Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 12
 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Reisupassinn í rokkinu Okkar maður, Magni Ásgeirsson, er kom- inn áfram í næstu umferð í bandaríska sjónvarpsþættinum Rock Star Supern- ova. Fimmtán söngvarar eru þá eftir en sá þeirra sem standa mun uppi sem sigurverari verður söngvari hljómsveitar- innar Supernova. Fyrirkomulagið er líkt og í Idolinu sem allir þekkja og greiða áhorfendur þeim keppanda stig sem þeir telja að eigi að halda áfram en sá sem fær fæst stig fær reisupassann. Meðlimir Supernova gagnrýna kepp- endur en þeim væri í lófa lagið að veita keppendum reisupassann þar sem þeir hafa sjálfir reynslu af slíku. Einn þeirra, Jason Newsted, var rekinn úr hljómsveitinni Metalica og Gilby Clarke úr Guns N´Roses. Samgönguráðherra á sauðskinns- skóm Í vikunni hélt Ægisdyr, sem er félag áhugamanna um vegtengingu milli lands og Vestmannaeyja, fund þar sem kynnt var skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult þar sem gerð er úttekt á möguleikunum til jarðgangagerða. Barst Sturla Böðvarsson samgönguráðherra oft í tal en Árni Johnsen tók til máls og sagði Sturlu frekar eiga heima í sauðskinnsskóm í rollugötum en í samgönguráðuneytinu. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, bætti um betur og sagði að Sturla hefði hengt Eyjamenn og þá sérstaklega sig í snöru með framgöngu sinni í þessu jarð- gangamáli. Sennilegast er það best fyrir samgönguráðherra að samgöngur til Eyja verði áfram stopular á meðan íbúar þar bera þennan hug til hans. Sumir eyjaskeggjar vilja hafnir Og meira af Sturlu Böðvarssyni, sem fór um nokkrar eyjar Breiðafjarðar í vikunni og sagði heimamönnum að gera þyrfti úrbætur á hafnarmannvirkjum þar. Sér- staklega er mikilvægt að lengja höfnina í Flatey eftir að nýr og lengri Baldur hóf siglingar yfir fjörðinn í vor. Verði af því mun Sturla verða einn helsti hafnarvinur á Breiðarfirði en hann vann að því sem bæjarstjóri Stykkishólms að fara í róttækar breytingar á höfninni þar. Enn og aftur var það Breiðafjarðarferjan sem ýtti á þær framkvæmdir en þá var verið að kaupa nýtt skip sem hægt var að aka bílunum í en áður voru bílarnir hífðir um borð. Árni Johnsen sagði með vandlætingu að höfn í Bakkafjöru væri gæluverkefni Sturlu. Líklegt er að ráðherr- ann hafni því. - jse Það er með fullkomnum ólíkind- um að utanríkisráðherra Íslands skuli hafa tengt innrás Ísraels í Líbanon við „rétt Ísraels til sjálfs- varnar“. En þessi ummæli eru því miður í takti við þá tvöfeldni orð- ræðunnar og siðferðisins sem jafnan kemur upp hjá íslenskum stjórnmálamönnum þegar utan- ríkismál eru annars vegar. Eða öllu heldur: Þeim stjórnmála- mönnum sem gert hafa George W. Bush að leiðarstjörnu lífs síns. Það er líka fjarstæðukennt að ímynda sér að innrás Ísraels í Líb- anon komi umheiminum ekkert við og síst af öllu stjórnvöldum í Washington. Bandaríkjastjórn heldur ekki aðeins hlífiskildi yfir Ísrael á alþjóðavettvangi og kemur í veg fyrir að fjölmörgum og gegndarlausum brotum Ísraels á alþjóðalögum sé svarað með við- eigandi aðgerðum frá alþjóðasam- félaginu. Það er ekki einvörðungu svo að Bandaríkin haldi ísraelsku vígvélinni á floti með ómældri fjárhagsaðstoð og sölu hergagna - sem Ísraelsmenn virðast geta pantað að vild hvenær sem lagt er í stríð. Framlag Bandaríkjastjórn- ar til núverandi stríðsrekstrar Ísraels er mun meira en svo. Eða eigum við að trúa því að sá sem borgar fyrir sýninguna fái engu ráðið um