Fréttablaðið - 23.07.2006, Síða 70

Fréttablaðið - 23.07.2006, Síða 70
 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR34 Hvað er að frétta? Allt frábært, við frumsýndum Penetreitor fyrir rúmri viku og erum að sýna á fullu í Sjóminjasafninu við Grandagarð 8 þessa dagana. Augnlitur: Breytilegur, fer eftir skapi. Starf: Þessa dagana er ég með leiklistarfræðslu fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar, annars starfa ég að öllu jöfnu sem dramatúrg, leikstjóri og stundum sem rokkari. Fjölskylduhagir: Gætu ekki verið betri, er að fara að giftast kærustunni minni í lok ágúst og við stefnum á hrúgu af börnum. Hvaðan ertu? Uppalin á Seltjarnarnesi, ættuð af Skógarströnd og Borgarfirði. Ertu hjátrúarfull? Já. Uppáhaldssjónvarpssþáttur: Horfi ekki mikið á sjón- varpið á sumrin en Desperate Housewives og L-word eru í uppáhaldi þessa dagana. Uppáhaldsmatur: Sushi og humar. Fallegasti staður: Dalatangi við Mjóafjörð. Ipod eða geislaspilari: Ipod. Hvað er skemmtilegast? Að ferðast, að spila á nýja rafmagnsgítarinn minn, að sjá leikhús sem hefur áhrif og spila bridge. Hvað er leiðinlegast? Óheiðarleiki. Helsti veikleiki: Stjórnsemi. Helsti kostur: Skemmtileg og hugmyndarík. Helsta afrek: Að vera alltaf að bæta mig Mestu vonbrigði: Veikindi í fjölskyldunni. Hver er draumurinn? Hann er hér og nú. Hver er fyndnastur/fyndnust? Kata. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Tilgerð. Uppáhaldsbók: Norwegian Wood eftir Haruki Murakami. Hvað er mikilvægast? Heiðarleiki og jákvæðni og að trúa því að maður geti haft áhrif! HIN HLIÐIN KRISTÍN EYSTEINSDÓTTIR LEIKSTJÓRI OG DRAMATÚRG Draumurinn er hér og nú HRÓSIÐ FÁ... Hjónin Bjarni Geir Alfreðsson og Herdís Björnsdóttir sem hafa kynnt ekta íslenskan skyndibita fyrir ferðamönnum á BSÍ. FRÉTTIR AF FÓLKI Mikil stemning er meðal starfsfólks Glitnis fyrir Reykjavíkurmaraþoninu í næsta mánuði. Ekki hefur farið framhjá neinum að bankinn er aðal- styrktaraðili hlaupsins í ár og það kann að skýra áhugann. Alls hafa um 300 starfsmenn Glitnis ákveðið að taka þátt og eflaust eiga fleiri eftir að bætast í hópinn. Bjarni Ármannsson sýnir gott fordæmi og hleypur heilt maraþon, rétt eins og hann gerði í fyrra. Bjarni náði ágætistíma í fyrra þó eymsli í hnjám plög- uðu hann um mitt hlaupið. Það var ekki fyrr en forstjórinn tók af sér hnéhlífar sem hann komst á skrið. Í ár ætlar Bjarni ekki að láta neitt slíkt stöðva sig og stefnir á persónulegt met. Athafnakonan Ásdís Rán Gunnars-dóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana sem fyrr. Auk þess að reka módelskrifstofu og sitthvað fleira heldur hún úti heima- síðunni Verslunarmannahelg- in.is. Nýbakaður eiginmaður hennar, fótboltamaðurinn Garðar Gunnlaugsson, tekur þátt í rekstri síðunnar en þar er að finna allar upplýsing- ar sem skemmtanaþyrstir Íslendingar þurfa um stærstu djammhelgi ársins. - hdm Unnur Birna Vilhjálmsdóttir bloggar ótrauð um ævintýri sín sem Ungfrú Heimur. Unnur er reyndar stödd hér á Íslandi en heldur innan skamms til Brasilíu. Unnur var reyndar í London nýverið og naut þess að spóka sig í bænum með sjálfum Nylon flokknum sem götublaðið The Sun heldur fram að sé næsta Girls Aloud en sú sveit er víst að leggja upp laupana. Hinar fimm fræknu keyptu sér föt og kíktu út á lífið en Unnur Birna skrifar á heimasíðu sinni að þær hafi fengið stjörnumeðferð hvar sem þær komu. „Vorum bókaðar á 3 flotta klúbba og fengum svo sannarlega „star treatment” á þessum stöðum. Bílnum keyrt upp að dyrum, bílstjórinn út að tala við dyraverðina og við beint inn, framfyrir röðina. Leiddar inn í VIP herbergi þar sem við vorum með einkaþjón og allar græjur! Frekar ljúft líf og svona kvöld var virkilega gaman að prufa að upplifa,” skrifar Unnur og þær vinkonur eru því greinilega að láta drauma sína rætast. