Fréttablaðið - 23.07.2006, Side 67
SUNNUDAGUR 23. júlí 2006 31
Dómstóll leikmanna í Landsbankadeildinni hefur komist að niðurstöðu
BESTA BÚNINGSAÐSTAÐAN
Það ríkir eftirvænting hjá leik-
mönnum fyrir flesta leiki en
sumum liðum er einfaldlega
skemmtilegra að mæta en öðrum.
Þar virðast Íslandsmeistarar FH
og KR vera fremst í flokki.
1. KR
2. FH
3. ÍA
BANKA Á DYRNAR:
Valur og Keflavík.
VALIN UMMÆLI:
„Það eru alltaf stórleikir þegar
leikið er gegn KR.“
„Alltaf skemmtilegast að mæta
Íslandsmeisturunum hverju sinni
og því fær FH mitt atkvæði.“
SKEMMTILEGASTA LIÐ AÐ MÆTA
KR
LEIÐINLEGUSTU LIÐ AÐ MÆTA
VERSTA BÚNINGSAÐSTAÐAN
ÓHEIÐARLEGASTI LEIKMAÐURINN
DYGGUSTU STUÐNINGSMENN
1. FH
Hvaða stuðningsmenn
eru það sem standa við
bakið á sínum mönnum
í blíðu og stríðu og
fylgja sínum mönnum
hvert sem er? Að mati
leikmanna hafa stuðn-
ingsmenn FH og KR
nokkra yfirburði hvað
þetta varðar.
2. KR
VALIN UMMÆLI:
„Stuðningsmenn FH og KR bera af, stuðningsmenn KR
héldu áfram að syngja þó þeirra menn væru að tapa 5-0.“
„Skagamenn hafa verið flottir þó liðið hafi verið í
ströggli.“
BANKA Á DYRNAR:
Keflavík og Víkingur.
3. ÍA
PRÚÐASTI LEIKMAÐURINN
1. PÁLMI HARALDSSON (ÍA)
2. Freyr Bjarnason (FH)
3. Arnar Jón Sigurgeirs-
son (Víkingur)
BANKA Á DYRNAR:
Kristinn Magnússon (KR), Atli
Sveinn Þórarinsson (Valur) og Páll
Einarsson (Fylkir).
Það voru ansi margir
nefndir til sögunnar þegar
velja átti þann leikmann í
Landsbankadeildinni sem
er með bestu hegðunina
innan vallarins. Atkvæðin
dreifðust vel en á endan-
um stóðu þessir þrír eftir.
VALIN UMMÆLI:
„Pálmi Haraldsson
er prúður með ein-
dæmum.“
„Freyr Bjarnason er
greinilega mjög flottur
náungi, er prúð-
mennskan uppmáluð.“ 1. BJARNÓLFUR LÁRUSSON (KR)
Horft var til ýmissa þátta
þegar óheiðarlegasti leik-
maðurinn var valinn, þar á
meðal leikaraskaps, kjaft-
brúks og óþverrabragða á
vellinum. Það voru tveir
sem höfðu algjöra yfir-
burði í þessum flokki en á
endanum var Bjarnólfur
Lárusson hænuskrefi á
undan.
2. Páll Hjarðar (ÍBV)
3. Bjarki Guðmunds-
son (ÍA)
VALIN UMMÆLI
„Bjarnólfur Lárusson, auð-
velt val. Tryggvi Bjarna er
grófastur en hann vill ekk-
ert illt, er bara svo svifa-
seinn greyið.“
„Það eru fáir sem eru með
Portúgalatakta.“
BANKA Á DYRNAR:
Víkingarnir Viktor Bjarki
Arnarsson og Valur Úlf-
arsson.
Versta búningsaðstaðan er í Vestmannaeyjum að
mati dómstóls leikmanna og voru engir búnings-
klefar sem komust nálægt klefunum þar. Þó vilja
menn einnig sjá endurbætur hjá Víkingi og Breiða-
bliki.
1. HÁSTEINSVÖLLUR
2. Víkingsvöllur
3. Kópavogsvöllur
BANKA Á DYRNAR:
Keflavíkurvöllur og Kaplakrikavöllur.
VALIN UMMÆLI:
„Við vorum þrír um hvern fer-
metra í Vestmannaeyjum
og þá eru sturturnar þar
lélegar. Hvað er síðan
málið með þessa
skápa?“
„Búningsaðstaðan í
Víkinni er ekki í sam-
ræmi við umgjörð vall-
arins hjá þeim.“
VALIN UMMÆLI:
„Af augljósum ástæðum er
leiðinlegast að spila gegn ÍA.“
„Víkingar eru allir leiðin-
legir og þeim er ekki
við bjargandi.“
Af ýmsum ástæðum er einfald-
lega leiðinlegra að leika gegn
sumum liðum en öðrum. Af
einhverjum ástæðum er ÍA það
lið sem leikmönnum finnst
leiðinlegast að leika gegn en
Víkingur og ÍBV koma skammt
þar á eftir.
BANKA Á DYRNAR:
Keflavík og Breiðablik.
1. ÍA
2. Víkingur 3. ÍBV
1. KR-VÖLLUR
(ALLAR MYNDIRNAR ERU
FRÁ KR-VELLI)
Að mati leikmannadómstóls-
ins eru það KR-ingar sem
búa við bestu búningsaðstöð-
una. Meðal annars var horft
til rýmis í búningsklefanum
ásamt sturtuaðstæðum.
2. Laugardalsvöllur
3. Keflavíkurvöllur
BANKA Á DYRNAR:
Grindavíkurvöllur og Akra-
nesvöllur.
VALIN UMMÆLI:
„Mér líður alltaf vel og gef
mér góðan tíma í sturtun-
um í KR-heimilinu.“
„Það eru stórir og góðir
klefar í Grindavík og það er
jákvætt. Svo er alltaf góður
matur eftir leiki.“