uppfærsluna? Innrás Ísraels í Líbanon er liður í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ sem ráðamenn í Washington eru staðráðnir að halda áfram hvað sem tautar og raular þrátt fyrir að útkoman í því hafi verið skelfileg fram að þessu. Bardagarnir í Afganistan halda áfram á 5. ár og kosta tugi mannslífa á degi hverj- um. Þar er NATO undirverktaki Bandaríkjastjórnar með svipuð- um hætti og Ísrael í Líbanon. Um Írak þarf ekki að fjölyrða. Þar er að bresta á borgarastyrjöld sem bandaríska og breska hernámslið- ið hefur annað hvort ekki áhuga á eða burði til að kveða niður. Líbanon er svo þriðja víglínan í stríðinu, enn ein tilraun til að framkvæma útópískan draum Bandaríkjaforseta um „ný Mið- austurlönd“. Ríki vestrænna land- nema í Ísrael hefur jafnan haft miklu hlutverki að gegna í áform- um Bandaríkjastjórnar um að við- halda kúgun Araba og niðurlæg- ingu á alþjóðavettvangi. Og eflaust var fyrir löngu búið að velja þetta tiltekna skotmark. Þess er skemmst að minnast að fyrir fáeinum misserum lagði Banda- ríkjastjórn allt kapp á að losna við sýrlenskt herlið frá Líbanon. Þetta var árið 2005 og tók gervallt alþjóðasamfélagið undir. Til hvers þurfti erlent hernámslið í frið- sömu landi? En hverjum gat held- ur dottið í hug að Bandaríkin ætl- uðu sér eitthvað gott með skyndilegri herstöðvaandstöðu í Líbanon? Nú er komið í ljós til hvers losna þurfti við Sýrlend- inga: Það átti að rýma fyrir ísra- elska hernum. Ekki er langt síðan að talsmenn Bandaríkjastjórnar, og raunar vestrænir fjölmiðlar upp til hópa, kepptust við að telja okkur trú um að koma ætti á „lýðræði“ í Mið- austurlöndum. Framkvæmdin segir hins vegar allt um innistæð- una fyrir þessum fagurgala. Kosinn er forseti í Afganistan. Hann fer svo fram á að NATO- herinn endurskoði vinnubrögð sín en er hunsaður. NATO-herinn í Afganistan fær skipanir sínar frá Washington en ekki Kabúl. Í Írak var kosið þing og skipaður forsætis- ráðherra, en hann þurfti svo að segja af sér. Hann naut vissulega stuðnings meirihluta þingsins, en bandarísk stjórnvöld voru á móti honum og það eru þau sem setja og fella ríkisstjórnir í hinu nýja Írak. Eftirmaður hans myndast við að mótmæla framferði Banda- ríkjahers gagnvart íröskum almenningi - hann er hunsaður jafn afdráttarlaust og hinn meinti þjóðhöfðingi Afganistans. Í Sýrlandi fóru fram kosningar og á Hizbollah þar sæti á þingi og í ríkisstjórn. Hamas vann frjálsar kosningar í Palestínu. En rödd almennings í Palestínu og Líbanon skiptir stjórnvöld í Washington engu. Ísraelski undirverktakinn er jafnan tilbúinn til innrásar í lönd þar sem almenningur fær að tjá vilja sinn með lýðræðislegum hætti en gerir þau mistök að lúta ekki vilja stjórnvalda í Washing- ton. Einræðisríkin Egyptaland, Sádi-Arabía og Jórdanía skapa engin slík vandamál, enda hefur almenningur enga möguleika á að losna við hinar þægu ríkisstjórnir þeirra ríkja. Fyrirætlun Bandaríkjastjórnar er ljós: Það á að skapa „ný Mið- austurlönd“ með ofbeldi; koma til valda þægum ríkisstjórnum og tryggja að lýðræðið virki aðeins ef fólk kýs eins og George W. Bush vill að það kjósi. En hversu lengi ætla fjölmiðlar á Vesturlöndum að láta blekkjast? Er langlundargerð ríkisstjórna í Evrópu gagnvart bandarískri heimsvaldastefnu endalaust? Ætlar almenningur í Evrópu endalaust að sætta sig við þennan yfirgang í bland við rolu- hátt eigin stjórnvalda? Á veröld 21. aldarinnar að mótast af ofbeldis- mönnum en ekki alþjóðalögum? Ofbeldi í stað