Fréttablaðið - 23.07.2006, Page 66
23. júlí 2006 SUNNUDAGUR30
Dómstóll leikmanna í Landsbankadeildinni hefur komist að niðurstöðu
Kristinn Jakobsson er talinn
besti dómari landsins og stór
ástæða fyrir því að mati leik-
mannadómstólsins er sá að hægt
er að ræða um hlutina við hann.
Þrír dómarar virðast skera sig
úr í flokki skilningskríkra dóm-
ara.
LJÓTUSTU BÚNINGARNIR
1. KRISTINN JAKOBSSON
2. Egill Már Markússon
3. Jóhannes Valgeirsson
BANKA Á DYRNAR:
Magnús Þórisson og
Garðar Örn Hinriksson.
VALIN UMMÆLI
„Það er hægt að ræða við Egil Má
en flestir aðrir virðast taka öllu
sem persónulegri árás.“
„Kristinn Jakobsson er sá eini
sem les leikinn virkilega vel og
áttar sig á aðstæðum, er ekki fer-
kantaður og fer ekki alltaf eftir
bókinni.“
SKILNINGSRÍKASTI DÓMARINN
Fréttablaðið fékk þrjátíu leikmenn úr Lands-
bankadeild karla til að leggja mat á ýmsa
hluti sem tengjast íslenska fótboltanum.
Víða var komið við og spurt um nánast allt
milli himins og jarðar, í sumum atriðum
voru leikmenn mjög sammála en í flestum
dreifðust atkvæðin vel. Dómstóllinn er skip-
aður þremur leikmönnum úr hverju liði í
deildinni og máttu þeir í engu tilfelli kjósa
sitt lið. Hér má líta heildarniðurstöðuna úr
kosningunni.
BESTI VÖLLURINN
1. KR-VÖLLUR Það var ekki mikill munur á Frosta-
skjólinu og Kaplakrikanum þegar
leikmenn voru beðnir um að nefna
þann völl sem þeim þótti best að spila
á. Horft var til gæða grasvallarins og
umgjörðarinnar kringum hann.
2. Kaplakrikavöllur
3. Hásteinsvöllur
BANKA Á DYRNAR:
Laugardalsvöllur og Akranesvöllur.
VALIN UMMÆLI:
„Kaplakrikinn er skemmtileg gryfja
og þá er alltaf gaman að spila á KR-
vellinum.“
„Víkingur er með flotta umgjörð en
völlurinn er ekki nægilega góður.“
FLOTTUSTU BÚNINGARNIR
Leikmenn voru settir hlutverk tískulöggunnar og beðnir
um að leggja sitt mat á það hvaða lið í deildinni klæddist
flottasta búningnum. Þrjú efstu liðin skáru sig úr í þess-
um flokki.
1. VALUR
2. KR
3. FH
BANKA Á DYRNAR:
ÍA, Keflavík og Víkingur.
VALIN UMMÆLI:
„Búningur Vals er mjög flottur en ég er þó ekkert mjög
hrifinn af litnum á honum.“
„Rugl að ég megi ekki velja búninginn okkar, Valsbúning-
urinn er skástur af hinum.“
Fylkisbúningurinn sigraði með algjörum yfirburð-
um í þessum flokki og er greinilega langljótasti bún-
ingur deildarinnar að mati leikmanna.
1. FYLKIR
2. Grindavík
3. Breiðablik
BANKA Á DYRNAR:
Keflavík og Víkingur.
VALIN UMMÆLI:
„Fylkir er án nokkurs vafa með langljótustu búning-
ana, appelsínugulir búningar með bleiku svíni fram-
an á eru ekki að gera góða hluti.“
„Að mínu mati eru Víkingar og KR í vörumerkjum
sem sæma ekki liðum í efstu deild.“
HÁVÆRASTI ÞJÁLFARINN
1. WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON (VALUR)
2. Magnús Gylfason (Víkingur)
3. Leifur Garðarsson (Fylkir)
BANKAR Á DYRNAR:
Ólafur Kristjánsson (Breiðablik)
Ef þessi kosning hefði farið fram fyrir
nokkrum vikum er nær öruggt að Ólafur
Þórðarson hefði unnið þennan flokk með
talsverðum yfirburðum. En nú er hann
horfinn á braut og virðast Willum Þór
Þórsson og Magnús Gylfason hafa tekið
við keflinu.
VALIN UMMÆLI
„Magnús Gylfason er oft kallaður Þoku-
lúðurinn.“
„Það er óþolandi að heyra öskrin í Leifi
Garðarssyni.“