Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 2
2 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR DANMÖRK, AP Danskir múslimar hafa beðið nefnd Sameinuðu þjóð- anna sem fjallar um kynþáttahat- ur að kanna hvort viðbrögð dönsku ríkisstjórnarinnar við birtingu Jyllandsposten á tólf skopmynd- um af Múhameð spámanni í fyrra hafi brotið í bága við milliríkja- samning sem ætlað er að vinna gegn kynþáttahatri. Íslamstrú leyfir ekki myndir af spámanninum og mótmæltu múslimar um heim allan birtingu skopmyndanna harðlega. Danska ríkisstjórnin neitaði að biðjast afsökunar og bar því við að hún hefði ekki umráð yfir tjáningar- frelsi fjölmiðla. Nefndin fundar um fylgni Danmerkur við samn- inginn í næstu viku, en Danir skrifuðu undir hann árið 1969. - smk Múhameðsteikningar: SÞ athuga við- brögð stjórnar DANIR HATAÐIR Birting skopmynda af Múhameð spámanni í dönsku blaði olli gífurlegum mótmælum meðal múslima um heim allan. GENF, AP Bandaríkjunum ber að loka öllum leynifangelsum sínum þegar í stað og heimila starfsfólki Rauða krossins aðgang að hverjum þeim fanga sem haldið er í tengslum við vopnuð átök. Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna. Bandaríkin hafa verið gagnrýnd mikið undanfarið, eftir að upp komst um leynifangelsi þeirra sem herinn er sagður reka víða um heim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði nefndina ekki hafa tekið til greina mikið af upp- lýsingum sem það hefði útvegað henni og að niðurstöðurnar væru utan verksviðs nefndarinnar. - smk Bandarísk leynifangelsi: SÞ kalla eftir lokunum DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir líkams- árás og var málið var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Manninum er gefið að sök að hafa veist að öðrum manni í apríl og slegið hann hnefahögg í andlit- ið, með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hlaut skurð á hægri augabrún og glóðarauga. Þá var í gær þingfest í dómn- um mál á hendur rúmlega tvítug- um manni fyrir að hafa í mars skotið upp nokkrum flugeldum við sumarhús í Svignaskarði í Borgarfirði, án þess að hafa til- skilið leyfi lögreglustjóra. - jss Héraðsdómur Vesturlands: Líkamsárás og flugeldaskot VÉLHJÓL Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarks- hraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf öku- maðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjóls- ins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugs- aldri á 148 kíló- metra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarks- hraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslu- töku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgar- nesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mann- anna náðist en hinn slapp úr greip- um lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðar- lega fjölmennur fundur vélhjóla- manna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dag- rún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægi- lega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknar- prestur í Digraneskirkju og vél- hjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðju- verkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugar- dalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“ stigur@frettabladid.is Svartir sauðir sem ekki láta sér segjast Þremur vélhjólum var ekið á ofsahraða um götur borgarinnar í fyrrakvöld. Sama kvöld hélt vélhjólafólk minningarathöfn um einn þriggja látinna vél- hjólamanna á árinu. Prestur og vélhjólamaður kallar athæfið hryðjuverk. GUNNAR SIGURJÓNSSON VIÐ LAUGARDALSHÖLLINA Mikill fjöldi vélhjólamanna kom saman í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöld til að ræða ímynd sína og hættur sem fylgja glæfraakstri. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN LÖGREGLUMÁL Hjón á Seltjarnar- nesi vöknuðu við það í fyrrinótt að maður þeim alls ótengdur var að sniglast um í svefnherbergi þeirra. Þegar skötuhjúin hrukku upp með andfælum tók maðurinn á rás út úr húsinu, en fólkið hafði þegar samband við lögreglu og gat gefið greinargóða lýsingu á manninum. Lögregla handtók hann í nágrenn- inu skömmu síðar. Lögregla kannast vel við kauða, sem er á fimmtugsaldri, því hann hefur ítrekað komið við sögu henn- ar fyrir margvísleg afbrot. Hann var látinn gista fangageymslur um nóttina. - sh Sofandi Seltirningum brugðið: Vöknuðu við óboðinn gest Hasssali tekinn Lögreglan í Reykjavík handtók hasskaupmann í fyrrakvöld sem hafði í fórum sínum 140 grömm af hassi auk sölupakkninga. Upp komst um söluna þegar höfð voru afskipti af manni í bifreið. Salinn hefur áður komið við sögu lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 SPURNING DAGSINS Björn, ert þú einkabarn? „Nei, ég kem úr fimm systkina hópi og öll erum við einstök.“ Dæmi eru um að foreldrar sendi börn sín í einkaþjálfun. Björn Leifsson er einkaþjálfari og eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class. HEILBRIGÐISMÁL Fátækt og úrræða- leysi einkenna aðstæður margra geðfatlaðra, að sögn Auðar Styrk- ársdóttur, talsmanns aðstand- endahóps geðfatlaðra. „Nú er búið að gera stórátak í búsetu- málum fatlaðra en geðfatlaðir sitja eftir.“ Sonur Auðar, sem á við geð- sjúkdóm að stríða, getur farið í sjálfstæða búsetu eftir ár en þau úrræði eru ekki fyrir hendi nú. Auður segir að skýrsla sem gefin var út um félagslegar aðstæður geðfatlaðra sýni að aðstæður þeirra séu í sumum til- fellum ekki boðlegar. „Geðdeildir LSH hafa hlaupið undir bagga og á Kleppspítala búa geðfatlaðir sem ættu í raun heima á sambýli.“ Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem fer fyrir verkefnisstjórn um upp- byggingu í þágu geðfatlaðra, segir að í stjórninnni sé búið að vinna mikið starf. Hún segir að nú liggi fyrir grófur rammi um þau búsetuúrræði sem komið verði á fót á tímabilinu 2006 til 2010. Í tengslum við verkefnis- stjórnina skipaði félagsmálaráð- herra fimm manna ráðgjafarhóp sem unnið hefur að málefnum geðfatlaðra. Dagný segir að fyrstu búsetu- úrræðin fyrir geðfatlaða verði tilbúin á þessu ári. „Ég er sátt við gang mála í nefndinni,“ segir Dagný og bætir við að þar sé unnið eins hratt og kostur sé. - hs Dagný Jónsdóttir segir fyrstu búsetuúrræði fyrir geðfatlaða tilbúin á þessu ári: Unnið eins hratt og kostur er Listaverkum stolið Verðmætum listaverkum eftir Pablo Picasso, Marc Chagall og Georges Braque var stolið í vikunni. Alls höfðu listaverkaþjófarnir tíu listaverk á brott með sér af heimili 89 ára gamallar konu í Malmö í Svíþjóð. Talið er að verðmæti verkanna samsvari um nítján milljónum íslenskra króna. SVÍÞJÓÐ LÍBANON Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur skrifað Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Líb- anon. Hvetur hún Ísraelsstjórn til að leita leiða til að binda enda á átökin strax. Í bréfi sínu segir Valgerður Ísland hafa stutt Ísrael allt frá stofnun þess og tekið virkan þátt í að koma Ísrael inn í Sameinuðu þjóðirnar. „Ég vil gera það ljóst að sem þátttakandi í alþjóðasamfélaginu er Ísland sterklega á þeirri skoðun að vopnahlé skuli komið á án tafar og að eyðilegging Líbanon sé stöðvuð,“ skrifar hún. „Einnig vil ég taka undir með öðrum aðildar- ríkjum Sameinuðu þjóðanna, sem segja árás Ísraelsmanna á starfs- menn SÞ í Líbanon mikið áfall.“ Hún segir Ísland gera sér grein fyrir að aðstæðurnar séu marg- slungnar og að Ísrael hafi brýna þörf fyrir að verja sig, en í ljósi þeirrar miklu eyðileggingar og þjáninga sem árásir Ísraela hafa valdið í Líbanon þurfi að leita leiða til að enda átökin án tafar. Ísland hefur jafnframt lýst yfir stuðningi við yfirlýsingu Evrópu- sambandsins á vettvangi öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem þungum áhyggjum var lýst yfir versnandi stöðu mála í Líbanon. - sþs Utanríkisráðherra Íslands skrifar harðort bréf um átökin í Líbanon: Lýsir yfir miklum áhyggjum Í RÚSTUNUM Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna stendur í rústum skrifstofu samtakanna sem Ísraelar sprengdu á miðvikudag. Valgerður hvetur Ísraela til að binda endi á átökin strax. Æfingasvæði í Grafarholti Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita fimm milljónum í uppbyggingu gras- æfingasvæðis í Grafarholti. ÍÞRÓTTIR DAGNÝ JÓNSDÓTTIR AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.