.07.2006, Side 55

Fréttablaðið - 23.07.2006, Side 55
SUNNUDAGUR 23. júlí 2006 19 ATLI STEFÁN YNGVASON Verslunarstjóri Cintamani. MÖRÐUR ÁRNASON Mörður hefur búið við Laugaveginn hálfa ævina. ELVA DÖGG ARNARDÓTTIR Eigandi Glamúrs. MEKKA „SECOND HAND“-AÐDÁENDA Um miðjan Laugaveg er að myndast þyrping verslana með notuð föt og glingur. Versl- unin Spútnik sneri aftur á Laugaveginn eftir smá dvöl á „cult“-götunni Klapparstíg og Glamúr, sem áður var á Skólavörðustíg, flutti á Laugaveg 41 í apríl. Fyrir var „second hand“-búðin Rokk og rósir. „Það er bara tilviljun að þessar búðir eru á svipuðum slóðum. Við fluttum því það var kominn tími til að stækka við okkur. Það er mikið líf á Laugaveginum og margt að sækja,“ segir Elva Dögg Arnardóttir, eigandi Glamúrs. Hún segir að mikið sé að gera í búðinni og að viðskiptavinir séu bæði útlendingar og Íslendingar. „Það er rosalega stór hópur sem verslar alltaf á Laugaveginum. Fólk kemur alveg sérstaklega í svona búðir, þú finnur þetta ekki í verslunarmiðstöðvun- um.“ Tíðindi í Vikivaka Söluturninn Vikivaki á Laugavegi 5 hefur verið starfræktur í um tuttugu ár en í mars gerðust þau stórtíðindi að nýir eigendur tóku við og innleiddu kreditkortatæknina í sjoppunni, en Vikivaki var frægur fyrir að vera eina verslunin á Laugaveginum sem ekki var með posa. „Þetta var það fyrsta sem við gerðum. Fólk er ennþá að koma og segja, ‚já, þið takið ekki kort‘. En það hefur verið mikil ánægja með þetta þó að einn og einn vilji halda í gamla tímann,“ segir Anna Dóra Ármannsdóttir sem rekur sjoppuna. Eig- endurnir nýju brydduðu einnig upp á þeirri nýbreytni að hafa opið til tíu á kvöldin og frameftir nóttu laugardag og sunnudag, en fyrir nokkrum mánuðum var engin sjoppa starfrækt á þeim tíma á Laugaveginum. „Þetta gengur mjög vel, við fáum mikið af ferðamönnum og svo fastagesti. En við erum háð veðri, það er gaman ef veðrið er gott en annars er minna af fólki á ferli,“ segir Anna. Auglýsingar japanska bílafram- leiðandans Nissan með leikkon- unni Kim Cattrall, úr þáttunum Beðmál í borginni, hafa verið teknar úr umferð í Nýja-Sjálandi þar sem þær þykja of klúrar. Í þáttunum fór Cattrall með hlutverk hinnar vergjörnu Samönthu Jones. Í auglýsingunni virðist hún álíka útbær á blíðu sína og í þáttunum og fór það fyrir bjóstið á mörgum Nýsjá- lendingum með fyrrgreindum afleiðingum. Í auglýsingunni sést hvar Cattrall ekur um á nýjum Nissan og hreinlega malar af ánægju. „Af hverju var mér ekki sagt að hann væri svona stór? Ég var ekki reiðubúinn fyrir þetta,“ segir Kim meðal annars á munúð- arfullan hátt. „Nissan Tiida lætur manni svo sannarlega líða vel inni,“ bætir hún við og klykkir svo út með því að segja sölumanni að þetta hafi verið „frábær reið“. Sjónvarpseftirlit Nýja-Sjá- lands samþykkti auglýsinguna áður en hún var sýnd en ákveðið var að hætta að sýna hana eftir að fjölmargir sjónvarpsáhorfendur þar í landi hringdu í sjónvarps- stöðvar og lýstu yfir vandlætingu sinni. Bílaframleiðandinn sjálfur hefur ákveðið að sýna auglýsing- arnar ekki áfram og þarf sjón- varpseftirlitið því ekki að setjast á rökstóla á ný og endurskoða ákvörðun sína. Spekúlantar úr auglýsinga- bransanum í Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir furðu á að auglýsingin hafi farið fyrir brjóstið á svo mörgum þar sem margar auglýs- ingar sem hafa verið bannaðar annars staðar eru sýndar þar í landi. Cattrall of klúr fyrir Nissan KIM CATTRALL Kom á óvart hvað nýja Nissan- bifreiðin var stór. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.