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Andrés Jónsson og félagar á ordid.blogspot.is hafa heldur betur slegið í gegn með vefsíðu sinni. Síðan er nú orðið eitt vinsælasta blogg landsins og stæra þeir sig meðal annars af því að hafa skákað sjálfri Unni Birnu Vilhjálms- dóttur sem hefur verið einn vinsælasti bloggari landsins um árabil. Orðið hefur einnig verið nokkuð stolt af þeim „skúbbum” sem það hefur birt á vefsíðu sinni og birtir stutta færslu um þær frétt- ir sem síðan hafa ratað í aðra fjölmiðla. Þeir virðast hins vegar hafa hlaupið eitthvað á sig með frétt um að Egill Helgason væri að hætta á NFS með þátt sinn Silfur Egils en Helgi Seljan, einn af stjórnendum Íslands í dag, ætti að vera næsta stórstjarna sjónvarpsstöðvarinnar með sinn eigin þátt. Fréttablaðið hafði samband við Egil og kom sjónvarps- maðurinn góðkunni af fjöllum þegar þessar fréttir voru bornar undir hann og kannaðist ekkert við að hann væri á leiðinni til Páls Magnússonar og félaga hjá RÚV eins og Orðið hélt fram. - fgg Stórtækir grillarar hugsa sér sjálfsagt gott til glóðarinnar í orðsins fyllstu merkingu þegar þeir sjá stærsta grill landsins, sem er í eigu Landssambands kúa- bænda en á því er hægt að grilla heilan skrokk af nauti. „Grillið er búið að flakka um landið í sumar, meðal annars á Hólahátíð,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, en samtökin lána grillið gegn vægu gjaldi. „Það kostar reyndar djöful- dóm að flytja það á milli staða og ekki gert nema með flutningabíl, en við höfum haft þann háttinn á að þeir sem leigja það þurfa aðeins að greiða fyrir að koma því á stað- inn. Við tökum ekkert aukalega fyrir.“ Það gefur augaleið að heill skrokkur af nauti mettar marga munna. „Að minnsta kosti 500 manns myndi ég telja,“ segir Bald- ur. „Vænn skrokkur er 250 kíló á þyngd, þar af helmingurinn kjöt. Þetta hentar því vel á bæjarhátíð- ir og allar fjölmennar samkomur. Við grilluðum meðal annars á Menningarnótt um árið.“ Það kost- ar hins vegar mikinn undirbúning en þeir sem láta sig hafa það verða víst ekki sviknir. „Við lánuðum grillið austur á Hérað um daginn og mér skilst að þeir hafi verið átján tíma að grilla skrokkinn. Þar áður þurfti hann að hanga í nokkra daga. En fólkið lét afskaplega vel af kjötinu og fannst það virkilega gott,“ segir Baldur, sem sjálfur hefur reyndar ekki smakkað kjöt beint af skrokknum. Þeir sem ætla að halda stóra veislu vilja ekki að neinn kveðji svangur geta haft samband við Landssamband kúabænda og spurt um grillið. „Ég mæli hins vegar ekki með að menn grilli pulsur á því,“ segir Baldur og hlær. „Þær færu að brosa býsna fljótt.“ - bs Stærsta grill landsins á flakki GRILLIÐ GÓÐA Það má metta marga munna með heilum skrokk af nauti. Már Högnason hefur opnað sýn- inguna Hringrás í Gallerí Skotti. Már þessi er þó ekki raunveruleg persóna heldur annað sjálf Gísla Ásgeirssonar þýðanda. „Við Már erum afskaplega nánir og höfum verið það lengi. Það má segja að við höfum unnið náið saman og erum að vissuleyti einn en þó tveir,“ útskýrir Gísli. Nafn Más Högnasonar hefur stundum skotið upp kollinum í lok mynda á Stöð 2 og Sýn en hefur hann verið skráður fyrir þýðing- um á því sem sumir myndu kalla lélegt sjónvarpsefni. Að sögn Gísla hefur Már tekið að sér að þýða myndir og þætti sem fáir aðrir myndu taka að sér. „Hann þýddi til dæmis alla þættina um Paradísar- hótelið og hlaut mikið lof fyrir. Svo hann hefur þýtt hinar og þessar myndir sem eru ætlaðar fullorðn- um. Hann vill samt ekki hreykja sér af þeim verkum,“ segir Gísli og bætir við að það þurfi ákveðið hugarfar og kjark til að þýða létt erótískar myndir. „Már hefur komið mörgum sinnum til bjargar. Hann er allra manna hjálpsamast- ur enda eru fullorðnir markhópur sem ber að sinna vel.“ Gísli starfar sjálfur við þýðing- ar en hann var um árabil kennari við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Gallerí Skott er farangurs- geymslan á Isuzu-jeppa Gísla en hann er jafnframt safnvörður gall- erísins. kristjan@frettabladid.is GÍSLI ÁSGEIRSSON: NOTAR DULNEFNI Í VINNUNNI Þýðandi óskar nafnleyndar GÍSLI ÁSGEIRSSON Hann er safnvörður á Galleríi Skotti. Dekkið kallar hann Hringrás en flöskurnar eru frá opnun sýningarinnar. TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI Á AÐEINS 489 KR. EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA GJÖF Í KAUPBÆTI GLÆNÝTT VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS 18.02.63 02. 02. 1974 �������������� ������� ���������� ���� ���� ������� ������ �������� ����� �������� ���������� ��� �� �������������� ��������������

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.