Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 28
[ ] Reynsluakstur Ford Explorer Limited. Ford Explorer er flestum Íslend- ingum að góðu kunnur. Nýjasta útgáfan er kraftmeiri, sterkari, þægilegri, hljóðlátari, eyðslu- grennri og öruggari en fyrri útgáf- ur. Grindin er stífari, innra rými hefur verið hugsað upp á nýtt og sama má segja um stýris- og fjöðr- unarbúnað. Það var því óneitan- lega frekar spennandi að hoppa upp í 292 hestafla Limited útgáf- una og athuga hvernig til hefði tekist. Við fyrstu kynni er tvennt sem einkennir nýjan Explorer. Annars vegar þægindi og búnaður og hins vegar góðir aksturseiginleikar á malbiki. Fjöðrunin spilar stórt hlutverk í því síðarnefnda og hélt bílnum mjög stöðugum og nánast límdum við malbikið, hvort sem farið var fyrir götuhorn eða upp Kambana á 90. Þó að bílinn skorti ekki hina sófalegu amerísku mýkt er hann alveg laus við að halla eða stinga sér í beygjur. Í raun minnir fjöðr- unin eilítið á sportbíl en kom þó ágætlega út á grófum malarvegi þar sem bíllinn lét vel að stjórn og hristist ekki óþarflega mikið. Hvað búnað og þægindi varðar er Explorer ríkulega búinn. Í mið- stokki bílsins eru meðal annars miðstöð með sjálfvirknimögu- leika, rofar fyrir aksturstölvu, fjórhjóladrif, lágt drif, hiti í sætum og veltu- og skriðvörn. Allir rofar eru mátulega stórir og skýrir og nægilega fáir til að auð- velt sé að rata á þá. Á stýrishjólinu eru rofar fyrir skriðstilli, útvarp og miðstöð. Allt er þetta mjög þægilegt og aðgengilegt. Í bílnum sem var prófaður er 4,6 lítra V8 bensínvél og sex þrepa sjálfskipting. Vélin hefur yfirdrif- ið afl og aðeins þarf að nota brot af inngjöfinni til að keyra bílinn á lipran og skemmtilegan hátt. Með tæp þrjúhundruð hestöfl í húddinu krefst það mikillar sjálfsstjórnar, svo bíllinn eyddi umtalsvert meiru en uppgefnum 14,7 lítrum meðan á reynsluakstri stóð. Með þessari vél, sem togar 406 Nm, er bíllinn 7,7 sekúndur í hundrað og það verður að teljast mjög gott fyrir 2,2 tonna bíl. Sjálf- skiptingin er greinilega amerísk og tekur ekki strax við sér ef bíll- inn er botnaður, en reyndist mjög ljúf og mjúk í venjulegum akstri. Innréttingin í prufubílnum var úr ljósu leðri og gerviefnum. Hún er aðlaðandi, ekki síst þegar skyggja tekur og ljós lýsa í gegn- um alla rofa, en með örlítið breytt- um áherslum í efnisvali og frá- gangi mætti breyta henni í lúxusinnréttingu. Bíllinn er einnig til í sex og sjö sæta útgáfum en í fimm sæta útgáfunni, sem var prófuð, er farangurspláss mjög mikið. Nokkur minni geymsluhólf eru hér og þar um bílinn, sem og glasahaldarar, sem undirrituðum þykir mikill kostur. Þótt Explorer sé fullvaxinn bíll, og innanrými hans mjög gott, er hann léttur í stýri og hefur óvenju- góðan beygjuradíus. Hann er mjög auðveldur í meðförum innanbæj- ar, jafnvel þegar bakkað er í stæði, þökk sé bakkskynjara sem lætur vita með hljóðmerki hversu langt má bakka. Á vegum úti minnir Explorer á sófasett. Hann líður hljóðlega og áreynslulaust áfram og í mjúkum leðursætum fer vel um alla. Fram- stólarnir eru stillanlegir með raf- magni og fyrir bílstjórastólinn er hægt að vista tvær stillingar í minni. Þegar lykillinn er tekinn úr kveikjulásnum rennur bílstjóra- stóllinn aftur og auðveldar aðgengi. Aftursætin eru þægileg en full grunn til að henta hávöxn- um til langferða, auk þess sem sætisbök eru brött. Fótapláss er þó vel boðlegt hvaða körfubolta- manni sem er. Ford Explorer kostar frá 4,3 milljónum hjá Brimborg. einareli@frettabladid.is Sófasett sem létt og skemmtilegt er að keyra Hægt er að opna afturhlerann í heilu lagi, eða bara afturrúðuna eins og hér sést. Gott fyrir innkaupapokana. Mælaborðið er vel skipulagt og einfalt í notkun miðað við allt sem þar er að finna. Hliðarspeglar eru stórir og allsérstæðir í laginu. Hægt er að leggja afturstæðið niður 40/60 og myndast þá slétt gólf við farangur- geymslu. Nýr Ford Explorer er léttur og lipur í akstri þrátt fyrir að innanrými sé mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ford Explorer Limited Vél: V8 4,6 lítra bensín 292 hestöfl / 406 Nm Eyðsla, bl. akstur: 14,7 l/100 km 0-100 km/klst: 7,7 sek. Þyngd: 2.215 kg Dráttargeta: 3.300 kg Farangursrými: 1.277 lítrar PLÚS Þægilegur og léttur í akstri Kraftmikill og sprækur Fjöðrun Innra rými mikið MÍNUS Eyðsla Aftursæti ekki fyrir hávaxna á langferðum REYNSLUAKSTUR Tjaldvagnar verða sífellt vinsælli enda góð leið til að ferðast um Ísland og svo er líka hægt að taka þá á leigu. ������� �������������������� �������� ������������ ��������������� ���������������������������� �������������������������������������������� ��������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������� ��� ������������������������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������������������������������������������� ���������� ��������������� ������������� ��������������������� ��������� ������� ����� ������� ����� ������������ ���������� ������������������ ���������������� ������������� ����������������������������������������������������� �� ��������������������������������������������������������� �������� ��������������������������������������� ����������������������� ����������������������������� ������������������� ��� ������ Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur. U pp sö fn uð h lu st un 1 2- 34 á ra y fi r vi ku na sa m kv . d ag bó ka rk ön nu n G al lu p ap rí l 2 00 6. Auglýsingasími: 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.