alþjóðalaga Í DAG LÍBANON SVERRIR JAKOBSSON Bandaríkjastjórn vill ekki koma á lýðræði í Miðaustur- löndum heldur koma þar á hlýðnum stjórnvöldum með ofbeldi. Innrás Ísraels í Líban- on er liður í þessari viðleitni. Uppgjör skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands birtast nú eitt af öðru. Afkoma þeirra sem þegar hafa birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung hefur verið betri en spár gerðu ráð fyrir. Afkoman nægir hins vegar ekki til þess að lyfta gengi þeirra á markaði. Svona lætur markaður. Í upphafi árs var á það bent að hækk- anir eins og þær sem urðu í upphafi árs væru varasamar. Þá hækkuðu bréf félaga skart, án þess að nokkrar fréttir lægju þar að baki. Slíkar hækkanir eiga alla jafna að hvetja menn til var- færni á markaði. Nú er andinn annar og góðar fréttir megna ekki að kæta markaðinn. Á þessu eru að sjálfsögðu nokkrar skýringar. Við erum að ljúka mikilli uppsveiflu og fram undan eru varasamir tímar í hagkerfinu. Stýrivextir Seðlabankans hafa náð þeim hæðum að þeir eru gott betur en samkeppnishæfir við vænta ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Óvissan í efnahagsmálum varpaði líka skugga sínum á fjármálafyrirtækin sem guldu hennar í oft á tíðum ósanngjörnu mati á því hvernig þau eru rekin. Hættan af fjármálakreppu er ekki mikil, en neikvæð umræða í kjölfar óvissu í efnahagsmálum hefur skapað bönkunum vanda sem enn er ekki fyllilega að baki. Eftir á að hyggja má segja að gott sé að umræðan hófst þetta snemma, þegar afkoma og styrkur var nægur til að takast á við hana. Sá lærdómur sem af umræðunni má draga er margvíslegur og ágætt vega- nesti inn í framtíðina. Tvennt virðist vera afar brýnt ef takast á að hleypa lífi í mark- aðinn á ný. Uppgjör fjármálafyrirtækja þetta árið verða að sýna styrkar tekjustoðir og öruggan rekstur. Í annan stað þurfa bank- arnir að ná að sýna alþjóðamarkaði að þeir hafi tryggt framtíð- arfjármögnun sína. Engin sérstök ástæða er til þess að draga það í efa að þessi markmið náist. Vel hefur tekist til í uppbygg- ingu bankanna og þótt um hægist í bili meðan siglt er gegnum brimgarðinn er ekki séð fyrir endann á glæsilegri vegferð. Eftir á að hyggja má segja að gott sé að umræðan hófst þetta snemma, þegar afkoma og styrkur var nægur til að takast á við hana. Sá lærdómur sem af umræðunni má draga er margvísleg- ur og ágætt veganesti inn í framtíðina. Sú athygli sem viðskipti Íslendinga höfðu fengið erlendis hlaut á endanum að verða annað en lofsöngur. Nú hljómar margraddaðri kór, þótt einhverjir virð- ist syngja falskst. Íslendingar hafa reynst slyngir í að kaupa fyrirtæki og erlend- is virðist nú horft til þess af áhuga hvernig takist til við rekstur þeirra eigna sem keyptar hafa verið undanfarin misseri. Þegar hafa íslenskir fjárfestar sýnt að rekstur keyptra eigna er með miklum ágætum. Bankarnir verða undir sérstakri smásjá um hvernig til tekst. Ef vel gengur að sýna fram á skynsamlegan rekstur og að kaupin hafi verið góð verður fátt til að stöðva framrásina. Útrás varð á tímabili tískuorð í viðskiptalífinu. Umræðan hefur horfið frá hylli á hugtakinu upp á síðkastið. Það skiptir engu máli hvað vöxtur og viðgangur íslensks viðskipta- lífs er kallaður. Útrásin er nýhafin og langt í að henni ljúki. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Bankarnir þurfa að sýna góðan rekstur og tryggja fjármögnun sína á árinu. Ferðin er nýhafin og langt í leiðarlok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.